Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER. 1951 ÍLögbcrg GefiC út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 6S5 SAKGENT AVESUE, WINNIPKG, MANITOBA Utanáslirift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGEN'T AVENUE, WINNIPEG. MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Merkilegt og athyglisverr bréf Svo að segja nýverið veitti Dr. P. H. T. Thorlakson, formaður framkvæmdarnefndarinnar í íslenzka kenslu- stólsmálinu, viðtöku bréfi því, sem hér fer á eftir, frá Einari Sturlaugssyni prófasti á Patreksfirði, en hann er sá maður eins og þegar hefir verið skýrt frá, sem gaf háskóla Manitobafylkis hið mikla og sérstæða blaða- og tímaritasafn, sem nú er á leið hingað vestur, og verða mun fræðimönnum af íslenzkum stofni, og vafalaust af öðrum þjóðflokkum líka, sá Urðarbrunnur, er seint verður þurausinn. Bréf Einars prófasts er ekki alveg prentað í heilu lagi, því nokkrir kaflar þess voru einkaeðlis; en það leiðir afdráttarlaust í ljós mikilvægi gjafarinnar, ber vott um rausn og ræktarsemi gefanda, og varpar nokkru ljósi á fjölþætt gildi safnsins, og hið umsvifamikla verk, sem gefandinn hefir lagt í söfnunina, skrásetningu og pökkun; eiga íslendingar vestan hafs honum slíka þakkarskuld að gjalda, er seint verður fullmetin og ætti að vekja með okkur metnað til traustra átaka um hina dýrmætu menningararfleifð okkar; og væri þá vel, ef Einar prófastur mætti nokkura mannsæmd af okkur þiggja vegna frábærrar vinsemdar í garð okkar og ár- vekni hans um íslenzk menningarmál. — Patreksfirði, 21. sept. 1951 Kæri herra, dr. Thorláksson! Þá er sú stund loks komin, að mér finnst ég geti andað nokkru létta* en áður, eða framan af þessu sumri, því að nú er pökkun blaðanna loksins lokið og sendingin frá mér farin. Reyndist mér það öllu meira verk en ég þó sjálfur hugði, að ganga frá safninu, og hefði ég þó átt að vita það mörgum öðrum betur, hvílíkt verk það er, að lesa saman blöð og skrásetja og pakka. Byrjaði ég hinn 1. júní í vor, straz og fermingum og helztu önnum var lokið, að tína saman og pakka tímaritum og smáblöðum, sem heima voru, og var ég við það nær óslitið næstu 3 mánuði, eða til 3. sept., en þá negldi ég aftur og lét járnbinda síðustu kassana og flytja þá á afgreiðslu á Patreksfirði, og vann ég flesta daga til kl. 11 og 12 að kvöldi og stundum lengur. — Fór þó frá á tímabilinu í vísitasíu og til Reykjavíkur vegna safnsins, og tók það 10 daga. Vænti ég að sendingin komist óskemmd í hendur eigenda. Er hvert rit eða blað pakkað inn í maskínu- pappír og pakkinn límdur aftur og á hann ritað nafn (tegundarheiti) og árg. og ártöl, og síðan hver pakki settur í trékassa. Eru sumir kassarnir að vísu ekki svo sterkir, sem skyldi, en til öryggis lét ég járnbinda þá alla og negldi 2 merki á hvern kassa, 3 á þá þyngstu, sem erfiðast er að hreyfa. Kassana varð ég að snapa saman á staðnum, með því að timbur fékkst ekki í kassa, til að láta smíða þá sérstaklega, — hefði ég þó heldur viljað það — þeir hefðu þá litið betur út — verið samstæðari. Kassarnir eru 41 að tölu og vógu 3 tonn og 50 kg. Voru þeir sendir héðan með Lagarfossi hinn 3. sept, sama dag og ég flutti þá á afgreiðslu. í fyrsta bréfi mínu til þín (16. marz s.l.) — (skrifaði aftur í júníbyrjun) gaf ég upp blaða- og tímaritafjöld- ann ca. 700 alls, en þar af heil (complete) full 400. Þegar „réttum" var lokið og allt komið í kassa, höfðu um 870 blöð og tímarit (tegundir) komið í leitirnar og eru þar af tæp 500 heil. — Síðan ég sendi safnið frá mér, eru mér enn að berast smásendingar, svör við bréfum (pöntunum). Mun