Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKIjÓBER, 1951 3 WYSTAN HUGH AUDEN: SENDIBRÉF FRÁ ÍSLÁNDI ÞESSIR SKEMMTILEGU BREFAKAFLAR eru skrif- affir af hinu heimskunna breska Ijóffaskáldi Wystan Hugh Auden og birtust í bók hans og Louis MacNiece „Letters from Iceland“, en þar skipast á Ijóff og sendibréf, sem þeir félagar rituðu hér kunningjunum heima. Þeir komu hingað til lands árið 1937 og ferðuðust talsvert um landið. Bréfakaflar þessir birtust í íslenzkri þýðingu í öðru heftinu af hinu læsílega og skemmtilega tímariti „Öldin“, sem Gunnar Bergmann gefur út og er ritstjóri að, en það kom út fyrir nokkrum dögum og er mjög fjölbreytt að efni. Geysi, sem vildi ekki hlýða, og sagan segir ástæðuna þá, að af þjóðernisstolti hafi honum verið gefin innlend sápa í staðinn fyrir Sunlight tegundina, sem hann er orðin vanur . . . Ég hef farið til Þingvalla og ekki er ofsögum sagt af fegurð þess staðar, en hótelið er fullt af fylliröftum á hverju kvöldi. Ein bráðlagleg stúlka bað mig að hringja í sig, þegar ég kæmi aftur í bæinn. Hún var kölluð Toppý .. . Hraunsnefi, 15. júlí Eitt af því skringilega við Is- land stafar af smæð þess, svo að allt er þar persónulegt. Götu- valtari er hér kallaður Bríet eftir kunnri kvenréttindakonu með bæklaða fætur. Ég fékk sönnun á þessu á mánudagsmorgun, þeg- ar ég var að fara úr bænum, var á leiðinni að ná í langferðabílinn. Maður, sem ég hafði aldrei séð áður, stöðvaði mig á götunni óg sagði: „Það eru bréf til yðar,“ fór með mig og lauk upp póst- húsinu fyrir mig einan. Ekki hef ég hugmynd um það, hvernig hann vissi hver ég var og að ég var að fara úr bænum. Ég hef verið að reyna að fá einhverja vitneskju um nútíma skáldskap íslenzkan. Eftir því sem ég bezt veit, hefur ekki orð- ið nein veruleg breyting á, síðan rómantíska vakningin kom hing- að frá Danmörku og Þýzkalandi, þ. e. a. s. enginn „nút ma“ skáld- skapur til að rugla gömlu kon- urnar. Tæknilega er ljóðagerðin á mjög háu stigi, og má ekki vanta stuðla og höfuðstaf, alrím eða hálfrím. Enn þann dag í dag yrkja íslendingar vísur, sem lesa má hvort heldur vill áfram eða aftur á bak, eins og þessa: Falla tímans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðla-sterk stendur alla daga. Daga alla stendur sterk stuðla ríman snjalla Baga falleg varla verk voldug tímans falla. Eða vísur eins og þessi, þar sem seinni helmingurinn er búinn til með því að sníða einn staf fram- an af hverju orði í fyrri helming- num: Snuddar margur trassinn trauður treinist slangur daginn. Nuddar argur rassinn rauður, reinist langur aginn. Annað sérkenni íslenzkra kvæða er skáldamálið, hversu lífseigt það hefur reynzt. í þessari vísu er fyrra heitið á stúlku eins skáldlegt og demoiselles Yngissveinar fara á fjöll, finna sprund í leynum. Stúlkur elska alltaf böll ástfangnar í sveinum. Yísan þýðir: Ungir menn fara til fundar við stúlkur í leyni. Stúlk ur hafa yndi af að fara á dans- leiki, þegar þær fella hugi til ungra manna. En það, sem hefur slegið mig mestri furðu, er, að flest meðal- menntað fólk, sem maður hittir, kann að kasta fram svarvísu (kveðast á). Þegar ég var fyrir sunnan, var eitt sinh í fylgd með mér íslenzkur stúdent. Ég baun- aði á hann miskunnarlausri rím- þraut: When baby’s cries grew hard to bear I popped him in the Frigidaire. I hever would have done so if I’d known that he’d be frozen stiff. My wife said “George, I’m so unhappé. Our darling’s now completely frappé.” Innan tuttugu mínútna var hann búinn að snara þessu og sendi mér til baka, og skilst mér það vera allnákvæmt: Ef grenjar kenja krakkinn minn ég kasta honum í snjóskaflinn. Ég þetta meðal fljótast finn, þá frýs á honum kjafturinn. En síðan kveinar kerlingin, að króknað hafi anginn sinn. Hann þýddi líka kvæði eftir mig, alvarlegs efnis, og þykir mér ’mikið fyrir