Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1951 rf^Vfvyvfyffyy?t?t?yft?yffi ^J \ AHLGAHAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON SKIPUÐ í ÁBYRGÐARSTÖÐU Fyrir nokkrum mánuðum síð- an komu inn á skrifstofu blaðs- ins ung hjón, þá nýkomin frá íslandi, ásamt tveim kornungum dætrum. Þau voru einstaklega alúðleg og skemtileg í viðtali. Þetta voru Dr. Áskell Löve, hinn nýi prófessor í grasafræði við Manitobaháskóla og fjölskylda hans. Frú Löve er af sænskum ættum en talar góða íslenzku og dæturnar tvær tala bæði sænsku og íslenzku. Mér fanst þá og ekki síður nú, að koma þessara ungu hjóna myndi gera okkar íslenzka félagslíf fjölskrúðugra, og ekki væri ólíklegt, að þau myndu auka á hróður háskóla okkar með vísindastarfsemi sinni. Frú Doris er einnig grasa- fræðingur með merkan náms- og starfsferil að baki. Háskóla- ráðið hefir nú, góðu heilli, ráð- stafað því, að hæfileikar hennar og kunnátta komi háskólanum að notum með því að ráða hana sem umsjónarmann yfir safni grasafræðisdeildarinnar. Frú Doris er fædd 2. janúar 1918 í Kristianstad í Svíþjóð, dóttir Gustav Wahléns, stór- kaupmanns og konu hans, Augustu, fædd Bus, frá Kaup- mannahöfn. Hún lauk stúdents- prófi vorið 1937 í Kristianstad; innritaðist síðan við háskólann í Lundi, þar sem hún lauk B. Sc. (Hon.) prófi í grasafræði, erfða- fræði og landafræði vorið 1941. Hún varð doktor (Ph. D.) í grasa- fræði og erfðafræði vorið 1943, og D. Sc. 1944. Hún var aðstoðarmaður við Ættgengisstofnunina í Lundi 1941—1945 og síðan 1940 hefir hún birt margar ritgerðir um grasafræði, bæði um sænskar og íslenzkar jurtir, ein eða með Dr. Áskel Löve. Þau giftust 1940; dætur þeirra eru Gunnlaug (Goy) 10 ára, og Lóa, 5 ára. ------#------ ADDRESS By Mrs. Ingibjörg J. Olafsson Honored Guest and Friends: — Even if it seems so hard to be reconciled to the fact that Rev. and Mrs. Sigurgeirson are leaving us to take up residence in another country, I will not dwell on that point. Rather would I emphasize the fact that we are glad to be here tonight, with our friend Mrs. Sigurgeir- son, glad to be given the oppor- tunity of spending the evening with her. We are few in number, representing a large group, The Lutherans Women's League, of which our honored guest has been an active member for a number of years, since her hus- band became a Lutheran Pastor. She has had a clear vision of her duties in the Lutheran Women's League of our Synod. She has considered it a privilege no less than her duty to attend its con- ventions and enter into the spirit of the work in an enthusiastic manner. Prior to the time she became a minister's wife Mrs. Sigurgeir- son had a very fine record as a church worker and Sunday School Teacher in her home community at Hecla. As a min- ister's wife she has done exfcel- lent work as well. We have a very apt saying in our Icelandic language Það fennir í sporin. But it is well to remember that even if the footprints may be covered up, the impression made by those feet are still there underneath the cold snow which for a time may obliterate them. In speaking of those former years I cannot forbear to men- tion also the fine unassuming labor of love performed, when Doris Löve. Ph. D., D. Sc. our honored guest was a girl in her late teens and early twen- ties, in the home of her child- liood. I refer to the fact that she with her sisters next in years so lovingly and efficíently took charge of the home with their father when their mother was called away in the flu epidemic from her ten children many of whom were still young. The years that followed formed a part of our