Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. OKT(ÓBER, 1951 Úr borg og bygð Nokkuð er liðið síðan lúterska kirkjuþingið var haldið að Lundar í sumar, en sízt hefir söfnuðurinn gleymt hinni afar almennu og rausnarlegu hjálp, er veitt var til að gjöra þingið sem ánægjulegast. Fjárframlög, veitingar og vinna var allt svo fúslega í té látið, og mikið og þarft var starf Vigfúsar Gutt- ormssonar við sönginn. Fyrir allt þetta viljum við þakka af alúð og kærleika. Safnaðarnefndin. ☆ Skírnarveizla. Á sunnudaginn skírði séra Sigurður Ólafsson son þeirra, Mr. og Mrs. Edward Jefferson, Selkirk, Man., og var honum gefið nafnið, William Edward. Meðal gesta voru ömmur hans, Mrs. Sigþóra Tómasson frá Hecla, Man. og Mrs. Georgiana Jefferson, Selkirk. Mrs. Tómas- son hélt heimleiðis daginn eftir. ☆ Oddbjörn Magnússon lést að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, Mr. og Mrs. Ben Baldwin að Asa Court aðfaranótt mánu- dagsins, 1. október. Hann var fæddur að Síðu í Refasveit í Húnavatnssýslu 19. febrúar 1861 sonur Magnúsar Jónssonar bónda þar og konu hans Gróu Jónsdóttur. Hann fluttist vestur um haf ásamt konu sinni Guð- björgu Jónasdóttur frá Tindum, árið 1888 og áttu þau heima hér í borg ávalt síðan. Guðbjörg dó árið 1916. Þau eignuðust fjögur börn, en aðeins Sigríður, Mrs. Baldwin, lifir föður sinn. Jarðarför þessa aldraða heið- ursmanns fór fram í Fyrstu lút. kirkju á miðvikudaginn 3. okt. The Women’s Alliance of the Icelandic Lutheran Church will hold an evening meeting in the church parlours at 8.15 p. m. Thursday, October 11. A very in- teresting film will be shown. Members, you will not want to miss this meeting. ☆ Þann 25. september síðastlið- inn lézt frú Anna Sigurðsson, kona Jóns Sigurðssonar frá Sel- kirk, að heimili dóttur sinnar, Mrs. A. B. Sigurðsson 536 Camden Place hér í borginni, 89 ára að aldri. Útför þessarar mætu konu fór fram frá lútersku kirkjunni í Selkirk. Séra Sigurður Ólafsson flutti hin hinstu kveðjumál. ☆ Á fundi, sem haldinn var að Gimli Hotel 26. september, var framkvæmdarnefnd kosin fyrir Gimli Kinsmen Club. Þessir eiga sæti í nefndinni: forseti, Eric Stefanson; varaforseti, B. V. Árnason; skrifari, S. J. Green- berg; féhirðir, Doug Smith; Art Washburn, Frank Árnason, Vic Torfason, Verne Benedictson og W. M. Dryden. ☆ Frú Jóhanna Thordarson, 155 Canora Street hér í borg, sem átti 87 ára afmæli í maímánuði síðastliðnum, er nýkomin heim eftir þriggja mánaða dvöl hjá tengdasyni sínum og dóttur, þeim Mr. og Mrs. Harold Weinke í Detroit, Mich. Frú Jóhanna kom flugleiðis að sunnan, og var þetta hennar fyrsta flugferð. ☆ A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter I.O.D.E. will be held at Headquarters in the Winnipeg Auditorium on Friday Evening, October 5th, at 8 o’clock. Skandinavar! Ef þér eigið vini á íslandi, í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð, þá skuluð þér kaupa þeim nýjan kæliskáp eða þvottavél á Maytag sölu. Við höfum tegundir við allra hæfi. Sérstök senðing fer frá New York þann 1. október 1951. Gjöf frá yður ætti að vera innifalin! Þessir nauðsynjamunir kosta minna, en samanlagt verð slíkra erlendra tegunda í heimalandinu. Maytag Sales & Service Company 16 N. 4TH 3T„ GRAND FORKS, NORTH DAKOTA — SlMI 45377 Stage of Maturity in Harvesting Malting Barley • In order to produce top quality malting barley and secure the maximum price and premium, the crop must bf harvested