Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER, 1951 3 Undraðist fagrar söngraddir og liti ó íslandi Sköpun mannsins Samlal við Else Muhl söngkonu, sem kveður í dag 1 DAG kveður Else Muhl óperasöngkona okkur, en hún fer flug- leiðis til Evrópu. Hefur hún dvalist hér í um það bil átta vikur eða frá 20. maí. Á þessum tíma hefur hún sungið 18 sinnum í óperunni Rigólettó og haldið fimm sönglagakvöld; tvö í Reykjavík og eitt á hverjum stað: Hafnarfirði, Isafirði og Akureyri. Það er hægt að gera ráð fyrir að um 15 þús. manns hafi hlustað á söng hennar. ýmist á söngleikjum eða á söngskemmtunum og hafa aldrei svo margir hlýtt á söng nokkurrar erlendrar söngkonu hér, enda hefur koma hennar hingað til lands verið sannkölluð sigurför, svo mikl- um vinsældum hefur hún átt að __________________________________ fagna. Ætlar að koma aftur Við sem sungum þar höfum á- kveðið að gera allt sem við get- um til að fá okkur laus í haust og ég vonast til að mér takist það. Gangi það ekki, þá syng ég í La Travíata suður í Sviss, en þá vonast ég til að geta komið hingað aftur að vori og efnt til söngskemmtana. Hvað sem því annars liður, þá mun ég aldrei héðan í frá gleyma íslandi og ég mun koma hingað aftur. Kom fyrir forvitnisakir Þegar fréttamaður Mbl. kom að máli við söngkonuna fyrir skömmu, sagði hún: — Þegar mér var boðið að koma hingað til að syngja í Rigó lettó, féllst ég á það í fyrsta lagi vegna þess, að mér var sagt að hér væru margir, sem elskuðu fagra tónlist og í öðru lagi ákvað ég að koma fyrir forvitnisakir. Ég hafði aldrei áður komist svo norðarlega á hnöttinn, sem ís- land er — norðurundir heims- kautsbaug. Undraðist einkum tvennt — Hélduð þér þá, að hér byggju eskimóar? — Nei, alls ekki, svarar ung- frú Else og hlær að þessari fá- vísu spurningu minni. — Ég hafði haft ýmsar sannar fregnir af landinu, að hér byggi mynd- arleg og framtakssöm norræn þjóð. En samt hugsaði ég mér, þegar ég lagði af stað, að ég skyldi ekki láta neitt koma mér á óvart, þegar ég kæmi til Is- lands. — Ég aflaði mér ýmissa upp- lýsinga um land og þjóð. En þrátt fyrir það get ég ekki neit- að því, að það var tvennt, sem kom mér á óvart. Það fyrra var, hvað hér eru margir bæði karlar og konur mað fagrar söngraddir. Það er furðulegt að þjóð ekki stærri en íslendingar skuli eiga söngvara á borð við Guðmund Jónsson og Stefán íslandi. Hitt sem vakti svo furðu mína var fegurð landsins. Mér hafði að vísu verið sagt, að fsland væri fagurt, en ég hafði aldrei ímynd að mér að það væri eins stór- brotið og það reyndist vera. Sérstaklega er ég hrifin yfir því hve allir litir hér eru sterkir, hvað grasið er sterkgrænt á lit o. s. frv. Að þakka góðri vináttu og samstarfi — Hverju haldið þér, að það sé mest að þakka, hvað sýningar Rigólettó, þessari fyrstu óperu- sýningu fslendinga, tókust vel? — Ég var nú að vísu ein þeirra sem söng í óperunni, en samt held ég að mér sé óhætt að full- yrða að sýningar á óperunni tók ust mjög vel. Ég skal ábyrgjast, að þessir sömu söngvarar hefðu getað sýnt óperuna, hvar sem var í Evrópu og fengið lof fyrir. Það er fyrst og fremst að þakka aðalsöngvurunum S t e f á n i og Guðmundi, Guðmundu E 1 í a s - dóttur og Kristni Hallssyni. En aðalstriðið var, hvað samvinnan var góð. Allir urðu svo góðir vin ir og hver maður vildi allt til vinna að þetta heppnaðist sem best. Ég held, að hvergi, þar sem ég hef verið, hafi ríkt eins inni- legt samstarf milli söngvaranna og í þjóðleikhúsinu. — Söng- stjórinn dr. Urbancic átti líka sinn ómetanlega þátt í að skapa þessa vináttu milli söngkraft- anna. — Ég dvaldist hér miklu leng- ur en ég ætlaði í fyrstu, heldur Else Muhl áfram. Fyrst voru sýningar á Rigólettó framlengd- ar og