Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 ,ners A Complete Cleaning Insiitution iðfte PHONE 21 374 Clea^^5 * aere^s ^,tt'HTld ^ A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 20. SEPTEMBER, 1951 NÚMER 38 Mætur samferðamaður lófinn Síðastliðið fimtudagskvöld lézt af hjartabilun á Almenna sjúkra húsinu hér í borginni Paul Reykdal, kunnur athafna- og hæfileikamaður, fæddur að Úlf- stöðum í Reykholtsdal í Borgar- firði hinum meiri, hinn 3. dag júlímánaðar árið 1878. Níu ára að aldri, fluttist hann vestur um haf með foreldrum sínum, þeim Árna Jónssyni og Helgu Jóns- dóttur, er tóku upp nafnið Reyk- dal, og settust að í námunda við núverandi Lundarþorp; þar ólst Paul upp; gerðist snemma á- hugasamur um mannfélagsmál innan vébanda bygðarlags síns, og varð um margt umsvifamik- ill og nytsamur brautryðjandi; hann vann um langt skeið kapp- samlega að íþróttamálum; gegndi í mörg ár fyrir hönd sam- bandsstjórnar eftirliti með ný- býlum, rak árum saman verzlun gaf sig við útgerð og fisksölu og sat sjaldan auðum höndum; hann tók um nokkurt skeið virkan þátt í stjórnmálum undir merkjum íhaldsstefnunnar, og var þá með köflum nokkuð ó- væginn; en hin síðari æviár varð hann umburðarlyndari að því er stjórnmálin áhrærði. í lífsskoðunum hirti Paul lítt um troðnar brautir; hann fór sínu fram hvernig sem viðraði og hverjir sem hlut áttu að máli; hann var ekki eitt í dag og ann- að á morgun; hann var maður mjög hneigður til fróðleiks og svo stálminnugur, að til undan- tekninga mátti teljast; hann hafði yndi af ljóðum, kunni kynstrin öll af smellnum vísum, en hafði á síðari árum gert sér far um að kynnast íslendinga- sögunum og íslenzkum drótt- Bruni að Moldnúpi undir Vestur- Eyjafjöllum Eignaljón bóndans 40 lil 50 þúsund krónur. Ströng mótmæli Útanrikisráðuneytíð canadíska hefir sent kommúnistastjórninni í Kína ströng mótmæli vegna ó- virðulegrar meðferðar á cana- dískum trúboðum þar í landi, sem ekkert hafa til sakar unnið annað en þá það, að halda fast við trú sína og rækja þær skyldur, er þeim höfðu verið faldar á hendur; er svo að sjá sem kínversk stjórnarvöld ætli dyggilega að feta í fótspor læri- feðra sinna í Moskvu varðandi árásir á kirkjunnar menn. Svo skamt er enn umliðið síðan Canadastjórn sendi áminst mótmæli, að svar af hálfu Kína gæti naumast hafa borist henni í hendur. Syndir yfir Ermarsund Paul Reykdal kvæðum; um slík efni áttum við tíðum tal, er fundum bar saman, venjulegast á skrifstofu minni. Paul Reykdal þótti með ágæt- um nærgætinn og ástúðlegur heimilisfaðir, ávalt vakinn og sofinn um velferð konu sinnar og barna, og heimilið var hans allra helgasta á þessari jörð. Paul Reykdal lætur eftir sig konu sína, frú Kristínu Eggert- son Reykdal, og eftirgreind börn: Mrs. Grace Thorsteinsson, Mrs. Sigríður Price, Paul Valdi- mar, Mrs. Helga Skaptason, Skapti, Mrs. Hazel Violet Trumpour og Arthur Meighen; einn son, Paul, mistu þau Reyk- dalshjón, er hann var í hvíta- voðum. Tvær systur Pauls, Ragnheið- ur og Kristín Ramsey, dóu löngu á undan bróður sínum. Tveir hálfbræður, Jón og Þorvaldur, dóu á Lundar, og ein hálfsystir, Guðrún, býr á Húsafelli í Reyk- holtsdal. Fögur minningarathöfn um þenna merka samferðamann fór fram í sambandskirkjunni í þess- ari borg, er séra Philip M. Péturs son stýrði, en mildan einsöng söng Mrs. Lincoln Johnson; síð- an var líkið flutt til Lundar, en kveðjumál fluttu í samkomu- húsi bæjarins þeir séra Philip og séra Jóhann Fredricksson; fjölment var. mjög á báðum stöðum. Jarðsetning fór fram í Lundargrafreit. E. P. J. ☆ ÞAKKARORÐ — Innilegt hjartans þakklæti vottum við hér með öllum þeim hinum mörgu