Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1951 Minningarguðsþjónusta í , Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Sunnudaginn 26. ágúst varj hátíðarguðsþjónusta haldin að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í minningu þess, að á þessu ári eru þrjár aldir liðnar síðan sálmaskáldið séra Hallgrímur Pétursson fluttist að Saurbæ, en þar var hann prestur frá 1651— 1667, er hann varð að láta af prestsþjónustu vegna holdsveiki, en af völdum hennar andaðist hann árið 1674. 1 Saurbæ orkti Hallgrímur Passíusálma sína, auðgaði þjóð sína að heitustu trúarljóðum, sem kveðin hafa verið á íslenzka tungu. í Saurbæ sat hinn sjúki klerkur við lindina í túninu, sem við hann e\ kennd enn í dag, sökkti sér niður í íhugun trúarinnar og mótaði hugsanir sínar í ljóð, Ijóð sem lifa, ljóð sem yljað hafa þjóðinni um hjartarætur í þrjú hundruð ár. Það var fjölmennt í Saurbæ þenna dag enda veður hið á- kjósanlegasta, hlýtt og stilt, þótt ekki væri mikið sólfar. Guðsþjónustan hófst í kirkj- unni kl. 2 e. h. Kirkjan var þétt- skipuð fólki. Fyrir altari þjónaði biskup landsins herra Sigurgeir Sigurðsson. Trúarljóð séra Hall- gríms hljómuðu enn um hina litlu kirkju og fundu enn endur- óm í hjörtum fólksins. Biskup flutti nokkur ávarpsorð frá alt- ari og mælti á þessa leið: „Ég veit, kæru vinir, að vér erum öll gripin lotningu, þakk- læti og tilbeiðsluhug, er vér komum hingað í þessa litlu kirkju í dag. 1 sambandi við hana, þennan stað og manninn, sem hingað kom fyrir þrem öld- um til þess að þjóna hér í vín- garði heilagrar kirkju, eigum vér minningar, sem eru á meðal dýrustu fjársjóða andans, sem kirkju vorri og þjóð hafa gefizt. Fyrir þá fjársjóði viljum vér þakka í dag. Vér þökkum góðum guði, sem vakað hefir yfir þess- um stað og þessari þjóð, þökk- um honum, sem gaf oss Hall- grím Pétursson og trúarljóðin hans, sem hafa lýst kynslóðun- um og veitt þeim huggun og kraft og von þegar dimmt var í landi, dimmt var í huga og hjarta. Vér lítum í anda liðna tíð í dag. Vér sjáum yfirlætislausan mann, koma hingað í Saurbæ til þess að takast þar á hendur prestsþjónustu. Vér sjáum hann að störfum í kirkjunni, sjáum hann ganga að vinnu á engjum og túni, eins og íslenzkir prestar og bændur hafa jafnan gjört. Vér sjáum hann ganga um stað- inn, upp að lindinni og öðrum kærum stöðum. En anda hans birtust dásamlegar sýnir, jafn- vel þó að rökkvaði fyrir sjónum hans í baráttunni við sjúkdóm sinn og margháttaða erfiðleika. Hann átti þá skuggsjá, er hann sá í hin eilífu og stóru sannindi, sem sættir mannssálina við allt, jáfnvel hina sárustu kvöl og dýpstu sorg. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birta bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Og hann hóf að yrkja sín ó- dauðlegu ljóð. Hann söng um það, sem hjarta hans var dýr- mæast og kærast. Séra Hallgrímur var sjúkur, líkt og líkþráu mennirnir, sem sagt er frá í guðsspjalli þessa dags, og sem vér áðan heyrðum. En hann hafði hlotið þá innri lækningu, þá gjöf, sem tendraði ljós í sálu hans svo að hryggðar- myrkrið sorgar svarta hvarf. Og hann sneri aftur til þess að gefa Guði dýrðina: Meðan lífs æð er í mér heit, ég skal þig, Drottinn, prísa; af