síðan hafði ég sönglaga- skemmtanir. Öll dvöl mín hér hefur verið sælustund. Ég vil biðja Mbl. að færa öllum sem tóku mér svona vel, mínar kær- ustu þakkir. Hjartans þakkir fyrir öll blómin, hem mér hafa verið færð og þó ef til vill ennþá meira fyrir alla góðvildina, sem mér hefur mætt í viðmóti fólks- ins. — Hvert er nú förinni heitið, þegar þér farið héðan? — Ég ætla að fara til Sviss, þar sem ég ætla að syngja í út- varp íslenzk sönglög, m. a. Bí, bí og blaka og fleiri falleg íslenzk lög, sem ég er að læra. Síðan fer ég til Austurríkis, þar sem ég ætla að dveljast í sumarleyfi hjá foreldrum mínum. En síðan langar mig mikið til að geta komið aftur til íslands. Það er verið að tala um að halda áfram sýningum á Rigólettó í haust. Við prófastsvisitasiu að Hvanneyri 12. júní 1750. „Kærir sóknarpresturinn (Hálf dán Nikulásson) yfir óhlýðni og tómlæti Margrétar ólafsdóttur í Hvítárvallakoti í því að koma til sinnar sóknarkirkju og rækja sín sáluhjálparmeðul. En fyrir guðrækilegar og alvarlegar pró- fastsins umtölur og áminningar skipaðist svo að nefnd Margrét bað nærverandi söfnuð opinber- lega fyrirgefningar líka einnig sinn sóknarprest, lofaði og það sama að gjöra við sína foreldra. Þar fyrir utan játaði hún það opinberlega fyrir söfnuðinum, að hún vildi næstkomandi sunnu- dag eður nær sem presturinn þessu næst embættaði á þessari kirkju, að standa opinbera af- lausn fyrir sín afbrot móti þriðja og fjórða Guðs boðorði“. Prófasturinn var Finnur Jóns- son, í Reykholti, síðar biskup. Þegar Innri-Hólmur var biskupssetur. ' Ekki mun almenningur vita að Innri-Hólmur á Akranesi var biskupssetur um nokkurra ára skeið. Þegar Skálholtsstaður hrundi að mestu í jarðskjálftun- um á árunum 1783—4 var stað- urinn svo illa húsaður, að báðir biskuparnir gátu ekki haldizt þar við, fluttist Hannes biskup Finnsson vestur að Innra-Hólmi og var þar a. m. k. tvo vetur. „10 sept. 1788 hafði Hannes biskup Finnsson tillagt kirkj- unni áð Innra-Hólmi gyltan kal- eik til æfinlegs eigindóms í minningu molda sonar síns sál- uga Ólafs Hannessonar, sem hvílir í þessari kirkju“. 8. maí 1699 er bann við lóða- lögn frá Sýrusteini fyrir innan Innra-Hólm allt að Melahólma, vissan tíma ársins. Hugfestu þetta samtal. Átta ára gamall drengur fékk að gjöf sparisjóðsbók með 50 krónum í. Jafnframt var drengn- um sagt að eftir eitt ár ætti hann tveimur krónum meira í bók- inni, ef hann hreyfði ekki við henni, þ. e. tæki ekkert út af þessum 50 kr. Drengurinn fór að hugleiða þetta og segir svo við móður sína: „Hver borgar mér þessar tvær krónur, ef allir eiga peninga í bók eins og ég“. — Móðirin: „Þeir sem fá lán í spari- sjóðnum“. — Drengurinn: „Þá verða þeir fátækari ár frá ári við það borga mér árlega þessar tvær krónur. Þá verða þeir orðn- ir fátækir eftir 25 ár“. Þegar mikið reyndi á karlmennskuna og dyggð var að spara. Á síðustu árum hefir margt breytzt — til batnaðar — ekki Auf Wiedersehen Mér er óhætt að segja, að ís- lenzkir áheyrendur munu ekki heldur gleyma fyrstu komu Else Muhl hingað og þeir munu bíða með óþreyju eftir að hún heim- sæki enn á ný þetta norðlæga land. Það er skemmtilegt að kveðja beggja, söngkonunnar og áheyrendanna er: Auf wieder- sehen — sjáumst aftur. síður við sjóinn en á öðrum svið- um. Þar sem hraðfrysting á fiski til útflutnings hófst fyrir al- vöru, var aflinn svo til eingöngu saltaður. Þá fylgdu hverjum bát 10—11 menn, þar af voru 6—7 í landi til þess að beita línuna og hirða aflann. Þetta var ótrúlega mikið og erfitt verk, þegar vel aflaðist, því að landmönnum var óljúft að kaupa fólk til hjálpar við þessi verk. Það var ekki gert fyrr en í síðustu lög, enda metn- aður milli skipshafna um að ljúka öllum verkum á sem