Lögberg


Lögberg - 13.09.1951, Qupperneq 1

Lögberg - 13.09.1951, Qupperneq 1
Kennaraembættið í íslenzkum fræðum Umfangsmikill uppgröftur hafinn á brunarústunum á Bergþórshvoli Framhald rannsókna, sem gerð- rramnaia rannsoxna, sem ywu- , ar voru í fyrra — vinna við upp- I þrjátíu metra frá gripahúsunum, •• r. • 1 ' r i '_ trnetnn linrlir n 1 Það er viðeigandi og eiginlega sjálfsagt að fréttir birtist um kennaraembættið og starfið í sambandi við fjársöfnunina í háskólastólinn. Þess vegria hefir stofnnefnd kennarastólsins beð- ið upplýsinganefndina að birta fréttir við og við um aðalþætti starfsins, en í þeirri nefnd eru Einar P. Jónsson, Stefán Einars- son, Hólmfríður Daníelson, Ingi- björg Jónsson, Lárus A. Sigurðs- son og W. J. Lindal. Ef til vill má byrja með því að endurtaka, að þótt nú sé ver- ið að Ijúka verki og öllum upp- hæðum, smáum sem stórum góð- fúslega tekið við, eins og altaf hefir átt sér stað, þá samt bygg- ist fjársöfnunin enn á þeim grundvelli, sem lagður var í fyrstu, nefnilega að til þess að gerast stofnandi verði maður að leggja fram $1000.00 eða meir. En eins og áður hefir verið skýrt frá, þá er stofnendafyrirkomu- lagið ekki bundið við einstakl- inga heldur geta margir lagt saman krafta og gerst hóp- eða minninga-stofnendur. Þar sem nú er komið að síð- asta þættinum í fjársöfnuninni, er aðaláherzlan lögð á það, að íslenzku byggðirnar taki að sér að safna, hver út af fyrir sig, hinni ákveðnu upphæð og gerast þannig hópstofnendur. Hér er átt við borgir og bæi, þar sem íslendingar eru nokkuð fjöl- mennir, engu síður e'n sveitir, og ræður hver hópstofnandi undir hvaða nafni hann skuli skráður. Svo hittist á, að konu minni og mér heppnaðist að ferðast til vestur-strandarinnar í síðast- liðnum ágústmánuði. Við stöns- uðum í Edmonton á leiðinni vest- ur og í Calgary á leiðinni til baka. Á ströndinni námum við staðar snöggvast í Seattle, Blaine og Victoria, en vorum nokkra daga í Vancouver. Allsstaðar var tekið á móti okkur báðum hönd- um. Ástæðan var ekki aðallega sú, að fólk hefði ánægju af að hitta og kynnast okkur hjónun- um, heldur hitt að á erindi okk- ar var litið sem þarflegt og jafn- vel nauðsynlegt þjóðræknisstarf. Það er hughreystandi að verða var við hinn einlæga áhuga, sem tslendingar hafa fyrir þessu máli, jafnvel þótt þeir búi í mörg hundruð og jafnvel þúsunda mílna fjarlægð frá háskólanum í Manitoba. Þarna vestur frá sameinuðust, að því er okkur fannst, svo fagurlega og göfug- mannlega, skyldan gagvart ætt- jörðinni gömlu, kjörlandinu nýja og stofnunum og fyrirtækj- um í þeirra eigin nágrenni. Næstum undantekningarlaust voru ailir sammála um það, að æskilegt væri að taka þátt í þessu mikilvæga fyrirtæki, og að til þess þyrfti að hefjast handa og koma á stað samtökum í borgunum fjórum, Seattle, Van- couver, Edmonton og Calgary. Tími var of naumur til þess að koma á stað skipulögðum nefnd- um, en bæði menn og konur buðust til að taka þátt í því að kveðja til undirbúnings funda, þar sem nefndir yrðu skipaðar til framkvæmda í þessu máli. Eftir skoðun þeirra að dæma, sem við hjónin töluðum við, virðist enginn efi á því, að þús- und dollara takmarkinu verði náð í þessum fjórum borgum. Nokkru áður voru fréttir birt- ar í íslenzku blöðunum, frá Gimli og Reykjavíkurbyggð vestan við Manitobavatn. En ekki má það svo skiljast að ekk- ert sé verið að