Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 1
,1(,ttfveTS PHONE 21 374 Cleaning Institution PHONE 21 374 Ltt^^M^ S A Compleíe Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 4. ÖKT.ÓBER, 1951 NÚMER 40 Heilsufar konungs batnar með hverjum degi í fjórtándu tilkynningu frá líf- læknun Hans Hátignar, Georgs Bretakonungs, sem birt var á þriðjudaginn, má það ljóslega ráða, að heilsufar hans fari batnandi með hverjum degi, og er nú jafnvel talið líklegt, að hann geti farið í hina fyrirhug- uðu Ástralíuferð í janúarmán- uði næstkomandi, þó vitaskuld sé eigi með fullu víst að svo verði. Eins og vitað er, frestaði Elizabeth ríkisarfi heimsókn sinni til Canada ásamt manni sínum, vegna veikinda föður síns; en nú er ákveðið, að hinir konunglegu gestir komi hingað til lands flugleiðis þann 9. þ. m., og að móttökuathöfnin verði með sama hætti og í fyrstu hafði ákvarðað verið. Upphaflega hafði svo verið tilætlast, að hinir tignu gestir kæmu með skipi til Quebec, en Fellur sæmd í skaut Borgarstjórinn í Grand Forks, N. Dak., herra Harold A. Boe, hefir útnefnt dr. Richard Beck sem formann allsherjarnefndar borgarinnar til að undirbúa samkomuhóld í tilefni af afmæli Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október, en dr. Beck er jafn- framt forseti Félags Sameinuðu þjóðanna þar í borg. Þá hefir dr. John C. West, for- seti rikisháskólans í N. Dakota (University of North Dakota) útnefnt dr. Beck sem fulltrúa ríkisháskólans við innsetningu Rev. Joseph L. Knutson í for- setaembætti við Concordia Col- lege, Moorhead, Minnesota, þ. 13. október. vegna tímasparnaðar, var loft- leiðin kosin; hér í borg verða þessi tignu hjón stödd þann 16. yfirstandandi mánaðar. Oliudcilan Nú er svo komið, að brezk stjórnarvöld hafa gengið inn á að kveðja heim þá þrjú hundruð brezka sérfræðinga, sem um- sjón hafa haft með olíuvinnsl- unni að Abadan í Persíu; er hér um varúðarráðstafanir að ræða, er stjórnin taldi að ekki mættu dragast á langinn eins og mál- um þá væri komið. Nú hafa Bretar tekið þá á- kvörðun, að fela öryggisráði sameinuðu þjóðanna áminst á- greiningsefni til meðferðar, þrátt fyrir ströng mótmæli af hálfu Persa, er telja öryggisráðið ó- myndugt til aðgerða í málinu. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þegar lýst yfir eindrægnu fylgi við kröfur Breta varðandi lausn olíudeilunnar. Atvikavísur Hringhendan Sér oft staka semur snið, sálar vakin ljósum, hjartans akra innan við undir klaka-rósum. it Ótti Hræðsla — flótta fyrsta stig flæmir þrótt í halla, Þá sem óttast sjálfa sig, svæfir nóttin valla. Haust Otar skalla Elli grá, Urðar kallar dóma: að nú falli fölvi á fjölda vallar blóma. —PÁLMI Ung reykvísk kona fórst í fellibylnum á Jamaica RAGNA FOSSBERG GRAVEN, MAÐUR HENNAR OG EINKA- DÓTTIR LÉTU ÞAR LÍFIÐ. Þær fregnir haja nft borizt hingað, að reykvísk kona, jrú Ragna Fossberg Graven, hafi jarizt, ásamt manni sín- um og einkadóttur, í hvirfil- bylnum, sem gekk yfir Jamaica um fyrri helgi. Frú Ragna Fossberg Graven var dóttir Gunnlaugs heitins Fossbergs, Kaupmanns í Reykja vík. Hún mun hafa flutzt til Jamaica, ásamt brezkum manni sínum, Geoffrey Graven að nafni, vorið 1948, og lítilli dóttur þeirra, Freyju. Þar höfðu þau fyrst í stað fest kaup á plant- ekru, en síðan selt hana og kom- ið sér upp skemmtisiglinga- og baðstað, sem þau höfðu tengt miklar vonir við. Var þetta í borginni Port Royal, skammt frá Kingston, höfuðborg eyjarinnar. Ægilegur hvirfilbylur gekk yfir eyna dagana 18., 19. og 20. þessa mánaðar, en Graven-fjöl- skyldan mun hafa farizt á fyrsta degi hamfaranna, en hátt á annað hundrað manns fórust þá, eins og fréttir