Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. OKTJÓBER, 1951 logtxrg GefiP út hvern fimtudag af THE COLUM3IA PRESS LIMITED 6»5 SARG12NT AVRNUE, WlNNIPfclG. MANITOBA Utanáskríft ritBtjórans: EOITOK UiGBERG, 695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG. MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5 00 um árið—Borgist fyrirfram The "LögberK” is printed and ]>ublished by The Columbía Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipcg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Po«t Office Department, Ottawa Mætti samtakanna eru engin takmörk sett Við, menn og konur af íslenzkum stofni, sem þetta fagra land byggjum, höfum sopið af því biturt seyði, að hafa ekki átt samleið eða samstarf um okkar mestu mál, svo sem um viðhald okkar tignu tungu og annara dýrra menningarerfða; hlutur okkar væri drjúgum betri en hann nú er, ef við hefðum samstilt krafta okkar og gengið óskiptir til verks varðandi viðgang þeirra mála, er við öll unnum, þótt eitt og annað kunni að bera á milli um starfsaðferðir; og víst er um það, að við fögn- um öll yfir því, sem eykur á hróður okkar og manndóm, enhörmum sameiginlega það, sem miður fer. Það er mannlegu eðli samkvæmt, að’fagna dag- renningu og hækkandi sól; þetta á ekki aðeins við í ríki hinnar ytri náttúru, heldur og engu síður í heimi hinna andlegu og menningarlegu viðfangsefna, sem stefna á hærri mið. Vegna þess hve við höfum verið dreifðir, og að ástæðulitlu ósamtaka um okkar meginmál, höfum við talið okkur trú um, að eitt og annað væri ókleift, sem í rauninni var tiltölulega auðgert ef kröftum var stefnt í einn og sama farveg; úr þessu hefir reynsla nokkurra undanfarinna ára svo afdráttarlaust skorið, að ekki verður um vilst. Er það kom á dagskrá, þrátt fyrir hina höfðing- legu gjöf Ásmundar P. Jóhannssonar, að safna tvö hundruð þúsund dollurum til stofnunar kenslustóls í íslenzku og íslenzkri bókvísi við Manitobaháskólann, leit margur maðurinn svo á, að slíkt myndi reynast ó- gerningur, og sennilega hefði málið dáið drottni sínum á því stigi, ef eigi hefðu komið til sögunnar slíkir af- burðamenn sem Dr. P. H. T. Thorlakson og nokkrir aðrir, er hófust handa undir forustu hans um framgang málsins; en þó hefði þetta ekki nægt ef málstaðurinn hefði ekki fundið bergmál í hjörtum íslendinga vestan hafs yfirleitt; það var engu líkara en slíkt bergmál kæmi af sjálfu sér, því svo hefir einingin um málið verið að- dáanleg, að áður en langt um líður verður það komið í örugga höfn, og með því hefir þá rætzt hinn mikli draumur íslenzkra landnema, er lentu við Víðinestang- ann á Gimli fyrir þremur aldarfjórðungum, er grimm- úðugur vetur var í þann veginn að ganga í garð. Alt á að mætast á efsta stað, alt að samhljómnum stefnir, hvern, sem að vann um ævi þar að eilífa lífsbókin nefnir. Þannig mælti hinn djúpskygni skáldspekingur, Einar Benediktsson, fyrir endur og löngu, og væri það sízt úr vegi, að festa sér í minni þessar óviðjafnanlegu ljóðlínur hans. Alt að samhljómnum stefnir; það er markmiðið, sem enginn má missa sjónar á. Eitt hið fegursta, sem hugsast getur í skapgerð einstaklingsins, er hollustan við málefni og menn, því einmitt þar er sjálfan manndóminn að finna; og svip- merkist þjóðir eða þjóðabrot af slíkum trúnaði, verður bjart um nafn þeirra í