gera annars stað- ar. Langt frá því. Glæsilegar fréttir hafa komið frá öðrum byggðum og bæjum og má þar nefna Lundar, Selkirk, River- ton, Mikley og Siglunes. Upp- lýsinganefndin hefir fallist á það, að birta ekki nákvæmar skýrslur frá byggðunum fyrr en þær hafa heimilað það. Síðasta ferð nefndarmanna var til Hnausa, og þangað fóru þann 1. þessa mánaðar þau Mr. og Mrs. E. P. Jónsson og sá er þetta ritar. Það var hughreystandi og hríf- andi að tala við fólk þar; undir- tektir voru hinar beztu og er það nú orðið fullvissa, að þessi smábyggð muni ná takmarkinu. Hið sama má segja um tvær aðr- ar tiltölulega smáar byggðir, en þær eru Mikley og Reykjavík. Þess má geta að sumar stærri byggðirnar eru komnar vel á veg með annað þúsundið. Það má vera, að atlæti al- mennings gagnvart þessari fjár- söfnun hafi náð hámarki í alúð og kurteisi. Vanalega er manni ekki þakkað fyrir að heimsækja- fólk og gefa því tækifæri til að losna við peninga, en oft hefir það komið fyrir í sambandi við þessa fjársöfnun. Búist er við, að ý haust verði hafist handa í byggðunum um- hverfis Árborg, Baldur, Glen- boro, Langruth og Morden, og í íslenzku byggðunum í Saskat- chewanfylki og fyrir sunnan landamærin. f flestum þessum byggðum eru einstaklingar, sem hafa lagt fram nægilega mikið fé til að gerast stofnendur, og spáir það vel fyrir þegar al- menningur fer af stað og slær saman kröftum. Mikið fagnaðarefni er það fyr- ir nefndirnar og eiginlega fyrir alla, sem er ant um þetta örlaga- þrungna fyrirtæki, að vita til' þess að íslendingar, hvort sem þeir búa í nálægð við háskólann eða í mikilli fjarlægð frá honum, eru þvi sterklega hlyntir og vilja sjá því borgið. Það setur kenn- araembættið á þann grundvöll, sem það á að vera, nefnilega menningarstofnun allra Vestur- fslendinga og varanlegt heimili íslenzkra fræða vestan hafs. Eftir því að dæma, sem átt hefir sér stað fram að þessu, virðist það engum efa bundið, að flestar ef ekki allar íslenzku byggðirnar muni verða þátttak- endur í þessari stofnun. Það er margt, sem þessi mikla og víðtæka velvild gagnvart há- skólaembættinu byggist á. Fyrst og fremst er það tungan, sem er stöðugt að dvína sem hvers- dagsmál í heimahúsum, og er öll- um ant um að reyna að bjarga henni. Svo eru íslenzku bók- menntirnar, fornar og nýjar, sem hafa það menningarverðmæti að til þeirra þarf að vera hægt að ná í öllum háskólum. En svo er annað. Sú skoðun er að ryðja sér til rúms meðal íslendinga og margra leiðandi h ér 1 e n d r a menntamanna, að með því að stofna þetta kennaraembætti sé verið að stíga fyrsta sporið hér í álfu, sem leiðir að því tak- marki að íslenzk tunga skipi verðskuldað sæti í hinum vest- ræna menningarheimi, bæði sem fornmál og sem grundvallarmál enskrar tungu. En það er einmitt þessi marg- þætti tilgangur, sem forseti há- skólans, Dr. A. H. S. Gillson, hef- ir í huga. Hann hefir látið í ljós, að það sé hugmynd hans, og þá um leið háskólans, að til þess að byrjað sé rétt og takmarkið margþætta geti verið sífelt í huga, þá ætti kennarinn væntan- legi að starfa fyrsta árið að mestu leyti við undirbúnings- verk, og má skipta því í fjóra liði: 1. Að skipuleggja íslenzka bókasafnið, skrásetja bækur og koma safninu í það horf, að stú- dentar geti notað það. 2. Að kynnast háskólafyrirT komulaginu í Manitoba, sérstak- lega í ensku deildinni. 