friend's early train- ing. Mrs. Sigurgeirson's outstand- ing contribution to the work of the Lutheran Women's League has been her activities in con- nection with the Camp. She has loved that project, has had faith in it and been ready to sacrifice for it. She has been its loyal spokesman wherever she has been. There is never any cool indifference where her opinion is concerned, her attitude is whole hearted and outspoken. From the very beginning of the Camp work she has been connected with it. She was with us during the three seasons we rented the Canadian Sunday School Mission Camp. She was Matron during the ten days the Camp was held at Rock Lake. She has been with us, with one or two groups, each summer at Sunrise Camp, except the first summer when she stayed away owing to ill health. In this work I have been close- ly associated with Mrs. Sigur- geirson. At Camp one gets to know a person as she really is, we are at home, members of a family circle. A person's ability, strength or weakness, talent, adaptability and understanding can not be hidden. I can truly say that she has given freely of her strength in an unselfish way. She has been a capable, kind and understanding leader with the Junior groups. I know she has made a lasting influence on many of these girls and boys, a deeply religious, reverential influence. She met her obliga- tions and performed her duties at camp in an efficient way whatever their nature happened to be. We, members of the Lutheran Women's League, thank her for that work, and I, personally, want to thank her for the joy she brought with her. It was good to laugh with her over many funny incidents in which camp-life abounds. Even if we felt exhausted at the close of a trying day it was good to relax and look at the funny side and perhaps laugh at ourselves as well. We brought a small token of our regard — a token of deep appreciation for work well done. As you use it in your future home may it bring back only happy memories — memories of things accomplished—memories of our yesterdays. May it also remind you and your husband that our best wishes and prayers go with both of you. May your to-morrows be filled with a contentment and peace of mind. May you find true friends in your new sphere. May God give you both a "long and successful future and richly bless your labors in His vineyard. ------*------ SAMSÆTI í tilefni þess að frú Sigríður Sigurgeirson er á förum til Indiana, U. S. A. með manni sínum, séra Skúla, er fengið hef- ir köllun frá söfnuðum þar. komu saman við kveldverð á fimtudaginn s.l. viku um 20 kon- ur, á Old Homestead hér í borg, til þess að kveðja hana og árna henni fararheilla. Voru það aðal- lega konur úr framkvæmdar- nefndum Bandalags lúterskra kvenna og Sunrise Lutheran Camp, en með þeim hefir frú Sigríður starfað dyggilega að þeirra áhugamálum í fjölda mörg ár, og kom það greinilega fram í þeim ræðum sem fluttar voru, hve konunum finst mikil eftirsjá í því, að hún og þau hjón hverfa nú úr okkar fá- menna íslenzká hóp. Frú Margrét Stephensen, for- seti Eldra kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, flutti borð- bæn. Að lokinni máltíð flutti frú Fjóla Gray, forseti B. L. K., stutta en hlýja ræðu til heiðurs- gestsins og nældi blóm á barm hennar. Þá tók frú Ingibjörg J. Ólafsson til máls og fylgir hér hin faguryrta og skilningsríka ræða hennar. Hún afhenti frú Sigríði silfurdisk með loki, að gjöf; á lokið var grafið „Sunrise Camp, 1951". Frú Margaret Perry móðursystir heiðursgests- ins, ávarpaði og konurnar. Að lokum þakkaði frú Sigríður fyr- ir þann hlýhug og þá virðingu, er