Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1951 Jöklarnir búa yfir ógnarkrafti Þessi líff þekkfu svæði landsins skuiu nú könnuð ViSíal við Jón Eyþórsson um Jöklarannsóknafél. 22 NÓVEMBER síðastliðinn var stofnað hér svokallað. jöklarann sóknafélag, sem hefur það verk- efni að vinna að rannsóknum á islenzkum jöklum. En jöklarnir taka sem kunnugt er yfir mik- inn hluta landsins og hafa fram til þessa verið lítt kannaðir. Rannsóknir á jöklum eru mikils verðar bæði vegna þess að þeir eru vatnsforðabúr fyrir fljót, sem ef til vill verða síðar virkj- uð, af þeim má sjá verðurfars- breytingar og þá má nefna ekki hvað síst, að reynzlan hefur sýnt að slys geta orðið uppi á jöklum og er þá nauðsynlegt að þekkja jöklanna og kunna að ferðast á þ^im. Félagið hefur unnið vel fyrsta starfsárið. Meðlimir í því munu vera talsvert á annað hundrað manns, en þó félagið sé ungt og hafi enn lítið fjárhagslegt bol- magn, hefur því tekist á ótrú- lega skömmum tíma að reisa tvo rannsóknaskála, annan í Esju- fjöllum og hinn á sandinum fyr- ir framan Breiðamerkurjökul. Jöklarannsóknir eru fjölþættar Fréttamaður Mbl. sneri sér fyrir nokkru til Jóns Eyþórsson- ar, sem er í stjórnarnefnd félags ins og spurði hann í hverju jökl- arannsóknir væru fólgnar. — Það er erfitt að svara því í stuttu máli, því að jöklarann- sóknir eru mjög fjölþættar. — — T.d. eru jöklarannsóknir fólgnar í því að fylgjast með breytingum, sem verða á út- breiðslu skriðjökla, en eins og kunnugt er, ganga skriðjöklar fram og styttast til skiptis og er enginn vafi á, að þessar breyt- ingar endurspegla veðurfarið all nákvæmlega. — Hafa skriðjöklar þá yfir- leitt dregist saman á hitaskeiði síðustu ára? — Já, yfirleitt hafa þeir tals- vert minnkað á síðustu 20 árum. Annars vitum við með vissu, að á því tímabili, sem hefur verið okkur einna erfiðast, á 18. öld gengu jöklar stórlega fram alls- staðar hér á landi. Skriðjöklar lögðu bæi í eyði á 18. öld. — Getið þér nefnt nokkur dæmi þess? — T. d. lukti Breiðamerkur- jökull og Fjallsárjökull þá um Breiðamerkurfjall og lögðu bæi þar í eyði svo sem Breiðá og Fjöll. Sennilega hefur Hagavatn og myndast um 1700 með því að jökullinn gekk fram og stíflaði fyrir útrásina. Stóð svo þar til jökullinn var orðinn svo þunnur 1929 að Hagavatn braust fram í stórkostlegu hlaupi og þeyttist fram af fjallsbrúninni í mikil- úðlegum fossi, sem kallaðist Leynifoss. Nú hefur jölpillinn enn þynnst og vatnið brotið sér leið gegnum lægra skarð. Leyni- foss er því þurr, en meðan hann var við líði, var hann eitt glögg- asta dæmið upp á það, að óvíða finnast aðrar eins hamfarir í náttúrunni eins og við jöklana. í jöklum og eldgosum greinum við best þann ógnarkraft, sem landið okkar geymir og því hlýt ur áhugi okkar að beinast að þeim, enda þótt rannsóknirnar séu bundnar erfiðleikum og hættum. — Er hugsanlegt að þeir bæir, sem jöklar hafa lagt í eyði kom- ist aftur í byggð? — Þessu er ekki hægt að svara ákveðið, því að fleiri at- riði en jöklarnir koma þar til greina. En það má t. d. benda