vinum og sam- ferðamönnum, er á einn og ann- an hátt auðsýndu samúðarríka hluttekningu við fráfall ástkærs eiginmanns og föður, Paul Reykdals. Frá fréttaritara Tímans á Hvalsvelli. í fyrrinótt brann að Mold- núpi undir Vestur-Eyjafjöll- um sambygging, sem í var fjós og fjóshlaða, í hlöðunni voru 600—700 hestburðir af heyi. Kom eldurinn upp í heyinu í hlöðunni. — Að Moldnúpi búa Einar Jóns- son og Eyjólfína Jónsdóttir, kona hans. Átlantshafsbandalagið heldur fund í Gttawa Af hálfu íslands siija fundinn Thor Thors, sendiherra í Banda- ríkjunum og Canada, Bjarni Benedikisson utanríkisráðherra. Hans Anderson þjóðréiiarfræð- ingur og Gunnlaugur Pélursson fullirúi; í för með Bjarna uian- ríkisráðherra er hin glæsilega frú hans. — Thor sendiherra hringdi í G. L. Jóhannsson ræðis mann frá Oiiawa á laugardaginn og léi honum áminsiar upplýs- ingar í ié, en Lögberg varð þeirra þegar í stað aðnjótandi. ferðar mörg og mikilvæg mál, og þá einkum þau, er sérstaklega lúta að öryggi Vestur-Evrópu; oó þykir og sýnt, að tekin verði til alvarlegrar yfirvegunar sú hin háskalega verðbólga, er sverfur að flestum þjóðum heims og haft getur ískyggileg áhrif á varnarmálin, sem nú er varið til ærnu fé. Það var um ellefu-leytið í fyrrakvöld, að fólkið á Mold- núpi varð eldsins vart, og var hann þá einnig kominn í fjósið. Var þá þégar hafið björgunar- starf, en tilraunir til þess að slökkva eldinn voru árangurs- lausar, enda hvort tveggja, að náttmyrkur var á og talsvert mikill stormur, sem æsti eldinn. Kom þó mannssöfnuður úr sveitinni brátt á vettvang heima fólki til hjálpar. 400—500 heslburðum af heyi bjargað. Byggingin var úr steinsteypu, og standa veggir einir eftir, því að allt brann innan úr henni og sömuleiðis þakið. Hins vegar tókst að bjarga 400—500 hest- burðum af heyinu, en sumt af því er þó skemmt. Um 200 hest- burðir munu hafa brunnið eða gereyðilagzt. Allt óváiryggl — bruni fyrir 3 árum. Allt, sem brann, var óvá- tryggt, og er tjón þeirra hjóna, Einars og Eyjólfínu, talið nema að minnsta kosti 40—50 þúsund- um króna. Fjós og hlaða, sem stóð á þess- um sama stað, brann fyrir þrem- ur árum á sama hátt og nú, er eldur kom upp í heyinu. —TIMINN, 9. sept. Fundur þessi hófst á laugar- daginn og stendur yfir fram í seinni part þessarar viku; má þess vænta, að hann taki til með- Heytjón af vatnavöxf-um ó Héraði Frá Fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Nú upp á síðkastið hafa verið hér miklar rigningar og vatna- vextir, svo að skemmdir hafa orðið á heyjum. Síðustu þrjár vikur hefir ekki verið hægt að ná heyi á Fljótsdalshéraði, svo að mikið var orðið úti, og í vatnavöxtunum sem gerði, flaut upp mikið hey á engjum í Hjalta staðarþinghá. Þó að sumt af hey- inu náist aftur, þegar lækkar í blánum, skemmist það mjög, vatnast út og sezt í það leir og rusl. Það munu hafa verið hundruð hestburða af heyi, sem orðið hafa fyrir skemmdum. —TÍMINN, 5. sept. A m e r í s k vélritunarstúlka, Florence Chadwick frá San Diego, Cal., synti nýverið frá Englandi yfir Ermarsund til Frakklands og var sextán klukkustundir og fjórtán mínút- ur á leiðinni. Miss Chadwick, sem er 32 ára að aldri, er fyrsta konan, er synt hefir vegalengd þessa báðar leiðir; yfir Ermar- sundi hvíldi með köflum þykk þoka svo lítt sást til ferða sund-v konunnar, og höfðu kviksögur borist út um það, að hún myndi hafa drukknað; en er hún lenti við strönd Frakklands, fagnaði henni hópur barna og kvenna, er bera vildi hana á gullstóli. Er Miss Chadwick kom heim var San Diego í hátíðarbúningi í virðingarskyni við sundhetj- una. Samningar um kolakaup Stjórnarvöldin í Japan, hafa nýverið gert samning