Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1951 loQbtrs Q«flC út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVBNUB, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG. MAN PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press L,td 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa Stórfenglegt menningarfyrirtæki Fyrir rúmum hálfum mánuði birti Lögberg stutta fréttagrein, sem alment var fagnað og til nýlundu þótti teljast svo sem vonir stóðu til; enda var þar um atburð að ræða, sem veldur straumhvörfum í menningarsögu hins íslenzka kynstofns; er með þessu átt við hina stór- fenglegu útgáfu íslenzkra fornrita á frummálinu og ensku, sem hið mikla útgáfufyrirtæki Thomas Nelson & Sons í Edinborg á Skotlandi hefir tekið sér fyrir hendur að hrinda í framkvæmd; er með þessu stigið risaskref varðandi aukna þekkingu á íslenzkum bókmentum inn- an vébanda hinna enskumælandi þjóða, sem eiga land- nám vítt um jarðir. Aðalritstjórn þessarar sérstæðu útgáfu hafa með höndum þeir dr. Sigurður Nordal og Turville Petre, kunnur brezkur fræðimaður, er um eitt skeið stundaði íslenzkunám við Háskóla íslands, en nú er kennari í íslenzkum fræðum í háskólanum í Oxford, en slíkt em- bætti var stofnað til minningar um dr. Guðbrand Vig- fússon. Útgáfunni verður svo hagað, að því er dr. Nordal segist frá, að frumtextinn verður prentaður samkvæmt Fornritaútgáfunni; hann verður á annari síðu hverrar opnu í bókum þessum en ensk þýðing á hinni síðunni. Ekki þarf að efa, að þar sem annar eins afburða- maður sem dr. Nordal er á í hlut, að þýðingar verði hin- ar vönduðustu, því þessi mál eru honum ljós og hjart- fólgin, auk þess sem áminstur samverkamaður hans er mikill aðdáandi íslenzkrar bókmenningar. Gert er ráð fyrir, að útgáfan nái til allra helztu íslendingasagna, Heimskringlu og Sverrissögu; þar verða einnig fornaldarsögur, biskupasögur Orkneyinga saga og Færeyingasaga; gert er ráð fyrir, að fyrsta bindi þessa merka ritsafns komi fyrir almenningssjónir næsta haust. Lögbergi er það ósegjanlegt ánægjuefni, að geta birt viðtal við dr. Nordal um þetta mikilvæga útgáfu- fyrirtæki, sem prentað var í Morgunblaðinu í Reykja- vík 13. október síðastliðinn fyrir atbeina ritstjóra blaðs- ins, Valtýs Stefánssonar; er þess að vænta, að fólk lesi viðtalið af fylztu gaumgæfni, því svo er það vel samið og lærdómsríkt. GRÍMUR ÞORKELSSON: VEÐRÁTTÁN Vindátíir. Þegar talað er um vindátt, þá er átt við áttina, sem vindurinn blæs úr. Stundum er logn, þá er enginn vindur. Þá IjJaktir ekki hár á höfði. Stundum er talað um áttleysu. Þá er mjög lítill vindur. Áttin er þá óákveð- in og óráðin, sá vindur, sem fyr- ir hendi er, rokkar til, frá einni átt til annarrar. Vindurinn get- ur blásið úr hvaða átt sem vera skal. Þar er engin undantekning til, en allar áttir eru þó ekki jafn miklar vindáttir eða ekki virðist það vera hér á landi. Vindáttin er venjulega tilgreind í strikum og miðuð við seguláttir upp á fjögurra strika nákvæmni, t. d. N, NA, A, EA o. s. frv. Stundum er notuð tveggja strika ná- kvæmni, t. d. N. NNA o. s. frv., en sjaldan eða aldrei er meiri nákvæmni viðhöfð, þegar greint er frá vindátt. Stundum