á, að staðurinn, sem Breiða hefur staðið á er á ný kominn undan jökli, en lítill jarðvegur er þar eftir. Annars er landareignin ennþá til og á Breiðarfjörum er góður reki. Sama gildir um ým- sar jarðir sem fóru í eyði fyrir 1 7 0 0 í N - ísafjarðarsýslu o g Strandasýslu fyrir ágang Drangajökuls. Skriðjökiar hafa minkað síðuslu luttugu ár. — Hefur gefist tækifæri til að rannsaka, hve mikið skriðjöklar hafa gengið saman síðustu ár? , — Um síðustu 20 ár hefur ver- ið fylgst árlega með breytingum margra skriðjökla hér á landi og hafa þeir yfirleitt farið ört minnkandi og er nú svo komið að jöklarnir eru áreiðanlegg minni en þe'ir hafa nokkru sinni verið um 250-300 ára skeið. Þetta sýnir glöggar, en flest ann að, að hlýviðrisskeið hefur verið hér undanfarin ár. Síðustu tvö ár hefur þess hinsvegar orðið vart á stöku stað að skriðjöklar gangi aftur fram. T. d. gekk austurhorn Breiðamerkurjökuls fram um 40 metra 1949 - 1950._ Eftir er að sjá, hvort sú þróun heldur áfram. „Búskapur" Jöklanna — Þá er eitt þýðingarmesta svið jöklarannsóknanna að at- huga hlutfallið milli snjókom- unnar að vetrinum og leysing- anna á sumrum. Hefur þetta stundum verið kallað „búskap- ur“ jöklanna. Til þess að fylgj- ast með snjókomu sumarsins eru reknar niður snjóstikur frá jökuljaðri og upp á hájökul. Á stikunum er mælikvarði sem sýnir, hvað mikill snjór safnast að þeim að vetrinum og hve' mikið hann sjatnar að sumrinu. 1 nánu sambandi við „búskap“ jöklanna er vatnsmagnið sem frá þeim kemur að sumrinu. Rannsóknir þessar hafa því mik la þýðinu hvað við kemur virkj- unum fallvatna. Flestar stórár hér á landi eru komnar frá jökl- um. Sum þessara fljóta verða vissulega virkjuð í framtíðinni og væri þegar þar að kemur mikilsvirði að hafa í höndunum skýrslur um „búskap“ jöklanna á undanförnum árum. Slíkar rannsóknar hafa lengi haft mikla þýðingu fyrir vatns- virkjanir í Alpafjöllum. Þar eru fallvötn flest fullvirkjuð og ekki sist þau fljót, sem koma úr skrið jöklum. Enda hefur þar verið vagga jökulfræðinnar, nauðsyn veldur þvi að ákaflega mikil ÞETTA ER YÐAR LAND V Verið viðbúin að veita viðtöku tækifærunum, sem nú bjóðast. • Canada spariveðbréf eru trygg, og leiðin auðveld til sparnaðar. • Þér getið greitt þau út í hönd eða gegn afborgunum. • Þér getið keypt þau í bðnkum, hjá veðbréfasaja, eða gegn frádrætti af launum yðar. • Þau eru eins trygg og Canada í heild, og þér getið fengið þau endurgreidd með vöxtum nær sem vera vill. AUKIÐ SPARIFÉ YÐAR MEÐ CANADA SAVINGS BONDS 6. útboð — betri kjör — Verðbréf nú til sölu ÓSKAR J. ÞORLÁKSSON: ------ Trúaruppeldi og kristindómsfræðsla FÁAR MYNDIR úr lífi Jesú eru okkur minnisstæðari en sú mynd, þar sem hann er í hópi barnanna og leggur hendur yfir þau og blessar þau, og um fá ummæli þykir okkur vænna en einmitt um ummæli hans um börnin, þar sem hann segir: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið“. (Mark. 10.14.). Þessi orð Frelsarans sjálfs hafa orðið kristnum mönnum sterk hvöt, til þess að ala börn- in upp í kristilegum anda, svo