við stjórn Indlands um að kaupa þaðan úr landi meginhluta kolabirgða sinna, í stað þess að leita á náðir kínverskra kommúnista í þeim efnum. Japanir tjást hafa komist „Jarðeldur" Kjalarnesi Nú síðustu vikur hefir eldur verið í hálfunnum flagspildum við þjóðveginn á Kjalarnesi Hefir reyk lagt upp hér og þar um flögin, og í fyrrakvöld, er allhvasst var á Kjalarnesi kembdi eimyrjuna undan vind- inum í myrkrinu, og við og við gusu logar upp úr Nýjar útvarpsfregnir af fund- inum herma, að ýmissar þær máttarminni þjóðir, er að á- minstu bandalagi standa, svo sem norrænu þjóðirnar, vilji fá aukið íhlutunarvald varðandi þær meginákvarðanir, sem tekn- ar kunna að verða, og vilji í þeim efnum ógjarna láta aðrar þjóðir hugsa fyrir sig. Hermólaróðherra lætur af embætti Á miðvikudaginn í fyrri viku lét George Marshall hermála- ráðherra Bandaríkjastjórnar af embætti og lét þess um leið get- ið, að ákvörðun í þessu efni stafaði einungis af einkaástæð- um; hann hafði um hríð veitt forustu utanríkisráðuneytinu, en gegnt hermálaráðherraembætti árlangt; mun það naumast orka tvímælis, að- Mr. Marshall sé einn hinn víðfrægasti maður, sem nú er uppi; það var hann, sem kom fótunum undir Vestur- Evrópu í efnalegum skilningi að lokinni síðustu heimsstyrjöld með hinni svonefndu Marshall- hjálp, sem var einstakt fyrir- bæri í sinni röð og haft hefir afar víðtæk áhrif varðandi fjár- hagslega viðreisn viðkomandi þjóða. Við forustu hermálaráðuneyt- ísins hefir tekið Robert A. Lovett, sem um nokkurt skeið hefir verið aðstoðarráðherra þessarar stjórnardeildar. Hlýtur verðlaun Marvin Nelson, sonur Mr. og Mrs. Edward A. Nelson, Pine Shadows Farm, Brainerd, Min- nesota, hefir nýlega hlotið æðsta heiðursstig frá Future Farmers of America, fyrir framúrskar- andi ástundun og þekkingu í bú- vísindum. Marvin hefir haft mik- inn áhuga fyrir búfræði frá unga aldri; hann hefir stundað nám við Minnesotaháskólann síðan 1949 og lagt sérstaka stund á framleiðslu mjólkurafurða. Jafnframt námi sínu hefir hann rekið búið með föður sínum og á nú sjálfur þriðja hluta þess. Hann hefir komið ýmsum um- bótum til leiðar á bújörðinni. Móðir Marvins er íslenzk en Póli ísólfssyni boðið til Bandaríkjanna Dr. Páll ísólfsson mun fara á- samt konu sinni vestur til Band- aríkjanna með Lagarfossi í næstu ferð hans. Fer Páll í boði Bandaríkjastjórnar til kynnis- dvalar vestra með svipuðum hætti og þeir dr. Alexander Jó- hannesson og Pálmi Hannesson, rektor haustið 1950. Páll mun að mestu dveljast á austurströnd Bandaríkjanna og heimsækja ýimsar menntastofn- anir svo sem Harvard-háskóla og einnig verða nokkurn tíma gestur E. Power Biggs, eins kunnasta organista Bandaríkj- anna. Einnig mun Páll heim- sækja byggðir þær í miðríkjun- um, sem íslendingar eru mést í ,svo sem Minnesota og Norður- Dakóta. TÍMINN, 6. sept. Þessi flagbruni er meðan við faðir hans finnskur þjóðveginn í tungunni, þar------------------------ að einkar hagfeldum samningum Kristín Reykdal og fjölskylda við Indverja. The Songs My Father Sang Long ago my dear old father used to take me on his knee. His voice was young and strong when first he sang his songs to me. They mark the very first of all the music 1 have heard, And, before I knew their meaning, I could s\ng them word for word. “Jonesey Married Mabel” was a song he used to sing; “Me Name is Sandy Mclntosh”; and “Ring-a-Ting-a-Ling”; “Bill Bounder was a Rounder”; “Call Me Up Some Rainy Noon” ... I can hear Dad’s voice a-ringing with each old, familiar tune. f So many nights we’ve sung these songs while Russian Bank we’d play, And l’ve a strong suspicion folks could hear us