Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER, 1951 7 YÐRANDI Frá Nemo á Gimli Það var dag nokkurn að ég og Philip Grey vinur minn fórum út á land. Þegar við höfðum farið nokkrar mílur út frá borg- inni námum við staðar á fjalls- röðli einum og gátum þaðan notið fegurðar náttúrunnar í allri sinni dýrð. Það var komið undir haust og tré og runnar voru klæddir litarskrauti sínu. Fyrir neðan okkur lá unaðsfeg- ur dalur, hæðum luktur, var hann skorinn sundur af mörgum lækjum. í dalnum miðjum var lítið vatn, er gildvaxin firrutré, er uxu þar í hlíðinni, spegluðu sig í. Við settumst á gildan trjábol, sem elding hafði nýlega brotið, og kvejktum í vindlum. Þá sagði Philip Grey mér eftirfarandi smásögu: Fyrir þremur árum síðan dvöldum við hjónin vetrartíma í Suðurfylkjunum. Á heimleiðinni námum við staðar í borginni Washington. Sama kveldið var okkur boðið á dansleík, sem rík- ur vinur minn hélt. Þar var mannval mikið, og líkast því að þar hefði mælt sér mót auður, gáfur, ættgöfgi og fegurð. Það sem sérstaklega gladdi mig var það hvað konan mín vakti á sér mikla eftirtekt og aðdáun, og með því að þarna voru staddir menn frá ýmsum ríkjum Norðurálfunnar, gafst henni einnig færi á í samtali að sanna hvert afbragð hún var að sér í tungumálum. Morguninn eftir minntust blöðin á samsæti þetta, og þar á meðal á konu mína, og dáðu mjög búning hennar og skraut- gripi. Ég lagði frá mér blaðið og leit út um gluggann. Laufið á trján- um var að springa út og vor- ilmurinn þrengdi sér inn alls staðar, en þá greip mig heim- þráin. Ég varð að komast út úr borginni þó ekki væri nema fá- eina klukkutíma. Á jafn fögrum degi varð ég að fara út á land og anda að mér hreinu og heil- næmu vorloftinu. „Heyrðu mér, Emelía!“ sagði ég við konu mína, „við skulum eyða deginum úti á Mount Vernon“. Hún greip tilboðið tveim höndum og að klukkutíma liðnum vorum við komin þangað sem allir Bandaríkjamenn horfa á með lotningu. Um kvöldið komum við aftur til borgarinnar, drukkin af föður- landsást, og höfðum átt hinn unaðslegasta dag; en því miður kom fyrir atvik þá rétt á eftir sem skyggði algerlega á alla dýrðina. Við komum að öllu í herbergjunum eins og við höfð- um skilið við það um morgun- inn. Blöðin t. d. lágu til og frá á borðinu, og allt virtist eins og bezt varð á kosið. Við ætluðum okkur að borða úti í borginni, og gekk konarn mín þess vegna inn í herbergi sitt til að hafa fataskipti. Iiún var hálf þreytt eftir ferðalagið og sagði við mig um leið og hún fór: „Ég vildi, að ég hefði ekki lát- ið hana Önnu fara heim á undan mér, því nú þyrfti ég á hjálp hennar að halda við fataskiptin“. Ég var þá svo ógætinn að segja, að ég einmitt hefði verið að minna hana á það. Hún gekk út með ásökun í svipnum, en ég sneri mér að nokkrum bréfum, sem ég þurfti að svara. Allt í einu heyrði ég skelfingar óp. Ég hljóp til dyranna og kall- aði: „Hvað hefir komið fyrir?“ Emilía stóð á miðju gólfi í her- berginu náföl og titrandi, og allt í kringum hana var dreift inni- haldi úr^tveimur ferðakistum. „Skrautgripirnir mínir!“ sagði hún stynjandi. „Hvað er um þá að tala?