báru með sér. Frú Ragna Graven var liðlegá þrítug, glæsileg kona, geðþekk og vinsæl af öllum, sem til hennar þekktu. Dr. Harold Blondal Skipaður prófessor Dr^ Harold Blondal, ásamt konu sinni, er nýlega kominn heim frá London, England, en þangað fór hann á vegum National Cancer Institute of Canada fyrir ári síðan til þess að stunda vísindalegar rann- sóknir við Royal Cancer Hospital í London. Dr. Blondal á merkan námsferil að baki og áður en hann fór til Lpndon vann hann í eitt ár við kjarnorkurannsókn- ir við Chalk River. Hann hefir nú verið skipaður prófessor við læknadeild Manitobaháskóla. Þessi stórhæfi, ungi læknir, er sonur Ágústs heitins Blondals læknis, sem stóð framarlega í læknastétt, og eftirlifandi ekkju hans, frú Guðrúnar Blondal. Miss Lilja Eylands Gov.-Gen. Mcdal Awarded ro Lilia Eylands Lilia Eylands, daughter of Rev. and Mrs. V. J. Eylands, 686 Banning Street, has been chosen 1950 - 51 Governor - General's medalist for Daniel Mslntyre Collegiate Institute. A w a r d e d the medal f or scholarship, leadership and par- tícipation in school activities, Miss Eylands was an honor stu- dent throughout her course. In Grade 10 she was treasurer of the school council and sang in the opera chorus and musical festival choirs. She was also music writer for the school magazine. In Grade 11 she played thé part of Tessa in the school pro- duction of The Gondoliers and sang in the school choirs which won the Earl Grey trophy. She was a cheer leader for the football games and played on inter-room basketball and volleyball teams. Miss Eylands won the School Merit award in foreign lang- uages and is the Daniel Mc- Intyre representative on the Eaton Junior council for 1951. St. Josephsspítali HAFNARFIRDI, 5. sept. — St. Josephsspítali í Hafnarfirði tók til starfa 5. sept. 1926 og átti 25 ára starfsafmæli í gær. Það var systir Viktoria Maria, en hún lézt á afmælisdegi spítal- ans 1938, og biskup Maulenberg, sem í sameiningu stóðu, að mestu leyti, að byggingu spítal- ans. St. Josetphsspítali hefir rúm- lega 40 sjúkrarúm, og hefir þörf- in verið svo mikil fyrir sjúkra- húsið, að þar hefir jafnan verið fullskipað. Það gefur því auga leið, hve geysimikla þýðingu það hefir haft fyrir Hafnfirð- inga, að þetta sjúkrahús var reist í bænum. Fyrsta priorina St. Josephs- spítala var systir Maria August- ina, en nú er systir Maria Lioga priorina. — Yfirlæknir spítal- ans er Bjarni Snæbjörnsson, en hann hefir haft það starf á hendi frá því hann tók til starfa. Allir læknar bæjarins, fimm að tölu, hafa aðgang að spítalanum með sjúklinga sína. Mjög gott samstarf hefir ávalt verið á milli systranna og læknanna, og einn- ig hefir verið gott samstarf við bæjaryfirvöldin. Hafnfirðingar og margir aðrir munu hugsa til St. Josephs- systra með þakklátum huga fyr- ir spítalann og starf þeirra þar. Þangað hafa legið mörg spor bæjarbúa, annað hvort sem sjúklinga eða að heimsækja ætt- ingja og vini, sem þar hafa dval- ist, og er því St. Josephsspítal- inn tengdur lífi flestra bæjar- búa á einn eða annan hátt. —Mbl. 7. sept. Vetrarvistir Nú fer hausttíðin í hönd og þegar komin; þúsundir véla ganga emjandi um jörðina og safna dýrmætum ávöxtum sum- arsins; heyhlöður fyllast ang- andi heyi, og kornið fyllir korn- forðabúrin, og garðmeti er kom- ið fyrir á óhultum stað. Bóndinn erfiðar myrkranna á milli, því tíminn líður nú fljótt og dagar gerast stuttir; vetur er á næstu grösum. Þegar hann gengur í garð er fárra afurða að vænta af engjum og akurlend- um. Stríðalið, stormalið fer her- göngu; snjór og frost ráða ríkj- um; engri skepnu verður vært utan veggja; þær leita sér skjóls