hjartans grunni í hverjum reit heiður þíns nafns auglýsa. Hann var guðlegt skáld, „er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng". Móðirin fór með ljóðin hans yfir vöggu barnsins og margt gamalmennið átti enga dýrmæt- ari eign en sálmana hans. Það lýsir vel afstöðu íslenzku þjóð- arinnar til sálma séra Hall- eríms, er gömul kona bað þess a banadegi, að Passíusálmarnir yrðu lagðir í kistuna hjá sér, því þótt bókin yrði að dufti með líkama sínum, þá ætti hún inni- hald hennar og tæki það með sér. Þrjú hundruð ár eru liðin. En Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar og Allt eins og blómstrið eina lifir. Það má vera að sálm- ar hans séu ekki á jafnmargra vörum nú og áður var, en enn þá ljóma hugsanir þeirra og lýsa á harmastundum, og enn hljóma þeir í kirkjum landsins. Passíu- sálmarnir munu aldrei týnast hinni íslenzku þjóð. Þeir halda áfram að verma, hugga og græða og benda sál til himins. Og þótt formið kunni nú að þykja að einhverju leyti ólíkt því, sem samtíðin kann bezt og skoðanir kunni að skilja í ein- stökum atriðum, þá finnum vér ávalt trúartilfinnmguna, auð- mýktina, einlægnina og til- beiðsluna, sem að baki orðanna býr . Séra Hallgrímur Pétursson bar þann kærleika til Krists og fann til með þjáningum hans og dauða á þá lund, sem hlýtur að ná alla leið inn í sál þjóðarinnar, meðan íslenzk hjörtu slá. Það vantar minnisvarða yfir Hallgrím Pétursson hér í Saur- Vegna góðrar bæjarstjórnar KJÓSIÐ ÞESSA ÓHÁÐU FRÁMBJÓÐENDUR 2. Kjördeild Til bæjarfulltrúa BLACK ST JOHN í skólaráð BECK MURPHY,Mrs. ---------------------------3. Kjö rdeild--------------------------- Til bæjarfullirúa í skólaráð REBCHUK GRAHAM WAGNER ZAHARYCHUK Njóta meðmæla s CIVIC ELECTION NEFNDARINNAR Merkið kjörseðilinn 1 og 2 í þeirri röð er þér æskið Kjörstaðir opnir 10 f. h. til 9 e. h. — miðvikudag, 24. október bæ. Það orkar ekki tvímæli hvernig sá minnisvarði á að vera. Mætti þessi dagur festa með oss og allri íslenzku þjóð- inni það áform að reisa þann minnisvarða sem fyrst, — Hall- grímskirkju í Saurbæ. Það er minnisvarði í anda hans, sem kvað: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lífi og byggðum halda. Amen". Síðan flutti prófasturinn séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ prédikun, þar sem hann meðal annars rakti helztu æviatriði sálmaskáldsins.» Að lokinni guðsþjónustu flutti Dr. Sigurður Nordal snjallt er- indi um sálmakveðskap séra Hallgríms og gildi hans fyrir þjóðina fyrr og síðar. Gestur Pálsson leikari las kvæði Matt- híasar Jochumssonar um Hall- grím. Gengið var að leiði séra Hallgríms og lagði biskupinn blómsveig á gröf hans frá ís- lenzku kirkjunni, mælti nokkur þakkarorð fyrir hönd kirkjunn- ar og þjóðarinnar og blessaði yfir leiði hans og í sama bili brauzti sólin fram úr skýjum og hellti geislum sínum yfir gröf skálds- ins. Að því búnu gekk fram séra Friðrik Friðriksson, sem um þessar mundir dvelst í stöðvum K. F. U. M. í Vatnaskógi skammt frá Saurbæ, og flutti kveðju æskumannanna þar til séra Hall- gríms. —Kirkjublaðið, 3. sept. Ræktun regnbogasilungs reynd í fyrsta skipti hér a landi Stærsta klakstöð landsins reisí við Grafarholtslæk — eigendur veiðivatna