“ spurði ég. „Þeir eru horfnir“, svaraði hún. SYNDARI Ég varð óttasleginn og þagði um stund. Ekki get ég munað hvað þá gerðist næst á eftir. Ég kallaði að sjálfsögðu á gistihússtjórann, og kvaðst hann skyldi gera allt sem hægt væri til að ég fengi aftur þessa horfnu muni. Annað gat hann ekki gert. Við höfðum ekki farið eftir fyrir- mælum, sem auglýst voru á öll- um herbergjum og hljóðuðu svo: „Öllum verðmætum munum skal komið til geymslu hjá gisti- hússtjóranum, en ekki tekur hann þá í ábyrgð sína“. — Til- kynningin um hvarfið var send lögreglunni, en hún sendi þjóna sína út samstundis. Við borðuðum kveldverðinn seint og með ólyst. Næstu daga gengu til þess að leita að gripunum. Það var lofað fundarlaunum, en hraðskeyti voru sendar í allar áttir, en ekk- ert dugði, vorum við því orðin vonlaus um að dýrgripir þessir f^ndust nokkurn tíma. Mánuði seinna var ég staddur í herbergi mínu, þegar þjónninn kom inn og sagði að maður væri kominn, er óskaði eftir að tala við mig. „Afhentu mér nafnspjald“ svaraði ég hugsunarlaust og leit ekki upp úr tímaritinu, er ég var að lesa í. „Fyrirgefið!“ sagði þjónninn, „gesturinn er ekki úr þeim flokki manna er bera á sér nafnspjöld!“ „Er það betlari?“ „Eða flækingur, herra“, svar- aði þjónninn. „Því hleyptuð þér honum inn? Hefi ég ekki sagt yður að ég vil engan átroðning af þeim pilt- um“. „Ég hleypti honum ekki inn. Hann kvaðst ætla að bíða á þrepunum". „Það kemur ekki til mála að ég tali við hann, Jenkins, þér verðið að vera gætnari“. „Hann virðist annars hugar og afar dapur í bragði og heldur því fram, að þér einn getið bjargað sér“. „Já, auðnuleysingi“, svaraði ég og fleygði bókinni sár og gram- ur yfir því að vera svo tilfinn- ingalaus að vilja láta reka aum- ingja þennan í burtu. Hver sem á bágt, skal ævinlega finna vin þar sem ég er; svo sagði ég Jenkins að láta hann koma inn. Maðurinn kom inn og var hann mjög óupplitsdjarfur. — Hann var fremur lítill vexti, en andlitið og svipurinn ósamúð- mannlegt. Fötin voru úr grófu efni og mjög slitin. Einn kost- hafði hann, sem var mikils virði. Það var málrómurinn, hann var svo hljómmikill og hljómþýður að hann varð að hafa áhrif á alla. „Ég bið afsökunar á því, hversu nærgöngull ég er“. — Svo hóf gesturinn mál sitt. — „Ég kem ekki í vanalegum er- indum, heldur til að leita heilsu- bótar sjúkri sál minni og opna hana fyrir verðugum manni“. Mig undraði orð hans og spurði: „Hvers æskið þér?“ „Að tala við yður í einrúmi“. Áhrifin af málróm hans voru svo áhrifajjj'k, að þau voru mér sem skipun. Ég samþykkti og fór með manninn inn í knattborðs- stofuna. Þegar þangað kom, hvarflaði hann augunum í kring eins og hann væri að rannsaka hvort við værum einir. Því næst læsti hann hurðinni og sneri lyklinum í skránni. „Má ég líta inn í skápana?“ spurði hann þar næst með hægð, með svo óumræðilega þýðan málróm, sem hugljúft barn sem biður foreldra sína um eitthvað. Þýðleikinn í málróm hans fékk svo mikið vald yfir mér, að ég gat engu svarað. Hann opnaði hurðirnar að skápunum og litað- ist um, og þar næst undir borðin, þóttist hann þá viss í því, að eng- inn gæti heyrt til okkar. Þá seg- ir hann: „Herra Grey! Með því við er- um hér einir þori ég að tala. Ég verð að vera varfærinn, því þetta er trúnaðarmál“. Hann studdi höndunum báð- um á knattborðið og horfði á mig alvarlegur, tók ég þá eftir því, að honum vöknaði um augu. „Herra Grey! Ég er þjófur!“ Ég fékk ákafan hjartslátt, þó ekki væri það af hræðslu, held- ur málblænum, sem hann lagði í þessi orð, og mér fannst mig sárkenna til. Hann endaði setn- inguna með kæfðum grátekka. „Aumingja maðurinn“, sagði ég upphátt við sjálfan mig ó- sjálfrátt. „Hafið þér tvöfalda þökk“, gegndi hann — „og guð blessi yður fyrir þessi orð“. Ég held flestir hefðu viknað, sem hefðu heyrt hann segja þetta. „Ég er kominn til yðar“, — mælti hann ennfremur — „af því að mannfélagið ber lotningu fyrir yður, og af því að ég í eymd minni hefi lengi veitt því eftirtekt, hversu þér fórnið yður í þarfir meðbræðra yðar. Árum saman hefi ég þráð að ná tali af yður og ausa út