Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. SEPTEMBER, 1951 5 wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww AHLCA/HAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON „TÖKUM SAMAN HÖNDUM“ Frú Guðrún Pálsdóttir, höfundur þessa fyrirlesturs, er kona Guttorms Pálssonar skógarvarðar á Hallormsstað. Hún er mjög skýr kona, skrifaifi Sambands austfirzkra kvenna og stendur framarlega í öllum félagsskap. Þennan fyrirlestur flutti frú Guðrún á ársþingi Sambands aust- firzkra kvenna sumarið 1950. Frú Marja Björnson var stödd á því þingi og sendi frú Guðrún henni fyrirlesturinn. Frú .Marja hefir góðfúslega látið hann Kvennasíðu Lög- bergs í té til birtingar. Þegar talað er um uppeldis- mál, er það tíðast gert frá því sjónarmiði, að ala upp börn og unglinga, og fer vel á því, að þeir sem eldri eru, finni til þeirr- ar ábyrgðar, sem á þeim hvílir gagnvart hinum yngri. Eins og nú standa sakir, fær það þó tæp- lega dulist, að allmikið ber á vonleysi og kjarkleysi hinna eldri, gagnvart þeim málum. Á meðan heimilin voru einu uppeldisstofnanirnar var því annan veg farið. Eldra fólkið hafði þá föst tök á uppeldi barn- anna yfirleitt. Trúrækni, trú- mennska í verki og hlýðni voru hornsteinarnir, sem gott uppeldi byggðist á. Þangað má leita eftir rótunum að því þolgæði og þrautseygju, sem einkenndi for- feður okkar og formæðpr í gegn- um þrautagöngu aldanna. Ekki er það ætlun mín, að gera hér tilraun til þess að varpa ljóma fjarlægðarinnar yfir allt það, sem talið var gott og gilt við uppeldisaðferðir fyrri tíma. Oft mun viðkvæmur gróður og vaxtarsprotar hafa visnað og fölnað fyrir vanrækslu, vanhirðu og úrræðaleysi. Tilfinningin fyr- ir því, mun hafa orðið aðalorsök þess, hve fast var tekið í streng- inn á móti öllu því, sem áður var gildandi, þegar fleiri leiðir opnuðust og vorleysinga varð vart í íslenzku þjóðlífi. Margir munu kannast við það, að allmikil hætta getur stafað af því, þegar ísa leysir ört á vor- in. Skriður geta fallið úr fjöllum og lækir flætt yfir bakka sína svo að enginn fær rönd við reist. Þannig getur einnig verið ástatt um ýmislegt, sem tilheyrir hinu innra lífi og snertir mennina ýmist sem einstaklinga eða þjóð- félagsborgara. Það sem áður var í fjötrum, er nú frjálst og óháð, þar sem frelsi einstaklingsins er virt að verðleikum. En vandi fylgir vegsemd hverri. Því fylgir mikil ábyrgð, að hafa meðtekið mikið frjáls- ræði, hvort sem það hefir verið meðtekið sem vöggugjöf, eða síðar á ævinni. Þó að vegur frjálsræðisins geti virst beinn og greiðfær, þá ætla ég að þeir séu æði margir, sem finna þar stóra steina, fyrr en þá sjálfa varir; má þar tilnefna frjálsræði til ó- hollra nautna og skemtanalífs, sem leitt hefir út í öfgar. Auknu frjálsræði verður því að fylgja auknar kröfur til sjálfs uppeldis. Sú krafa þarf að fylgja mönnunum ævina á enda, ekki sízt þeim, sem eiga að annast uppeldi þeirra, sem yngri eru. Sá maður er ekki til, sem engin áhrif getur haft á aðra menn, en leitið á milli þeirra, sem ábyrgð- ina bera gagnvart öðrum, er eigi að síður mikið og vítt. Oft heyrast raddir um það, að unga kynslóðin sé á villigötum, en hver er afstaða okkar sem eldri erum, gagnvart