Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18.' OKTÓBER, 1951 Vinnur að þróun þingræðisstofnana og bættum starfsháttum þeirra Frásögn Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra. af 40 þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í Miklagarði. ÞEIR GUNNAR THORODDSEN borgarstjóri og Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis áttu í gær fund með blaðamönnum. Skýrði Gunnar Thoroddsen þar frá fundi Alþjóða þingmanna- sambandsins, sem haldinn var um síðustu mánaðamót í Istan- bul í Tyrklandi og ýmsu, sem varðar þessi samtök. Búmlega 60 ára gamall. Alþjóða þingmannasambandið er stofnað árið 1889 í París, seg- ir borgarstjóri. Aðalaðsetur þess er í Genf í Sviss. Stefnuskrá þess er samkvæmt lögum þess að efla persónuleg 'samskipti milli þingmanna allra þjóða og sam- eina þá til baráttu fyrir lýðræð- islegu skipulagi. Sambandið vill vinna að þróun þingræðisstofn- ana og reyna að bæta starfs- hætti þeirra og auka áhrif þeirra og álit. Hvenær gekk Island í Alþjóða þingmannasambandið? Aðdragandinn að inngöngu Islendinga í sambandið er all- langur. Á fundum þingmanna- sambands Norðurlanda hafa h i n a r Norðurlandaþjóðirnar hvað eftir annað óskað þess, að íslendingar gengju í Alþjóða þingmannasambandið. Þ e g a r brezka þingið bauð tveimur ís- lenzkum þingmönnum nýlega heim, þeim Bjarna Ásgeirssyni og Sigurði Bjarnasyni, var þess einnig mjög óskað af hálfu Breta, að íslendingar gengju í sambandið. Á ársþingi þess í Dublin í Irlandi í fyrra var Jó- hann Þ. Jósefsson áheyrnarfull- trúi fyrir hönd Alþingis. Allir flokkar sammála. 1 marz s.l. samþykkti Alþingi svo með samhljóða atkvæðum að ganga í Alþjóða þingmannasam- bandið. Lýsti ráð sambandsins þá þegar yfir ánægju sinni yfir inngöngu elzta þings heimsins í samtökin, og beindi sérstökum tilmælum til Alþingis um að senda fulltrúa á ársþingið í Istambul. S t j ó r n íslandsdeildarinnar skipa alþingismennirnir Bern- harð Stefánsson, Einar Olgeirs- son, Stefán Jóhann Stefánsson og Gunnar Thoroddsen, sem er formaður deildarinnar. Stjórnin ákvað einróma að formaður og skrifstofustjóri Al- þingsins, sem er ritari deildar- innar, skyldu sækja ársþingið fyrir hönd Alþingis. Skipulag þingmanna- sambandsins. Gunnar Thoroddsen ræddi því næst um skipulag Alþjóða þingmannasambandsins. Er það í stórum dráttum þannig, að í ráði þess eru 2 fulltrúar frá hverju lanó*i. Fulltrúar íslands þar eru Gunnar Thoroddsen og Stefán Jóh. Stefánsson. Ráðið stjórnar fjármálum sambands- ins, skipar framkv.stj., og mark- ar stefnu milli þinga. í öðru lagi er framkvæmdanefnd, sem skip- uð er 7 fulltrúum kosnum til 4 ára. Þá eru í þriðja lagi almennar fastanefndir starfandi, s. s. stjórn málanefnd, fjárhags- og efna- hagsmálanefnd, laganefnd, fé- lags- og mannúðarmálanefnd, menntamálanefnd o. fl. nefndir. Einn fulltrúi frá hverju ríki á sæti í þessum nefndum. Hlut- verk þeirra er að undirbúa í samráði við aðalskrifstofuna mál fyrir ársþingið, þannig að þegar einstök mál koma til um- ræðu á þinginu hafa þau jafnan verið vandlega undirbúin og skýrslum útbýtt um þau fyrir- fram. Aðalhvatamenn að stofnun samtakanna voru Englendingar og Frakkar. Á þeim tíma var fátt um alþjóðastofnanir. Má raunar segja, að Alþjóða þing- mannasambandið sé fyrsta al- þjóðastofnunin, sem sett er á laggirnar til eflingar friði í heim inum. Áttu samtökin mikinn þátt í friðarsamningunum 1899 og 1907.Dómstóll í alþjóða deilu- málum var ein af aðalhugsjón- um sambandsins frá upphafi. Varð frumvarp, er það hafði samið um gerðardóm í milliríkja deilum aðalgrundvöllurinn að stofnun slíks gerðardóms á Haag