Lögberg - 27.09.1951, Side 1

Lögberg - 27.09.1951, Side 1
 - PHONE 21 374 Í2Í Clcat,eT la^T; S-VO A Complet? Cleaning Instiíution 64. ARGANGUR PHONE 21 374 iVot^ . /»rS Dr^ CVe^eTS Ce1iní c’JVV = A Complele Cleaning Institution NÚMER 39 Verkamannasamtök halda þing Brezku konungshjónin Hans Hátign Georg Bretakonungur gengur undir uppskurð Það hafði verið vitað, að Hans Hátign Georg Bretakon- ungur, hefði eigi gengið heill til skógar nokkra undanfarna mánuði; hann hafði í haust dvalið í Balmoralkastalanum á Skotlandi sér til heilsubótar og enaurhressingar; en um miðjan yfirstandandi mánuð ráðlögðu læknar honum að fara til London til nákvæmrar skoðunar, og varð það þegar að ráði; að lokinni læknisskoðun kom það í ljós, að konungur þyrfti alvarlegra læknisaðgerða við, og á síðastliðinn sunnudagsmorgun var hann skorinn upp í Buchinghamhöll vegna bilunar í öðru lunganu; brátt gáfu læknar út yfirlýsingu um það, að uppskurðurinn hefði lánast, og konungi liði eins og þá er bezt mætti vænta, þótt eigi yrði sagt, að hann væri úr allri hættu; en nú er það síðast af líðan konungs að frétta, að hann hefir þrjár síðustu nætur notið ágæts svefns og væri eftir atvikum hinn hressasti Jafnskjótt og fregnin um sjúkdóm konungs barst út um lönd, streymdu til hans og fjölskyldunnar samúðarskeyti frá þjóðhöfðingjum vítt um heim, þar á meðal frá öllum forsætisráðherrum brezku samveldisríkjanna. Að boði erskibiskupsins af Kantaraborg fóru fram bæna- höld í öllum kirkjum Bretlands á sunnudaginn var vegna heilsufars hins ástsæla konungs, og að sama ráði var horfið víðsvegar um Canada og önnur þjóðlönd; þúsundir Lodonbúa hafa staðið við hlið Buchinghamhallar til að fá fyrstu fregnir af ásigkomulagi konungs. Hvort Elizazeth ríkisarfi og maður hennar hertoginn af Edinburgh fresti heimsókn sinni til Canada vegna sjúk- dóms konungs, er enn eigi vitað. Merk hjón eiga silfurhrúðkaup Verkamannasamtökin cana-1 dísku. sem ganga undir nafninu Canadian Congress of Labor, hafa nýlokið ársþingi sínu í Van- couver; þing þetta var að sögn næsta fjölsótt og umræður hinar fjörugustu; ekki áttu kommún- istar upp á pallborðið hjá þing- fulltrúum, sem sjá má af því, að þingið rak úr samtökum sín- um félagsskap þeirra manna og kvenna, er að framleiðslu leður- varnings starfa vegna þess að fullyrt var, að félagið stjórnað- ist af kommúnistum og játaði Stalínstrú. Þingið var harðort í garð sam- bandsstjórnarinnar vegna hinn- ar gífurlegu dýrtíðar í landinu, og krafðist þess að hámarksverð yrði sett á allar nauðsynjavörur; ennfremur að niðurgreiðslur yrði viðhafðar þar, sem bezt þætti henta; þá mælti og þingið og með því, að stjórnin slakaði nokkuð til á núgildandi hömlum gegn lánsverzlun. Æviminning Hann Bergsteinn Björnsson er dáinn, og var grafinn á Gimli 22. september síðastliðinn. Vér teljum það ætíð stór tíð- indi, er atorkumenn hætta að starfa að framförum heimsins, kveðja meðbræður sína og hverfa ofan í jörðina. Smám saman gleymast þeir svo flestum öðrum, en ástvinum sínum, sem daglega sjá autt sæt- ið, sem áður var vel skipað. Bergsteinn var fæddur í Norður- botni við Tálknafjörð 17. sept. 1872 og var því 79 ára gamall er hann lézt. Faðir hans var Björn Þorleifsson kaupmaður á Bíldu- dal, voru þeir allir listhagir menn. Móðir Bergsteins hét Anna Bergsteinsdóttir, ættuð úr Rangárvallasýslu, góð og mynd- arleg kona; hún dó 1880 frá 10 börnum, hið yngsta nýfætt. Slíkt var og er óbætanlegt tjón fyrir