geta lálið fóstra þar seiði lil 1 árs aldurs. í tveimur litlum tjörnum, sem gerðar hafa verið í hall- anum við lækinn hjá Grafar holti í Mosfellssveit, eru nú 150 þúsund smáfiskar. Þegar þeir stækka verða þeir fluttir á markað og seldir fyrir erlendan gjaldeyri. Fiskurinn þarna í tjörnunum við Grafarholt er regnbogasil- ungur, og það er Skúli Pálsson, sem er að ryðja braut á Islandi nýjum atvinnuvegi, sem stund- aður hefir verið með góðum ár- angri í Danmörku og fleiri lönd- um allt frá síðustu aldamótum. í Danmörku til dæmis er regn- bogasilungurinn alinn upp víðs vegar um landið og f luttur í stór- um stíl til Bandaríkjanna, þar sem hann er seldur góðu verði; svo að hann skapar Dönum veru legar gjaldeyristekjur. Byrjað á ræktun fisksins í vor. Skúli Pálsson hefir lengi hafc í huga að koma á ræktun regn- bogasilungs hér á landi ,og í vor fékk hann hingað til lands all- mikið af augnhrognum frá Dan- mörku. — Flytja Danir slík hrogn í milljónatali árlega til margra landa í Norðurálfu. Skúli fékk danskan sérfræð- ing, Niels Andersen að nafni, til þess að annast uppeldi fisksins, og nú eru seiðin í tjörnunum viö Grafarholtslækinn orðin 6—8 sm. að lengd, og mjög bústin og pattaraleg, svo að auðséð er, að þau hafa þrifizt mætavel af lifr- inni, þorshrognunum og fisk- stöppunni, sem þau eru fóðruð •. Hvergi sést í tjörnunum svo mikið sem eitt einasta seiði dautt. 150—200 grömm á 2—3 árum. Regnbogasilunginn þarf að ala í tjörnum í nokkur misseri, unz hann er orðinn 150—200 grömm að þyngd. Þá er honum slátrað, enda orðinn mjög eftirsótt vara, sem er auðseljanleg erlendis, að minnsta kosti eins og nú er. Er mikils vert að öðlast reynslu og kunnáttu um uppeldi regnboga- silungsins, því að aðstaða okkar um fóður handa honum virðist vera góð, svo að ekkert er lík- legra en við gætum stundað regnbogasilungsrækt með ágæt- um árangri. Uppeldi á laxaseiðum og vatnafiski. Jafnhliða regnbogasilungs- ræktinni hefir Skúli reist þarna efra stærsta klakhús landsins, þar sem unnt verður að klekja út þremur milljónum seiða. Ætlar hann ekki einungis að nota það í sambandi við regn- bogasilunginn, heldur hyggst hann einnig að klekja úr hrogn- um og ala upp lax- og vatna- fisksseiði fyrir þá, er þess óska. Ætlar hann ekki að láta seiðin fara úr stöðinni sem kviðpoka- seiði, eins og tíðkazt hefir í klak- stöðvum hér, heldur ala þau upp, þar til þau eru með öllu laus við kvikpokann og orðin fær í flestan sjó. Þrjár slíkar klakstöðvar eru til í Svíþjóð, og eru taldar hafa gefizt mjög vel. Þegar um vatnasilung er að ræða, eru 25—40 rí slíkra seiða talin komast upp, en 3—-5% af laxaseiðum, og eru það marg- falt minni vanhöld en þegar seiðunum er sleppt sem kvið- pokaseiðum. Eitt ár í fóstri. Seiði úr þeim hrognum, sem Skúli tekur í klak í haust, verða því í fóstri í stöðinni þar til næsta haust, en þá verða þau orðin þróttmikil og spræk og fær um að bjóða ýmsum hættum byrginn. — Virðast líkur til mjög skjóts árangurs við upp- eldi fisks í ám og vótnum með slíkri aðferð, enda reynsla feng- in um það erlendis. Árnar og vötnin miklar tekjulindir. Það er engum vafa undirorp- ið ,að ár okkar og vötn geta gef- ið miklu meiri arð en nú er, enda