Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 6
6 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ, J. J. BlLDFELL. þýddi „En látum okkur sjá. Ég held, að ég megi eins vel lesa aftur yfir aðal atriðin í samning- unum, sem að þú heiðraðir mig með og sagðir mér frá. Þú lofast til að arfleiða frænda þinn og dóttur mína og börn þeirra eftir þinn dag að 23000£, húsi þínu með tuttugu og fimm ekr- um, einum veg (220 yards) og tveimur poles (fimm og hálft yard í einum pole) meira eða minna af landi. Ég verð að segja, án aðdrótt- unar, að Camilla gæti máske fengið ríkmann- legra gjaforð en þetta, en þetta er heiðarlegt og þú talar svo virðulega, að ég get ekki verið að fást um það atriði, og ég skal segja þér, að þó að inntektir Beaufort-eignarinnar séu miklar (satt að segja þá er ekki betri eign til í allri sveitinni) þá eru skuldir, sem að peningar út í hönd kæmu sér vel til að mæta. Arthur vesalingurinn, sem eins og ég hefi trú- að þér fyrir, er ágætismaður, en nokkuð þung- ur á höndunum og eyðslusamur; í stuttu máli, boð þitt um að krefjast ekki neins heiman- mundar með dóttur minni er mjög veglegt og sannar, að fyrir frænda þínum vakir ekki nein fjárhagsleg ágirni, slík aðstaða eykur álit mitt og virðingu fyrir ykkur báðum“. Spencer hneigði sig, og herramaðurinn stóð upp yfirlætislega og tók með vinalegu látalæti undir handlegginn á honum og þeir gengu á fund elskandanna út á flötina fyrir utan húsið. Slíkt er lífið — elskendurnir úti á túninu og framtíðarsamningarnir 1 stofunni. Elskandinn var fyrri til að veita komu eldri mannanna eftirtekt; yfirbragð hans breyttist þegar að hann sá hið þurlega látbragð og lymskulega fótatak tilvonandi tengdaföður síns, því að hann minntist þá æskuára sinna, kveld- anna, þegar hann með föður sínum sá þetta alvarlega látbragð fyrst, sem boðaði ekkert gott — svo hinnar sorglegu útfarar — útfarar- klæðanna dökku — hestavagnanna við hús- dyrnar og sjálían'Sig hanga utan í föðurbróður sínum og biðja hann að segja huggunarorð til móður sinnar, sem nú svaf í fjarlægð. „Jæja, ungu vinir“, sagði Beaufort ísmeygi- lega, „frændi ykkar og ég höfum komið okkur saman — dálítill tími til umhugsunar, það er nú eina skilyrðið. Ó, mér þykir ekkert minna til ykkar koma, þó að ég setji þetta skilyrði. En faðir verður að vera faðir“. Það var svo lítið áf glaðlegri fyndni í þessu, og í þessum alvarlega manni sjálfum, að þessi tilraun til fyndnisglettni varð óeðlileg og lét illa í eyrum. „Vertu ekki niðurlútur eða hugsjúkur, hr. Charles. Hughraust hjarta — þú veist hvernig að málshátturinn hljóðar. Þú verður að hinkra við og borða með okkur í kvöld. Við förum til borgarinnar á morgun. Ég ætti að segja þér, að við fengum bréf frá syni okkar, Arthur, í morgun, þar sem að hann segir okkur, að hann sé á heimleið frá Brodeu, og við verðum að taka á móti honum. Við höfum ekki séð hann í þrjú ár. Vesalings drengurinn! Hann segir, að hann hafi verið mikið veikur, og að vatna-loftið geri sér ekki lengur neitt gott. En hvíld og sveita- loftið í Beaufort, vona ég að hressi hann fljótt“. Hann hélt þannig áfram að tala um son sinn, svo dýraveiðar — um Beaufort Court og dá- semdir