að þau gætu orðið fyrir sem mestum áhrifum frá honum. Þetta byggist á þeirri sann- færingu, að, í fagnaðarerindi Jesú felist lykillinn að lífsgæfu mannanna og það guðstraust og sú kærleiksþjónusta, sem ein- kenndi líf Jesú, sé grundvöllur lífsins. í augum Jesú var hver manns- sál óendanlega dýrmæt, svo dýr- mæt, að hún var meira virði en allur heimurinn, og sjálfur dó hann á krossi, til þess að vér skyldum erfa lífið. Trúaruppeldi og kristindóms- fræðsla eru því veigamiklir þættir hins kristna félagslífs. En hvernig fáum við bezt leitt æsk- una til Krists? Það er hið mikla og vandasama verkefni, sem bíð- ur hverrar kynslóðar. Öll þráum við að æskan verði aðnjótandi blessunar og ham- ingju lífsins, en menn greinir oft á um leiðirnar að þessu marki. „Jesús Kristur er vegur- inn, sannleikurinn og lífið“. (Jóh. 14.6). Og því ætti æskunni hvergi að vera betur borgið en undir áhrifum hans og í sam- félaginu við hann. Þegar við tilheyrum kristinni kirkju, þá er það fákn þess, að við viljum efla kristileg áhrif í þjóðlífinu. Foreldrar, sem láta skíra börn sín, hafa um leið tek- ið á sig þær skyldur að ala þau upp í kristilegum anda og fræða þau um meginatriði kristindóms ins eftir beztu getu. Til þess að kristilegt uppeldi þjóðarinnar megi vel takast, þá þurfa heimili, skóli og kirkja að hafa sem bezta samvinnu í þess- um efnum. Heimilin hafa merkilegt hlut- verk að rælcja í sambandi við trúaruppeldi barnanna meðan þau eru ung, og það má sízt af öllu vanrækja. Foreldrar og ást- vinir barnanna eiga traust þeirra óskipt og þá er mikilsvert að reynt sé að glæða trúareinlægni þeirra, leiða þau til Jesú og skapa hjá þeim lotningu og virð- ingu fyrir helgiathöfnum trúar- innar. Það er gömul og góð venja að kenna börnunum vers og bænir . þegar þau eru ung, kenna þeim stund hefur verið lögð þar á þá fræðigrein. Einn þáttur jöklarannsókn- anna er athugun á hreyfingu jöklanna. íslendingar hafa snemma áttað sig á því að jökl- arnir síga stöðugt og renna til og er því orðið „skriðjökull“ í málinu. En í engu öðru tungu- mál er greint orðfræðilega á milli skriðjökuls og hájökuls. Jöklar geta stundum hlaupið mjög skyndilega fram. T. d. hljóp jökull í Leirufirði í Jökul- fjörðum fram um mörg hundr- uð m. 1939. Slíkar snöggar breyt ingar hafa löngum vakið athygli manna og eitthvert elsta rit sem til er um hreyfingu jökla er rit- að á 17. öld af Þórði Vídalín sem var bóndi austur í Lóni. Hvernig hreyfisi gaddharður ísinn. — Hvernig er þessari -hreyf- ingu jökla varið? Brotnar ísinn ekki í mjel, þegar hann færist áfram með svo miklum hraða? — Nei, og hér er komið að einu erfiðasta viðfangsefni jökla fræðinnar, sem engin lausn hef- ur enn fengist á. Gaddharður jökulísinn getur liðast og skriðið áfram án þess að brotna veru- lega. Margir skriðjöklar hér á landi munu hreyfast um allt að 600 m. á ári. Um eðli jökulsins eru enn ákaflega skiptar skoð- anir. Sveinn Pálsson læknir var meðal þeirra fyrstu sem settu fram kenninguna um að ísinn sé seigfljótandi efni. Aðrir á- líta að