tilfinningum mínum fyrir yður. Menn hafa reynt að verða mér að liði, en það hefir ekki lánast. Þá vantaði kærleikann til náungans og fag- urt siðferði, en það erti þrjósku í sál minni og sneri ég við þeim bakinu yðrunarlaus“. Hann varð svo viðkvæmur að tók fyrir mæli hans. . „Philip Grey! Þér getið bjarg- að mér. Takið nú vel eftir: Ég er fæddur á smábýli við sjó, þar höfðu forfeður mínir lifað frið- sömu lífi við ráðvanda erfiðis- vinnu. Við vorum mörg syst- kini og var það starfi minn í æsku, að flytja hunang til sölu- torgs, því að faðir minn stund- aði hunangsflugnarækt. Ég var mesti fjörkálfur, en hafðist þó aldrei ilt að. Þegar ég var 16 ára dó faðir minn; fóru þá sum af okkur að vinna fyrir sér, ^n hvernig fór þá? Ég lenti í stór- borg og lenti í illum félagsskap. Mig brast þrek til að standast freistingarnar . . . .“ Hér slitnaði söguþráðurinn, því hann fékk ákafa hóstakviðu, og varð náfölur og sagði mér að svona kviður fengi hann oft, hann hefði dregist með hóstann lengi, annað lungað væri sýkt. Eftir nokkra þögn hélt hann áfram^sögunni: „Móon' mín er enn á lífi og mig langar mikið til að Sjá hana. Yður mun reynast erfitt að skilja hve innilega ég þrái að heyra málróm hennar. Hún er orðin háöldruð og blind. Árum saman hefir hún beðið til Guðs að ég bætti ráð mitt og sneri á rétta leið. Fyrir fáum vikum skrifaði ég póstm|eistaranum og spurði eftir henm, svaraði hann á þá leið, að engan meir þráði að finna hana, því að hann er ekki eingöngu póstmeistari held- ur líka mikill trúmaður. Meðal annars standa í bréfi hans þessi orð: „Það er mikil gleði á himn- um yfir hverjum þeim syndara sem snýr sér“. — Ég rétti honum hendina og sagði: „Leyfið mér að verá" vinur yðar“, meiru kom ég ekki upp. Það brá fyrir svo undarlegum löngunarsvip í andliti mannsins, þegar hann varðist að taka í hendina og svaraði: „Freistið mín ekki. Ég fæ mig ekki til að taka í hönd yðar, fyrr en ég hefi gert mig þess verðug- an, ég hefi ekki lokið sögu minni“, og hann hélt henni á- fram á þessa leið: „Konan yðar tapaði demanti, armbandi úr saphírum, hár- skrauti úr smarögðum, úri settu gimsteinum, tveimur stjörnum, hálfmána úr demöntum, dreka- flugu úr ópölum, eyrnaskrauti úr turkisum og tvöfaldri hálsfesti stálum því öllu. Það var kæn- legt bragð af okkur, en við frömdum stuldinn eftir öllum reglum íþróttarinnar. Við geym- um þýfið í Washington. Það var óhultasti staðurinn. Þjófar, sem ekki kynnu atvinnu þessa, hefðu vafalaust leyst upp þessa dýr- mætu steina úr umgjörðunum, en við vissum að steinarnir voru miklu meira virði þar sem þeim var komið fyrir og sá tími kæmi að hægðarleikur yrði að segja þá, eða verða af með þá í öðrum stórborgum. Við skiptum þýfinu og féll allt í minn hlut annað en hálsbandið, það fékk félagi minn, var það jafn mikils virði. Tim er ákaflega ágjarn á allar perlur, og meðan lögreglaj? leitaði 1 öll- um stórborgunum, lá þýfið vel geymt í leðurkistu í loftherbergi í P. stræti. Perlufestin er þar enn. Nú erum við orðnir ósáttir og höfum slitið félagsskapnum. Nokkuð af gripum þessum e^ hér í bænum, en hitt er geymt i eldtryggum skáp í Boston-bank- anum, svo ég get afhent yður þá í dag. Að hálftíma liðnum kem ég með úrið og armbandið, og innan viku verður yður skilað öllu. Ég æski einskis sfrmars en þess, að þér styðjið mig til að verða ráðvandur maður“. Hann var lafmóður, svo hafði hann borið hratt fram sögu sína, og nú fékk hann nýja hósta- kviðu. Ég var orðlaus. Það eina sem ég gat sagt var það að ég vildi hjálpa honum. „Komið þér með hálsbandið, ef þér getið. Ég gaf konunni minni það, er við trúlfuðustum, og henni þykir vænna um það en allt hitt skrautið“. „Það er mér kunnugt um“, — sagði hann og andvarpaði — „því ég las letrið: „Til Emilíu frá Philip“. „Ég var líka einu sinni trúlofaður, og hefði hún lifað væri ég betri maður“. „Get ég einnig fengið hálsfest- ina?