þessu boði Meistara vors: „Leitið fyrst Guðs ríkis og þess réttlætis, sem hon- um er þóknanlegt“. Trúum við á fram’naldið: „Þá mun allt ann- að veitast yður að auki“. Eru menn í raun og sannleika frjálsir að því, að leita; er því ekki slegið föstu af meiri hluta mannkynsins að allt eigi að vera í föstum skorðum, a. m. k á viss- um sviðum. Ég finn ekkert samræmi í því, að andi mannsins sé á stöðugri þroskabraut, en samt sem áður eigi spegilmynd hans í verkun- um, að vera í föstum skorðum. Þegar maður lætur taka af sér ljósmynd, þá óskar hann eftir því, að hún líkist honum sem mest. Á sama hátt endurspeglast maðurinn sjálfur í verkum sín- um. Þau geta verið þess eðlis, að hann kjósi það helzt sjálfur, að fela þau í skúmaskotum, en þau geta einnig verið þannig, að þau prýði hin æðstu salarkynni; hvort sem heldur er, þá eru þau sönn endurspeglun höfundarins. Viljum við í raun og sannleika leita eftir því, sem er fegurst og bezt; er ekki meiri hluti mann- kynsins að missa trúna á þýð- ingu þess. Og hverjir eiga sök á því, bera ábyrgð á afleiðingum þess. Er það unga kynslóðin, sem á öll vandamál lífsins óleyst fram undan. Nei. Það er sú kyn- slóð, sem ber hita og þunga dags- ins, en er búin að missa sjónar af því, hvert stefna ber með þá byrði. Aldrei fyrr hefir það sem hei- lagt er verið meir fótum troðið heldur en nú, á þessum síðustu og verstu tímum mannlegrar niðurlægingar. Hvenær hefir það skeð fyrr, síðan Jesús Kristur fæddist á þessari jörð, að hundshaus hafi teygt sig upp úr jötunni, sem á að tákna legurúm hans á jóla- nótt. Er unnt að ganga lengra í því,«ð gefa hundunum það sem heilagt er og kasta perlunum fyrir svín. Sá, sem hefir kynnst fögnuði saklausrar barnssálar yfir sönnu jólakorti, hann skilur hvaða þýð- ingu annað eins og þetta hefir og gerist þá meðsekur, ef hann þegir yfir því. Er það vonlaust, að koma mönnum í skilning um það, að höfuðatriðið er, að jólagjafirnar, þótt smáar séu, beri á sér merki hreinleika og fegurðar. Prestastétt landsins ætti að beita sér fyrir því, að gefa út fyrir næstu jól vandaða bók (hún þyrfti ekki að vera mjög stór) með úrvalsmyndum úr Nýja testamentinu. Slík bók gæti orðið hinn mesti styrkur fyrir mæðurnar, til þess að skapa heilbrigðan sterkan grundvöll fyrir trúarlíf barnanna, og börn- in þurfa þá að finna það, að þær beri virðingu fyrir þessari bók og láti þau ekki leika sér að henni í tíma og ótíma, heldur lána þeim hana öðru hvoru til hátíðabrigða eða dægrastytting- ar. Börnin eru því svo vön, að mæðurnar leggi mikið á sig, til þess að fæða og klæða líkama þeirra; þau vita að það er engan veginn þýðingarlaust, því að illt er að vera bæði kaldur og svang- ur. Börnin geta verið furðu næm á það, að draga réttar ályktanir; þess vegna er ekki nema eðlilegt, að þau hugsi sem svo í þessu sambandi, að það sem mæðurn- ar hirði ekkert um gagnvart þeim, geti ekki haft mikla þýð- ingu. Það er ekki ólíklegt, að mörg móðirin finni sárt til vanrækslu sinnar gagnvart börnunum á sviði trúmálanna, þegar þau hafa slitið barnsskónum og eru farin úr föðurgarði. Ef til vill kemst hún þá að raun um, að það hafi fremur átt rót sína að rekja til magnleysis, að stýra á móti