og skýlis; smádýr og skriðkvik- indi búa um sig hlýlega í iðrum jarðarinnar, og leggjast í dá eða alast við vetrarvistir sínar. Hygginn er sá er á sumri safnar; hann þarf ekki að kvíða þótt kalt blási og frerinn fylli jörð. Annars er og vetur, æðsta ráði bundinn, sem bíður allra manna — vetur dauðans. Hann má fimbulvetur kallast. Hygginn er sá, sem aflar sér vista fyrir tíð þá, sem þá fer í hönd; skal ekki margrætt um það. Eins atriðis vil ég þó minnast sérstaklega. Framundan glugganum í her- berginu mínu eru raðir af blá- um og rauðum blómum; þau hafa skreytt og vermt umhverf- ið með yndisleik sínum. Það er óblandin nautn að horfa með draumblandinni aðdáun á þessa fegurð. Áður en varir taka blóm in til máls, því þau eru tungur, sem „tala hátt, þótt hafi lágt". Þau vekja upp bergmál liðinna gleðistunda; telja fram nöfn þeirra, sem með kærleika réttu manni göfuga hönd eða vottuðu samúð sína með orði eða við- móti. Þetta mætti í fljótu bragði virðast smáatriði, en þó munu fæstir vita hve djúp og langdræg áhrif þetta hefir. Sannast sagt, áhrif þessi munu fylgja mönn- um til æviloka. Þau gera leiðina slétta og greiðfæra. Leiðin ligg- ur sólarmegin; ásetningur eykst og þrek vex með hverju spori, og örðugleikarnir verða smámunir. Um alt þetta ræddu blómin við mig og mintu á nöfn þeirra, sem með yndislegum hlýleik og góð- semi hafa lagt bjarta lilju á leið mína. Ekki þýðir að telja upp nöfn þeirra; nófnin eru öll geymd á vissum stað. Þess eins vildi ég óska, að allir, sem hér eiga hlut að máli, tileinki sér þessi orð mín, því það er til- gangur þessara orða minna. Á þennan hátt hygg ég að mér auðnist að afla mér þess vetrarforða, sem hollur reýnist við hinar síðustu vetrarnætur,, s. s. c. Merkilegt fræðslu- og skemtikvöld SÍDASTLIDIÐ mánudagskvöld efndi Þjóðræknisdeildin Frón til síns fyrsta skemtikvölds eftir sumarhvíldina við ágæta að- sókn og mikla hrifningu sam- komugesta; forseti deildarinnar, frú Ingibjörg Jónsson, stýrði fundi; var skemtiskrá næsta frábrugðin frá því, sem venja hefir verið til, þó oft hafi fundir Fróns verið hinir ánægjuleg- ustu; að þessu sinni gafst þeim hinum mörgu, er samkomuna sóttu þess kostur, að hlusta á hálftíma skemtiskrá, er cana- díska útvarpið hlutaðist til um, Dánarfregn Miðvikudaginn 26. sept. s.l. andaðist Ingibjörg Einarsdóttir Stoneson á heimili sínu í Blaine, Wash. eftir nálega 6 ára sjúk- dómsstríð. Hún var fædd í Staf- holtstungum 2. ágúst 1861, og því rúmlega 90 ára að aldri. — Árið 1886 giftist hún Þorsteini Þorsteinssyni í Stafholti, og fluttu þau sama ár til Ameríku, og bjuggu lengst af vestur við haf, í Pt. Roberts og Blaine. Þor- steinn maður hennar andaðist 1939. Þegar hann gjörðist borg- ari í Bandaríkjunum tók hann nafnið Stone Stoneson og varð það síðan fjölskyldunafn. Af 8 börnum þeirra hjóna lifa nú 4, öll búsett í San Francisco, Calif Eru það iðjuhöldarnir Ellis og Henry Stoneson, sem meðal annars studdu svo drengilega og í stórum stíl byggingu Stafholts, hins ágæta elliheimilis í Blaine, og mikilhæfar og vel virtar syst- ur þeirra, Mrs. Andrés Odd- stad og Mrs. Kjartan Christop- herson. Voru þessi börn hennar viðstödd útför hennar, föstudag- inn 28. sept., er fór fram frá lútersku kirkjunni í Blaine, er hin látna hafði tilheyrt til dauða dags. Var líkkistan og kirkjan fagurlega prýdd blómum og at- höfnin öll hin virðulegasta. — Kveðjumálin fluttu séra Kol- beinn Simundson frá Seattle. vinur fjölskyldunnar, og séra H. Sigmar, prestur safnaðarins. — Mrs. Halldór Johnson söng ein- söng, en Mrs. H. Sigmar var við orgelið. Ingibjörg sál. Stoneson var hin mesta ágætiskona, myndar- leg og velgefin