því, að ég er búinn að glata því, það hljómaði svo stórkostlega. Ferðafélagi minn heitir Rag- nar og er fróðleiksnáma um kvæði og málshætti. Ég fór með fyrir hann hjartnæma hendingu eftir vin minn: I think that I would rather like To be the saddle of a bike. og þá kom upp úr kafkiu, að til var íslenzk hliðstæða: Ef auðnan mér til ununar eitthvað vildi gera klakkur í söðli Katrínar kysi ég helzt að vera Við erum nú staddir á sveita bæ undir hömrum, hann heitir ^raunsnef og stendur við Norð- urá, eina mestu laxveiðiá lands- ins. Við lögðum af stað klukkan átta í gærmorgun. Bílarnir eru þægilegur, en vegirnir ekki, og við höfðum ekki farið meira en fimmtán kílómetra, þegar far- þegarnir tóku að veikjast. Við bröltum samt áfram og kringum einkennilegan fjörð, sem heitir Hvalfjörður, eftir vegslóða, sem hefði reynzt full erfiður fótgang- andi manni, og fórum fram hjá sögustöðum, t. d. eyju, þaðan sem kona sakamanns nokkurs flýði undan óvinum sínum með því að synda til lands með börn sín á bakinu, og bæ nokkrum, þar sem 17. aldar klerkurinn Hallgrímur Pétursson orti fræga passíu sálma og dó úr holdsveiki, unz við námum staðar inni í litlu veitingahúsi til að fá okkur kaffi Inni var fult af lélegum olíumál- verkum, en fyrir utan var tæp- lega hægt að þverfóta fyrir grút- skítugum hænsnum. Á síðustu árum hefur risið hér skóli ís- lenzkra málara, og verk þeirra hanga upi í veitingahúsum, skóla húsum og opinberum bygging- um. Ég hef séð nokkur manns- höfuð eftir Kjarval, og líkar prýðilega, og mynd, sem bóndi nokkur málaði af móður sinni. En Cézanne hefur ekki haft holl áhrif á þá. Ég verð að geta þess, að ég sá líka tvo erni. Þeir sýnd- ust allt of þungir til að geta flogið. Sauðárkróki. Frammi í bílnum sátu hinir útvöldu, þeira á meðal óskaplega ferleg kona í tígrisdýrsskínnfeldi En aftur í, þar sem hristingurinn hossið og skakið var verst, sátum vér. Fyrir framan mig sat maður með glæpamanns andlit o g grænn í framan, en við hliðina á mér annar, sem var nauðalíkur Thomas Hardy. Svo var farið að syngjn. Tvö algengustu sönglög á íslandi (Hliðin mín fríða og Eldgamla ísafold) eru okkur ekki ókunnug, við notum þau nefnilega við kvæðin Integar vitae og God Save the King. Rag nar hafði fyrirtaks baritónrödd og kunni fleiri lög og var vissari en hinir, svo að hann var for- söngvari, en ég fálmaði eftir bassanum og fann hann stund- um. Eitt langt kvæði var sungið, um einhvern Malakoff, sem mér skildist að hafi þjórað brenni- vín meira en góðu hófi gegndi. Eitt sinn raknaði hann úr rotinu, þegar læknirinn var að byrja á að kryfja hann. Ég hef eignazt nokkrar gram- mófónsplötur með þjóðlegri ís- lenzkri tónlist, þeirra á meðal er ein furðuleg, sungin af bónda og tveim börnum hans, og æpa þau eins og þau væru í fótbolta- leik. Það* er mjög kostulegt. Sumt af þessari tónlist minnir mig á messu söngl Gyðinga, með skrítilega löngum lokatón. Fjöllin sáust ekki fyrir mistri. Vegavinnumenn gægðust út úr tjöldunum við veginn og bíllinn straukst alt í einu við brúar- grindurnar. Einhver rak hausinn upp í þakið og fólkið æpti af æs- ingu. Thomas Hardy bauð mér í nefið, og það drundi í bílnum þegar ég hnerraði. Nú vorum við að fara gegnum gamalt jökul- öldu svæði, sem líktist of mikið myndunum í landafræðinni til að vera raunverulegt. Hérna fór fram síðasta opinbera aftakan á íslandi, snemma á 19. öld. Svo var öllum í bílnum boðið upp á sælgæti. Klukkan fjögur komum við á Blönduós, og þar áttum við að snæða. Allir kepptust við að komast að náðhúsinu og síðan í matsalinn, og ég var svo heppinn að koma nógu snemma þangað til að fá sæti á stól í staðinn fyr- ir bekk. Fyrst var borinn frara hrísgrjónagrautur með rúsínum og kanel. Ég var svo svangur, að ég hefði getað grátið af hungri. Næst komu stærðar kjötflykki. Enginn getur með réttu