straumi tímans, heldur en að hún hafi ekki viljað betur gera og skilið það, hve mikla nauðsyn var um að ræða. Ef að tómlæti, eða jafnvel lítilsvirðing fyrir þeim málum mætir börnunum annars vegar frá þeim, sem þau um- gangast, að ég nú ekki tali um, ef það er frá föðurnum, þá þarf móðirin að eiga mikla orku, ef hún á að geta betur gert, en vega á móti slíku. Ef að við þessar aðstæður skyldi svo bætast það, að algert virðingarleysi sé ríkjandi gagn- vart þeim manni, sem teljast á leiðtogi safnaðarins, innan kirkj- unnar, þá má það vera öllum ljóst, hve við þungan róður er að etja gagnvart trúmálunum. — Utanaðkomandi orkulyndir, sem stefna til hinna líðandi, stríðandi mæðra, er búa við skilyrði eins og hér hefir verið lýst, hljóta því að virðast hverjum áhorfanda,. sem á vakandi sálarsjón, harla fáar og smáar. Ég minnist í þessu sambandi játningar einnar danskrar konu þar í landi, er ég kynntist sem ung stúlka. Hún lifði við mjög svipuð skilyrði og almennt ger- ist um sveitakonur hér heima á íslandi, að öðru leyti en því, að hún átti mjög auðvelt með að sækja kirkju, ekki nema 10—15 mínútna gangur, og þangað lagði hún leið sína á hverjum sunnu- degi, eða því sem næst. „Ég gæti ekki lifað án þess að sækja kirkju“, sagði hún. Skyldi ekki játning sem þessi hafa legið á vörum mæðra okkar og formæðra, játning af sömu rótum runnin, þó að þær hafi ekki getað bundið hana eins við kirkjuna og þessi kona, sökum fjarlægðar. En baðstofan varð að kirkju á hverjum sunnudegi og einnig á vetrarkvöldunum, þegar skammdegið svarf sem fastast að; þá var þar um hönd höfð guðsþjónusta og sálma- söngur ómaði innan veggja. Miklum mun auðveldara var að sameina heimilisfólkið til þeirr- ar guðsþjónustu, heldur en hinn- ar, sem flestum heimilum gefst nú kostur á að hlýða gegnum út- varpið. ----☆----- Uppeldismálin í þrengri og víðari merkingu hafa legið all- þungt á huga mínum, sérstak- lega í seinni tíð. Þegar Ragn- heiður Jónsdóttir kennari flutti í vetur tvö erindi um skólamál fyrr og nú, hafði ég um skeið verið að verulegu leyti á valdi umhugsunar um þau mál; ég hafði þess vegna vel opin eyru fyrir því, sem þar var flutt og varð það síður en svo til að létta áhyggjur mínar um þau mál. , Þegar ég vaknaði árla næsta morgun, streymdi margt í gegn um hug minn þeim viðkomandi. Hugur minn var bundinn við ó- lánssömu börnin, sem kennar- inn var að lýsa, börnin, sem hann var fenginn til að sitja yfir í einni kennslustofu skólans. — Kennarinn gerði að vísu tilraun til að kenna börnunum, til þess hafði hann verið ráðinn, en það var með öllu vonlaust, þau gátu engu slíku veitt viðtöku. Við- bjóðslegt orðaskvaldur barst á milli bekkjanna frá barni til barns. Á því stigi sem börnin voru virtist örðugt, að binda við þau nokkrar framtíðarvonir. — Hyldýpi örvæntingarinnar virt- ist blasa við. Hugsanirnar héldu áfram að streyma eftir opnum farvegi: Hvernig má það ske, að barns- sálir geta sokkið svona djúpt — jú, kennarinn hafði lýst þeirri aðbúð, sem þau börn áttu við að búa, dró fram mynd, sem maður gat a. m. k. alyktað, að ætti við þau vel flest. Og þá vaknaði sú spurning, hvar er að finna úrræði til bjarg- ar og til varnar því, að fleiri