Lögberg - 01.11.1951, Síða 1

Lögberg - 01.11.1951, Síða 1
PHONE 21 374 t j u*»'w ,Tvers A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 i u^'e rvru Cle^eTS 1.awr10 S‘ A Complele Cleaning Inslitulion 64. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951 NÚMER 44 Hann muldrar ekki í barm sér X-VL’OGS^X-------------'\X Winsfon Churchill tekur viö völdum á Bretlandi Úrslit brezku kosninganna, sem fram fóru á Bretlandi síðastliðinn fimtudag, féllu á þann veg, að í haldsflokkur- inn undir forustu hins víðfræga bardagamanns, Mr. Churchills, gekk sigrandi af hólmi og hefir þegar tekið við völdum; en ekki varð þó fylgismunur verkamanna- flokksins og íhaldsflokksins meiri en það, að hin nýja stjórn nýtur af eigin ramleik aðeins átján þingsæta meiri- hluta; þessu til viðbótar, veita sex Liberalar stjórninni stuðning í meginmálum, og ef til vill þrír utanflokkaþing- menn. Svo fljótvirkt er brezkt þingræði, að eigi hafði fyr orðið kunnugt um fullnaðarúrslit, en Mr. Attlee gekk á fund konungs og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt; að því búnu gerði konungur þegar boð eftir Mr. Churchill og fól honum á hendur myndun nýs ráðuneytið, er hann varð fúslega við. — Ráðuneytið er enn eigi að fullu skipað, en Anthony Eden hefir tekið að sér forustu utanríkis- ráðuneytisins, jafnframt því sem hann verður varafor- sætisráðherra og framsögumaður stjórnarflokksins í neðri málstofunni. Skipaður í mikilvæga stöðu Sennilegt er, að eitt hið fyrsta, sem Winston Churchill tekur sér fyrir hendur sem forsætis- ráðherra Bretlands er, að heim- sækja Harry Truman, Banda- ríkjaforseta, og er talið að hann muni hafa ólíkt meiri áhrif á hann persónulega heldur en fyrirrennari hans, Clement Attlee. I því sambandi er sögð sönn saga, sem er alvarleg en þó óneitanlega spaugileg: OÞað var fyrir mörgum mán- uðum síðan, þegar Mr. Attlee hraðaði sér til Washington til þess að telja Mr. Truman af því Úrslit kosninga Viclor B. Anderson Endurkosinn í 2. kjördeild Bæjarstjórnarkosningar, sem fram fóru þann 24. október síð- astliðinn, breyttu að litlu til um samsetning eða flokka- skipun bæjarráðs að öðru leyti en því, að Mr. Forkin, er lengi hefir setið í bæjarstjórn fyrir hönd kommúnista, tapaði með fjögurra atkvæða mun fyrir Mr. Frank Wagner, er bauð sig fram af hálfu borgaraneíndarinnar; líklegt þykir, að Mr. Forkin krefjist endurtalningar. I 2. kjördeild voru endur- kosnir í bæjarráð þeir Jack St. John, er eins og á undanförnum árum fékk langhæzt atkvæða- magn, James Black og Victor B. Anderson. Jack Sl. John Endurkosinn í 2. kjördeild Kosinn forseti Kennarasamband Winnipeg- borgar hefir á nýlega afstöðnu ársþingi sínu, kosið Axel Vopn- fjord kennara við Technical Vocationalskólann hér í borg til forseta fyrir næsta starfsár; er þetta .verðug sæmd, því Mr. Vopnfjord nýtur almennrar hylli sem valmenni og hinn hæf- asti maður í sinni stétt; fyrir fá- um árum hlaut hann Bachelor of Education mentastig við Manitobaháskólann; um tólf hundruð kennarar sóttu þingið. að láta varpa atomsprengjum af handahófi. Það var fljótlega gengið frá því atriði, því Mr. Truman hafði engan slíkan á- setning í huga, en það voru önn- ur mál sem þurftu að koma til umræðu. Mr. Attlee hafði verið vendi- lega undirbúinn af ráðuneyti sínu, til að sýna Mr. Truman fram á, að skortur af hráefnum væri orðinn hættulegur brezka viðskiptakerfinu. Hann talaði lengi við Mr. Truman og benti honum á, að ef ekki væri hægt að stöðva hækkunina á verði hráefna, gæti alt farið í kalda kol á Bretlandi. Þegar hann hafði lokið þessari dapurlegu ræðu ^sinni, urðu menn steinhissa að sjá Mr. Truman brosa ánægjulega. „Þetta er fyrirtak, herra for- sætisráðherra“, sagði h a n n. „Þetta er ágætt, þessu fagna ég að heyra“. Mr. Attlee hafði muldrað í barm sér, eins og hans er venja, og það, ásamt hinum ókunnug- lega brezka framburði, olli því, að Mr. Truman hafði ekki