framtíðinni. Gáfuð, íslenzk kona, sem eigi alls fyrir löngu leit , inn á skrifstofu Lögbergs og mintist á hina væntanlegu, íslenzku fræðsludeild við æðstu mentastofnun þessa fylkis, komst svo að orði: „Mikið hlakka ég til, er deild- in mín, deildin þín og deildin okkar allra, tekur til starfa; þá vakna alveg vafalaust til vitundar mörg þjóðræknis- fræ, er sýnast hafa legið í dái“. Deildin okkar allra; það er aðalatriðið! Mætti samtakanna eru engin takmörk sett. Brezku þingkosningarnar Eins og þegar hefir verið skýrt frá, fara fram kosningar til brezka þingsins þann 25. yfirstandandi mánaðar, og hafa meginflokkarnir þegar birt stefnu- skráratriði; verkamannaflokkurinn, sem Attlee for- sætisráðherra veitir forustu, og setið hefir að völdum í sex ár, telur það fyrsta og æðsta boðorð sitt, að koma í veg fyrir að þriðja veraldarstríðið brjótist út, og að hann sé ávalt fús til samvinnu við þær þjóðir, sem aust- an járntjaldsins búa, geti þær fært alþjóð manna heim sanninn um einlægan friðarvilja, er þeim fram að þessu hafi eigi lánast. Mr. Attlee telur ólíklegt, að flokkur sinn, komist hann til valda á ný, þjóðnýti fyrst um sinn fleiri fyrirtæki, en nú er raun á orðin, en gefi sig frem- ur að raunhæfri endurskipulagningu atvinnuvega og fjármálakerfisins í heild; hann leggur jafnframt áherzlu á það, að eins og nú hagi til, sé ekki viðlit að draga úr útgjöldum til hervarnanna, vegna þess hve þjóðin hafi margvíslegum skyldum að gegna á þeim vettvangi vítt um heim; í þessum efnum ber flokkunum sama sem ekkert á milli. Mr. Churchill skorar, á þjóðina að hrista af sér hlekki sósíalistafargansins, sem kipt hafi fótum undan framtaki einstaklingsins og veikt til muna álit hennar út á við; hann kveðst staðráðinn í, taki hann við völd- um, að ógilda þjóðnýtingu stáliðnaðarins og fá hann sínum fyrri eigendum í hendur; telur hann að sjálfs- Minningarorð Solveig Thompson Solveig Thompson, sem vinir hennar allir þektu sem „Sylvíu“ andaðist að heimili systur sinn- ar 8. júlí þ. á., Mrs. W. T. Reid, Ste. 8, Dawson Court, hér í Win- nipeg, þar sem hún hafði verið síðustu átta vikur ævinnar er lasleiki hennar ágerðist. Hún var enn á bezta skeiði lífs, og eftir því, sem menn gera sér vanalega vonir um, hefði átt að hafa haft mörg ár ólifuð enn, til að njóta vinanna hinna mörgu og skyldmennanna hinna ást- kæru. En svo varð ekki, og þeir sem þektu hana bezt, vinir og ættmenni komu saman til að kveðja 11. júlí, á útfararstofu Bardals hér í bæ, þar sem séra Philip M. Pétursson flutti síð- ustu kveðju- og minningarorð- in. Solveig Thompson var fædd á Gimli, Man. Hún var dóttir þeirra hjóna Gísla M. Thomp- son, sem var ættaður frá Hrúta- firði og Moniku Friðriksdóttur Pétursson. Faðir hennar var eigandi og útgefandi ritsins „Svövu“, sem kom út á árunum 1895—1904 og er nú talið meðal hinna merkilegri rita Vestur- Islendinga frá fyrri árum. Hann gaf einnig út „Bergmálið“. Hann var rithöfundur og skáld, og prýðilega ljóðhagur maður, eins og eftirfarandi kvæði sýnir. Við hvaða tækifæri eða til hvers kvæðið er ort, veit ég ^kki, en systur hinnar látnu hafa valið sér það úr kvæðasafni föður síns og tileinkað það minningu syst- ur sinnar, og er það mjög vel til þess fallið. Það er á þessa léið: „Þess minstu er hin milda sól að morgni gyllir tind, hún glæstan sýnir