börn sökkvi niður í fenið. Og hendingin úr sálmi einum kom fram í hugann: Sjáðu ráð því illa við, þerrðu tár er þrautir mæða þjáðum smáðum veittu lið. Og ég fann aðeins eitt ráð, sem að haldi gæti komið, ef því yrði framfylgt án undantekningar, þ. e. að mæðurnar, hver einasta móðir reynist köllun sinni trú, móðurhlutverkinu. Allt lífsstarf þeirra, þó að margþætt geti ver- ið, verður að vera eins og rammi utan um kjarnann þann. Sem betur fer eru til heil- brigðar, sannar mæður, sem vita, að ramminn getur verið rúmur utan um þann kjarna; hugurinn starfað frjáls og óháð- ur og notið sköpunargleðinnar hið ytra og innra í ríkum mæli. Og ég hugsaði nákvæmlega á þessa leið: „Þó að ekki sé um að ræða nema eina barnssál, sem móðir- in hefir aðgang að, þá mun það geta gefið meiri ávöxt, að leggja rækt við hana, heldur en hring- snúast innan um 99, sem hún hefir engan aðgang að“. Ég fullyrði að töluna nefndi ég ekki upphátt, en rétt á eftir gerði litla dóttir mín það, sem hafði flutt sig í rúmið til mín, sagði að- eins, níutíu og níu og ekkert meira. Hvernig stendur á því, að þú nefnir þessa tölu? spurði ég. Hún gat vitanlega engu svarað, vissi það ekki. Mér þótti þetta harla merkilegt. í fyrsta lagi var það mér sönnun þess, hve börn geta verið næm fyrir, ekki aðeins orð- um annara, heldur einnig hugs- unum þeirra. Og í öðru lagi tók ég það sem staðfestingu fyrir því, að ég væri á réttri hugsana- braut í þessu efni. Hvers vegna var barnið annars látið nefna þessa tölu ósjálfrátt? Ég trúi ekki á eintómar til- viljanir. Sá, sem í einlægni leit- ar, hann finnur, og fyrir þeim mun upplokið verða, sem á knýr. Þess þarf með nú á tímum efnis- hyggju og trúleysis, að rumska við trúartilfinningu fólksins. Það sem nú skal greina skeði fyrir um það bil 10 árum síðan. Móðir ein sat með dreng sinn fimm ára gamlan róandi í rúm- inu. Hann leið af sjúkdóm sem Isfeknar réðu ekkert við. Það var krampi. Kviðarhol hans allt var svo aumt, að ekki mátti við það koma. Móðirin settist við borðið og fór að skrifa konu, sem hún vissi, að stóð í sambandi við æðri máttarvöld og læknandi kraftur streymdi út frá. Tárfellandi sat hún yfir bréf- inu og andvarp frá djúpum hjartans braust fram: „Ó, að ég skuli sjálf vera svo trúarveik, að Jesús Kristur geti ekki án annara milligöngu kom- ið til litla drengsins míns og hjálpað honum“. Móðirin lauk við bréfið, en það komst ekki lengra en á næstu póststöð, þá var drengur- inn hennar alheill og hefir ekki vottað fyrir þeim sjúkdómi síðan. Hverjum ber skylda til þess, að halda merkinu á lofti, ef ekki þeim, sem reyna annað eins og þetta. Börnin mega ekki vera án kærleika móðurinnar. Svo ómiss andi er þeim hann, að ég er þess fullviss, að af tvennu, er heilla- vænlegra fyrir þau að eiga móð- urkærleikanní fjarlægð, heldur en móður sína án hans í nálægð. Ég er sannfærð um það, að börnunum er meiri kvöl í því en orð fá lýst, ef mæðurnar ekki sýna þeim nærgætni og umönn- un. Það ætti að vera augljóst mál. Tengslin milli móður og barns eru af Guði gefin, þau eru eins konar líftrygging börnun- um til handa, frá Guði Föður, skapara vorum. Ef að þessi líftrygging bregst þeim, á meðan móðirin enn er hérna