þess — um stjórnarstörf, hve þreytandi að þau væru — um síðustu stjórnarbyltinguna á Frakklandi og kosningarnar síðustu á Eng- landi — um frú Beaufort, kosti hennar og' heilsuleysi — um allt sem snerti hann sjálfan, dálítið um almenn mál, en ekki eitt orð um persónurnar, sem að hann Var að tala til. Hann var búinn að eyða í þetta hálfum klukkutíma, þegar að Spencer og frændi hans kvöddu og lofuðust til að koma aftur til kveldverðar. „Charles“, sagði Spencer þegar að þeir voru á leiðinni í bát sínum, sem að Charles réri, yfir vatnið; „Charles, mér líkar illa við þessa Beau- fort-fjölskyldu!“ „Ekki við dótturina?“ „Nei, hún er falleg og sýnist vera vel inn- rætt, ekki samt eins tilkomumikil og hún vesal- ings móðir þín var, en hvað um það?“ Hér varpaði Spencer öndinni mæðulega og hafði yfir ljóðlínur Shenstone. „Heldur þú, að Beaufort lávarður hafi nokk- urn grun um hver ég er?“ „Það er einmitt það, sem er að vefjast fyrir mér; ég held frekar að hann hafi það“. „Og það er ástæðan fyrir frestinum? Ég vissi þetta“. „Nei, einmitt hið gagnstæða, ég held, að hann beri hlýhug til þín, en öðru máli er að gegna með bróður þinn, og það er sá hlýhugur, LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER, 1951 sem kom honum til að gefa já-yrði sitt til gift-_ ingar ykkar. Hann spurði mig nákvæmlega eft- ir því, hvað ég vissi um Morton-bræðurna — mintist á hve myndarlegur að þú værir, og að honum fyndist að hann hefði séð þig áður“. „Er það svo?“ „Já, og hann starblíndi á mig á meðan að hann var að tala, og sagði oftar en einu sinni með eftirtektarverðri áherzlu: „Svo hann heitir Charles?“ Hann mintist á einhverja tilraun til svika, og á málsókn, en það var auðsjáanlega fyrirsláttur til að geta spurt mig um bróður þinn, sem að hann talaði auðVitað illa um — og tók það fram þrisvar eða fjórum sinnum, að ekki gæti komið til mála að hann hefði nokk- ur mök við Morton-fjölskylduna á meðan að Philip væri á lífi“. „Og þú sagðir honum“, sagði ungi maðurinn hikandi og stokkroðnaði í framan, sem skýldi blygðun hans, „að þú værir sannfærður um — það er, að þú héldir, að Philip væri — væri — væri dauður!“ „Já — og án'alls efa. Því, eftir því sem ég hugsa meira um það, því sannfærðari verð ég um að hann sé dauður. Þú getur undir öllum kringumstæðum verið viss um, að hann sé dauð- ur, að því er okkur snertir, og að við heyrum aldrei framar frá honum“. „Vesalings Philip!“ „Tilfinningar þínar eru eðlilegar og hjarta- vizku þinni samkvæmar; en hugsaðu um, hvað af þér hefði orðið, ef að þú hefðir vefið með honum!“ „Það er satt“, sagði Charles, og það fór hroll- ur um hann — „þrautaævi — glæpaferill og máske lent í gálganum. Ó, það er mikið, sem ég á þér að þakka!