Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 1
y PHONE 21 374 . - _ X Cleaning Instilution PHONE 21374 A Complete Cleaning Inslituiion 64. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1951 NÚMER 47 Braut frá Riverfron 70 mílur norður með vatninu Monarch Construction félagið, sem myndað var af S. V. Sigurd- son, frændum hans og Oddi Ólafsson, Riverton, Man., hefir unnið • að því síðan veturinn 1948—'49 að ryðja braut norður frá Riverton, gegnum Howard- ville, með fram Washow Bay, norður með ströndinni til móts við Matheson eyjuna. Þetta eru 70 mílur gegnum kargaskóg, fen og foræði. Vegalengdin er álíka og frá Netley-læk til Riverton. Samkvæmt viðtali, er Winnipeg Tribune átti við S. V. Sigurdson, sem nú er bæjar- stjóri í Riverton, telur hann að jarðvegurinn, sem þessi nýja braut liggur í gegnum sé eins góður eins og á svæðinu frá Netley-læk til Riverton, en það svæði er eitt af þéttbýlustu bún- aðarsvæðunum í Manitoba. Búið er að byggja upp braut- ina frá Riverton til Beaver Point, um 40 mílur, og er verið að undirbúa að mölbera hana. Kostnaðurinn við þann vegar- spotta er kominn upp á $50.000 Þaðan liggur vegurinn til Bull Head, Little Bullhead, Pine Dock og Dog Head. Fram að þessu hafa þessir staðir haft samband við umheiminn með bátum á sumrin og hundum, véla-sleðum og snjóbílum eftir vatninu á vetrin. En þegar vatnið frýs eins snögglega eins Þing sameinuðu þjóðanna Það, sem markverðast hefir fram að þessu gerst á ársþingi sámeinuðu þjóðanna í París, er fólgið í því, að nú hafa verið teknar til umræðu og yfirvegun- ar tillögur Trumans forseta um hugsanlega takmörkun vopna og e f t i r 1 i t með hergagnafram- leiðslu; utanríkisráðherra Banda ríkjanna, Dean Acheson, fylgdi málinu úr hlaði með skilmerki- legri ræðu, þar sem hann lagði megin áherzlu á það, hve óhjá- kvæmilegt það væri, að alþjóða- mál væri rædd af fylztu hrein- skilni og ekki farið í launkofa með neitt; vesturveldin hefðu ekkert óhreint í pokanum og þar af leiðandi gætu þau óhikað lagt mál sín fyrir dómstól al- þjóðaálits án ótta eða undan- færslu; brýndi hann fyrir Rúss- um að brjóta odd af oflæti sínu og sanna friðarvilja sinn í verki; en hvernig til tekst um slíkt, verður sennilega fyrst um sinn álitamál, eftir því sem ráða má af undirtektum Vishinsky's fram að þessu. Ægileg flóð í ítalíu Svo miklir vatnavextir hafa veirið í Po-ánni síðastliðnar tvær vikur, að bæir og borgir á árbökkunum hafa farið í kaf. Yfir 100 manns hafa týnt lífi sínu; 200 þúsundir manna eru á flótta frá heimilum sínum; margir, sem ekki gátu forðað sér í tæka tíð látá fyrirberast uppi á loftum, húsþökum og í trjátoppum og er verið að reyna að bjarga þeim þaðan, en rign- ing, þoka og illviðri hefir mjög hamlað bjórgunartilraununum. Sagt er að þetta sé það ægi- legasta áfall af vóldum náttúru- afla í Italíu síðan í landskjálft- unum mikJ.u 1908. og í haust og bátar komast ekki hinar áætluðu ferðir með matar- byrgðir, horfir til vandræða í þessum byggðum, því talsverður tími líður þar til ísinn er nógu traustur til umferðar. Fyrir þessa ástæðu var byrjað á braut- iruii 1948, en þá fraus vatnið líka óvenjulega snemma. Við- burðirnir í haust munu og hraða brautargerðinni, og þó hún sé enn ófullgerð, aðeins skógurinn ruddur á norður endanum, hefir verið reynt að notast við hana síðan vatnið fraus. Fjöldi fiski- manna, sem ætluðu norður með bátum komust ekki norður með veiðarfæri sín og verða að reyna að komast norður sem fyrst á hundum, dráttarvélum og snjó- bílum. Eftir þessari braut verður hægt að flytja fisk frá þessum stöðvum, auk þess er nú verið að nema lönd með