er ann- ar háttur hafður á. Þá er sagt: Norðlægur, norðaustlægur, aust- lægur o. s. frv. Þegar þessi hátt- ur er við hafður, þá getur vind- urinn ýmist verið \akinn á þeirri átt, sem tilgreind er eða þá dálítið öðru hvoru megin þar við. Aðeins tvær vindáttir eru fullkomlega sjálfstæðar. Þær eru norðrið og suðrið. Allar aðr- ar vindáttir eru hjálparáttir þeirra og ganga erinda þeirra að meira eða minna leyti. Vindátt- in hefir mikla þýðingu fyrir gæði veðursins. Allar norðlægar áttir boða kulda og snjókomu, en suðlægar áttir boða hlýindi og hláku. Skáldin hafa kunnað að lýsa þessu eins og flestu öðru. Um sunnanáttina stendur skrif- að: „Nú andar suðriö sæla vindum þýðum, á sjónum allar bárur smáar rísa ^g flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum“. En um norðanáttina þetta: Dr. Nordal lýkur viðtali sínu við Morgunblaðið á þessa leið: „Að endingu vil ég biðja menn að hafa þetta hug- fast. Til þessarar útgáfu er stofnað eingöngu með brezk-íslenzkri samvinuu; hún á að setja það fram skýrara en nokkru sinni fyr hefir verið gert, að þessar fornbókmentir eru íslenzkar og aðalstöð íslenzkra fræða er hér á íslandi“. i Hið víða landnóm íslenzkunnar Eins og vitað er varð íslenzk tunga ekki til á ís- landi, heldur fluttist hún þangað sem útbreitt stór- þjóðamál; um þetta atriði birtir Morgunblaðið í Reykja- vík nýlega gagnmerka og stórfróðlega grein eftir Krist- ján Albertsson rithöfund, sem dvalið hefir langvistum í Frakklandi og getið sér þar hinn bezta orðstír vegna fyrirlestra sinna um íslenzk menningarmál; í einum kafla ritgerðarinnar kemst greinarhöfundur meðal ann- ars þannig að orði: „íslenzk tunga varð ekki til á íslandi og hefði aldrei getað skapast sem mál fámennrar og strjálbýllar fiski- manna- og bændaþjóðar á fremur hrjóstugri eyju norð- ur undir heimsskauti. Áður en tungan fluttist til íslands hafði hún verið mál alls norræna kynsins á lönpu skeiði vaxandi verklegrar og andlegrar menningar (og skiptir í þesfeu sambandi engu hvort norrænan var töluð eins um öll Norðurlönd) — hún var stórþjóðarmál að orði og magni og rammefldri braglist. Heiði og æskukraftur norrænnar hugsunar á hennar fyrsta framaskeiði, reynsla, minningar, allur hugarheimur stórra landa bjuggu í málinu — og íslenzka þjóðin bjó að þessari tungu. Ef feður okkar hefðu flust til íslands nokkur þús- und árum fyr með frumstætt og lítilhæft mál, þá eru engin líkindi til þess, að við hefðum nokkurn tíma af eigin rammleik eignast stórfenglega tungu og heims- gildar bókmentir, né nokkru sinni orðið annað og meir en tilkomuminstu útbygðarsmælingjar hins hvíta heims. íslendingar sýndust vera vel að tungu sinni komnir. En hér á það við, sem í guðspjallinu segir: „í uppþafi var orðið, og orðið var hjá guði og orðið var guð — án þess varð ekkert til, sem til er orðið. í því var líf og lífið var ljós mannanna“. Áminst ritgerð Kristjáns Albertssonar er fögur og verðskulduð lofgerð í garð okkar tignu og ódauðlegu tungu, sem nú er jafnt og þétt að víkka landnám sitt unz þar kemur, að hún breiðir lim sitt eins vítt og vor- geislar ná. „Nordan hardan gerdi gard. . Geysi hardur vard hann“. Hér er mikill munur á