“ Kveldverðarsamkoman hjá Beaufort var þurr og þreytandi, þó að húsbóndinn væri í bezta skapi og reyndi til að gjöra hana ánægju- lega. Frú Beaufort var utan við sig, hafði höfuð- verk og var þögul. Spencer, bæði sá yngri og eldri, voru enn þögulli. Sá yngri sat við hlið- ina á unnustu sinni og þau höfðu nóg til að hugsa um, en síðar um kvöldið drógu þau sig í hlé út í horn við gluggann, sem að stjörnur kveldsins blikuðu í gegnum. Þau töluðu saman í hálfum hljóðum og þögðu svo lengi á milli, og við og við sáust tár falla niður kinnarnar á Camillu, en hún reyndi til að brosa við unn- usta sínum til þess að létta honum áhyggj- urnar. Tíminn leið seint, þungur og þreytandi. Að síðustu kom þó að kveðjustundinni, var hún hátíðleg — köld — og í votta viðurvist. En þeg- ar að Beaufort lokaði hurinni á eftir unnustan- um heyrði hann þunga grátstunu líða frá brjósti hans. Það á nú ekki illa við að gjöra grein fyrir því, hvers vegna að Beaufort lávarði var svo létt í skapi, og ástæðuna fyrir framkomu hans gagnvart kærasta dóttur sinnar. Það er máske bezt hægt að gjöra með því, að opinbera bréf, sem fóru á milli lávarðanna, Beaufort og Lil- burne. Frá Lilburne lávarði til Robert Beaufort Esq., M.P. „Kæri Beaufort: — Ég held að ég hafi ráðið til lykta, nokkurn veginn bærilega, viðfangs- efni þínu í sambandi við óvelkomna gestinn, sem að heimsótti þig. Það fyrsta, sem að mér fannst nauðsynlegt að gjöra, var að komast eftir hvað og hver hann var, og við hverja, sem lík- legir væru til að gjöra þér ónæði, að hann stóð í sambandi við. Ég sendi því eftir Sharp lög- regluembættismanni í Bow Street, og lét hann vera í ganginum til þess að veita eftirtekt og síðar fylgja þessum nýja kunningja þínum eftir og hafa auga á honum. Undir eins og maðurinn kom inn, sá ég á klæðaburði hans og tilburð- um, að hann var bófi, og fannst mjög varhuga- vert að gefa þig á hans vald, með því að borga honum peninga. Á meðan að ég var að tala, við hann sendi Sharp mér miða og sagðist þekkja manninn, og að hann væri nýlendu- fangi. Ég hagaði mér samkvæmt þeirri frétt, og sá fljótt á því hvernig að hann hagaði sér, að hann hafði komið til baka, áður en tími hans var útrunninn, og sendi hann í burtu eftir að gefa honum loforð um, sem að þú getur reitt þig á að verði hafdið, að ef hann ónáði þig framar, að þá skuli hann verða sendur aftur í nýlenduvist sína, og ef að lögsóknaráformi hans verði haldið áfram, þá /Verði vitnið eða vitnin hans sakfelld fyrir samsæri og meinsæri. Þú þarft ekkert að óttast enn sem komið er. En að öðru leyti, má ég segja þér, að ég er á því, að það sem hann segir sé máske satt; en ástæða mín fyrir því, að fá Sharp til að vakta hann, er sú, að fá að vita hverja að hann hefir mök við. Og ef nokkuð alvarlegt í sambandi við sönnunargögn hans eða vitni kemur á daginn, þá ráðlegg ég þér að skipta við þá, en ekki hann. Skiptu aldrei við milligöngumenn, ef þú getur hjá því komist, heldur við aðalmálsaðil- ana. Mundu eftir því, að ungu mennirnir eru, þegar allt kemur til alls, réttu aðilarnir til að skipta við. Þeir hljóta að vera fátækir, og þess vegna auðveldir í viðskiptum. Því að ef þeir eru fátækir, þá taka þeir heldur einn pening út í hönd, heldur en að eiga tvo undir lögsagnar- óvissu. Ef að þú getur frétt nokkuð um þessa ungu menn frá Spencer, þá gerðu það, og reyndu að ná einhverju sambandi við þá, svo að þú getir náð bréflega til þeirra, ef að þú þarft á því að halda. Þú getur máske, með því að kynna þér fyrri ævi þeirra, náð valdi á þeim. Ég hefi haft gigtarköst í morgun, og er lík- legur til að verða lamaður í nokkrar viljur. % Þinn einlægur, Lilburne". P.S. Sharp