skemmstum tíma og spara öll- um aðilum aukin útgjöld. Kom því oft fyrir, að lítið var um svefn, það var ekki aðal-atriðið heldur að vinna vel og rösklega og spara aukin útgjöld. í þann tíð var aðstaða öll önn- ur og verri en nú á sér stað. Þá var oftast gert að úti, hvernig sem viðraði? Bátarnir lentu al- drei fyrr en á kvöldin, og var fiskurinn þá strax tekinn til að- gerðar. Kom þá fyrir, — ef vel fiskaðist, — að aðgerðin stóð alla nóttina. Verkaskipting var oftast þann- ig: Fjórir flöttu, tveir og tveir saman. Einn hausaði, og annar þvoðUupp og saltaði, en sá sjö- undi — ef hann var — hjálpaði til að hausa eða salta, eftir því sem bezt hentaði, en sá var oft unglingur. Það var einhverju sinni, er Gísli Hinriksson, kennari í Geir- mundarbæ, kom ofan eftir til þess að rabba við eina skipshöfn- ina — er aðgerð stóð yfir, — að af vörum hans hrukku eftirfar- andi 3 vísur: Þegar hausa fiskinn fer, fast á bítur jaxla. Nonni hendur báðar ber blóðugar til axla. Fjórir standa firðar við, fræknleik sýna strangan. Fljótir rista fleinum með fiskinn endilangann. Leikni stillir starfið allt studd af orku megin. Fiskinn síðan færa í salt, fyrst úr vatni þveginn. Einn í þessari aðgerð, sem hér um ræðir, var Guðmundur Björnsson, bóndi á Akralæk. Hann gerði þá þegar eftirfarandi tvær vísur til svars Gísla: Fyrir stökur þínar þrjár þakkar sérhver drengur. Með sæmd, þú fram þín efri ár allar stundir gengur. Fræða þulur þung oft raun, þjaka vildi í dróma. Þú bugaðist ei né blést í kaun brynjaður andans ljóma. Þ. Th. MBL. 24. júlí Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu móli Framhald af bls. 2 var það einn dag að einn af veiði mönnunum kom til Zambey og sagði: — Mennirnir eru ekki ánægð- ir herra. Þeir eru orðnir maga- veikir af því að eta altaf sama matinn, alltaf kjöt steikt í viðar- feiti. Við kunnum ekki aðra mat reiðslu. En broddgölturinn, sem snapir um viðarrætur, hann á sér konu til að matreiða fyrir sig. Við mennirnir eigum enga konu. Ó, Zambey, gefðu okkur konur. Zambey vissi vel hvað af því mundi hljótast, alls konar vand- ræði og fjandskapur. Hann maldaði í móinn. En maðurinn þrábað hann því betur. Og að lokum sagði Zambey: — Úr því þið viljið endilega steypa ykkur út í ógæfuna, þá skal ég gefa ykkur konur. í fyrra málið skulið þið allir fara á veiðar. Þið megið ekki fara saman, heldur hver út af fyrir sig. Og svo skal hver ykkar færa mér það dýr, sem hann hefir veitt. í býtið næsta morgun þustu allir mennirnir á stað. Svo tíndust þeir heim einn og einn, og um kvöldið voru allir komnir. Og vegna þess að þeir voru margir, þá höfðu þeir lagt að velli mörg dýr og af mörgum tegundum, nema fíl, því að fill- inn er svo vitur skepna að hann lætur ekki einn mann veiða sig. Einn hafði náð í skjaldböku, annar í apa, sá þriðji í brodd- gölt og svo framvegis. Zambey kom út úr kofa sín- um og hann sagði: — Ó, þér menn, hlustið á mig. Þið hafið óskað eftir að eignast konur, og nú breyti ég veiðidýri hvers ykkar í konu, og þá fær hver maður konu úr því dýri, sem hann hefir veitt. Vegna þessa eru konurnar svo misjafnar. Sumar eru latar eins og skjaldbakan. Sumar þvaðra stöðugt eins og apar. Sumar eru snefsnar eins og broddgöltur. Góðar konur? Þær eru að vísu til, en þær eru svo fáar, að ekki qr orð á gerandi. Og engin þeiijra er vitur, vegna þess að engum veiðimannanna tókst að veiða fílinn. — Lesbók Mbl. Hinn 24. apríl s.l. var Benedikt Tómasson skipstjóri í Skuld 75 ára. Þá sendi Guðmundur Björns son bóndi á Akralæk Benedikt eftirfarandi afmæliskveðju: Austra fleyið undan slær, ætla ég til þín lensi. Heillaósk og kveðja kær kastast að þér Bensi. . Unun er, þá komið er kveld — kyrrð og næði heima — við minninganna arineld