“ spurði ég. „Jái»þér þurfið ekki annað en senda hraðskeyti til lögreglu- stjórans, um að hann fari til hússins No. 103 í P. stræti og spyrji eftir Charles Merinn — ég heiti svo — en sé ég ekki heima, spyrji hann eftir Saney Tim, sé hann heldur ekki heima, getur lögreglustjórinn gengið beina leið upp í þakklefann og þar undir sænginni mun hann finna leðurkistuna, önnur læsingin er brotin. Kistan er bundin saman með mjóu snæri. Á botni henn- ar er dagblaðastrangi og innan í honum er skrínið með perlu- bandinu“. „Sögðust þér ekki getað skilað armböndunum og úrinu í dag?“ „Jú, og hér eru veðsetningarn- ar“, svaraði hann og dró þær upp úr vasanum. „Hafið þér peninga til að leysa þau út?“ „Ekki sem stendur“. „Hvað er það mikið?“ „Fimmtíu dalir. Ég get fengið þá seinna í dag hjá kunningjum mínum“. „En ég vil, að konan mín fái armböndin svo fljótt sem hægt er. Ég ætla að láta yður fá pen- ingana“. „Ég get ekki þegið boð yðar, herra Grey. Þér verðið að minn- ast þess að ég hefi játað á mig stuldinn“. Ég fékk honum peningana. „Ég verð kominn aftur eftir hálfan klukkutíma“, sagði hann, og í því að hann opnaði hurðina, leit hann til mín og er hann gat lesið tortryggni úr svip mínum, kallaði hann til mín með þess- um unaðsfagra, töfrandi mál- róm hálfkæfðum í viðkvæmni: „Takið peninga yðar og ég ætla að skilja eftir veðsetning- arnar, síðar getið þér sent ein- hvern þjóna yðar og innleyst munina“. — Hann andvarpaði þungt. — „Ég sé, að þér trúið mér ekki“. Orðin liðu í titrandi bergmáli um stofuna, og mér fundust þau Kraftdkarlar .... hönd fyrir höfuð sér, en eítir andartak fannst ekki einn ein- •asti hnífur í hópnum með heilu blaði, og allar neftóþaksdósir voru orðnar loklausar. Já, hvar sem Gustav Mattson gekk sóp- aði hann í kringum sig með hand leggjunum og þá myndaðist svo breiður gangur eftir hann, að vel hefði mátt aka tveimur tvíeykis- vögnum samsíða á eftir honum. Úti fyrir húsinu var gamall og uppþornaður brunnur. Niður í hann fleygði hann sextán stykkj- um, fleiri komust þar ekki fyrir. Og það skilja sjálfsagt bæði Söderbom skipstjóri og Eng- ström, að þar hefir hlotið að vera fjandans þröngt, að minnsta að ég væri sakamaður frammi fyrir dómara. „Verið þér sælir“, sagði hann og hraðaði sér út *i göngin. Ég flýtti mér á eftir honum og dróg I hann með mér inn í stofuna. Mér hafði flogið í hug gömlu orðin: „Það er gleði í himnaríki yfir hverjum syndara, sem snýr sér“. „Ég treysti yður“, mælti ég — „og er ákveðinn í því að þér takið við peningunum og ég ætla að reyna -að hjálpa yður í fram- tíðinni. Komið þér aðeins með gripi konu minnar innan hálfs klukkutíma. Ég bíð yðar hérna. Á meðan sendi ég hraðskeyti til lögreglunnar í Washington. Ég trúi sögu yðar“. — Það varpaði gleðisvip yfir and- lit hans, og um leið sýndist hann allur annar maður. Síðan hneigði hann sig með lotningu, tók í hönd mína, snerti hana með vör- unum og mælti í hálfum hljóð- um: „Þar er gleði í himnaríki yfir hverjum syndara, sem snýr sér“. — Hljómfegurðinni gleymi ég aldrei. Þegar hann var farinn, sagði ég konunni minni söguna, og svo fórum við að bollaleggja fram- tíð hans. Klukkan sló — hálftíminn var liðinn, svo leið annar klukku- tími, og við biðum. Von okkar fór að smádvína. Ég. barðist milli vonar og ótta, millum trausts og efa alla nótt- ina. Morguninn