skilið eitt einasta orð, sem hann sagði. Mr. Churchill muldrar ekki í barm sér, og hann er aldrei myrkur í máli. Úr borg og bygð The November meeting of the Jón Sigurdson Chapter I.O.D.E. will be held in the home of Mrs. J. F. Kristjanson, 788 Ingersoll St. on Friday, Nov. 2, at 8 o’clock. ☆ Mr. Lincoln Sveinsson, lyfja- fræðingur og frú, frá Saskatoon, ásamt ungum syni sínum eru nýkomin til borgarinnar. Mr. Sveinsson er starfsmaður Horner Pharmaceuticals og hann hefir nú tekið að sér ábyrgðarstöðu fyrir þetta félag .hér í borginni. Lincoln er sonur Mrs. Minnie Sveinson, 11. Acadia Apts. hér í borg, og fagna margir vinir hans og fjölskyldunnar heim- komu hans til Winnipeg. ☆ Þann 1. september síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband að Santa Monica, California, þau Mr. Frederick Friðgeirsson, 1235 Granville Avenue, og Mrs Helga Orton frá Culver City. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Asgeir Friðgeirsson, sem um langt skeið áttu heima að Árborg, Man., en brúðurin er dóttir Jónasar heitins Jónasson- ar, sem mörgum er að góðu kunnur frá all-langri dvöl í Sel- kirk og Winnipeg, en lézt í höfuð stað íslands; brúðurin er systir hins þjóðkunna athafnamanns, Sigurðar Jónassonar lögfræðings og forstjóra í Reykjavík, en stjúpmóðir hennar, frú Jóhanna Jónasson, er búsett í Winnipeg. Heimili þeirra Mr. og Mrs. Friðgeirsson verður að 9708 National Bouleward, Culver City, Cal. ☆ Mrs. J. T. Johannson — Thelma, dóttir Árna heitins Eggertssonar — kom til borgar- innar um miðjan október. Héð- an fór hún til Montreal, dvaldi þar í tvær vikur hjá stjúpsyni sínum, og lagði af stað flugleiðis síðastliðinn laugardag til Wales á Bretlandi í heimsókn til dótt- ur sinnar, Mrs. Harold Williams, sem þar er búsett. Hún gerir ráð fyrir að dvelja þar í vetur og, ef til vill, að heimsækja Island áður en hún kemur til baka. J. F. Krisljánsson Síðastliðinn laugardag gerði Mr. Fred J. W. White umsjónar- maður atvinnumála, sem skrif- stofu hefir í Winnipeg, kunnugt að Mr. J. F. Kristjánsson hefði verið skipaður af sambands- stjórn nýr Regional Employ- ment Officer fyrir norðvestur Ontario, Sléttufylkin þrjú og Peace River bygðarlögin í British Columbia; er hér um að ræða mikla virðingar- og ábyrgð- arstöðu, sem er talandi vottur þess hvers álits og trausts Mr. Kristjánsson hvarvetna nýtur; hann er maður frábærlega skyldurækinn um störf og býr yfir þeim hyggindum, sem í hag koma. Mr. Kristjánsson var um langt skeið í þjónustu Canadian National Railways, og starfaði þar í þjónustu nýbygða- og land- búnaðardeildarinnar, og er því manna kunnugastur staðháttum; um tíu ára skeið var hann ráðu- nautur þeirrar nefndar, >er um endurskipulagningu b ú n a ð a r fjallaði og átti í fimm ár sæti í þeirri nefnd. Árið 1943 gekk Mr. Kristjáns- son í þjónustu sambandsstjórn- ar, er farið hafði fram á það við Canadian National Railways að mega verða aðnjótandi starfs- krafta hans. Mr. Kristjánsson var í fimm ár umboðsmaður Canadian National Land Settle- ment samtakanna, en í fimtán ár féhirðir Scandinavian Colo- nization-félagsskaparins; og nú er hann ábyrgur fyrir þrjátíu atvinnuskrifstofum í áminstu umdæmi; hann á heima að 788 Ingersoll Street; hann er kvænt- ur Steinunni Hallsson frá Lund- ar, hinni ágætustu konu; þau eiga þrjú mannvænleg börn, og er elzt þeirra Friðrik, sem unnið hefir margvíslega sigra á erfiðri mentabraut. Gestkvæm!1 á prestssetri , Á föstudaginn og laugardag- inn í vikunni, sem leið, var gest- kvæmt á hinu nýja og vin- gjarnlega heimili þeirra séra Valdimars J. Eylands og frú Lilju Eylands, að 686 Banning Street. Eins og auglýst hafði verið í vikunni á undan, buðu kvenfé- lög Fyrsta lúterska safnaðar í samvinnu við djáknanefndina, meðlimum og vinum safnaðar- ins, að kojna og skoða hið nýja prestssetur og þiggja þar beina; um hálft fjórða hundrað manns notuðu sér þetta tækifæri; voru veitingar