var hér rétt áðan. Hann veitti manninum, sem kallar sig Kaftein Smith, eftir- för heim að húsi í Lambeth, þar sem að hann heldur til og hann hreyfði sig ekki þaðan fram til klukkan tólf, en þá fór Sharp. Þegar að Sharp kom þangað í morgun, þá var Smith farinn, en hvert að hann fór vissi Sharp ekki. Brenndu bréf þetta undir eins og þú ert búinn að lesa það“. Frá Robert Beaufort Esq., M.P. til Lilburne lávarðar: „Kæri Lilburne: — Eg þakka þér innilega fyrir góðvild þá, sem þú hefir svo drengilega sýnt mér, og ég sé ekki að það sé neitt meira að óttast. Ég á von á, að þetta hafi allt verið uppspuni frá mannsins hálfu, og að einbeittni þín hafi eyðilagt áform hans. Ég held, nei ég er viss um, að ég hefi rekist á annan Morton- bróðirinn, þann yngri, sem að öllum líkindum er sá, er þessi maður gæti stillt upp sem ósönn- um erfðakröfumanni. Þú mannst eftir því, að Sidney, sá yngri, hvarf á leyndardómsfullan hátt. — Þú mannst líka hversu annt að herra Spencer var um að finna þennan sama Sidney. Jæja, — þessi herramaður á heima hér við vötnin, er eins og mig grunaði enginn annar, en sá sami Spencer; og þessi frændi hans, kær- asti Camillu, er vissulega enginn annar en þessi týndi Sidney. Undir eins og að ég sá hann, þekkti ég hann, hann er ekki mikið breyttur, og eftirmynd móður sinnar í tilbót. Ég lét samt ekkert á því bera, en gjörði mér far um að spyrja hr. Spencer (sem er vesalings rola) og tók afstaða hans af allan efa að því er Sidney snerti; þegar að ég spurði hann að, hvað hann hefði heyrt um hinn bróðirinn, þá var mér mikil ánægja í að heyra, að hann, sá eldri, sé að öllum líkindum dauður, eða að minnsta kosti þóttist herra Spencer vera viss um það. Ég gekk einnig úr skugga um, að það er ekki hið minnsta samband á milli Kafteins Smith og þessara manna, hvorki hins eldra né hins yngra, og ekki heldur nein lögsóknarhugmynd til í þeirra huga. Ég á von á, að þér þyki allt þetta gott og blessað. Og nú vona ég að þú sért sam- þykkur því, sem að ég hefi gjört. Ég komst að því, að þessi Morton, eða Spencer, eins og hann er kallaður, er ákaflega ástfanginn af Camillu. Hann sýnist vera blíðlyndur, myndarlegur og viðkunnanlegur maður, yrkir ljóð — í stuttu máli, frekar veiksinnaður. Ég hefi uppástaðið ársfrest til sameiginlegrar reynslu og umhugs- unar. Þetta gefur okkur óslitið samband, eins og þú varst að tala um og ráða mér til að gera, og það gefur mér tækifæri til að vita hvort að svikarinn hefir nokkur mök við þá, og hvort að nokkuð fréttist til bróður hans. Ef, með ein- hverjum brögðum eða undirferli (því ég trúi því aldrei að gifting hafi farið fram) að lög- sókn gæti orðið alvarleg eða hættuleg, þá er ég viss um, að ég get samið við Sidney, sökum ástar hans á Camillu, svo að eignum mínum í framtíðinni yrði borgið. Og ef við á árinu get- um sannfærst um, að enginn maður geti gjört löglega kröfu til eignanna, þá get ég sjálfur ráðið, hvort ég læt giftinguna fara fram eða ekki. Það verður að vera undir því komið hvaða ráðstafanir við þá gjörum fyrir framtíð okkar í sambandi við Camillu, en í millitíðinni skal ég sjá um, að ekkert kvisist um trúlofun þeirra. Ef í það versta fer, þá er