fundinum árið 1899. Einnig vann sambandið mikið að stofn- un hins almenna alþjóðadóm- stóls og að því að koma á miðl- un og sáttum í deilumálum ríkja. Samræming löggjafar og heildarlöggjöf um alþjóðarétt hefir sambandið einnig látið verulega til sín taka. Eitt af að- alviðfangsefnum þess hefir eirin- ig verið vernd og réttindi þjóð- ernis minnihluta. Þingmannasambandið hafði á sínum tíma náið samband við Þjóðabandalagið og nú við S. Þ. \ Fulltrúar frá 32íþjóðum. Sambandið heldur þing einu sinni á ári. Var það að þessu sinni í Istambul í Tyrklandi og var hið 40. í röðinni. Á fyrsta þingi "samtakanna áttu 9 ríki full trúa. Nú mættu þar fulltrúar frá Áður en ég hóf mál mitt bauð forseti þingsins Island sérstak- lega velkomið í samtökin. Að loknum þessum umræð- um var samþykkt svohljóðandi yfirlýsing frá samtökunum um friðarmál: „Fertugasta ráðstefna Alþjóða þingmannasambandsins, haldin í Istambul, Tyrklandi, telur að hún túlki raunveru- legan vilja þrjátíu og tveggja þjóða, mismunandi að kynþátt- um og menningu, álítur, að ekki sé til sannur lýðræðisandi án þess að mál- frelsi allra manna sé virt, er algjörlega sannfærð um að þjóðir þær, sem njóta frétta- frelsis og málfrelsis séu undan- tekningarlaust forvígisþjóðir í friðarmálum og að þar af leið- andi verði friður bezt tryggður með því að útbreiða og viðhalda lýðræðislegum lífsvenjum, ætlar, að ef það væri eingöngu undir fólkinu komið þá mundi stríðsógnunin, sem nú vofir yfir heiminum, hverfa, neitar að viðurkenna einlægni þeirra, sem stefna að því að hag- nýta sér hinn mikla friðarvilja, er menn ala í brjósti, og sem hverfa frá málsmeðferð þeirri, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið og notfæra þannig auð- trúa og vongott fólk sér í hag, lýsir ráðstefnan þess vegna yfir trú sinni á sameiginlegri og óskiptri hugsjón lýðræðisins og friðarins og vottar þeim holl- ustu, er berjast, líða og deyja til varnar þessari hugsjón. Ráðstefnan trúir á almennan friðarvilja þjóðanna og leggur fyrir framkvæmdastjórn Alþjóða þingmannasambandsins að gera alvarlegar tilraunir til að koma á skilningi milli hinna ýmsu þjóða heimsins til þess að skapa skilyrði fyrir varanlegum friðtt'. Dreifing maivæla og flóttamannavandamálið. A n n a ð dagskrármálið var dreifing matvæla í heiminum. 32 ríkjum. Voru þeir 250 talsins. Var það mjög rækilega undir- Flestir fulltrúar voru frá ítalíu búið og hafði írski þingmaður- eða 22, þar næst 18 frá Egypta- landi og Þýzkalandi. Hvert ríki hefir að minnsta kosti 5 atkvæði föst á þinginu. En í öðru lagi hefir það atkvæði miðað við í- búatölu og í þriðja lagi miðað við það, hve margir þingmenn í neðri málstofu þings þess eru meðlimir í hlutaðeigandi þjóð- deild. Island átti samkvæmt þessu 10 atkvæði á þinginu, en Indland og Bandaríkin 28 atkv. hvort, Sýrland og Libanon höfðu 7 atkvæði hvort. Þingið í Miklagarði stóð yfir í 7 daga. Voru fundir frá kl. 10 árdegis til 6 síðdegis með matar- hléi um miðjan daginn. Nefndar- fundir hófust kl. 9 á morgnana. Ýtarleg samþykkt um friðarmál. — Hvaða mál voru aðallega rædd á þinginu? — 1 fyrsta lagi fóru þar fram almennar umræður um skýrslu framkvæmdastjóra sambandsins Boissier prófessors frá Frakk- landi, en ársskýrslur hans þykja jafnan mjög merkilegar. Rekur hann þar gang alþjóðamála. Urðu miklar umræður um skýrsl una að þessu sinni. Tók ég þátt í þeim og skýrði aðstöðu íslands. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo ve] að senda mér sen. fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir wra eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK bótum. Komið hefði til orða að það fengi friðarverðlaun Nobels. Gunnar Thoroddsen lauk frá- sögn sinni með því að segja, að það væri ósk Alþjóða þing- mannasambandsins að störf þess og hugsjónir væru kyntar í blöðum og útvarpi. Hann kvað ekki endanlega ákveðið hvar næsta þing þess yrði háð, en komið hefði til orða að það yrði í Brussel í Belgíu. Þá skýrði Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis frá því að í sambandi við þing þing- mannasambandsins hefðu ritar- ar hinna ýmsu þjóðþinga átt með sér fund, en flestír þeirra voru þarna mættir. Ræddu þeir ýmislegt varðandi starfshætti löggjafarþinganna. Á þessum fundi flutti ritari Hollandsdeild- arinnar yfirlit um samanburð sem gerður hafði verið á laun- um þingmanna í hinum ýmsu löndum. En ritari ísraelsdeild- arinnar gaf skýrslu um fyrir- komulag á prentun þingtíðinda, skipulagi umræðna og ýmislegt fleira. Taldi skrifstofustjóri Alþingis mjög gagnlegt að kynnast reynslu annara þjóðþinga í þess- um efnum. S. Bj. —Mbl., 19. sept. inn Mr. Baxter þar framsögu. Var einnig um það mál gerð ýtar leg ályktun, þar sem hvatt er til ákveðinna ráðstafana til að- stoðar þeim löndum, þar sem alvarlegur matvælaskortur ríkir. í þriðja lagi var rætt um Al- þj óðaf lóttamannavandamálið. Hafði próf. Holmbock frá Sví- þjóð framsögu um það. Urðu um það miklar deilur, einkum milli Araba og ísraelsmanna. í um- ræðunum kom það fram að tala flóttamanna í heiminum mun nú vera nálægt 20 milljónum. Ýtar- leg samþykkt var einnig gerð um þetta mál. Fjórða málið á dagskrá þings- ins var breyting á lögum sam- bandsins* Var samþykkt að fjölga í framkvæmdaiefnd þess um 2 fulltrúa. Einn fulltrúi frá Norðurlöndum var að þessu sinni kjörinn í nefndina. Var það Allan Vougt, landvarnaráð- herra Svía. Þinginu stjórnaði formaður tyrknesku deildar sambandsins Höfðu Tyrkir undirbúið það af hinni mestu prýði. Kynnir hugsjónir og stefnumið. Þá gat Gunnar Thoroddsen þess, að hann hefði rætt við tyrknesk blöð um ísland og ís- lenzk mál. Hefðu 6 þeirra gert þau að umtalsefni. Hann gat þess að lokum að Alþjóða þing- mannasambandið hefði ekki vald eins og samtök S. Þ. Á þingi þess mættust fulltrúar þjóðþing- anna en ekki ríkisstjórnanna. Það væri vettvangur til þess að kynna hugsjónir og stefnumið og efla persónuleg kynni þeirra, sem vinna að löggjafarstarfi meðal hinna ýmsu þjóða. Þing- mannasambandið hefði nú starf- að í sex áratugi og átt þátt í að koma fram margvíslegum um- Business and Professional Cards Skrítlur og kýmnisögur Fíflið og greifinn. í gamla daga var það siður, að heldra fólkið hafði við hirðir sínar „fífl" sér og gestum sínum til skemmtunar. Þannig var það með greifa einn; hann hafði hirðfífl. Hann fékk fíflinu staf, sem átti að vera merki um „tign" þess, og sagði um leið: „Hann er þín eign, þangað til þú fyrirhittir einhvern, sem er heimskari en þú; þá afhentu honum stafinn". Nokkrum árum síðar varð greifinn veikur. Fíflið heimsótti hann og komst þá að raun um, að húsbóndi sinn myndi brátt deyja. „Hvert liggur leið yðar, herra?" spurði fíflið greifann. „Lang, langt burtu", svaraði greifinn. „Hvenær munðu þér koma aftur? — Innán mánaðartíma?" „Nei". „Innan árs?" „Nei". „Hvenær þá — aldrei?" „Aldrei". „Og hvaða undirbúningsráð- stafanir hafið þér gert vegna burtfarar yðar?" „Alls engar". „Þér farið burt fyrir fullt og allt og eruð algjörlega óundir- búinn. — Hérna, takið við stafn- um mínum, því jafn mikla heimsku hefi ég ekki áður fyrir- hitt". Dómarinn spyr mann, sem á- kærður hefir verið fyrir æru- meiðandi ummæli, hvort hann játi að hafa kallað viðstaddan kæranda heimskingja: „Það get ég ekki munað, en því lengur sem ég