hlutaðeigendur. S y s t i r Björns, Guðrún, kona Páls Ólafs- sonar bónda á Akri í Húnaþingi, tók strax til fósturs 2 drengina, Bergstein og Pál. Þaðan réðist Bergsteinn til Snorra snikkara á Akureyri til að stunda tré- smíði, sem var hans aðaliðn alla ævi, þó stundaði hann síldveið- ar og verzlun í Eyjafirði nokkur ár, og græddi fé, svo hann gat gefið föður sínum eitt þúsund krónur í peningum í elli hans. En síldin var stopul á Eyjafirði, svo Bergsteinn yfirgaf þann veiðiskap, og fór til Ameríku að leita gæfunnar eins og við fleiri. Hann stundaði smíðavinnu, gekk í herþjónustu 3 ár 1915—18; þá dvaldi hann í nokkur ár með mér og konu minni Maríu, sem var systir hans, framúrskarandi myndarleg og listfeng kona; hún fæddi upp 10 börn, öll efni- leg og búandi í þessu landi; einn sonur okkar heitir Snorri Berg- steinn til minningar míns látna mágs. — Tel ég mér það mikla hamingju, að hafa náð trausti og vináttu þeirra systkina, og mun ætíð minnast þeirra með velvild og virðingu. Bergsteinn gaf BETEL rausn- arlega gjöf, og dvaldi þar 10 síð- ustu vikurnar, er hann lifði. \ Sigurður Baldvinsson Ekki gengu kosningar em- bættismanna alveg hljóðalaust af; að vísu var Mr. Mosher end- urkosinn í forsetaembættið, en féhirðirinn, Pat Conroy, gekk fokvondur af þingi vegna þess að hann fékk eigi komið að í framkvæmdarstjórnina vildar- vini sínum frá Quebec, ög var þar með úr sögunni sem féhirðir; eftirmaður hans varð Mr. Chap- pell frá Winnipeg; það fylgir sögu, að reynt muni verða að jafna ágreiningsefnin, er fram- kvæmdarstjórnin heldur næsta fund í byrjun októbermánaðar. Philip og Þórey Pétursson (vi3 25 ára áfanga) Philip og Þórey, þið hafið verið íslenzkri menningu auðsæld og hrós. Þið hafið borið birtu í kofa, hallir og hreysi: hugsjóna ljós. Fátækir eiga ei yfir að ráða gulli né gripum, gefa því fátt. Einn er þó allra auður hinn bezti: virðing og vinátta, — á voginni smátt. — Vinátta og virðing vil ég að færi ljóð þetta litla, ljósberum tveim. Það eitt nú gef ég góðvinum mínum, tildurslaust, tállaust, — takið það heim. — P. S. Pálsson Kristinn Gíslason, R.C.M.P. Falið virðmgarhlutverk Þessi ungi maður, sem er m e ð 1 i m u r þjóðlögreglunnar canadísku, kom nýlega vestan frá North Battleford, Sask., í stutta heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Thor- steinn Gíslason, sem búsett eru að Oak Point hér í fylkinu; er hann nú á leið austur til Ottawa, sem einn af 17 löggæzlumönn- um, sem skipa Guard of Honour, og fylgja eiga Elizabethu ríkis- arfa og hertoganum af Édin- burgh frá hafi til hafs meðan á heimsókn þeirra til Canada stendur. Olíudeilan Samkomulag milli Breta og Persa vegna olíumálsins, sýnist fjarlægjast með hverjum degi, og vilja Persar nú óðir og upp- vægir reka hvern einn og ein- asta Breta burt úr landi sínu. Síðastliðið þriðjudagskvöld var þeim ágætu hjónum, séra Philip M. Péturssyni og frú Þóreyju, haldið fyrir atbeina Sambandssafnaðar veglegt og fjölsótt heiðurssamsæti í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra, var kirkjan fagurlega skreytt; for- maður trúnaðarráðs safnaðar- ins, Mr. K. MacKenzie hafði veizlustjórn með höndum, en fyrir minni silfurbrúðarinnar mælti Björgvin S. Stefánsson, og fyrir minni silfurbrúðgum- ans, Mr. Hawkins, sem um langt skeið hefir látið sér ant um mál- efni safnaðarins. Jakob F. Krist- jánsson flutti og ræðu um leið og hann fyrir hönd safnaðarins afhenti heiðursgestunum fallega og verðmæta