orna sér og dreyma. Eflaust kynnin úti’ á sjó, efni finn þar sagan nóg. Hér ég inni ei efnin frjó, á þau minnast vildi þó. Oft var siglt um sundin þröng, seglum tylt að efstu röng. Kári trylltur kvað og söng, knörrinn fylltu aflaföng. Ægir tíðum ylgdi brá, æsi-hríð og bylgjan flá. Ráðin dýrust þekktir þá, þegar að stríðið reyndi á. Þá ranga’ á essi áhöfnin orra messur þreytti um sinn, ungi og hressi andinn þinn ávallt hvessti manndóminn. Þegar bylgjan bylti knörr byrst með hrotta hótin snör, gletnisbros og gamansvör galztu í móti og léttir kjör. Þótt að elli ama kjör að þér felli hotin ör, get ég smellin gletnissvör gjaldirðu kellu beint af vör. Guðm. Björnsson. Akralæk —AKRANES Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson S. O. BJERRING * Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS SUITE 6—652 HOME ST. VlðtaJatími 3—5 eftir hádegi 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. Phone 21 101 ESTTMArES FREE LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG J. M. INGIMUNDSON Fasteigrnasalar. Leigjái hús. Ct. Asphalt Roofs and Insulated vega peningalán og eldsábyrgð, Siding — Repairs bifreiðaábyrgð o. s. frv. Country Orders Attended To Phone 927 538 632 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Ofíice Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOvngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and FTozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Office Phone Res. Phone 924 762 726 US Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 pm. and by appointment. DR. A. V. JOHNSON Dentist 50G SOMERSET BU1L.D1NG Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœöingur í augna. eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. 2 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 923 815 Hsimasfmi 403 794 Branch Store at 123 TENTH ST. BRANOON 447 Portage Ave. Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettina 58 VICTORIA ST. WINNIPIG Phone 928 211 Manager t'. R. THORVALDSON Your patronage wUl be appredated ÍMÍDlSTÉWj JEWELLERS Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur lfkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður jsá beztí. Ennfremur selur hann állskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsíml 27 324 Heimllls talsími 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEO CUNIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 Phone 23 99^ 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemlty Hospltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages, Beddlng PlantS NeU Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 PHONE 927 025 , H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 505 Confederatlon Llfe BMg. WINNIPEG MANITOBA Offlce 933 587 Kes. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNEPEG CANADA PARKER, PARKER A KRISTJANSSON Barristers - Solidtorc Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansaon 500 Canadlan Bank of Commaree Chambers Wtnnlpeg, Man. Phone K3S61 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnlr. Hftaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldf- viC, heldur hita frá aC rjúka flt meC reyknum.—SkrifiC, slmlC til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Sfmar: 83 744 — 34 431 Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialtles: WEDDING CORSAGES COLONTAL BOUQUETS FLTN'EHAL DESIGNS Mlss L. Chrictte, Proprletreas Formerly with Robinson & Co. DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 928 952 WTNNTPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dír. Keystone Fisheries • Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 926 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.