þessi ráðahagur við Sidney ekki frágangssök. Hann er erfingi Spencers, og þeir afsala sér öllu tilkalli til heim- anmundar — sem sýnir hve auðveldir þeir eru viðfangs. Ég hefi ekki látið Spencer skilja á mér, að ég hafi komist að leyndarmáli hans, ég get gjört það seinna, ef mér býður svo við að horfa; ég hefi heldur ekki sagt neitt um það við frú Beaufort eða Camillu. Sem stendur er bezt að segja sem minnst. Ég hefi heyrt frá Arthur — fékk bréf í dag. Hann er á leiðinni heim, og við erum að flýta okkur til borgar- innar til að taka á móti honum. Hann kvartar enn um heilsuleysi. Við förum öll til Beaufort Court. Ég skrifa þetta eftir miðnætti. Mála- myndar-móðurbróðirinn og uppgerðar-systur- sonurinn eru nýfarnir. Þó að við leggjum af stað í fyrramálið, þá færð þú bréf þetta einúm eða tveimur dögum áður en að við komum, því að frú Beaufort þolir ekki hraða ferð heils- unnar vegna, og verðum við því að ferðast með hvíldum. Eg vona að Arthur verði ekki aum- ingi líka, vesalingurinn! Einn sjúklingur í fjöl- srkyldunni er næsta nóg. Heilsuleysi frú Beau- fort er mjqg óþægilegt, sérstaklega þegar mað- ur er að ferðast og þegar um sambönd við sveitafólkið er að ræða. En Arthur nær sér brátt aftur. Mér þykir fyrir að heyra um gigt- veiki þína, nema að því leyti sem að hún losar þig við allar aðrar kvalir. Mér líður ágætlega, guði sé lof; heilsa mín hefir verið miklu betri, nú á síðari árum. Beaufort Court fer svo vel með mig. Því meira, sem að ég hjuga um, því meira furða ég mig á hinni freklegu óskamm- feilni mannsins, að leitast við að svíkja eignir af löglegum og rétt tilbornum eiganda. Þú segir satt, það er áreiðanlega samsæri. Vinsamlegast, R. B. P. S. Skal hafa augun á Spencer. Brenndu þetta undir eins og að þú hefir lesið það“. Eftir að skrifa og læsa þessu bréfi gekk Beauíort lávarður til sængur og sofnaði vært. Daginn eftir var íbúð Beaufort-fjölskyldunn- ar auð og tilkynning um að hún væri til leigu á ný var þar fest upp. En á hverjum degi og hvernig sem viðraði, kom elshuginn einmana þangað, eins og fugl sem leitar hreiður síns, eftir að það hefir verið rænt: — Aftur og aftur leitaði hann til stöðv- anna, þar sem að hann hafði verið með ástmey sinni, og aftur og aftur endurnýjaði hann heit sitt undir laufum linditrjánna, sem farin voru að fölna. Eiga þau heit eftir að rætast eða rjúfast? Var þessi kynning ungmennanna svo áhrifalaus, að þegar samfundirnir hætti, að þá fyrnist og gleymist, eða voru þau greipt djúpt á leturtöflu hugans, þar sem að letrið, enda þótt það sé ósýnilegt, stendur óhaggað og ylmur orðanna angar þegar ljósi endurminninganna er brugðið upp yfir samverustundirnar hug- ljúfu? Það er aðeins ein vizkulind til, sem getur borið vitni um það, sem og allt annað — gamli grafarinn, sem hefir allan heiminn að grafreit — sem hefir það verk á hendi, að búa legstað á- stríðunum, sem virtust ódauðlegar — grafa upp ösku löngu gleymdra minninga og heygja ný- fæddar vonir. Það er hann, sem ræður öllum hlutum ,en spáir ekki um neitt — hans forspár eru óráðnar unz að dómurinn fellur: — Hann, sem í blóma æskuástanna sér átumeinið, sem eyðileggur þær, og á meðan að brúðkaupssálm- urinn