gullinn stól, sem grætur þína mynd. Ef situr þú við sæinn blá og syrgir, vina mín, þá heyrðu mína hörpu slá og hefja söng til þín. Þó söknuðurinn særi lund og sorgin veki tár, skilnaður varir skamma stund, skjótt líða hrygðar ár. ur. Þær eru: Mrs. W. T. Reid, Mrs. S. Fraser og Margaret. Þær systurnar Mrs. Reid og Margaret Thompson eru nýfluttar vestur að hafi og munu setjast að í Vancouver. Solveig sál., ólst upp á Gimli og gekk þar á skóla og kom svo seinna til Winnipeg. I fjölda mörg ár vann hún hjá Bank of Montreal þangað til fyrir tveim- ur árum. Hún dvaldi um tíma eftir það vestur við haf, en kom síðan aftur til Winnipeg. Þær systurnar Solveig og Margaret bjuggu saman, en svo flutti Sol- veig til systur sinnar, Mrs. Reid fyrir átta vikum, er lasleiki hennar ágerðist, og þar kvaddi hún þetta líf, eins og áður er minst, sunnudaginn, 8. júlí. Hennar er saknað af öllum vinunum mörgu, og hennar mörgu ágætu eiginleika verður lengi minst í anda kærleika og trygðar. Söknuðurinn er mikill, en huggunar hugsun er þó að finna, í orðum föður hennar, í kvæðinu sem birtist hér að ofan, og geta þau verið nú efst I í huga allra, sem elskuðu hana mest: Þó söknuðurinn særi lund, og sorgir veki tár, skilnaður varir skamma stund, skjótt líða hrygðar ár. Vinirnir kveðja hana í kær- leika og biðja þess að Guð megi blessa hana og minningu hennar um alla eilífð. ___*____ ^ MINNISNGARORÐ: Solveig Thompson (Fyrir hönd systkynanna) í stofunni litlu við lékum öll, — „oft lítið er ungs manns gaman“ — og stofan var okkur sem háreist höll; við hlógum og grétum þar saman. Við sáum fyrst ljósið og lífið þar, við lærðum þar fyrstu sporin. Þar heimiliseiningin okkur var sem ylgeislar blómi á vorin. Þar áttum við samskonar einkamál .... Ef örlögum ræður nokkur, þá var eins og eina og sömu sál í sameining gæfi hann okkur. Og víst er það, hvað sem á daga dreif; með dæmum það yrði sannað — „Við lögðumst altaf á sömu sveif“ í samrými hvert við annað. Því syngjum við þetta saknaðs mál, því seinka og þyngjast sporin að partur af okkar eigin sál finst okkur í burtu skorinn. Fagnaðar stundin færist nær, þá fundum saman ber. Sú vonarstjarna skín mér skær í skugga lífsins hér. í glaumi heims ei gleymdu mér — mér geymist minning þín — það vera skal, er héðan hverf in hinsta blessun mín. Svo kveð ég það, sem kærst er mér með kossi á skilnaðsstund. En þanri, sem hrygð í hjarta ber mun hugga drottins mund“. Föðursystir átti hin látna hér vestan hafs, Mrs. W. Hutchinson, á Birds’ Hill, Man. og móður- systir á íslandi, Þóru, sem er móðir Árna Eylands. Systkini hennar eru einn bróðir, Pétur, sem býr á Gimli, og þrjár syst- Því nú ert þú sofnuð, systic kær: þú sefur í helgum friði. Við færumst þér daglega feti nær: við finnumst á hærra sviði. Sig. Júl. Jóhannesson Eysteinn Jónsson, fjórmólaróðherra farinn vesfrur Fjármálaráðherra, Eysteinn Jónsson, fór í gærkvöldi áleiðis til Washington- til viðræðna við Alþjóðabankann. I för með hon- um er dr. Benjamín Eiríksson, ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem tekur þátt í viðræðum þessum ásamt þeim Jóni Árnasyni, bankastjóra, og Thor Thors, sendiherra. —TIMINN, *20. sept virðingu þjóðarinnar stafi hætta af fálmi sósíalista, sem auðsjáanlega hafi ekki annað markmið en það, að hanga við völd í sem lengstu lög, hvernig svo sem kaupin gerist á eyrinni. Þótt Mr. Churchill sé nú nálega sjötíu og sjö ára að aldri, er hann sami járnkarlinn sem fyr, og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. 