miles away. Our voices blent in comradeship—when I was but a lad It brought me close to Heaven to be singing with my dad. To me, these songs and Fathefs name create a synonym, For I have seldom heard them sung by anyone but him. Now time has carried off his voice, but each beloved refrain Awakes my childhood mem’ries and I hear him sing again. Art Reykdal sem braut liggur niður að Salt- vík. Þarna hafa verið grafnir skurðir til þess að þurrka landið og er mikill mór í uppmokstrin- um. Eldurinn mun fyrst hafa kviknað í mónúm úr uppmokstr- inum á skurðbakkanum, en hef- ir breitt sig út, svo að nú er eim- yrja í stórum spildum, þar sem búið var að tæta landið að nokkru leyti. Jörð öll er nú ó- venjulega þurr eftir hina lang- vinnu þurrka, svo að eldurinn á auðvelt með að læsa sig um svörðinn og grafa um sig í mó og reiðingstorfi, sem er undir efsta jarðlaginu. — —TÍMINN, 5. sept. ísland þriðja mesta samvinnulandið ísland er þriðja mesta sam- vinnulandið í heiminum miðað við fólksfjölda. Er þá miðað við neytendasamtökin. — öflugust eru samtökin í Finnlandi, þar eru í samtökunum 22,9% af íbú- um landsins. Þá kemur Bretland með 20,6% og loks Island með 20,1%. Næstu lönd eru talsvert miklu neðar í hlutfallstölunni. Rúss- land með 16,5%, Tékkóslóvakía 15,9%, Svíþjóð 13,4%, Sviss 12,1% og Danmörk 10,5%. — —TÍMINN, 5. sept. Brúin ó Fjarðaró eystra stórskemmd Frá fréttaritara Tímans í Borgarfirði eystra. í fyrradag var hér geysileg úrkoma fyrst með slyddu og jafnvel snjókomu. Er hvítt nið- ur undir byggð, og frost var í gærmorgun. Geysilegur vöxtur hefir hlaup- ið í Fjarðará eins og önnur vatns- föll hér um slóðir. 1 gær hafði áin grafið brott þriggja metra háa uppfyllingu við syðri brúar- stöpulinn og undan honum, svo að hann er siginn nokkuð og sprungur komnar í hellu brúar- innar. Beljar áin nú á stöplinum og sunnan við hann og er talin hætta á, að hann fari alveg. Um- ferð er að sjálfspgðu alveg teppt. —TÍMINN, 8. sept. Fyrrum þingforseti lótinn Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sínu að Dauphin hér í fylkinu, Hon. James Lopgstaffe Bowman, forseti neðri málstofu sambandsþingsins 1 Ottawa í stjórnartíð R. B. Bennetts, ná- lega sjötíu og tveggja ára jað aldri; hann var fæddur að Thornhill í Ontariofylki, en fluttist á unga aldri til Mani- toba, þar sem hann hlaut ment- un, lauk fyrst kennaraprófi, en útskrifaðist seinna í lögum af háskóla Manitobafylkis. Kosningar á Bretlandi Nú hefir verið ákveðið að al- mennar þingkosningar á Bret landi fari fram þann 25. október næstkomandi; gekk Attlee for- sætisráðherra á konungsfund síðastliðinn mánudag varðandi þingrof og nýjar kosningar. Stjórnin hefir átt erfitt upp- dráttar undanfarið ' ár vegna harla takmarkaðs þingfylgis. Fiskþurkun hafin hjó Útgerðarfélagi Akureyrar í nýjum húsum Fiskþurrkun er nú hafin í hin- um nýju fiskþurrkunarhúsum Útgerðarfélags Akureyringa á Oddeyri. Jóhannes Jónasson, verkstjóri, segir í samtali við blaðið „Is- lending“ á Akureyri, að allt bendi til þess að vel muni tak- ast með fiskþurrkunina með hinum nýju tækjum, þrátt fyrir nokkra byrjunarörðugleika. Ennþá er aðeins annar klef- mn, eða helmingur þurrkrúms- ins, tekinn í notkun. Er þar hægt að þurrka 50 skippund í einu. I sumar var steypt rúmgott „plan“ norðan við byggingarnar. Er þar hægt að taka við fiskin- um úr togurunum og umstafla honum þar þegar þess er þörf. Knýjandi nauðsyn er, segir íslendingur, að byggt verði eitt hús til viðbótar, og mun stjórn og framkvæmdarstjóri félagsins hafa fullan hug á að byrja á því verki þegar í haust. —Mbl., 5. sept. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.