gjöf. Mrs. Haf- steinn Bjarnason afhenti silfur- brúðurinni forkunnar fagran blómvönd og mælti til hennar nokkrum hlýyrðum. Páll S. Pálsson skáld flutti kvæði. Með ágætum einsöngvum skemtu þær frú Elma Gíslason og frú Davies, en við hljóðfærið voru GunnarErlendsson og ungfrú Evelyn Thorvaldson; silfurbrúð- Fró Kóreu Tilraunum til vopnahlés í Kóreu miðar enn, sem komið er, svo að segja ekkert áfram. — General Ridgway hefir hvað ofan í annað skorað á kommún- ista, að hefja viðræður á ný, en aldrei fengið ákveðið svar; harð- ar orustur eru háðar á öllum jvígstöðvum á hverjum degi. hjónin þökkuðu hvort um sig fagurlega þann vinarhug, er samsætið bæri vott um, og kváð- ust slíks mundu langminnug verða. Þau séra Philip og frú Þórey eru drengskaparfólk, er áunnið hafa sér traust og virðingu sam- ferðamanna sinna. Að lokinni skemtiskrá, er fór um alt hið bezta fram, voru framreiddar hinar rausnarleg- ustu veitingar. Lögberg flytur prestshjónun- um innilegar árnaðaróskir í lil- efni af silfurbrúðkaupinu. Flytur ræðu Dr. Áskell Löve Á fundi þjóðræknisdeildar- innar Frón, sem haldinn verður í Goodtemplarahúsinu á mánu- dagskvöldið þann 1. október næstkomandi, flytur hinn ný- skipaði prófessor í grasafræði við Manitobaháskólann, Dr. Ás- kell Löve, ræðu og sýnir myndir frá Islandi. Úr borg og bygð Annual Fall Tea The Jon Sigurdson chapter, I.O.D.E. will hold its annual Fall Tea and Sale in the T. Eaton Assembly Hall, Saturday, Sept. 29, from 2.30 to 4.45. A feature of the afternoon’s entertainment will be the model- ling of exquisite late 19th cen- tury fashions, with Mrs. E. W. Perry and Mrs. W. S. Jonasson in charge of arrangements. Mrs. B. S. Benson and Mrs P. J. Sivertson are general con- veners, with Mrs. S. Gillies, Mrs. B. Heidman, and Mrs. H. F. Danielson as table conveners Mrs. Thorpe and Mrs. J. F. Krist- janson are in charge of the Home cooking sale and Miss V. Jonasson and Mrs. T. Thorstein- son will look after sale of novelties. ☆ Mr. Grettir Eggertson rafur- magnsverkfræðingur kom heim á föstudagskvöldið var sunnan frá New York, þar sem hann hafði dvalið nálægt þriggja vikna tíma; fór hann þangað suður til fundar við Steingrím Jónsson rafurmagnsstjóra ís- lenzku ríkisstjórnarinnar vegna Sogs- og Laxárvirkjananna; í för með Steingrími rafurmagns- stjóra var frú hans; einnig lét Mr. Eggertson þess getið, að þá hefði einnig verið staddur í New York Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður frá Reykjavík. ☆ FRÖN S-fundur Munið eftir Frónsfundinum, sem haldinn verður í G. T.-hús- inu á mánudaginn 1. október kl. 8.15 e. h. Þess var getið í síðasta blaði, að prófessor Áskell Löve ætlaði að flytja ræðu og sýna litmyndir (Kodachrome) frá íslandi og ætti það út af fyrir sig að nægja til þess að tryggja góða aðsókn. Hitt skemmir þó ekki að Can- adian Broadcasting Corporation hefir lofast til að lána okkur hljómplöturnar, sem teknar voru á Islendingadeginum á Gimli í sumar. Þessu hálftíma pró- grammi var útvarpað frá hafi til hafs á laugardagskveldið 11. á- gúst og vakti það hina mestu athygli um land alt, enda var það frábærlega vel úr garði gert. Því miður var þetta útvarp ekki auglýst í íslenzku blöðun- um og fór því fjöldi okkar fólks á mis við þessa ágætu skemtun. Úr því verður bætt næsta mánu- dag. Fjölmennið á Frónsfundinn. Aðgangur er ókeypis, en samskot verða tekin deildinni til styrktar. H. THORGRÍMSSON, ritari Fróns. ☆ Mr. Sveinn Indriðason, hótel- eigandi