raunar furða, hvað enn er af fiski í þeim eftir langa rán- yrkju og síðan nú á síðustu ár- um aðeins klak í'smáum stíl. En þegar menn hafa áttað sig á því, hvernig stunda á fiski- rækt, og hvaða aðferðir gefa bezta raun, er varla efi á því, að góð veiðivötn og veiðiár geta gefið stórkostlegar tekjur ár- lega, margfalt á við það, sem nú er. Merkilegt brautryðjendastarf. Hið tvíþætta starf Skúla Páls- sonar í fiskiræktarmálum er merkileg nýjung, bæði uppeldi regnbogasilungsins og uppeldi seiða af íslenzkum stofni, unz þau .eru komin á það aldurs- skeið, að mestu hættunni er bægt frá þeim. Hvorttveggja get- ur, ef vel tekst, lagt grundvöll að raunverulegri fiskirækt á Islandi og gefið þjóðinni stór- auknar tekjur, og þyrfti slíkt brautryðjendastarf að njóta veru legrar fyrirgreiðslu af opinberri hálfu, unz það er komið yfir byrjunarörðugleikana. —TÍMINN, 19. sept. Sólskin í hverju korni — Hvernig er það með hann frænda þinn. Þarf hann að borga nema hálfvirði þegar hann fer í kvikmyndahús, hann hefir bara eitt auga? — Það er nú bara sem þú heldur, en það þarf að borga tvö- falt fyrir hann, því að hann er helmingi lengur en venjulegt fólk að sjá myndina. MADUR er nefndur De Vlieger. Hann er belgiskur að ætt, en fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var tíu ára að aldri. Hann gerðist vélamaður og fyrir 24 ár- um fluttist hann til California og settist að í dalnum, þar sem árnar San Joachim og Sacra- mento mætast. Þar er frjósamt og flatt land og hann sá þegar að þar mundi gott undir bú, ef menn legðu stund á að rækta einhverja eina tegund jarðar- gróða. Árið 1930 fékk hann sér svo 300 ekra land þarna og byrj- aði búskap fyrir sjálfan sig. Hann ræktaði þar majs, bygg, hveiti og alfa-alfa til þess að fá nægar tekjur, en aðal-áhugamál hans var að rækta sóliífil (helianthus), sem engum hafði áður dottið í hug að rækta í stór- um stíl. Menn vissu þó að sól- fífill var til margra hluta nyt- samlegur. Blómin höfðu verið notuð til þess að lita með þeim gulan lit, blöðin voru notuð til gripafóðurs og úr fræunum eða aldinunum, höfðu verið gerðar fóðurkökur handa hænsnum. Auk þess hafði verið unnin mat- arolía úr fræinu. En sólfífllinn var hvergi ræktaður í stórum stíl. Ástæðan til þess að De Vlieger fór að rækta sólfífil var sú, að hann hafði lesið í gamalli ferða- bók eftir einhvern bélgiskan mann, sem hafði verið að ferð- ast meðal Manchu-þjóðflokksins í Asíu. Segir hahn þar frá veizlu höldum þeirra á þessa leið: „Þetta eru einkennilegir menn, því að þeir éta sólfíflafræ, og það er engu líkara en að fræið streymi upp í annað munnvikið á þeim og út um hitt munnvikið. Lærðir menn þar sögðu mér að mikill lækningakraftur fylgdi þessu fræi og í því væri fólginn sá safi er lengdi líf manna". Til þess nú að ganga úr skugga um hvort nokkuð væri hæft í þessu, fór De Vlieger á fund sérfræðings til þess.að láta hann rannsaka gæði fræsins, og sér- fræðingurinn sagði að „sólskin væri í hverju korni". Hann sagði ennfremur að neyzla þess mundi bæta sjónina, gera menn liðlegri í vexti, eyða fitu, draga úr blóð- þrýstingi og róa taugakerfið. Síðan lét landbúnaðar ráðuneyt- ið bandaríska rannsaka hvaða efni væri í sólfíflafræi