3. Að ferðast um íslenzku byggðirnar og kynnast íslend- ingum og ungmennum, sem af íslenzku bergi eru brotin. 4. Að ferðast til annara há- skóla, kynnast • forsetum þeirra og sérstaklega yfirkennurum í ensku og norrænu deildunum. Að vísu er þetta framtíðar- engu síður en bráðabirgðarverk, en svona undirbúningsstarf er bráðnauðsynlegt ef vel á að heppnast í framtíðinni. Orðin 1 þriðja og fjórða liðnum sýna hvað ant forsetanum er um það, að ná bæði til unglinga af ís- lenzkum ættum og til stúdenta, sem hafa útekrifast frá öðrum háskólum nreð sérstakri áherzlu á ensku eða Norðurlandatungu- málum ,og hugsa sér að koma til Manitoba og fá tilsögn hjá manni, sem er sérfræðingur í forn-íslenzku. Vestur við haf varð ég þess var, að þessi yfirgripsmikla hug- mynd forsetans hreyf fólk mik- ið. Mönnum fannst að með þessu móti væri verið að stytta fjar- lægðina og færa háskólaembætt- ið nær þeim. Þess vegna vildu þeir vera með í þessari hreyf- ingu, sem alla Vestur-íslendinga varðar. W. J. LINDAL. formaður upplýsinganefndarinnar Píanóhljómleikar ungfrú Snjó- laugar Sigurdson í .Fyrstu lút- ersku kirkju, mega réttilega teljast til stórviðburða í hljóm- listarlífi okkar Vestur-íslend- inga, þótt þroskuð list hennar nái vitaskuld miklu lengra en það; yfir leik hennar hvílir lát- laus göfgi, þrungin ljóðrænni fegurð, er óhjákvæmilega vekur hrifningu þeirra, er á hlýða; leikur hennar er sannur og laus við öfgar, eins og þá, er bezt tekst til um upplestur dásamlegs ljóðs; það er engin hætta á að melódían týnist úr leik Snjó- laugar í ærslagangi, eins og hjá sumum vill brenna við; hárnæmi hennar á sjálfstætt gildi fag- urra tóna, er slíkt, að ekkert hljómbrigði er gert á kostnað annars, og þess vegna verður heildarsvipur þess verks, sem leikið er, ótruflaður frá upphafi til enda, og hefir þá að sjálf- sögðu tekist vel til. Hvorki tími né rúm leyfa, að farið sé út í einstök atriði hinn- ar fjölbreyttu hljómskrár, er öll bar vitni glæsilegri þróun pían- istans. Til samkomunnar, sem var hið bezta sótt, var stofnað fyrir atbeina The Icelandic Canadian Club, eða einkum þeirrar nefnd- ar, sem forgöngu hefir haft um hljómlistarsjóð félagsins; þakk- aði frú Hólmfríður Daníelsson með nokkrum hlýyrðum hinum ágæta píanista komuna og starf- ið, jafnframt því, sem hún einnig þakkaði félagsmönnum og þeim utan félags, er með örlæti og drenglund hefðu styrkt áminst- an hljómlistarsjóð. Séra Carl J. Olson lótinn Síðastliðinn mánudag lézt á sjúkrahúsi í Columbus, Nebraska, séra Carl J. Olson, er árum saman gegndi prestsem- bætti innan vébanda íslenzka lúterska kirkjufélagsins, nálega 67 ára að aldri, hið mesta glæsi- menni og mælskur vel; hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans, plöf Sveinfríður Sveinsson, látin fyrir mörgum árum; þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi, tvo sonu og tvær dæt- ur; seinni kona séra Carls, Lauf- ey Johnson, ættuð frá Selkirk, lifir mann sinn. Séra Carl var fæddur í Minne- ota, Minn., eyfirskur í föðurætt, en móðir hans uppalin í Fljóts- dalshéraði. Kveðjuathöfn var haldin í Columbus í gær, en hinztu kveðjumál fara fram í Selkirk næsta laugardag kl. 2 e. h. Séra Sigurður Ólafsson jarðsyngur. Á þessu ári eiga Úkraníumenn 60 ára landnámsafniæli í Canada. í sambandi við það hafa farið fram hátíðahöld um landið þvert og endilangt. Forsætisráð- herra Canada, Louis St. Laurent sótti hátíðahöldin í hinum ýmsu byggðum þessa þjóðflokks og flutti þar ræður og síðar yfir út- varpið. Síðastliðna viku fóru fram þriggja daga hátíðahöld í Win- nipeg undir heiðursvernd Vis- count Alexander of Tunis, land- stjóra Canada, og Lady Alex- ander. Þau hófust kl. 4.15 á föstudaginn með útvarpi frá C.