frá Oxbow, Sask., var staddur í borginni um síðustu helgi ásamt frú sinni í heimsókn til venzlafólks og vina. ☆ Athygli skal hér með leidd að samkomu, sem hinn kunni ten- órsöngvari, Ólafur N. Kardal, efnir til í lútersku kirkjunni á Gimli á þriðjudagskvöldið þann 2. október næstkomandi. Mr. Kardal er frábær raddmað- ur, sem stundað hefir með á- gætum árangri undanfarin ár söngnám við frægan hljómlistar- skóla í Minneapolis, og heldur þar áfram námi í vetur; telja má víst, að hvert einasta sæti í kirkjunni verði skipað; sungið verður á íslenzku og ensku. — Aðgangur 50 cents. Við hljóðfærið verður kona söngvarans, frú Sylvia Kardal. Þann 9. þ. m. lézt að Amar- enth, Man., Arthur Guðmundur Johnson, maður á bezta aldri og vel látinn. Hann var sonur Guð- mundar Johnson og Þórunnar konu hans, sem eiga heima við Amaranth. Hann var jarðsunginn þ. 11. þ. m. að viðstöddum miklum mannfjölda. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn. Séra S. S. Christopherson jarð söng. ■Sr Miss Hulda Sigvaldason mat- aræðissérfræðingur, sem starfað hefir árlangt við Almenna sjúkrahúsið í Vancouver, en nú er gengin í þjónustu Almenna sjúkrahússins hér í borginni, leit inn á skrifstofu Lögbergs seinni part fyri viku, og bað blaðið að flytja þeim hinum mörgu Islend- ingum, sem hún hefði kynst í Vancouver, alúðarþakkir fyrir gestrisni og góðvild í sinn garð; þessi hæfa og glæsilega stúlka, er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Guð- mundur Sigvaldason í Árborg. ☆ Mr. og Mrs. Gordon Josie frá Ottawa, eru stödd í borginni þessa dagana í heimsókn til Dr. og Mrs. Sigurður Júlíus Jó- hannesson; er Mrs. Josie (Svan- hvít), dóttir læknishjónanna. ☆ #' Frú Stefanía Sigurðsson frá New York, sem dvalið hefir hér um slóðir í undanfarnar vikur, eins og Lögberg sagði frá að hún myndi gera, er hún kom að sunnan, lagði af stað heimleiðis í gær. ☆ Silver Tea. Deildirnar 1 og 2 í Kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar, efna til kaffisölu og sölu á heimatil- búnum mat á miðvikudaginn þann 3. október næstkomandi, síðdegis og að kvöldinu, að heim- ili Mrs. Gunnlaugs Jóhannsson, 575 Burnell Street; allir boðnir og velkomnir; konur þær, sem að sölunni standa, vænta fjöl- mennis. ☆ Sigurður Freeman, 79 ára að aldri, lézt að heimili sínu, 146 Elmhurst Rd., Charleswood, 21. þ. m. (sept.). Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Bardals á mánudaginn kl. 2. Sigurður var að sögn fæddur á Melrakkaslétt- unni; voru foreldrar hans Sig- urður Ólafsson og Guðrún Magnúsdóttir að Sigurðarstöð- um, þar í sveit. Hann kom vestur barn að aldri, og dvaldi lengst ævinnar í Winnipeg. Hann lætur eftir sig ekkju, Guðlaugu Helgu (Þorleifsson) ættaða frá Álfhóli í Húnavatnssýslu, eina dóttur, Maríu, Mrs. Stewart, í Medicine Hat, Alberta, og son, Halldór að nafni, í Winnipeg. Forsætisróðherra fer halloka Síðastliðinn laugardag fór fram í Ástralíu þjóðaratkvæði um það, hvort heimila skyldi stjórnarskrárbreytingu þess eðl- is, að þingið gæti útilokað tilveru kommúnistaflokksins með lög- um; núverandi forsætisráðherra, Mr. Menzies, beitti öllu sínu pólitíska afli til að sannfæra kjósendur um nauðsyn þessarar væntanlegu ráðstöfunar, en varð mjög undir við atkvæða- greiðsluna; þótti kjósendum Mr. Menzie hafa gengið feti framar en frá stjórnskipulegu sjónar- miði væri æskilegt, og veittu honum þar af leiðandi pólitískt afsvar. \

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.