hljómar við altarið, velur með hryggð gröf heitorðanna. — Hvar sem að grafhvelfing er, þar er þitt musteri. — Ó, þunglyndi tími! V. B Ó K 1. Kapíiuli Herra Rodger Morton sat íyrir innan borðið í búð sinni dag einn í þokukenndu súldarveðri. Hann var bæjarráðsmaður og hafði tvisvar ver- ið bæjarstjóri í þorpinu, þar sem að hann átti heima og var í áliti og uppgangi. Hann var orð- inn fyrirmannlegur og nokkuð feitur. Á hverju kveldi tók hann skammt sinn af brennivíni og vatni ár eftir ár með nákvæmni mikilli og roðinn í kinnum hans var orðinn meira áber- andi. Hr. Morton drakk aldrei meira, en að góðu hófi gegndi — var aldrei meira en mátu- lega hýr. Líkamlega var hann hraustur, en ein- hvernveginn var það nú svo, að meltingin var ekki eins góð og skyldi. Hann var alltaf sann- færður um, að það væri eitthvað sem ætti illa við sig. Hann hætti við að éta kjöt einn dag- inn — búðing annan. Nú voru það ávextir, sem að hann foróaðist eins og eitur — og hann lét líka tillleiðast að hætta að reykja, þegar lækn- irinn ráðlagði honum að hætta við vindlana. En það gat aldrei komið til mála að hann hætti við brennivínið og vatnið. Herra Roger Morton sat, því hann hafði í síðustu fjögur árin, eftir að hann lét af borgar- stjórastöðunni í annað sinn, fengið sér stól og gjörði lítið að afgreiðlu í búðinni, en talaði við viðskiptavini sína, en afgreiðslan var í hönd- um sona hans tveggja, sem voru í búðinni, en, Tom, sá þriðji, eftir mikla og langa ráðagerð, var látinn nema lyfjafræði. Frú Morton hélt því fram, að það væri tignborin staða, og að Tom hefði alltaf verið efnilegur drengur. Og' hr. Rodgers hélt, að það mundu vera mikil þæg- indi og mikill sparnaður að hafa apótekara í íjölskyldunni. > Hinir bræðurnir tveir voru í óða önn að aígreiða viðskiptafólk í búðinni, þegar að fa- tæklega klæddur maður kom inn 1 búðina. Hann var rúmlega miðaldra, þreytulegur og kinn- fiskasoginn í andliti. Hann beið rólegur við búðarborðið við hliðina á beinaberri meykerl- ingu, sem alltaf var að gefa honum olnboga- skot, því það var þröngt við borðið. — Maður- inn, sagði ég, beið rólegur og raunalegur á svip, þangað til að yngri bróðirinn, sem var að af- greiða konu, sem að búin var að safna búnkum af lérefti í kringum sig, en keypti loksins tvær álnir af eins eyris borða, kom til hans og spurði á ísmeygilegu búðarmáli: „Hvað á ég að sýna þér?“ „Ég vil tala við hr. Morton. Hver er hann?“ „Herra Morton er ekki viðlátinn, herra. Get ég ekki afgreitt þig? „Nei — það er viðskiptamál, sem að ég þarf að tala við hann um. — Mjög áríðandi við- skiptamál“. Drengurinn horfði á hattkúfinn, sem þessi maður hafði á höfðinu og vatnið lak af, hend- urnar hanzkalausar og hálsbindið slitið og ó- hreint, og sagði um leið og hann renndi fingr- unum í gegnum hárið á sér, sem var hrokkið: „Herra Morton skiptir sér ekki mikið af við- skiptamálum nú orðið, en þarna er hann. — Þarftu ekki að fá þér hálsbindi, herra?“ Maðurinn svaraði ekki, en fór inn fyrir búðarborðið og þangað sem að hr. Morton sat við gluggann og var að tala við bankastjórann í þorpinu, sem var að máta á sig bifur-hanzka.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.