horfi á þennan mann, þeim mun sennilegra þykir mér að ég hafi kallað hann það". Framan á kvikmyndahúsi stóð auglýst með stóru letri: „1 kvöld verður sýndur þriðji hlutinn af Dóttur Faraós!" Aðkomumaður gekk fram hjá með konu sinni, las auglýsing- una og sagði um leið og hann hristi höfuðið: „Mikil er vonzk- an mannanna. Þarna hafa þeir nú skipt einhverri vesalings kon unni sundur í þrjá hluti. Gott er, að þú varst ekki kvikmynda- leikkona, góða mín!" ¦ír Ferðabóksali: „Hérna hefi ég á boðstólum ágæta bók. Hún kennir ráð við öllum sköpuðum hlutum". Konan: „Kennir hún þá ráð til þess að losna við nærgöngula sölumenn?" Bóksalinn: „Já, einmitt. Hún segir, að bezta ráðið til þess að losna við þá, sé að kaupa eitt- hvað af þeim". PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Vi5tal»tími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LJMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eidsabyrgo, bifreioaabyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOH QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Ofílce Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Offlce 26 — Reg. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET OfHce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBOR6 FUEL ^ PHONf 21131 J------ Offlce Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 pjn. - 6 p.m and by appolntment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STRKET Selur líkkistur og annast uni út- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaroa og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimilis talslmi 2« 444 Phone 13 99« 7«1 Notre Dame Ave. Just West of New Maternlty Hospltal NelPs Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WTNNIPEG CANADA SELKIRK METAL PR0DUCTS Reykhafar, oruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viB, heldur hita fra a6 rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, slmiC til KBLLY SVEINSSON 625 WaU Street Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Sírnar: S3 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENEHAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTABY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and tasnlated Siding — Repalrs Country Orders Attenðed To 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa meS þeim full- komnasta útbúnaSi, aem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarCa og legsteina. Alan Couch, Funeral Diiector Phone—Busíness 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 50« SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasfmi 403 794 Æ* IrosW JEWELLEHS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fi'sh Nettino 58 VICTORIA ST. WXNNTPCG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appredated Minnist OETEL í erfðaskrám yðar. Dr. P. H.T.Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H J. H. Palmason, C.A. H 1. PALMASON * CO. Chartered Acconntants 505 Confederation Llfe Bldg. WINNTPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barxislers - Soliciíors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjanseon 500 Canadian Bank of CosuurN Chamben Wtnnlpeg, Man. Phoae Ml s*i Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINVIPEG MANTTOBA Bus. Phqne 27 989—Res Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONTAL BOUQUETS FUNERAL DESTGNS Mlss I . Christle, Proprietreas Formerly with Robinson & Co. L G F. Jonasson, Pres. & Man. Ddr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributort of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCqTT BLK, Sími 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.