henni var sýnd með samsæti þessu, kvaðst hún þess lang- minnug verða. Með fullfermi isfísks við Grænland eftir 7 daga Salt- og ísfiskveiðamár hafa gengið vel. Á miðunum við Grænland hefir verið góður afli undan- farið. Þess eru dæmi að ís- fiskveiðaskip hafi fengið full fermi eftir um viku útivist. Hér við land hefir aflinn verið heldur lélegur og stormasamt, en við Norður- land hefir verið allsæmileg- ur afli nú um nokkurra daga skeið. Það sem af er þess- um mánuði, nema ísfisk- sölur til Bretlands alls um tveim milljónum króna. Lömunarsjúklingur nær albara efrir 13 ár Viðtal við Guðmund Þórðarson, sem veiktist árið 1938. Fyrir um það bil 13 árum síðan varð ungur Húnvetn- ingur, Guðmundur Þórðar- son að nafni, fyrir þeirri ógæfu að fá lömunarveikina. Eins og allir vita er þetta þrá- látur sjúkdómur og oft með fá- dæmum erfiður. En Guðmundar beið ekki það hlutskipti að verða að hafast við í rúminu eða í hjólastól alla ævi, því að nú er hann það hress orðinn, að hann getur farið allra sinna ferða, en hefir þó staf sér til stuðnings. Tíðindamaður Vísis hefir hitt Guðmund Þórðarson snöggvast að máli, en hann er nú búsettur hér í bæ og býr á Laugavegi 30. — Ég var staddur á Hvamms- tanga, er ég veiktist snögglega. Veikin gerði engin boð á undan sér, því að ég man það, að ég valt út af legubekk og gat mig ekki hreyft, var algerlega lam- aður ,segir Guðmundur. Læknir var auðvitað sóttur, og síðan lá ég um 9 vikna skeið á Hvammstanga, gat naumast snú- ið mér í rúminu. Síðan var ég fluttur á Landsspítalann, lá þar nokkra mánuði, en síðan fór mér að skána, ósköp hægt til að byrja með. Ég varð að læra að ganga á nýjan leik, má segja. Próf. Jón Hjaltalín Sigurðsson stundaði mig, en síðan hefi ég verið hjá Kristjáni Þorvarðarsyni lækni. Svo hefi ég verið með annan fót- inn á sjúkrahúsum, Hvítaband- inu og Sólheimum, en nú er ég ferðafær, eins og sjá má. Læknarnir sögðu, að það! mætti heita einsdæmi, hve mikl- um bata ég hefi náð, og sjálfur tel ég vafalaust, að æðri máttar- völd hafi komið mér til hjálpar. Flestir sjúklingar, sem hafa fengið svipaða lömun og ég, komast aldrei á kreik. Sundhöllin hefir hjálpað mér mikið, enda hefi ég komið þang- að annan hvern dag í mörg ár. Nú væri óskandi, að einhver aðili, hið opinbera, eða einstakl- ingar, gætu útvegað Guðmundi létta vinnu við hans hæfi. Hann var ekki nema 24 ára gamall er hann lamaðist, röskur maður, sem stundaði alla al- genga vinnu til sjós og lands, og nú hefir hann nær sigrazt á þess- um erfiða sjúkdómi, en vantar heppilega vinnu. Örlögin leggj- ast hart á slíka menn, en hlut- skipti þeirra yrði léttara, ef þeir fengju starfa við sitt hæfi. ThS. —VISIR FJAÐRAFOK Hafnargerðin á Vatnseyri i Patreksfirði er einstök í sinni röð hér á landi. Höfnin er öll gerð á þurru landi, nema upp- gröftur dýpkunarskipanna og er hafnarstæðið allstórt vatn, sem staðurinn dregur nafn sitt af. Hafist var handa um fram- kvæmd þessa vorið 1946, sam- kvæmt samþykt nreppsnefndar Patrekshrepps frá 24. nóv. 1945. Byrjað var á því að þurka vatn- ið með því að dæla því með vél- dælum út yfir granda milli þess og sjávar. Síðan voru steyptar tvær smábátabryggjur í höfn- inni, unnið að uppgreftri með stórum ýtum og stórri skurð- gröfu og rammað niður 320 metra stálþil, sem er viðlegu- pláss hafnarinnar, og er hægt að stækka það mikið með auknum framkvæmdum. Yfirumsjón með verkinu hafði vitamálaskrifstof- an, svo og alla verkfræðilegar leiðbeiningar. Patreksfirðingar vænta sér mikils af aukinni út- gerð, auknum skipakomum og framkvæmdum á staðnum í sambandi við þetta mikla mann- virki. (Árbók Barð.) Fullfermi effir