*B. C. stöðinni, en um kveldið opnaði forseti Manitobaháskóla sýningu á listaverkum, hand- Ungfrú Thora Ásgeirson, sem nú er á förum til Parísar, af- henti ungfrú Snjólaugu fork- unnar fagran blómvönd; svo var hrifning samkomugesta mikil, að ungfrú Snjólaug varð að leika þrjú aukalög. Tsgnir gestir í heimsókn Um miðja fyrri viku kom hingað til borgar í stutta heim- sókn Sir Lawson Lord Mayor of London, ásamt frú og öðru tignu föruneyti; höfðu gestir þessir áður heimsótt Ástralíu og New Zealand. Borgarstjórinn í Winnipeg kom til fundar við hina tignu gesti á Stevenson- flugvellinum, og bauð þá vel- komna til höfuðborgar Sléttu- flykjanna; var þeim, svo sem vænta mátti, tekið hér af mik- illi alúð, og létu þeir mikið af því hvað Winnipeg væri vin- gjarnleg borg; þetta er í fyrsta skiptið, sem Lord Mayor of Lon- don hefir heimsótt Norður- Ameríku. Fró Kóreu Hvort viðræður um vopnahlé hefjast að nýju í Kóreu, er enn eigi vitað, og horfur í því efni næsta tvísýnar; og ekki bætir það úr skák, ef rétt reynist, að rússneskir Kósakkar séu komnir til liðs við Norður-Kóreumenn; átökin hafa harðnað svo að segja á öllum vígstöðvum undanfarna daga, og virðast kommúnistar hafa meiri flugvélakost en áður var. Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður, Gísli Gestsson að- stoðarmaður hans og Hall- dór J. Jónsson cand. mag. fóru í fyrradg austur að Bergþórshvoli og hófu í gær morgun uppgröft, þar sem ætlað er, að brunarústirnar að bæ Njáls Þorgeirssonar séu undir. Rannsóknirnar í fyrra. Kristján Eldjárn var einnig í fyrra að rannsóknum á Berg- þórshvoli, og voru þá grafnar allmargar gryfjur til þess að finna hvar hið forna bæjarstæði væri. Virtist sannast að bærinn hefði lengst _ af staðið á sama stað. Tvær af gryfjunum voru grafnar vestast í bæjarhólinn um iðnaði, útsaum, bókum og blöð- um. Sýningin var í hinu nýja og myndarlega samkomuhúsi Úkra- níumanna hér i borg. Öll blöð, sem þeir hafa gefið út hér í álfu voru þarna til sýnis. Elzta blað þeirra, Canadian Farmer, hóf göngu sína 1903. Þarna voru og sýnishorn af öllum tímaritum og bókum þeirra. Próf. Paul Yuzik flutti ræðu, en Dr. I. Hlynka stjórnaði samkomunni. Á laugardaginn var skrúð- ganga. í henni voru fulltrúar frá öllum félögum Úkraníu- manna; henni var stjórnað af hermönnum af þessum þjóð- flokk. Blómsveigur var lagður á minnisvarða fallinna canadískra hermanna. Þegar til þinghúss- ins kom voru þar fyrir fylkis- stjóri Manitoba, Hon. R. F. McWilliams; forsætisráðherra fylkisins, D. L. Campbell, og þingforseti, Hon. N. V. Bachyn- sky. Fluttu þeir allir ræður og fylkisstjóri afhjúpaði minnis- töflu, er fest var upp í þinghús- inu í minningu um Úkraníu- frumherja. Á laugardagskvöldið fór fram samkoma í Playhouse Theatre. Þar skemti Úkraníu-listafólk með söng og hljóðfæraslætti. Þar voru og lesin upp nöfn fyrstu landnámsmannanna, og þeir hylltir er enn voru á lífi og viðstaddir. Á sunnudaginn fóru fram há- tíðarguðsþjónustur í öllum kirkjum þjóðflokksins. Kl. 4 var útvarp frá C. B. C. Þar talaði