hinar rausnarlegustu og alúð prestshjónanna rómuð. Sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson hefir sæmt Barney Egilsson T)æjarstjóra á Gimli riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. Mr. Egilsson hefir gegnt bæjarstjórasýslan sinni um allmörg ár við góðan orð- stír, enda ér hann vinsæll mað- ur og greinargóður; með þessu hefir hann eigi aðeins þegið persónulega sæmd, heldur og engu síður íslenzka landnámið á Gimli, er í fyrra hélt hátíðlegt 75 ára afmæli sitt. Við afhending orðunnar, sem fram fór við kvöldmessu í lút- ersku kirkjunni á Gimli á sunnu- dagskvöldið var, mælti ræðis- maður íslands á þessa leið: Ávarp flult af Gretti Leo Jóhannson raeðismanni íslands í Sléttufylkjunum. Kæru vinir! Ég er hingað kominn í kveld til að inna af hendi verk sem vekur hjá mér sérstakan fögnuð; ég minnist þess, og við minnumst þess öll, er hin sögulega land- námshájjð ykkar og okkar í til- efni af 75 ára landnáminu var hátíðleg haldin í þessum bæ í fyrra sumar. Á þennan stað komu umkomulitlir innflytjend- ur frá íslandi um haustið 1875; það var því vel til fallið og í Hlýtur doktorsgráðu Á miðvikudaginn í vikunni, isem leið, hlaut I. Gilbert Árna- son, skólastjóri við Mulvey gagnfræðaskólann hér í borginni doktorsgráðu í heimspeki við Manitobaháskólann fyrir frá- bærar og mikijvægar rannsókn- ir í dýrafræði; hefir nokkur hluti doktorsritgerðarinnar ver- ið birtur í Elisha Mitchell Scientific Society’s Journal Hinn nýi doktor er ágætur fræði- maður með glæsilegan námsferil að baki. Dr. Árnason er sonur Svein- bjarnar Árnasonar trésmíða- meistara, sem ættaður var úr Borgarfirði hinum syðra, er var kunnur hagyrðingur, sem lézt í Chicago, og eftirlifandi ekkju hans, frú Maríu Bjarnadóttur, ættaðri úr Árnessýslu. Dr. Árnason naut alþýðu- skólamentunar í Winnipeg, út- skrifaðist af Manitobaháskólan- um sem Bachelor of Arts 1926, en hlaut meistaragráðu við sömu mentastofnun 1929. Hann stund- aði framhaldsnám um hríð við háskólann í Chicago, en skóla- kenslu í Winnipeg hóf hann árið 1924. Barney Egilson rauninni sjálfsagt að minningar- hátíðin færi hér fram. Ættþjóð okkar á Islandi sýndi landnáminu í Manitoba, og þá ekki sízt við Winnipegvatn, þann sóma að send£ á hátíðina sér- stakan erindreka ríkisstjórnar- innar, herra Pálma Hannesson rektor við Menntaskólann í Reykjavík, og var komu hans og frúar almennt mjög fagnað. Ríkisstjórn íslands hefir ekki viljað láta þennan sögulega at- burð fram hjá sér fara án þess að Gimlibæ væri sérstakur heið- ur sýndur og hún valdi þann kost, að heiðra Gimlibæ með því, að sæma bæjarstjóra hans, er í hátíðinni tók þátt, herra Bjarna Egilsson riddarakrossi íslenzku fálkaorðunnar. Mr. Bjarni Egilsson! I deem it, Sir, an honor and privilege to be able, on behalf of the, President and Govern- ment of Iceland, to invest you with the Knight Cross of the Order of the Falcon, which I know is well deserved by you and honor to the community as well. Viðræður um vopnahlé Síðastliðna viku og fram að þessum tíma, hafa staðið yfir viðræður milli umboðsmanna Sameinuðu þjóðanna annars vegar og kommúnista hins veg- ar, varðandi vopnahlé í Kóreu; fram að þessu hefir lítið áunnist, þó ekki vonlaust um árangur; nú snýst deilan um það, hvar og hve stórt hið friðlýsta svæði skuli vera, þar sem lína skuli dregin milli beggja aliðja. Snarpar orustur eru háðar á öllum vígstöðvum, og veitir herjum Sameinuðu þjóðanna jafnaðarlegast nokkru betur en kommúnistum. DR. PÁLL ÍSÓLFSSON DÓMKIRKJUORGANISTI er heldur orgelhljómleika í Westminsterkirkjunni hér í borginni á föstudagskvöldið þann 9. þ. m., kl. 8.30. Frá æviferli og tónlistarstarfsemi þessa merka manns og kær- komna gests, var allýtarlega skýrt hér í blaðinu í fyrri viku, og er þess, að vænta, að eins margir íslendingar og vetlingi geta valdið, sæki áminsta hljómleika.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.