fram braut- inni, því eins og áður er sagt, er jarðvegurinn góður, en áður en hægt er að nota hann verður að ryðja skóginn og ræsa fram löndin, eins og gert var í Nýja- íslandi á landnámstíð, en nú eru til ólíkt betri tæki til þess. Þá minnist fréttaritarinn á brautina frá Fljótsbyggð til Mikleyjar-byggðar, nú kallaðar Riverton og Hecla, elztu ís- lenzku byggðirnar hér í álfu. Nú er búið að gera veg þvert yfir eyjuna og frá Riverton að vatninu að vestan verðu og frá Riverton austur að vatninu Nú vantar brúna yfir mjósund- ið — brúna, sem þetta fólk hefir dreymt um í 75 ár. Mikleyingar hafa átt í sömu vandræðum í 75 ár og þessar litlu nýbyggðir norður með vatninu, þegar vatn- ið er að leggja og leysa. Margir hafa flutt frá eyjunni vegna þessara samgönguörðugleika, en Mikley er samt enn stór byggð, telur um 350 manns. Eftir öll þessi ár eiga þeir skilið að tengj- ast meginlandinu. Hvenær kemur brúin? Lýkur meisf-araprófi Thor Thorgrímsson, M.A. Þann 9. yfirstandandi mánað- ar lauk Thor Thorgrímsson með hárri fyrstu einkunn, meistara- prófi við háskólann í Toronto; í fyrra útskrifaðist hann sem Bachelor of Arts frá Manitoba- háskólanum; hefir hann um hríð gefið sig við sögu miðaldanna, en mun nú leggja stund á forn- norrænar bókmentir; þessi frækni námsmaður er einn hinna kunnu og gáfuðu Einarsstaða- systkina, en foreldrar hans eru þau séra Adam heitinn Thor- grímsson og eftirlifandi ekkja, frú Sigrún Thorgrímsson, sem búsett er í Winnipeg. Mr. S. V. Sigurðson Fyrsíi bæjarstjori í Riverton Þorpið Riverton við íslend- ingafljót í Nýja-íslandi, sem lengi gekk undir nafninu Ice- landic River, hefir nú verið lög- gilt og öðlast bæjarréttindi; fyrsti bæjarstjórinn, Mr. S. V. Sigurðson, var kosinn gagn- sóknarlaust; hefir hann langa reynslu í meðferð héraðsmál- efna; hann er kunnur athafna- maður og drengskaparmaður í hvívetna; foreldrar hans voru hin mikilhæfu hjón, Stefán Sig- urðsson kaupmaður á Hnausum og frú Valgerður, sem fyrir skömmu er látin. Kínverjar í Winnipeg neyddir til fjárútláta kommúnista í 5000 mílur til Níðingshönd Kína nær yfir Winnipeg. Á laugardaginn skýrðu bæði dagblöð borgarinnar frá því, að Kínverjar í Winnipeg, sem eiga skyldmenni í Kína, fengju nú stöðugt bréf frá Kína þess efnis, að þeir yrðu að senda lausnar- gjald fyrir skyldmenni sín, ann- ars yrðu þau send í fangabúðir eða tekin af lífi. Hér í borginni búa um 700 Kínverjar og aðal- lega eru það kaupmenn, matsölu- menn og aðrir, er virðast vel- megandi, sem fá þessi bréf. Sumir svara ekki bréfunum, en aðrir senda alla þá peninga, sem þeir geta náð saman, til þess að reyna að bjarga fjölskyldum sínum. Fréttaritarar blaðanna töluðu við marga þessa menn og allir eru þeir ótta- og kvíðafullir yfir afdrifum sinna nánustu í heimalandinu, og allir biðja þeir að láta ekki nafns síns getið, því 'að kommúnistar muni þá hefna sín á skyldmennum þeirra. Þessum kúgunaraðferðum er beitt við Kínverja, hvar sem þeir eru búsettir í Canada og Bandaríkjunum, og nú er verið að rannsaka þetta mál sunnan línunnar. Ný söguleg skáld- saga komin út Nýkomin er út skáldsagan „Yngvildur fögurkinn", eft- X ir Sigurjón Jónsson. Er þetta fyrra bindi sögunnar, en efni hennar er sótt í Lax- dælu. Sigurjón Jónsson hefir verið allmikilvirkur við rit- störfin og liggja eftir hann skáldsögur, smærri sögur, ljóð og leikrit. „Yngvildur fögurkinn" er snotur bók, 211 bls. að stærð, gef in út af Iðunnarútgáfunni, prentuð í Víkingsprenti. —VISIR, 12. okt. NAL ætlar að smíða nýtt Bergensfjörd Norsk-Ameríska línan áform- ar að láta smíða nýtt hafskip, sem verður 17,000 lestir, og verð- ur það