veður- lýsingu, endá reginmunur á sunnan blíðu og norðan garði. Þó norðlægar áttir valdi yfirleitt köldu veðri, en suðlægar áttir hlýju alls staðar á landinu, þá valda þó hinar ýmsu vindáttir mjög mismunandi veðri í hin- um ýmsu landshlutum. Hér að framan skipti ég öllum vindátt- um í tvo flokka, norðlægar átt- ir, sem allar ganga erinda norð- ursins og kuldans og suðlægar áttir, sem ganga erinda suðurs- ins og hlýindanna. Þessum tveimur aðalflokkum og and- stæðingum má svo skipta í smærri flokka. Ég læt nægja að skipta hvorum flokki fyrir sig í tvennt. Verða þá áttirnar jafn margar og fjórðungarnir. 1 fyrsta fjórðungi verður norð- austanáttin, í öðrum fjórðungi suðaustanáttin, þriðja fjórðungi suðvestanáttin og í fjórða fjórð- ungi norðvestanáttin. Fara nú hér á eftir nokkrar lauslegar at- hugasemdir pm þessar fjórar aðaltátir. Norðauslanáttin. Sennilega má slá því föstu, að norðaustanáttin boðar lítið gott hér á landi, þegar allt er fram talið. Þrálát norðaustanátt að sumri þýðir síldarleysi fyrir norðan, vegna dimmviðris og illra sjóa, sem henni fylgja þar. Til landsins veldur þetta hall- ærisástandi vegna ó þ u r r k a á Austur- og Norðurlandi. Varla næst n o k k u r baggi í garð meðan ótíðin stend- ur, en það litla, sem næst, er hrakið og skemmt og því varla skepnumatur. Að vetri er þrálát norðaustanátt einnig hinn mesti vágestur, bæði til lands og sjávar. Henni fylgir oftast nær stormur, frost og snjókoma ein hvers staðar á landinu, en stund- um um land allt. Afleiðingin af þessu er sú, að snjóa- pg svella- lög leggjast yfir landið svo að hvergi sést á dökkan díl, en hag- laust verður með öllu í mörgum landshlutum. Fénaður kemst á gjöf, en ófærð verður svo mikil, að samgöngur teppast á fjallveg- um. Fylgi þessari átt mikil og langvarandi hvassviðri, er held- ur ekki hægt að róa til fiskjar, að minnsta kosti ekki á smáskip- um, stærri skip eiga líka í erfið- leikum á djúpmiðum vegna frosthörku og stórra sjóa. Af- leiðingum þessarar veðráttu hefir verið lýst þannig: Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: „Minnkar stabbinn minn margnast harðindin. — Nú er hann enn á norðan næðir kulda él yfir móa og mel myrkt sem hel“. Um ástandið til sjós stendur þetta meðal annars: Mararbára blá brotnar, þung og há, unnarsteinum á ygld og grett á brá; yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn harmar hlutinn sinn hásetinn. Ekki væri rétt að hafa ekkert nema last um norðaustanáttina ab segja, því fátt er’ svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Á Suður- og Suðvesturlandi er norðaustanáttin stórum betri en annars staðar á landinu. Að vetri til er snjókoma venjulega minni henni samfara og að sumri til er þetta yfirleitt ágætis átt, sem flytur sólskin og hey- þerri. Suðaustanáttin. Ekki man ég eftir að hafa heyrt talað um stillur í sambandi við suðaustanátt, sem ekki er heldur von, því helztu einkenni þessarar áttar eru þýðviðri, stormur og rigning. allar áttir eru vindáttir ,ef svo ber undir, rétt er það, en sauðaustan áttin virðist þó vera það fyrst og fremst. Ekki er þó sama hvar á landinu hann blæs, þegar hann kemst á suðaustan. Harðast blæs hann á þessari átt