hreyfingin verði í innri gerð íssins og að ískrystallarnir eigi mestan þátt í hreyfingunni. En víst er að þarna gefst mikil- vægt rannsóknarefni fyrir jökla- fræðinga. Nauðsyn farartækis til jökla- ferða. — Eru nú ekki sköpuð dágóð skilyrði til jöklarannsókna með- rannsóknarskálum þeim, sem komið hefur verið upp við Breið merkurjökul? — Það er stórt spor fram á við, svarar Jón. Þannig hefur fyrsta verkefni jöklarannsókna- félagsins tekist. En viðáttur Vatnajökuls eru geysimiklar og því er tæplega hægt að segja að vinnuskilyrðin séu viðunandi fyrr en félagið hefur umráð yfir einhverjum farartækjum, t.. d beltisbílum til ferðalaga á jökl- inum. Rannsóknirnar verða mjög erfiðar og árangurinn lítill, ef leiðangrarnir verða að fara um fótgangandi, á skíðum og t. d. að bera sjálfir öll matvæli. Má nefna sem dæmi, að þegar síð- asta Grímsvatnagos var, fóru menn á skiðum þangað norður eftir, en urðu að hverfa til baka eftir örskamma dvöl, við Gríms- vötn vegna þess að þeir gátu ekki flutt með sér mat til marg- ra daga. Sé beltisbíll hinsvegar við hendina, þá breytast dag- leiðirnar 1 klukkustundaleiðir og hægt er að flytja nægar vist- ir hvert sem er á jökulinn. Það er því næsta verkefni fé- lagsins að reyna að eignast slíkt faratæki. Þá fyrst eru fengin svo góð starfsskilyrði að jökla- rannsóknirnar geti orðið skipu- legar og nákvæmar. Þá gætu bæði erlendir og innlendir vís- indrmenn haft bækistöðvar í skálum félagsins og verkefni eru nóg um allan Vatnajökul. Áhugi útlendinga á íslenzkum jöklum. — Hafa útlendingar mikinn á- huga á rannsóknum íslenzkra jökla? — Það má hiklaust segja að svo sé. Hingað hefur komið hver leiðangurinn af fætur öðum til að rannsaka íslenzka jökla. Fyr- ir stríð voru hér árlega þýzkir leiðangrar. Sænsk-íslenzkur leið angur, sem prófessor Ahlman var í var hér á árunum 1936 — 39. Danskur leiðangur kom hér í sambandi við Grímsvatnagosið o. s. frv. Vísindamenn þessir rannsökuðu auk Vatnajökuls, Hofsjökul. Langjökul og Drang- jökul. Sömu sögu er að segja eftir styrjöld, að hingað hefur komið fjöldi erlendra vísindamanna. Á hugi þeirra gæti samt aukist enn verulega, hugsum okkur t. d. ef gos yrði í Kötlu eða Grímsvötn- um. En ísland er eini staðurinn, sem hefur eldfjöll undir jökli, svo gos í Kötlu og Grímsvötnum eru alveg einstæður viðburður og beinast augu fræðimanna viðsvegar í heiminum að okkur, ef slíkt verður. En íslendingar eiga aS hafa forusiuna. Jöklarannsóknafélagið lítur með fullri velvild á störf er- lendra fræðimanna að jökla- rannspknum, segir Jón Eyþórs- son að lokum. En okkur finnst það metnaðarmál, að íslending- ar geti ekki aðeins tekið þátt í rannsóknum þ e s s u m, heldur hafi þeir og forustuna í þeim. Félagið vill því búa sér og öðr- um sem best vinnuskilyrði. — Mbl. 6. sept. Þ. Th. að biðja kvölds og morgna. Ég veit að þessi aðferð er enn í fullu gildi, ef rétt er á haldið. Enginn veit hve mikið gildi eitt bænavers eða ritningargrein get- ur haft fyrir unglinginn eða hinn fulltíða mann á freistinga- eða úrslitastundu í lífi