at the proper stage of maturity. One of the requirements in malting barley is high starch con-. tent. To secure this, the grain must be allowed to fully mature. It would appear that nature develops more starch in the seed at the later stages of maturity. There- fore, to obtain high quality, the crop must be allowed to become de'ad ripe before harvesting or swathing. This is not as simple as it would appear. The ripe barley is very subject to “necking” and breaking. If the weather is dry and hot, a windy day or a heavy rain may cause considerable loss. If the field is uneven it may result in an uneven crop with some ripe and some green patches. A great deal of the success in producing malting barley will depend on the grower’s ability to weigh the possibilities of loss with the increased price. For further information, write to Barley Im- provement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg. Thirteenth of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-294 Skeyti barst frá ungfrú Thoru Ásgeirson, píanóleikara, á þriðju daginn þess efnis, að hún væri komin heilu og höldnu til Parísar. ☆ Mr. Grettir L. Jóhannsson ræðismaður og frú, komu heim á mánudaginn úr hálfrarannarar viku ferðalagi suður um Banda- ríki. ☆ Hinn kunni óg vinsæli læknir, Kristján J. Austman, biður þess getið, að sökum ofhleðslu starfa, hafi hann fundið sig knúðan til að leggja niður með öllu læknis- störf sín sem augna, eyrna og kverka sérfræðingur og gefi sig nú eingöngu að heilsumálefnum hermanna við Deer Lodge spítal- ann; hann hefir fengið Dr. H. J. Scott í hendur öll sérfræðitæki sín og forskriftaskjöl, en Dr. Scott starfar í sömu læknastofu í Medical Arts byggingunni; er hann viðurkendur sérfræðingur í áminstum sjúkdómum, og fjölda Islendinga að góðu kunn- ur vegna skyldurækni sinnar og góðra hæfileika; hann er giftur konu af íslenzkum ættum. ☆ Síðastliðinn föstudag lézt að Hnausa, Man., Björg Johnson, 93 ára að aldri; hún lætur eftir sig tvo sonu, Lauga og Sam, og eina dóttur, Mrs. Joe Peterson, og mikinn fjölda annana afkom- enda. Húskveðja var haldin á heimili fyrrnefnds sonar henn- ar á mánudaginn, en hin hinstu kveðjumál fóru fram í kirkju Breiðuvíku r-safnaðar við Hnausa. ☆ Séra Philip M. Pétursson, sem hefir átt sæti í skólaráði Winni- pegborgar í 9 ár eða síðan 1949 við ágætan orðstír og sívaxandi fylgi, hefir nú tilkynt að hann muni ekki gefa kost á sér í skóla- ráðið við kosningarnar, sem nú fara í hönd. ☆ Sagt er að mikill fiskur sé nú á Norður-Winnipegvatni, en svo mikið rok hefir verið á vatninu að ekki hefir ávalt tekist að ná fiskinum úr netunum óskemmd- um. 1 fyrri viku var aðeins hægt að vitja um netin í tvo daga. Aftur á móti hefir verið lítið um fisk á suður-vatninu, en er nú dálítið að aukast, að því er síðustu fréttir herma. ☆ Sýning 19. og 20. aldarbúning- anna á te-samkomu Jon Sigurd- son I.O.D.E. félagsins á laugar- daginn vakti mikla athygli, og gestir höfðu mikla skemtun af að sjá hve búningar kvenna hafa tekið miklum breytingum á hverju tímabili. Mrs. E. W. Perry, sem sjálf var klædd svörtum silkikjól frá 19. öld, skýrði frá tímabili og sérkenn- um hvers búnings um leið og stúlkurnar gengu í kring og sýndu þá, og Miss Gloria Sívert- son lék samtímis viðeigandi lög á píanóið. ☆ Mrs. Jónatan Helgason frá Prince Rupert, B.C. kom nýlega í heimsókn til vina og venzla- fólks í Nýja-íslandi og Winni- peg. Hún segir að íslendingum