megin grafar, þá eiga þau í rauninni hvergi skjól fyrir hretum lífsins. Það er ekki ein- hlýtt, þó að reist væru mörg og vegleg skýli handa þeim í nafni mannúðar og réttlætis, ef að þau eiga ekki móðurkærleikann að Mikil íslenzk landkynning í Svíþjóð Blaðaskrif, útvarpslestur á fornsögum og kvikmyndasýningar Viðtal við Njál Símonarson fullirúa Mikið er skrifað um ísland og Islendinga í sænk blöð um þess- ar mundir og yfirleitt farið miklum viðurkenningar- og aðdáunar- orðum um íslenzka íþróttamenn. NJÁLL SÍMONARSON fulltrúi er nýkominn frá Svíþjóð og skýrði hann Vísi frá þessu. Sagði hann, að Islendingum væri veitt sérstök athygli þar í landi, sem ekki sízt ætti rót sína að rekja til ummæla blaðamanna um íþróttamennina íslenzku og þá þróun, sem átt hefði sér stað á sviði ís- lenzkra íþrótta. Svíar hefðu að vísu orðið undrandi og fyrir vonbrigðum af úrslitunum í sænsk - íslenzku knattspyrnu - landskeppninni, sem var hinn mesti ósigur fyrir sænska knatt- spyrnu. Flest blöðin hefðu þó tekið ósigrinum karlmannlega og ekki fundið neina afsökun fyrir Svíana. Eitt blaðanná birti þó stóra fyrirsögn þess efnis að ósigurinn hefði verið Dönum að kenna — dönskum flugmönnum sem hefðu haldið uppi ærslum og ólátum á Garði og ekki gefið s æ n s k u landliðsmönnunum svefnfrið. En það er fleira en íslenzkir í- þróttamenn, sem vekja athygli á íslandi í Svíþjóð um þessar mundir. Meðal annars má geta þess að ameríski kvikmynda- tökumaðurinn Hal Linker, sem hér hefir dvalið við kvikmynda- töku, og kvæntur er íslenzkri konu, var í sýningarför í Sví- þjóð fyrir nokkurum dögum. Sýndi hann litkvikmynd héðan að heiman fyrir húsfylli og þar sem m. a. voru staddir Helgi Briem sendiherra og sendifull- trúar erlendra ríkja. Hal Linker flutti stutt erindi á undan sýn- ingunni og drap þar á höfuða- triði í sögu þjóðarinnar og ann- að, er land og þjóð varðaði sér- staklega. Ennfremur skýrði hann kvikmyndina sjálfur og gerði það vel og skilmerkilega. Var góður rómur gerður að máli hans og myndin var í ýmsum atriðum vel heppnuð og hin feg- ursta, en annarstaðar helzt til langdregin. Hafði Hal Linker sýnt kvik- mynd þessa í Finnlandi, en frá Svíþjóð ætlaði hann til London og sýna hanna þar. Hann var væntanlegur til íslands í gær- kvöldi og mun sennilega sýna Islandskvikmyndina hér. Þá má loks geta þess, að sænska útvarpið hefir sýnt Is- landi og íslenzkum bókmenntum þann sóma, að lesa kafla úr Gunnlaugs sögu ormstungu á kvöldin. — VÍSIR, 18. júuí Thor Thors og frú í Los Angeles Þriðjudagskveldið þinn 28. á- gúst s.l. komu saman um hundr- að íslendingar og vinir þeirra í „The Town House“ í Los Angeles til þess að fagna hinum glæsi- legu fulltrúum íslands í Wash- ington,'þeim frú Ágústu og hr. Thor Thors og syni þeirra Thor, jr., — en þetta er fyrsta ferð þeirra til hinnar sólhýru Cali- forniu, í rigningu þó! Stjórn íslendingafélagsins í Los Angeles stóð fyrir sam- komu þessari, með frú Guðnýju bakhjarli, þá hrekjast þau af einni öldunni á aðra, á ólgusjó mannlífsins. Þetta er mjög skiljanlegt. Það liggur í augum uppi, að lífið sjálft er þá orðið í mótsetningu við sjálft sig, það snertir hina viðkvæmu strengi barnssálar- innar þannig, að