hans. Engin móðir eða faðir má vanrækja að leiða börnin sín til Krists á æsku árum þeirra. Við getum að vísu ekki ráðið því, hvaða lífsstefnu börnin taka, þegar þau vaxa og þroskast, en við reynum að gera okkar bezta, til þess að leggja sem traustastan grundvöll að lífsgæfu þeirra og framtíð. Það er líka staðreynd, að lengi muna menn það, sem þeir hafa lært við móður- eða föðurkné. Merkur maður, sem hlotið hafði mikinn frama og átt þess kost að njóta margs þess bezta, sem fjármunir og góð aðstaða í lífinu fær veitt mönnum, sagði frá því á gamals aldri, að engar endurminningar væru sér eins kærar frá liðnum dögum, eins og þær, er hann var að kenna börnunum sínum að biðja og biðja með þeim í æsku. Allir vilja veita börnum sín- um sem bezt uppeldi, en trúar- leg festa og siðferðileg ábyrgð- artilfinning er áreiðanlega bezta veganestið. Barnaskólinn tekur við af heimilunum og getur veitt börn- unum mikilsverða fræðslu, en getur aldrei komið í stað heim- ilanna, hvað snerir trúarlegt uppeldi. Hlutverk skólans í kristindómsfræðslunni er að mestu leyti fræðilegt. — Kennar arnir fræða börnin um það sem í biblíusögunum stendur og tengja frásagnirnar við daglega lífið og glæða tilfinningar barn- anna fyrir trú og siðgæði. öll verður þessi fræðsla að vera já- kvæð og varast ber að vekja efa- semdir barnanna eða rökræða við þau um þau atriði, er skipt- ar skoðanir kunna að vera um. Börnin koma frá ólíkum heim- ilum og trúarskoðanir foreldra þeirra geta verið ólíkar og því ber að varast það sem ágreiningi veldur, en leggja áherzlu á það, sem sameinar og byggir upp. Skólarnir ættu að byrja fyrr á kristindómsfræðslunni en nú er gert og sérstök bok í kristnum fræðum þyrfti að vera til fyrir yngri börn. Kristindómsfræðslan er vanda verk. — Kristindómurinn hefir sérstöðu miðað við aðrar náms- greinar skólanna, hann er meira en þekkingaratriði, hann á að hafa áhrif á viljalíf manna, móta lífsviðhorf þeirra og breytni. Þá kem ég að kristindóms- fræðslu kirkjunnar, sem að mestu hefir verið fólkin í undir- búningi barna undir fermingu. Þar er byggt á trúaruppeldi og fræðslu heimila og skóla og. reynt að gefa yfirlit yfir helztu kenningar kristninnar frá evangelisk-lútersku sjónarmiði og hjálpa hinum ungu til þess að öðlast festu í trú og siðgæði, fræða þau um réttindi og skyld- ur kristinna manna. Hér hefir aðeins verið drepið á nokkur atriði, er varða trúar- uppeldi og kristindómsfræðslu En takmarkið, sem öll kristin- dómsfræðsla stefnir að, er að persóna Jesú, líf hans og starf fái að njóta sín sem allra bezt í þeirri fræðslu og að hinir ungu læri að skilja, að hann er bæði vinur ftiannanna, frelsari þeirra og drottinn. Við lifum á miklum breytinga og umbrotatímum og framtíðin er öll í mikilli óvissu. Engum dylst því, að í uppeldi hinna ungu er þörf öruggrar trúarvissu og siðferðilegrar ábyrgðartil- finningar, til þess að mæta þeim aðstæðum lífsins, er framtíðin kann að bera í skauti sínu. Óskar J. Þorláksson —Mbl., 20. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.