í Prince Rupret líði ágætlega ög j þeim, sem stunda fiskiveiðar þar hafi gengið vel í sumar og haust. j Mrs. Helgason dvelur nú hjá syni sínum og tengdadóttur Mr. | og Mrs. S. Helgason, 698 Ebbv Street. Hún fer heim í lok næsta ! mánaðar. ☆ The Ryerson Press, Toronto, hefir sent blaðinu eintak af skáldsögunni Tanya eftir Mrs. Kristine Benson Kristofferson, ' Gimli, Man. Þetta er fyrsta bók t þessa unga íslenzka höfundar; 1 sagan gerist í smábyggð norðar-1 lega á bökkum Winnipegvatns. Lögberg mun minnast ýtarlega á þessa bók seinna. Hún verður til sölu í bókabúðunum þann 15. j þessa mánaðar. Marga mun fýsa að lesa þessa sögu, ekki sízt þa, sem kunnugir eru umhverfinu þar sem sagan gerist. Mr. Elías Elíasson trésmíða- meistari frá Vancouver, sem dvalið hefir hér um slóðir í þriggja mánaðatíma, lagði af stað heimleiðis síðastliðinn föstu dag. ☆ Dánarfregn Öldungurinn Ásgeir Guðjóns- son, tæplega 98 ára gamall, and- aðist að heimili Boga Péturs- sonar dóttursonar síns, að Wyn- yard, 25. sept. s.l. Foreldrar hans voru. Ásgeir Guðjónsson og Sigurveig Jónsdóttir, er bjuggu á Granastöðum í Þingeyjar- sýslu. Ásgeir kom til Garðar, N. Dak. 1881 og giftist Sigríði Árnadóttur fjórum árum síðar. Þau hjónin komu til Wynyard bygðar árið 1905, þar sem hinn látni átti heima til dauðadags. Tveir synir, Ingólfur og Alfred, lifa föður sinn og einnig tíu barnabörn. Þessi fimm systkini Ásgeirs heit. eru á lífi: Hannes, Halldóra, Bóthildur, Halldór og Sigrún. Útförin fór fram frá Sam- bandskirkjunni í Wynyard þ. 28. þ. m., að fjölmenni viðstöddu Séra Skúli Sigurgeirsson jarð- söng. ☆ DRAMA GROUP TO PRESENT "PRIVATE LIVES" The Winnipeg Little Theatre opens the 1951-52 Season with Noel Coward’s brilliant comedy “PRIVATE LIVES” at the Play- house Theatre on Friday and Saturday, October 12th and 13th. The play will be directed by Peggy Green, who won the award for the best actress in the Manitoba tests for the Dominion Drama Festival last year. Lead roles in “PRIVATE LIVES” will be taken by Marta Kettle and Bill Walker. Tickets will go on sale Octo- ber 4th at the Celebrity Box Office, Edmonton Street. ☆ Matreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til söiu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bælfur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar |1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. LADIES WRITE Canadian Sewing Machine Co. $ SAVE $10.00 $ "Poriable Electric" REBUILT SINGER SEWING MACHINE Guaranteed for Five Years ONLY $59.50 New Sew Light—New 5 Speed Control — New Motor — New Carrying Case — Rebuilt by our own Experts with CANADIAN SEWING PARTS These machines sold only on home demonstration to ensure complete satisfaction. F R E E — Home demonstration entirely without obligation. At present within 200 miles of Win- nipeg only. ' COUPON WORTH $10.00 | MAIL TODAY Name Address CANADIAN Sewing Machine Co. Ltd. 218 BANNATYNE AVE. Phone 933 481 Winnipeg MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn, 7. október. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir! S. Ólafsson ☆ Gimli Lutheran Parish Harold Sigmar, Pastor October 7, 1951 9 A.M. Betel. 11 A.M. Sunday School. 12 Noon Young People’s Bible Class. 2 P.M. Arborg (Confirmation and Communion). 7 P.M. Gimli Thanks giving Service. 