kallað íslendinginn matvandan. Mér var starsýnt á stóran mann á móti mér, sem rataði kyrfilega í sig glóðvolgum spikstykkjum, og þá datt mér í hug hetja í sunnudagaskóla-sögu. Aftur var haldið af stað, og við fórum yfir Vatnsskarð. Útsýnir af skarðinu er sagt eitthvert það fallegasta á landinu ,en það var það ekki í dag. Við komum niður að Víðimýri, þar sem stendur elzta kirkja landsins. Þvi miður námum við ekki staðar, og ég sá kirkjnna að eins rétt sem snögg- vast, hún var með torfþaki og húkti þarna eins og lubbaleg gömul rola með bjöllu um háls- inn. Egilsstöðum, 31. júlí. Við komum að Ásbyrgi, sem er sérkennilegt, skeifulagað klet- tabelti er kvað hafa myndazt, þegar Sleipni, hestur Ó,ins, skrik aði fótur. Vegurinn þaðan var svo hryllilegur, að því verður ekki með orðum lýst, minnti helzt á skurð, sem fylltur hefur verið með stórgrýti. Guði er fyr- ir að þakka, að við vorum aðeins fjögur í bílnum, og þó gátum við ekki farið meira en 7 km. á klukkustund. Farið var að bregða birtu, þegar leið okkar lá gegnum allavega sandhóla. Ljós- in voru yndisleg á að horfa. Klukkan tíu að kvöldi komum við að Grímsstöðum (á Fjöllum) og þar fáum við að vera um nótt- ina. Mér varð starsynt á fjöl- skylduna safnazt utan um bónd- ann, þar sem hann hallaði sér upp við bæjarvegginn í rökkrinu og rýndi í dagblaðið, sem við færðum honum. Þarna fengum við kvöldverð og fórum svo að hátta. Um morguninn héldum við enn af stað, og var yfir vörp að fara. Komum að Skjöldólfs stöð- um, og þar var okkur borin mál- tíð, sætsúpa, sem ég vil alls ekki, og heitt hangikjöt, en því get ég rétt með naumindum komið nið- ur. Síðan áfram hingað. Egils- staðir eru eitt af stærstu býlum á Islandi. Hér er heimagrafreitur uppi á dálitlum hól, en annars eru einkagrafreitir ekki lengur leyfðir á Islandi. Ég fór út í fjós að skoða myndarlegan bolakálf, sem er nauðalíkur kunningja mínum, kvikmyndastjóranum Arthur Elton. Að því loknu þurfti ég að skreppa í náðhúsið. Ég varaði mig ekki á dragsúg- um, sem gaus upp um niðurfall- ið, skeinisblaðið fauk upp, en ekki niður, og út um dyrarifu, svo að ég varð að hendast á eftir því, með allt á hælunum út um holt og móa. Reykjavík, 9. ágúst Á sunnudaginn eð var ók ég frá Egilsstöðum niður í Seyðis- fjörð. Var þar enn allmikill snjór í fjöllum. Ég ákvað að halda þar kyrru fyrir, unz Nova kæmi, og fékk inni og hreiðraði um mig í einhverju gamalmennahæli. Hús móðirin háfði ferðazt dálítið og var spjátrungslega ánægð yfir að sjá mig. Samt var hún góð- mennskan sjálf og var sífellt að reyna að gera mér til þægðar með því að búa til pie og frönsk salöt. í póstkortasafninu hennar fann ég kort (með skýringum) af fjöllum á íslandi, og þepsu stal ég, af því að mig langaði svo mik ið til að prenta það, með ferða- sögunni. Heimingur íbúanna lá dauðvona í rúminu, en hinir voru á stjái og heldur undar- legir. Gamall póstur var þar og kona hans, bæði krypplaðir gigt- arsjúklingar; ein kerlingin átti það til að taka æðisköst og vilja rífa í tætlur allan pappír í ver- öldini; (því var nú verr, að hún fékk aldrei slíkt kast á meðan ég var þar^. Drykkjuæðissjúkling- ur var þar og gamall maður með dýrlingsandlit, hann átti eftir einn mánað ólifað (krabbamein) Alla ævi hafði hann verið vinnu- maður hjá bóndaekkju, sem borg aði honum aldrei neitt kaup og lét hann sofa á gólfinu. 1 hvert sinn sem honum áskotnuðust ný föt, sagði hún: „Þetta er of gott handa þér. Hvað hefur þú að gera í svona fínum fötum?“ og fargaði fötunum. Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. Viðtalstími 3—5 eftir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Faateignasalar. Leigja hús. Út. vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21101 ESTIMArES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roof. and Insulated Siding — Repairs Country Orders Atteuded To 632 Slmcoe St. Wlnnlpec, Man. SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk. Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 / Talstmi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœBingur « augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medícal Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœSimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasimi 403 794 C ANADÍAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 WIBCTm JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 883 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Pish Nettina 58 VICTORIA ST. WINNXPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appredated Office Phone 924 782 Rea. Phone 726ÍU Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Houra: 4 p.m. • 6 pjn. and by appointment. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Ungur Ameríkumaður var á meðal farþeganna á Novu. Hann hafði nýlega lokið lagaprófi og var á Evrópureisu. Hann var einn þessara Ameríkumanna, sem lesa allt, ljóð, fornfræði og hagfræði, og taka ekkert eitt fram yfir annað. Þar var og norskur fiskkaupmaður, 24 ára (sýndist vera 19), sem rekur eig- in verzlun og segir, að ekki sé hægt að treysta Islendingum í viðskiptum. Mér leiðast svo ferðalög á sjó, að ég get varla munað nokkurn skapaðan hlut ,sem þar gerist. Nóg var svo sem frjálsræðið um borð, við gátum gengið upp í brúna eftir vild. Skipstjórinn hafði þokkalega framkomu og sagði okkur allt um börnin sín og veikindi þeirra. Hann hefur aðeins einu sini komið í land á íslandi, og það var í þeim erind- um að fá sér bað. Kjörorð hans er: „Ég má ekki spilla ungmeyj- arvexti mínum.“ Minnisstæðast er mér úr ferð- inni hvalveiðistöðin í Tálkna- firði. Ég vildi óska, að ég gæti lýst vel því sem fyrir augun þer, því að hvalur er fallegasta skepna, sem ég hef séð. Hann hefur til að bera bæði töfra lif- andi veru, ægilegur og blíður í senn, og gangfegurð nútímavéla. Sjötíu tonna hvalur lá á renni- brautinni, einna líkastur víðattu- mikilli og virðulegri greifafrú, Framhald á bls. 7 A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur likkiatur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina, Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Phone 23 996 Tfl Notre Dune Ave. Just West of New Matemlty Hoepltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowen, Funeral Deaigns, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 Office 933 58T Reg. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS 4th Floor — Crown Truat Bldg. 364 Main Street WINNTPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eidsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vlB, heldur hita frá aB rjúka út meB reyknum.—SkrlflÖ, stmiÖ til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 5 DR. h. w. tweed 'wJ Tannlœknir ► e 508 TORONTO GENERAL TRUSTS C; BUILDING , | Cor. Portage Ave. og Smith St. | Phone 926 952 WINNIPEG Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CIJNIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON A CO. Chartered Acconntants 505 Confederatlon Life BMg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers • Solicilors Ben C.Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Krlstjansson 500 Canadlan Bank of -----— Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 822 881 Rovatzos Flower Shop * 253 Notre Darae Ave. WINVTPEG MANITOBA Bbs. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Onr Spectaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOÚQUETS fttnttral destGns MUs I. Chrlstte, Proprletreas Formerly with Robinson & Co. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrihutors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Siml 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.