eftir réð ég af að fara til lögreglustjórans. Hann tók á móti mér á einkaskrifstofu sinni og var hinn viðkunnan- legasti. Ég sagði honum frá öllu er skeð hafði daginn áður. Þegar ég hafði lokið máli mínu, hafði engin svipbreyting sézt á andliti hans. Hann stóð upp og gekk að stórum skáp, úr annari hillu hans tók hann ljósmynd af karlmanni, rétti mér hana og sagði brosandi: „Þetta mun hafa verið gestur- inn yðar“. — „Já“. „Herbert Nolton, 41 árs að aldri, fæddur í Californíu, eitt- hvert mesta varmenni í öllum Bandaríkjunum. Gengur undir nafninu Silfurtunga“. Framhald kosti í botninum á brunninum. En það er nú einu sinni svo, að þegar einhver byrjar að berj- ast og á sigri og meðlæti að fagna, verður hann alltaf meira og meira upplagður. Það þekki ég sjálfur frá Hamborg og Lu- beck og reyndar Genúa líka, frá því er ég var í mínum beztu færum. Og nú var Gustav Matt- son upplagður, fyrir því voru eiginlega engin takmörk lengur. Nú fór hann að tína saman steina, stórgrýti reyndar, og kasta þeim inn í eldhúsið og herbergið. Og þoð voru ekki fáeinir molar, sem hann lét fjúka, nei, þeir skiptu tugum og hundruðum, það get ég svarið, svo sannarlega sem ég vona að komast í himnaríki, en lenda ekki hjá Húsavíkur-Jóni, þegar ég hrekk upp af. Og ég get líka dauðsvarið það, að enginn steinn var svo smár, að ekki þyrfti þetta þrjá til fjóra full- vaxna Norðlendinga til þess að velta þeim út, því að ekki kom til mála að bera þá. Jú, Ratan- búar máttu velta grjóti í sex daga áður en þeir gátu byrjað að laga til í herberginu. En einum steininum komu þeir aldrei lengra en út í trjá- garðinn úti fyrir húsinu. Þar liggur hann, og í hann eru höggnir bókstafir, sem síðan hafa verið smelltir gulli: Gustav Mattson. Það er nafnið mitt, þó ég væri ekki þátttakandi í þessu, enda þótt ég væri nærstaddur. En ég skoðaði það alltaf sem heiður að hafa verið nærstaddur þarna. Og nú spyr ég Söderbom skipstjóra og Anderson og Eng- strömCHefði Karl XII. eða þessi Herkúles getað meðhöndlað sögunarverksmiðjujaxla svona myndarlega? Ég spyr bara. Og svarið þið svo. Ég hef verið í áflogum, þar sem fætur mínir snertu ekki jörðina í stundar- fjórðung, — svo þétt stóðum við, svo einhverja reynslu ætti ég að hafa í þessum efnum. Og Eng- ström er kunnugt um, að í Gris- selhöfn er nýi danspallurinn byggður með hæfilega miklu bili á milli plankanna til þess að blóðið geti runnið svo ört í burtu, sem þörf krefur, það veit Eng- ström, svo hann hefir þó nokkra reynsluþekkingu á hlutunum. En hvaða þekkingu og reynslu hafði Karl XII.? Ekki baun. Það get ég svarið. Ef hann hefði ver- ið nokkuð kunnugur því, hvað gerist hér í Skerjagarðirium og í Norrlandi, þá hefði hann leitað hingað í fríunum, í stað þess að lóna og leika sér suður í Rúss- landi eða hjá Hund-Tyrkjum, ef hann hefir þá haft nokkurn smekk fyrir slagsmál“. „En Mattson, nú spyr ég: Hvað starfaði Mattson allan tímann, sem Gustav Mattson barðist?“ „Ég var rétt áðan að segja Engström, — um það eru þeir báðir til vitnis Söderbom skip- stjóri og Ande^son stýrimaður, — að ég sagðist hafa setið í gróða í fimmkortaspili. Ef ég hefði komið á vettvang, hefðu engin slagsmál þurft að verða. úr perlum. Ég og Sanley Tim | sem kæra yfir mér, líkast því Þýtt úr „Familie Læsning.“ ^kal. E. G. —VÍKINGUR Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Bilfeiness College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainmgImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PKESS LIMITED PHONE 21804 69? SARGENT AV *. WINNIPEC.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.