forsætisráðherra C a n a d a , Louis St. Laurent. Hátíðahöld- unum lauk með samsæti, sem haldið var í Marlborough hótel. Tæknilegur ráðunaufur í iðnaðarmólum Að undanförnu hefir dvalizt hér á landi bandarískur tækni- sérfræðingur Robinson að nafni á vegum Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar og athugað véla- kost og starfsaðferðir iðnaðarins í því skyni að gera tillögur um hagkvæmari starfrækslu og betri nýtingu véla og vinnuafls. Hefir hann skoðað margt iðnfyrir- tækja hér sunnan lands, en er nú staddur á Akureyri og skoðar þar iðnfyrirtæki S. í. S. og fleiri iðnfyrirtæki. Hann mun halda heimleiðis 10. sept. og síðan gera ýmsar tillögur um betri tilhög- un iðnrekstrar. —TÍMINN, 30. ágúst andi gripahúsi. Voru þær um tveir metrar að dýpt, og neðst í þeim var 10—15 sentimetra þykkt brunalag, sem sýnt þótti að stafaði frá húsbruna frá fyrstu tímum mannavistar á þeim stað. Brunarústir Njáls. Það var þá álit fræðimanna, að þarna væri að finna sönnun þess, að frásögn Njálu og Land- námu af brennunni á Bergþórs- hvoli væri rétt, og þarna væri sá staður, er Njáll og Bergþóra lögðust til hinztu hvíldar undir öldungshúðina með Þórð Kára- son. Stórt svæði rannsakað nú. Að þessu sinni verður grafið upp og rannsakað stórt svæði, þar sem rannsóknirnar í fyrra sýndu, að hinar fornu brunarúst- ir eru. Gera þeir Kristján Eld- járn ráð fyrir að verða eina til tvær vikur eystra. Það er mikið verk, sem bíður þeirra, og munu sennilega einn til tveir menn þar eystra verða þeim til aðstoðar. Vegna nýrrar útgáfu á Njálu. Þessar rannsóknir eru gerðar nú meðfram vegna þess, að í vændum er á vegum Fornrita- félagsins ný útgáfa Njálu, sem Einar Ólafur Sveinsson prófes- sor sér um. Fór Fornritafélagið þess á leit við Kristján Eldjárn þjóðminjavörð, að nýjar og rækilegar rannsóknir yrðu gerð- ar á Bergþórshvoli, áður en bókin kæmi út, svo að sem full- komnust vitneskja lægi fyrir um sanngildi frásagnanna um Njáls- brennu. SkyriS og kerið. Rannsóknir hafa áður verið gerðar á Bergþórshvoli. Sigurð- ur Vigfússon fornleifafræðingur fann þar á sínum tíma skyrið fræga, og Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminjavörður fann þar meðal annars fornt ker, sem steypt hafði verið úr jökuleðju, sem þar eystra er nefnt at. Fleira hefir fundizt og er varðveitt frá þessum sögulega stað. —TÍMINN, 5. sept Sífelldir óþurrkar norðaustan lands Sogsyirkjunarinnar Ástand er na orðið töluvert ískyggilegt á Norðausturlandi sökum þurrkleysu og votviðra, sem þar hafa gengið undanfar- inn hálfan mánuð. Eru hey tek- in að skemmast. Síðustu þrjá dagana hefir verið úrhellisrign- ing. Fram til 16. ágúst mátti heita að heyskapartíð væri ágæt fyrir norðan og heyskapur virt- ist ætla að ná meðallagi þrátt fyrir lélega sprettu. Ef ekki bregður til hins betra hið bráð- asta, svo að hey þau, sem nú eru úti, náist, mun hins vegar tæpj lega verða svo. —TÍMINN, 30. ágúst Festir kaup á vélum til Steingrímur Jónsson, raf- magnsstjóri er farinn utan til Bandaríkjanna þar sem hann mun festa kaup og ganga frá samningum um helztu aflvélar, sem til hinnar nýju Sogsvirkj- unar þurfa. Hafa þessar vélar flestar áður verið pantaðar, en ekki enn búið að ganga að fullu frá kaupum þeirra. —TÍMINN, 30. ágúst Yndislegt skemtikvöld Ukraníumenn kunna að halda upp á afmæli sitt

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.