fram koma falskir tónar. Heilbrigð móðir skilur barnið sitt betur en nokkur annar; hver skyldi þá vera þess umkominn, að stilla hörpustrengi hinnar viðkvæmu bljúgu barnssálar, ef að móðirin bregst og framkallar þar falska tóna? Eitt sinn sagði barn við móður sína: „Mamma, mér þykir alveg eins vænt um þig og kettlingana". Ef til vill hefði einhverri móð- ur þótt niðurlægjandi, að heyra þetta af vörum barnsins síns, en því fór fjarri, að svo færi í þetta sinn. Móðirin skildi samstundis, að hér var um að ræða hina mestu dásemd; fullkominn sam- runa lífsins, þess lífs, sem er hin mikla alheimseining. Er það ekki eðlilegt, að mæð- urnar, sem skilja þetta,'eigi erf- itt með að greina á milli hins líðandi augnabliks og þeirrar framtíðar, sem börnin eiga að lifa í og að þær finni verulega til með annara manna börnum. Sameinumst þá öll foreldrar, kennarar, skólastjórar og prest- ar, að því marki, að vinna að andlegri og efnalegri velferð hins uppvaxandi æskulýðs. Erum við ekki öll synir og dætur fósturjarðarinnar, sem viljum af heilum hug, með sam- einuðum átökum, vinna að heill hennar og farsæld. Sk. í Reykjavík 10. apríl 1951 Guðrún Pálsdóttir, Hallormsstað Thorwaldson í broddi fylkingar; er hún hin skörulegasta kona, og nýkjörin forstöðukona félagsins. Hinn vinsæli þulur Larry Thor setti samkomuna. Stanley Ólafs- son konsúll bauð heiðursgestina velkomna og gjörði þau kunnug hinum tvístruðu og hálftýndu íslendingum hér í hinu vestasta vestri. Mr. Thors flutti mjög vin- samlega og fræðandi ræðu og lét í ljósi ánægju sina yfir því, að hafa haft tækifæri til þess að kynnast svo mörgu fólki í Los Angeles, sem bæri hag íslands í brjósti sér. Aðrir sem fluttu ræður voru borgarstjórinn í Los Angeles, Mr. Fleteher I^awran og hinn góðkunni maður, Gunnar Matthíasson. Með söng skemtu frú Eileen Christy, frú Þóra Matthíasson Rebard og Sverrir Runólfsson; en þetta er úrvals söngfólk hér um slóðir, enn fremur voru sungnir sumir af uppáhaldssöngvum íslendinga, en Janet Murphy Runólfsson spilaði undir með mestu prýði. Góðar veitingar voru framreidd- ar af ítölskum þjónum. Á meðan fengu aiiir tækifæri til þess að kynnast þessum ágætu hjónum og glæsilegum syni þeirra. En íslendingar í vestri sem austri eru sammála um, að þarna sé rétt fólk á réttum stað. — Daginn eftir var Thors-fjÖl- skyldunni boðið til morgunverð- ar í Los Angeles Breakfast Club. Þar flutti Mr. Thors ræðu um ísland, sem að var útvarpað. — I þennan vikutíma, sem Thors fjölskyldan hefir dvalið í Suður California hafa þau farið víða og séð margt — en þó má það kalla sérstakt — að 1 Hunting- ton bókasafninu í San Marino var til sýnis Biblía á íslenzku, sem prentuð hafði verið árið 1588 að Hólum í Hjaltadal. Meðal gesta. á samkomunni voru frá Islandi, Gunnar Sig- urðsson og kona hans Elinborg Thorarensen og þau hjónin Ólaf- ur og Hulda Backman — en frá Winnipeg Leonard Earl Ed- wards; móðir hans var Kristín Bjarnason Edwards myndasmið- ur í Winnipeg. Frá Hollywood Nína Sæmundsson og Friðrik Reykjalín og kona hans, enn- fremur Sybil Kamban Kaplan. Skúli G. Bjarnason 3222 Atwater Ave., Los Angeles, California

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.