sennilega smíðað í Bret- landi. Á fyrsta farrými verður rúm fyrir aðeins 100 farþega, en 800 á 2. farrými (tourist class). Lík- legt er að skip þetta verði nefnt Bergensfjörð, eftir hafskipi sem félagið átti og hafði í förum milli Norðurlanda og New York 1913-1939, og viðkunnugt var. Hið nýja Bergensfjörð verður ekki fullgert fyrr en 1955, og mun eiga að koma í stað Stav- angerfjörðs, sem hefir verið 33 ár í förum. — Hið nýja skip á að hafa 20 hnúta hraða, eins og Oslofjörð, og hafa viðkomu í Bergen, Stavanger, Kristians- sand, Kaupmannahöfn og Oslo, og fara hálfsmánaðarlega til New York. Miklu hlýrra nú en í fyrra Sá er munur á tíðarfari nú og í fyrra, að þann 4. októ- ber í fyrrahaust voru snjóa- lög þannig á Hellisheiði, að bifreiðarstjórar kynokuðu sér við að fara yfir hana. Bifreiðar, sem þá fóru yfir heiðina voru hátt á 5. klst. að brjótast yfir hana, en margar tóku þann kost heldur að fara Krýsuvíkurleiðina. Það sem af er haustinu í haust hefir ekki gránað í rót á Hellis- heiði, hvað þá meira. —VISIR, 12. okt. Virðuleg útför sérstæðs manns A. S. Bardal útfararstjóri,, þessi sérstæði höfðingi í sögu Islendinga vestan hafs, er kom víst naumast inn fyrir skóladyr á allri sinni löngu ævi, var til moldar borinn á laugardaginn var; eftirminnilega fögur kveðju mál fóru fram í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar og flutti þau sóknarpresturinn, séra Valdimar J. Eylands; þetta var þriðja f jöl- mennasta, íslenzka útförin, sem ritstjóri þessa blaðs minnist að hafa verið viðstaddur, en hinar voru kveðjuathafnirnar um þá Thomas H. Johnson dómsmála- ráðherra og Dr. B. J. Brandson. Auk fjölda mikils samúðar- skeyta, er hinni merku ekkju Mr. Bardals, frú Margréti, bárust víðsvegar að úr þessu landi, og kveðju frá íslenzku Góðtempl- arastúkunum í Winnipeg, voru lesin í kirkjunni skeyti frá biskupi íslands, Þjóðræknisfé- lagi Islands og Stórstúku Is- lands. Fjölmennur söngflokkur blandaðra radda jók mjög á virðuleik kveðjuathafnarinnar, en fagran einsöng söng með Einangraður norður á vorni Frá því að Winnipegvatn varð óvenjulega snemma ófært yfir- ferðar í haust vegna íslaga, hefir vitavörðurinn á Georges Island verið þar með öllu einangraður að dðru leyti en því, sem flug- vélar hafa dreift niður til hans skjólfatnaði og matvælum; mað- ur þessi er Harold Olson frá Minnipeg Beach; er síðast frétt- ist var alt í góðu lagi um ásig- komulag hans. flokknum frú Pearl Johnson, en við hljóðfærið var frú Björg ís- feld, er æft hafði söngflokkinn; blómkranzar voru margir og tilkomúmiklir. Ritstjóri Lögbergs hafði ætlað. sér að semja og birta í þessaíi viku dálitla persónuminningu um Mr. Bardal, en fékk eigi komið því við vegna marghátt- aðra anna, en mun gera sér far um að koma því í verk á næst- unni. Kóreumálin „Á íslandi hita menn aðeins'mat í hverum til að skemmta ferðafólki // íslenzk kona í Bretlandi telur Breta „gamaldags", en íslend- inga nýtízkulega. íslenzk kona, Ingibjörg Gísladóttir Porter, sem er gift enskum manni og býr í Nottingham, mótmælti ný- lega í blaðinu The Notting- ham Evening Post ýmsu, sem sagt hafði verið villandi um Island. Segir blaðið svo frá: „Frú Ingibjörg Porter, sem býr við Laurie Avenue nr. 44, Forest Fields, kom nýlega upp á rit- stjórnarskrifstofur blaðsins. — Kvaðst hún hafa lesið frásögn þess um, að það væri alsiða, að matur væri soðinn í íslenzkum hverum, en hún vildi mega upp- lýsa, að íslendingar væru ný- tízkulegri en svo. Frú Porter er þaulkunnug íslandi, enda borin þar og barnfædd, en fluttist til Englands, er hún giftist Cyril Porter árið 1946. Hún tjáði rit- stjóra blaðsins, að