ég reyna að koma því síðar til skila. Alls munu í þessum tæpum 500 heilu tegundum vera nálægt 4500 bindi, en í þeim blöðum og tímaritum, sem def. eru, þykir mér ólíklegt að ekki finnist minnsta kosti 1500 heil eintök (árgangar), og væntanlega mun ég eitthvað fyrst um sinn reyna að fylla í eyðurnar, ef ég tóri. Kassana merkti ég samkvæmt þeirri addressu, er ég fékk upp gefna (í ágústlok) frá Einari P. Jónssyni, ritstj. En heppilegra hefði verið að mega senda kassana til New York — þangað eru tíðari ferðir frá Eimskip; t. d. hefði sendingin þá getað haldið áfram með Lagar- fossi, en ekki þurft að setja kassana í land í Réykjavík, en þar verða þeir að bíða hver veit hað. Er ég skrapp suður í sumar, ræddi ég við forstjóra Eimskips, Guðm. Vilhjálmsson, að félagið flytti safnið frítt út, en þá sagði hann mér, að búið væri þá þegar að ráðstafa því svo að vestan, og þótti mér vænt um það. Með því að safnið þarf að liggja á afgreiðslu í Reykjavík svo og svo lengi (í timburhúsi), varð að tryggja það einnig gegn eldi — auk sjótryggingar á leið- inni vestur og þaðan með járnbraut — og tryggði ég það fyrir kr. 300.000.00. Bar ég það fyrst undir prófessor Sigurð Nordal, sem þekkir safnið að nokkru, og kvað hann lægri upphæð ekki koma til greina. Síðan safnið fór, hefi ég unnið að skrám yfir það. Er ég þegar búinn með svokallaða kassaskrá, skrá yfir það, sem er í hverjum kassa, en þeir eru númeraðir frá nr. 1—41. Því miður gat ég ekki haft aðgreint í köss- unum heil rit og defect, þ. e. a. s., eingöngu heil rit sam- „Þú eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá; en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urtabyggðin hvers hefir misst". Bjarni Thorarensen Það er farið að verða ein- hvern veginn undarlega hljótt um sann-íslenzkustu landnemana, sem óðum safnast nú til feðra sinna. Aðeins stutt og greinarlítil dánartilkynning oftast nær, og síðan ekki meira um það. Enda er mér sagt, að V.-íslenzku blöðin hafi tek- ið upp þá venju, að selja rúm fyrir dánar-minningar, eins og hverja aðra auglýs ingu. En þetta er illa farið, því að kannske, ekki sízt, skyldi tilvera þeirra hvíla á slíkum annálum, því að þeir mundu fela í sér all- greinargóðar heimildir fyr- ir s ö g u þjóðarbrotsins vestra, og jafnframt óbrotleg tengsl við sögu heima-þjóðar- innar. Ein meðal þeirra landnema, sem nýlega hafa fallið í valinn, er Anna Sigríður Guðmundsdóttir Sigbjörnsson, er andaðist að heimili sínu í grennd við Leslie, Sask., 24. apríl s.l. Hún var fædd á Grund í Jökuldal í N.-Múlasýslu 3. des. 1876. Voru foreldrar hennar: Guðmundur Jónsson, af Hauksstaða- og Hróaldsstaða-ættum í Vopnafirði, og Anna Margrét Þorsteinsdóttir, af Melaætt í Fljótsdal. Af fimm systkinum, sem upp komust var Anna elzt. Hin, sem nú hafa séð henni á bak eru: Jóna, gift Lofti Jörundssyni, húsa- meistara í St. Jomes, Manitoba. Þorsteinn, bóndi í nánd við Leslie, Sask., kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur, alþingismanns frá Sleðbrjót. Páll, einnig bóndi við Leslie, ókvæntur, og sá er þetta ritar. Anna dvaldist stöðugt með foreldrum sínum, er bjuggu á ýmsum stöðum í Vopnafirði, lengst af þó á Rjúpnafelli, þar til hún var 18 ára, en var síðan meira og minna lang- dvölum að heiman, m. a. einn vetur í Reykjavík við sauma- nám, og flutti loks til Ameríku vorið 1903, ásamt Jónu systur sinni og settust þær systur að í Winnipeg. Þar giftist Anna veturinn 1904—'05, eftirlifandi manni sínum, Sigbirni Sig- JVtma sgettr — ^imttng Frú Anna Sigbjörnsson björnssyni frá Ytra-Núpi í Vopnafirði, ágætum dreng og atgjörfis-manni, svo miklum, að ég minnist ekki að hafa séð svo karlmannleg handtök til nokkurs manns. Bjuggu þau í Winnipeg þar til haustið 1908, að þau námu land í grennd við Leslie, sem fyrr getur, og bjuggu þar ætíð síðan. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, og af þeim komust sex til fullorðins aldurs: Guðrún, dáin fyrir nokkrum árum; Anna, Sigurbjörg, Sigurbjörg, Guðmundur, Gyðríður Ste- fanía og Soffía. Þá hafði Önnu fæðst sonur á undan hjóna- bandi, og er það Ingvar Haukur, hinn góðkunni listmálari á Akureyri. Anna sáluga var sjaldgæf kona, og kom það snemma í ljós. Þegar á unglingsaldri var hún mjög á orði fyrir væn- leik og ýmsa atgjörfi. Hún þótti falleg svo af bar og var, auk þess hraðgreind, þjóðhagi til handanna og prýðilega hagmælt. Orti hún marga hnyttna bögu og enda bragi á meydómsárum sínum, heima á Rjúpnafelli, um eitt og ann- að, sem til féllst, og vitnaði það flest um meðfædda kímni- gáfu í ríkum mæli. Það, m. a., olli því, að hún varð mjög eftirsótt og átti víða vinum að fagna. Það er því ekki ólík- legt að hana hafi dreymt stóra drauma á þeim árum, því að lund hennar var stórbrotin og mikil fyrirferðar. En stóru draumarnir rætast margvíslega, og oftast með öðrum hætti en þeir voru dreymdir, enda verður mat hins fullorðna og þroskaða á gildi hlutanna nokkuð á annað veg en fyrrum. Og stórbrotin lund og sterk skaphöfn hefir ætíð ráð á að láta draumana rætast á vissan hátt, enda fer það mjög að sköpuðu. Anna varð, það sem kannske er mest um vert að öllu athuguðu, húsfreyja í sveit, stórbrotin rausnar- og sæmdar- kona, því að annað gat aldrei orðið úr henni, hverja stöðu í mannfélaginu sem hún hefði skipað. Og með samhentan mann við hlið vitnaði heimili þeirra hjóna sífellt um rausn og ríkidæmi, jafnvel mitt í fátæktinni, sem stundum mun hafa sorfið nokkuð -að, einkum framan af. En það eru eink- u mslík heimili, sem eiga skilið að vera kennd við risnu, og þá í þess orðs fyllstu og beztu merkingu. Þá var Anna mjög sinnandi íslenzkum félagsmálum í sínu nágrenni, bæði safnaðar- og þó einkum þjóðræknis- málum, og aðsópsmikil á þeim vettvangi, eins og hvarvetna er hún kom við sögu, því að hún kynnti sig í hvívetna, sem stórgáfuð og mikilhæf atkvæða-kona, og áhrif frá slíku fólki seytla víðar en nokkur veit, þótt ekki flæði þau yfir mann- fólkið í neinum iðuköstum. Það mun því ekki einungis hafa verið heimili hennar og nágrenni, sem missti ilm við fráfall hennar, heldur þjóð- stofninn allur. Akureyri, 18. ágúst 1951 Björgvin Guðmundsson Unnið að holu auslan í skarðinu núna og er hún orðin 38 m. djúp. Það er þriðja holan. Gufuþrýstingur í borholum o Námaskarði vex sífellt Frá fréttaritara Tímans í Mývatnssveit. Jarðborun eftir brennisteins gufu heldur enn áfram við Námaskarð í Mývatnssveit, og er nú verið að bora þriðju holuna þar í sumar. Svo kynlega hefir nú brugðið við, að gufuþrýstingurinn í borholu frá í sumar hefir sífellt farið vaxandi eftir að við hana var hætt. Holan, sem nú er verið að bora, er austan í Námaskarði litlu ofar í hlíðinni en hin fyrri á þessum slóðum. í gær var hola þessi orðin 38 metra djúp, en þó ekki komið niður í berglag holu þeirrar, sem varð að hætta við isökum hins mikla gufuþrýst- ings. Borun þessarar síðustu holu hefir gengið allvel og gufugos ekki verið svo mikil enn, að til vandræða hafi horft. Verður haldið áfram við þessa holu fram eftir hausti eftir því sem veður og aðrar aðstæður leyfa. Gufuþrýstingurinn vex. Eins og fyrr hefir verið skýrt frá, varð að hætta við holu þarna austan skarðsins í sumar þegar hún var orðin 30 til 40 metra djúp, vegna