og hefir lýst yfir því, að það sé hlaðið af köfnunarefni, kalki, fosfór, járni, caroten, thiamine, riboflavin og niacin. Rannsóknirnar sýndu að í því var geysimikið af A-fjör- efni og miklu meira af B- og D- fjörefni en í nokkrum öðrum matvælum, sem ræktuð eru. Þegar hér var komið fór De Vlieger að rækta sólfífil í stór- um stíl og hugði að auðvelt mundi að fá markað fyrir fræið. En það varð annað uþpi á ten- ingnum. Hann ferðaðist til New York til þess að reyna að koma þessari nýju fæðutegund á framfæri, en menn vildu ekki hlusta á hann. Vonsvikinn var hann svo eitt kvöld á rölti í fá- tækrahverfi borgarinnar. Það var kalsaveður og rigning. Að honum hópuðust holdvotir ungl- ingar, illa til fara og gráir í gegn af sulti. Þeir báðu hann að gefa sér sælgæti. De Vlieger átti ekkert sælgæti og enga peninga til að kaupa það fyrir, en hann var með vasana fulla af sólfífla- korni. Hann tók upp hnefafylli sína og rétti þeim. Þeim leist ekki á þetta. „Er þetta ætt?", spurðu þeir. Hann sýndi þeim þá hvernig þeir ættu að ná kjarnanum úr hýðinu, og þá gleyptu þeir á svipstundu alt, sem hann var með í vösum sín- um. Hann starði forviða á þá. En svo tók hann til fótanna og hljóp til gistihússins, þar sem hann bjó, tók óll sýnishornin, sem hann hafði farið með til borgarinnar, og þaut svo þangað aftur sem krakkarnir voru og útbýtti því á meðal þeirra. Þeg- ar þau skildu við hann var gatan þakin af frækornahýði. En hann hélt heim glaður í anda og sagði við sjálfan sig: „Úr því að'börn- unum þykir þetta svona gott, þá ætla ég að halda áfram að rækta sólfífla. Einhver fæst til að selja vöruna". Og nú er svo komið, að fólk, sem gat ekki hugsað sér það fyrir nokkrum árum að leggja sér sólfíflafræ til munns, er nú orðið sólgið í það. Það er borið á borð í samkvæmum, úr því er gerður drykkur og jurtafeiti. Það er hægt að fá keypt sólfífla- mjöl og söltuð fræ, líkt og salt- aðar hnetur. Og það er haft í sælgæti, og þetta sælgæti er heilsusamlegt, þvert á móti því sem venjulegt er um sælgæti. Ýmsir fleiri eru farnir að rækta sólfífla síðan eftirspurn að fræinu jókst. Árið 1949 var andvirði uppskerunnar í Banda- ríkjunum 634.500 dollarar. — Búnaðarmálaráðuneytið varar þó menn við að leggja of mikið í þessa ræktun, því að enn sé eftirspurnin takmörkuð. Það er sérstaklega nokkur áhætta fyrir bændur, sem ekki hafa hentug- ar vélar, en De Vlieger hefir látið smíða handa sér hentugar sláttuvélar og þreskivélar, og nú selur hann fræ fyrir 100.000 dollara á ári, enda hefir hann nú 2000 ekrur undir ræktun. —Lesb. Mbl. Vinur: „Segðu mér, kunningi, hvernig þú fórst að því, að afla þér svona margra viðskiptavina. Ég sé svo fjölda margt kvenfólk fara inn í búðina þína á hverj- um degi". Kaupmaðurinn: „Það skal ég segja þér í trúnaði, lagsmaður. Ég fékk mér páfagauk og kenndi honum að tala nokkur orð. Síð- an lét ég hann í búr og setti það framan við búðardyrnar. Og í hvert skipti sem einhver kona kemur inn í búðina, segir hann: „Ó, hvað hún er indæl! Ó, hvað hún er fín!" Já, þú ættir að sjá hýru augun, sem þær gefa hon- um, konurnar, sem koma að verzla við mig". Kaupið þennan stóra pakka

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.