97 sprengjur fundar hér og gerðar óvirkar í sumar Þar af fundust 84 í pakkhúsi Eimskipafélagsins. — Sprengjur fundnar í nánd við sumarbústiði Ég hefi gert óvirkar 97 sprengjur í sumar síðan í maí, sagði Þorkell Steinsson, sem hefir þetta með hönd- um, við tíðindamenn blaðs- ins í gærkvöldi. Langflestar þessara sprengna hafa verið virkar og í húsum eða fund- izt við mannabústiði. Ég er alltaf við og við kvaddur til að eyðileggja sprengjur sem finnast, sagði Þorkell ennfrem- ur. Síðast í dag var ég að gera eina óvirka austur á Mosfells- heiði. 84 sprengjur í pakkhúsi. Ef kassinn hefði orðið fyrir miklu hnjaski eða kviknað í hús- inu, má búast við að allar sprengjurnar hefðu sprungið og það haft ófyrirsjáanlegar og skelfilegar afleiðingar. Sprengjur við sumarbústaði- Aðrar sprengjur hafa fundizt hér og hvar, segir Þorkell, en flestar í nánd við fyrrverandi bækistöðvar hermanna á stríðs- árunum. Hafa sprengjur fund- izt á Mosfellsheiði, suður við Kleifarvatn og Krísuvík, á Sel- tjarnarnesi, uppi á Geithálsi og tvær í Borgarnesi. Nálægt sum- arbústað á Rjúpnahæð fannst og sprengja, en hún var óvirk. Önn- ur sprengja fannst hjá sumar- bústað við Hamrahlíð við Lága- fell, og reyndist hún virk. Þetta er óvenjulega há sprengjutala, sem fundizt hefir, en þar veldur mestu um, að í vor fundu starfsmenn Eimskipa- félags Islands á lofti í vöru- geymsluhúsi félagsins við höfn- ina kassa, sem þar hafði legið all lengi og hafði kynlegan varning að geyma. Grunaði þá, að um sprengjur væri að ræða og var Þorkatli gert aðvart. Þegar hann kom á vettvang, sá hann þegar, að hér voru sprengjur. — Reyndust vera í kassanum 84 handsprehgjur allar virkar, og gerði ha»n þær óvirkar. Mikla mildi má kalla, að hér skyldi ekki hljótast hið mesta slys af. Fólk varar sig beiur, Að svo blessunarlega hefir tekizt til upp á síðkastið, að ekki hafa hlotizt slys af þessum sprengjum telur Þorkell stafa af því, að fólk er farið að fara var- legar. Gætir það yfirleitt þess, að snerta ekki þessa smáhluti, sem það finnur og telur að geti verið sprengjur, heldur gerir að- vart og eru þær þá eyðilagðar. En raunar er það aldrei of oft brýnt fyrir fólki að fara varlega í þessum efnum, því að enginn veit, hvenær sprengjurnar eru virkar eða ekki. —TÍMINN, 20. sept. SMART SHORT HAIR FASHIONS Combined With ‘Amazing New VITAMIZED FLUID COLD WAVE 1 Regular $10.00. Now Half Price $5 .00 OIL MACHINELESS PERMANENTS Now $47S Open Wednesdays the Year 'Round Evenings by Appointment WILLA ANDERSON WILL LOOK AFTER YOU She Is Efficient and Artistic Gliey Jíedo-y BEAUTY SALON 206 TIME BUILDING, 333 Portage Ave. P H O Kl F Q?4 137 Corner Hargrave 1 1 11 ^ ■ «>' Líttu ó! Þetta er fallegur kjóll! Glöggskygn móðir og dótt- ir, sem skilur tízkufegurð— eru í sjöunda himni vegna innkaupa samkvæmt EATON’S Haust og vetrar Verðskrá ST. EATON C°u-™. “The Rtore for Young Canada” WINNIPEG CANADA ['M EATON’S WAIt 0R0ER CFFICl SERVICE if there is one in or near your town. You reteive prompt, tourteous cttention, wiiether you pluce your order in person or hy telephone.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.