viku. Sem kunnugt er, hafa togar- arnir flestir farið til veiða við Grænlandsmið að undanförnu, bæði til ísfiskveiða og saltfisk- veiða. Togarinn Bjarni riddari, sem er einn þeirra þriggja, sem þar stunda ísfiskveiðar nú, mun hafa farið í gær af stað til Bret- lands með fullfermi, eftir um sjö eða átta daga veiði. Ingólfur Arnarson er að Ijúka sinni veiði- för, og hefir hann verið álíka lengi, og sá þriðji er Fylkir. Á Fyllubanka. Saltfiskveiðatogararnir hafa •verið á Fyllubanka undanfarið, en það er sunnar en ísfiskmiðin. Komu hingað í gær af veiðum við Grænland, Þorsteinn Ing- ólfsson og Úranus, en þeir hafa verið alls um mánaðartíma úti og munu báðir fara á Grænlands mið aftur. Kolbeisey og Grímsey. Norður við Grímsey og Kol- beinsey, hefir verið sæmilegur afli. Þar er Akureyrartogarinn Svalbakur og þar fékk Harð- bakur afla sinn, er hann seldi og fékk afbrags verð fyrir. — Á Halanum er stormasamt og lítil veiði þegar gefur. Þýzkaland — síðusíu sölur. Nú eru fyrstu togararnir á leið til Þýzkalands með ísfisk, Kefl- víkingur og Elliði, en þar hefir markaður verið hagstæður. Eru taldar horfur á áframhaldandi sölum til Þýzkalands. Þessir togarar hafa selt síðustu daga í Bretlandi: Elliðaey, 1791 kit fyrir 4936 sterlingspund; Harðbakur 3394 kit fyrir 10.163 pund; Goðanes, 2277 kit fyrir 5039 pund; Hallveið Fróðadóttir. 2601 kit fyrir 5116 pund. — Sam- tals nema þessar ísfisksölur rúmlega 25.200 sterlingspundum. —Mbl., 15. sept. Kjósendur í 2. kjördeild greiðið C. C. F. atkvæði í BÆJARSTJÓRN: ANDERSON, Victor B. MclSAAC, James R. W. ROBERTSON, Andrew N. 1SKÓLARAÐ: HANSEN, Eric G. SEABERG, Walrer VANDURME, Alberr E. Merkið seðilinn 1, 2, 3 í þeirri röð, er þér æskið Kosningar fara fram 24. okióber 1951 Inserted by the C. C. F. Election Committee Hlynnum að okkar eigin meðbræðrum Haltu tungu þinni frá illyrð- um. Hvert orð er líkast fugli, sem sleppt er lausum, enginn veit hvert hann flýgur. —Ahikar Fyrsta skylda Winnipegborgar er að hlynna að þeim, sem þurfa hjálpar við. Hvað, sem öðrum fjármála- kvöðum líður, verður borgin að annast um húsaskjól, föt og fæði handa því fólki, sem þarfnast aðstoðar næsta ár. Líknarsamlag yðar annast um þetta fyrir atbeina Rauðfjaðraþjónustunnar; í þessu felst það, að í stað 29 fjársafnana, er nú safnað í einu lagi árlega til allra líknarstofnananna. Hugarafstaða okkar til meðbræðranna krefst, að við komum þeim til hjálpar, sem ver eru á vegi staddir en við. Hlynnum að okkar eigin fólki af ráð og dáð. Upphæðin, sem safna skal í ár nemur $649.450 og gengur til 29 Rauðfjaðrastoínana Líknarsamlagsins. JÍetb (^cute frn öm ömt-tátoufí tác COMMUNITY CHEST OF GREATER WINNIPEG NÖFN STOFNANANNA FOR CHILDREN Children's Aid Society of Eastern Manitoba Children's Aid Society of Winnipeg Jewish Children's Home and Aid Society Children's Home of Winnipeg Knowles School for Boys St. Agnes' School St. Joseph's Vocational School Joan of Arc Day Nursery Mother's Association Day Nursery FOR HEALTH Canadian National Institute for the Blind Cancer Relief and Research Institute Children's HospitaJ Victorian Order of Nurses Winnipeg General Hospital FOR THE FAMILY Christmas Cheer Board Family Bureau Home Welfare Association Jewish Old Folks' Home Middlechurch Home FOR YOUTH B'nai B'rith Camp Camp Morton Camp Robertson Carap Sparling Salvation Army Camp Kindergarten Settlement Association Sisters of Service Girls' Club Young Men's Christian Association Young Women's Christian Association FOR OUR COMMUNITY Welfare Council of Greater Winnipeg and Central Volunteer Bureau

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.