og vinsæl. Hafði hún alið upp börn sín með prýði, og ávalt reynst góð húsmóðir og móðir. Byrðarnar hafði hún borið með stillingu og þolgæði, enda líka notið ástríkrar og á- gætrar aðhlynningar b a r n a sinna og annara. Hún var ein- læglega kristin kona og trú söfnuði sínum og kirkju og sí- starandi meðan kraftar entust. Blessuð sé minning hennar. H. S. Til Arinbjörns S. Bardals 20/9 1951 Ár þótt halli hreysti á, hugur falla ekki má, sólarvalla sölum frá sæktu fjallagrösin þá. Þú átt bæði þrek og ráð, þarfur glæðir hug og dáð, hefð og fræðum hefur náð, hlotið gæði í lengd og bráð. Lifðu kátur, lifðu vel. Láttu hlátur fljúga um þel. Hugga grát eg göfgi tel. Gæfubátinn þér eg fel. Þ. Þ. Þ. að tekin yrði á hljómplötur frá síðasta íslendingadegi á Gimli; var þessi liður skemtiskrár nýstárlegur og harla fjölbreytt- ur. — Dr. Áskell Löve, hinn nýskip- aði prófessor í grasafræði við Manitoba-háskólann, flutti fróð- legt og ágætt erindi um jarð- fræðileg svipbrigði Islands, jafn- framt því sem hann sýndi fjölda fagurra litmynda af Islandi og útskýrði þær svo sem bezt varð á kosið; var það ógleymanlegt ánægjuefni, að verða honum samferða um landið og fylgjast með því helzta, sem þar er að gerast; flutti hann mál sitt skipulega og fléttaði inn í það fjölda fagurra ljóða; gaman var að horfa á gufustrókana upp úr borholunum nýju, þar sem verið er að leita hins heita vatns og veita athygli sjaldgæfum blóm- gróðri; margar lýstu myndirnar töfrafegurð íslenzkrar náttúru, þó ýmsar þeirra hefðu mátt missa sig vegna þess hve líkai þær voru hvor annari að svip og lit. Ritari Fróns, Heimir Thor- grímsson, þakkaði með sköru- legum orðum Dr. Löve hið á- gæta og fræðandi erindi hans og bauð hann hjartanlega velkom- inn í íslenzka mannfélagshópinn vestan hafs, og slíkt hið sama gerði frú Ingibjörg Jónsson í inngangsorðum sínum. Þetta var falleg samkoma, sem mikið var'á að græða. Sátu alþjóðaþing Oddfellowa Magnús Jochumsson, stór- templar Oddfellow-reglunnar á íslandi, er nýkominn frá Banda- ríkjum Ameríku, þar sem hann hefir setið alþjóðaþing Odd- fellowa. Auk hans voru á þing- inu þeir Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri, Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður, og Helgi H. Eiríksson, skóla- stjóri. Þingið var haldið í Balti- more, Maryland, og við setningu þess voru viðstaddir sem gestir ríkisstjóri Marylands og borgar- stjóri Baltimore. Oddfellow-reglan nýtur mik- ils álits og vinsælda í Ameríku, og meðal annars veitti forseti Bandaríkjanna, Harry S. Tru- man, öllum fulltrúum þingsins og gestum þess móttöku í Hvíta húsinu. —TÍMINN, 25. sept. Stórbruni á Gimli Árla morguns á þriðjudaginn var, brann til kaldra kola sölu- búð Lake Side Trading félags- ins á Gimli ásamt öllum innan- stokksmunum og vörubirgðum. Tjónið er metið á 40 þúsundir dollara; eldur komst í símalín- una, sem tengir bæinn við önn- ur bygðarlög og rauf með öllu samband við þau; í byggingunni höfðu aðsetur Beauty Shop Þórunnar Pálsson, Lake Side Ladies Wear og Martins Radio. Slökkviliði bæjarins með aðstoð frá flugvellinum á Gimli, tókst að útiloka, að eldurinn læsti sig um fleiri byggingar. Áminst sölubúð kom mjög við sögu Gimlibæjar. Guðni Thor- steinsson r e i s t i bygginguna, Sigurðsson & Thorvaldson ráku þar lengi verzlun, við af því fé- lagi tóku Thordur Thordarson og Hannes Kristjánsson, er stofn- uðu Lake Side Trading félagið, en seldu það fyrir nokkrum ár- um Thorkelson Bros. frá Ár- nesi; voru þeir fjarverandi, er eldurinn kom upp; um orsakir er enn eigi vitað, né heldur hvort vátrygging var nægileg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.