þess, að gufuþrýst- ingurinn var orðinn svo mikill. En svo undarlega hefir brugðið við, að þrýstingurinn hefir sí- fellt farið vaxandi eftir að við hana var hætt. Fyrir hálfum mánuði, er hann var síðast mæld ur reyndist hann 9 lestir, en hef- ir enn vaxið að dómi þeirra, er með þessu hafa fylgzt. —TÍMINN, 14. sept. an í kassa og defect sér í kassa, heldur eru heil og defect saman í kassa. — Var hvorttveggja, að ég hefði þurft meira pláss en ég átti ráð á við niðurpökkun og meiri tíma, ef hvað hefði verið sér, og svo réði einnig það, að ég valdi pakkana í hvern kassa eftir því, hvað bezt rúmaðist í kassanum. En hvert rit er sjálfstætt og sér í pakka, nema smáblöð, þau eru víða 3—6 eða fleiri tegundir saman í umslagi eða pakka; þó eingöngu heil saman í pakka og í öðru lagi defect saman í pakka. Kassana merkti ég svo jafnóðum og þeir urðu fullir, en lauslega. Hafa merki (nr.) fallið af 3 kössum hjá mér, og minnir mig að það séu kassarnir nr. 14, 18. og 31. Þessi nr. kunna að hafa ruglast innbyrðis, — þann- ig, að það, sem sagt er í kassa nr. 14. kann að vera í kassa nr. 18 eða 31 o. s. frv., en það rétta sést, þegar kassarnir verða opnaðir. Skrárnar yfir safnið, kassaskrána, skrá yfir heilu blöðin og aðra yfir þau, sem eru defect, sendi ég síðar, er þær verða tilbúnar, en það verður ekki í þessum máh- uði, og vinn ég þó að þeim öllum stundum, er ég má, og venjulega fram yfir mið-nætti. Vænti svo að sendingin komist heil og óskemmd til ykkar og verði að þeim notum, sem ég meinti. Bið ég þig að koma þessum framanskráðu upplýs- ingum til þeirra, er um safnið fjalla. Kveð þig svo með vinsemd og virðingu. Þinn einl. Einar Sturlaugsson Geo. FRITH for SCHOOL TRUSTEE (WARD 2) Experienced Teacher Universiiy Graduate R.C.A.F. Veteran Property Owner Defence Indusíries wroie: "Mr. Frith secured a good knowledge of organization and modern personnel practice." Geo. Friih. BA, M.Ed. Það er gott að vita „sig öruggan" eftir 65! . . . . . . Með aðsioð Canadian Governmeni Annuity Er að pví dregur vegna aldurs að draga sig f hle, er ánægjulegt, að vita trygt um hag ainn. Skynsamlegt er að kaupa Canadian Government Annuity. Pað er bezta og tryggasta leiðin tii fram- tiðar öryggis. Peningar yðar eru trygðir með ábyrgð Canada- stjórnar . . . og tekjurnar endast ævilangt. Kaupið Canadian Annuiiv þegar í stað! og sannfærisi um hvað það kosiar lílið MONTHLY PREMIUM FOR AN ANNUITY OF $100 A MONTH STARTING AT — A6E 65 AOE 60 AGE 21 Z25 ~30 35 40 45 50 MEN $12.84 J5.24 18.96 24.12 31.44 42.60 61.56 WOMEN MEN $15.00 $ 18.48 17.64 22.01 22.08 28.08 28.08 36.60 36.60 49.68 49.68 71.76 71.64 116.40 WOMEN $ 21.12 25.20 32.16 41.88 ANNUITIES BRANCH DEPARTMENT OP LABOUR 56.8« 82.08' 133.20 The Director, Canadian Government Annuities, Department of Labour, Ottawa. (Postage Free) Please send me information showlng how a Canadian Government Annuíty can bring me security at low cost. My name is............................................................................................................................... (Mr./Mrs./Miss) I live at..................................................................................................................................... ..........................................................................Date of Birth................................................ Date when Annuity to start....................................Telephone................................ I understand that the information I give will be held confidenUal FL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.