8:30 P.M. Youth Rally at the Gimli T h e a t r e. Everyone invited—young and old. Pro- gram will include a talk by N. O. Bardal of Winnipeg and showing of the movie, “For Good or For Evil.” GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstoía meS þeim full- komnasta útbúnaSi, sem völ er á, annast virSulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Direcíor Phone—Business 32 Residence 59 Surtshellir Framhald af bls. 7 Lögðust þeir allir í röð á lágar- barminn og stungu vopnum sín- um niður í kringum sig, og dregur lágin nafn af þeim sið þeirra. Daginn eftir hrundu þeir fénu niður um gat það hið mikla, sem er á hellisþakinu. Þótti þeim fljótlegra að aflífa það þannig en skera hverja kind. Seinast voru þeir sviknir í tryggðum af bóndasyni frá Kalmannstungu. Náðu bændur vopnum þeirra meðan þeir sváfu við lágina og vógu síðan að þeim. (Eggert Ólafsson segir að lágin heiti Umsátur). Hellismenn flýðu þar sem þeir voru vopnlausir, en voru drepnir á flóttanum, þar sem þeir náðust. Getur sagan nafna 14 manna og örnefna, er dregin sé af því hvar þeir voru vegnir: Þorvaldshál, Geiraldar- gnípa norður á Arnarvatnsheiði, Atlalækur, Ásgeirsbrunnur, Þið- rikstjörn, Þórishóll, Böðvars- haugur á Tvídægru, Vilmundar- steinn fyrir utan Húsafell, Gunnlaugshöfði við Hvítá, Sveinsstígur, Þormóðslækur fyr ir ofan Hallkelsstaði, Kráks- skarð fyrir utan Hallkelsstaði, Gíslabrekkur og Mundaflöt fyr- ir framan Haukagil. Einn komst undan á handahlaupum, Eiríkur að nafni. Hann komst upp á gnípu í' norðanverðum Eiríks- jökli og er gnípan og jökullinn við hann kend síðan. Þrír hafa þá fallið heima við lágina og eru þar nefndir Fjögramaki og Valnastakkur, er gert hafði sér brynju úr sauðarvölum. í Sturlungu er getið um hell- irinn. Þangað lét Sturla Sig- hvatsson flytja Órækju frænda sinn og meiða hann árið 1236. En þar er hellirinn kallaður Surtur, og er það sennilega rétt- nefni. Eggert Ólafsson segir að menn þori ekki að koma ínn í hellir- inn af ótta við að mæta aftur- göngum Hellismanna og öðrum draugum. En hann skoðaði hell- irinn og hefir lýst honum all- ítarlega. Og nú eru menn ekki ragir við að fara í Surtshelli- Þangað fer fjöldi fólks á hverju sumri sér til skemtunar. —Lesbók Mbl. ^>oc=z=>oc INKÖLUNAR-MENN LÖGBERGS Anderson, Mr. O.... Baldur, Manitoba Cypress River, Manitoba Glenboro, Manitoba Bardal, Miss Pauline...Minneota, Minnesota Ivanhhoe, Minnesota Einarson, Mr. M............ Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S..Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Víðir, Manitoba Goodmundson, Mrs....... Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J......................Morden, Manitoba Gislason, G. F. Churchbridge, Saskatchewan , Bredenbury, Sask. Grimson, Mr. H. B.......Akra, North Dakota Crystal, N. D. Edinburg, N. D. Gardar, N. D. Hallson, N. D. Hensel, N. D. Mountana, N. D. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Kardal, Mr. O. N.....................Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Manitoba Winnipeg Beach, Manitoba Lindal, Mr. D. J....................Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. 0..... 5973 Sherbrook Street, Vancouver, B. C. Middall, J. J........... 6522 Dibble, N. W. Seattle, Washington Olafson, Mr. J.........Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A. R. F. D. No. 1 Blaine, Washington Bellingham.Wash. Sigurdson, Mr. J..... Backoo, North Dakota Cavalier, North Dakota Valdimarson, Mr. J......Langruth, Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.