stundum kæmi það fyrir, að matur væri soðinn í hverum til þess að skemmta ferðamönnum. En ís- lendingar hafa tekið hveravatn- ið í sína þjónustu með miklu hagkvæmari hætti. % „Mér fannst miklu fremur, að Englendingar væru „gamaldags" í matargerð, þegar ég kom hing- að í fyrsta sinn frá íslandi. I mörgum byggðarlögum heima á íslandi, er hveravatnið notað til hitunar og suðu með nýtízku- útbúnaði", mælti frú Porter. „Miðstöðvarhitun er lang al- gengust, og í nýjum húsum eru hvarvetna kerlaugaf eða steypi- böð, en heitt vatn í krönunum. Rafmagn er í öllum kaupstöð- um og ráðagerðum um rafmagns notkun um allt landið miðar vel áfram. Á sumum sveitabæjum eru sérstakar aflstóðvar, þar sem orkan fæst frá fossum í grennd- inni". Frú Porter brá upp fjórlegri og nýtízkulegri mynd af ætt- landi sínu, og þess vegna vonum við, að engum detti í hug, að það sé alsiða á Islandi, að menn sjóði fisk og kartöflur í tréköss- um í hverunum. Maður frú Porter var með brezka flug- hernum á Islandi styrjaldarárin. —VISIR, 6. okt. Fréttirnar frá Norður-Kóreu undanfarna daga hafa valdið djúpum sársauka vítt um heim. og þá ekki hvað sízt í Banda- ríkjunum; en svo er mál með vexti, að amerískur liðsforingi, sem jafnframt er lögfræðilegur ráðunautur amerísku herjanna í Kóreu, gaf nýverið út yfirlýs- ingu um það, að kommúnistar í Norður-Kóreu hefðu myrt svo þúsundum skipti stríðsfanga sameinuðu þjóðanna þar í landi á fátíðan og þrælmannlegan hátt; fyrst í stað litu ýmsir svo á, að hér væri um mishermi að ræða, og var málið falið rann- sóknarnefnd; nú hefir Ridway yfirhershöfðingi staðfest þessa ömurlegu fregn að öðru leyti en því, að vera megi að tala hinna myrtu kunni að vera nokkru lægri en upphaflega var sagt frá. Viðræðum um vopnahlé mið- ar enn lítið áfram. Gullfaxi hefir flogið 300 sinnum til Reykjavíkur frá útlöndum Gullfaxi hefir á 3 ártim flogið vegalengd, sem svar- ar til þess, að hann hefði flogið 34 sinnum kringum hnöttinn. Þegar Gullfaxi kom frá út- löndum s.l. miðvikudag, var það í 300. skipti, sem hann kemur hingað frá útlöndum. Á þessum tíma, röskum 3 árum, hefir l|ann flutt 14,597 farþega milli landa. Rösklega 181 lest af vörum hef- ir hann flutt milli landa í þess- um ferðum og 32 lestir af ppsti. Gullfaxi hefir lent alls 917 sinnum á 41 flugvelli í 20 þjóð- löndum, í þremur heimsálfum. Oftast hefir hann lent í Reykjavík, þar næst í Prest- wick og Kaupmannahöfn. —VÍSIR, 20. okt. Tekur þátt í umræðum um búnaðarmál Mrs. Andrea Johnson Umræðum um búnaðarmál (Farm Forum) er oftast útvarp- að frá C. B. W. á mánudags- kvöldum, frá hafi til hafs, og leiðandi menn og konur, sem málum eru kunnugust eru valin til.að ræða þau. Á mánudagskveldið, 3. des- ember, kl. 9.30 fara fram um- ræður um búnaðarmál frá Toronto yfir C. B. W. útvarps- kerfið. Mrs. Andrea Johnson frá Árborg, Man., sem getið hefir sér ágætan orðstír fyrir þátttöku sína í ýmsum búnaðarmálasam- tökum, auk margra annara vel- ferðarmála í fylkinu, hefir verið beðin að taka þátt í þessum um- ræðum. Aðrir, sem taka til máls, eru ungur bóndi frá Ontario og svo formaður yfir kennsludeild fullorðins fólks við McDonald háskólann í Quebec. Mrs. Johnson fer flugleiðis til Toronto með T. C. A. 28. nóvem- ber. Uppbótarverð Viðskiptamálaráðherra sam- bandsstjórnar, Mr. Howe, hefir lýst yfir því í þinginu, að í sam- bandi við hveitiverðið hafi verið ákveðið að greiða bændum yfir uppskeruárið 1950—51,* uppbót- arverð hveitis, er nemi nálega 29 centum á mæli; ávísanir fyrir hlutaðeigandi upphæðum verða sendar bændum fyrir næstkom- andi jól.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.