við suður- og suðausturströndina. Snúist hann á annað b©rð til suðausturs með eitthvað, sem er annað og meira en venjuleg góðviðrisgola, þá er óðara ,kominn stormur í Vfest- mannaeyjum og þar í grennd, en oft er það hreint og beint ósvikið rok. Svæðið kringum Vestmannaeyjar er m e s t a stormasvæði við ísland og oft- ast er það suðaustanáttin sem þar ræður ríkjum. Af þessu má sjá, að sjósókn frá Vestmanna- eyjum er erfið og hættuleg á vetrarvertíð. En sjórinn við Vestmannaeyjar er gjöfull á vetrarvertíð. Hann er því sóttur af kappi. Aðeins í verstu veðr- um er ekki farið á sjó. Suðveslanállin. Þegar hvöss suðvestanátt er um land allt að vetri til, þá veld- ur hún venjulega illviðri við suður- og suðvesturströndina. Fylgir henni þá ákaflega úfinn sjór með koldimmum hríðar- byljum. Hvernig stendur á þess- um kuldahryssing hinnar suð- rænu áttar, veit ég ekki, en ekki er ólíklegt, að þar gæti áhrifa frá jökulbreiðum Grænlands. Fyrir austan og norðan land veldur suðvestanáttin allt öðru veðri. Upp við landið og inn á flóum og fjörðum er sléttur sjór. Þar eru þá venjulega hlý- indi og bjartviðri. Þegar því þrá- látir útsynningar og illviðri eru á Suður- og Suðvesturlandi, þá er venjulega einmunatíð og himinblíða á Austfjörðum og Norðausturlandi. Norðvestanáttin er skilgetið afkvæmi Norðra gamla og því Akureyri og Eyjafjörður sjálfum sér nóg um jólatré eftir tuttugu ár Skógræktarfélag Akureyrar vill fá 60—80 ha. land til ræktunar á nytjaskógi. Ef áform Skógræktarfélags Akureyrar verða að veru- leika, munu Akureyringar og aðrir Eyfirðingar verða sjálfum sér nógir um jóla- tré eftir tvo tugi ára. Fréttaritari Vísis á Akureyri skrifar blaðinu, að stjórn félags- ins hafi átt í samningum við bæjaryfirvöldin á staðnum um að því verði fengið til umráða nokkurt land syðst á bæjarland- inu. Er hér um 60—80 ha. skika að ræða, sem félagið hefir í köld. Á vetrum er hún nístings- köld og veldur harðindum. Henni fylgir venjulega ekki nærri eins mikil snjókoma og norðaustanáttinni, enda er hún ekki nærri því önnur eins ill- viðrakráka. Þegar norðvestan- áttin er norðlæg og búin að rusla dálítið til, hægir hún oft á sér, hreinsar loftið og stendur stund- um lengi með stillum og björtu veðri. Norðvestanáttin verður oft ákaflega hvöss á Austfjörð- um. Þegar það ber til, sést ekki skilsmynd á yfirborði láðs og lagar. Allt hylst í einum mekki, þá er gufurok. —VIKINGUR Gamlar veðurspór (Úr rími Þorláks biskups, prení- uðu 1671 o. fl. heimildum). Gott veður fyrst og síðast í Januario halda sumir góðs vetr- ar teikn. Þurr skyldi Þorri, þeysöm Góa, votur Einmánuður, — þá mun vel vora. Sjái ekki sól þriðjudag í föstu- inngang, mun oft heiðríkja um föstuna. Grimmur skyldi Góudagur fyrsti, annar og hinn þriðji. Þá mun Góa góð verða. Ef hún Góa er oss góð, — að því gæti mengi — þá mun Harpa, hennar jóð, herða á snjóa strengi. Heiðríkt veður með frosti í Martio halda sumir góðs árs teikn. Votviðri í Aprílmánuði merk- ir frjósamt sumar. Sumarið og veturinn á að frjósa saman: Frjósi sumars fyrsta nótt, fargi enginn á né kú. Gróðakonum gerist rótt. Gott mun verða undir bú. —VIKINGUR hyggju að rækta á nytjaskóg. Heitir á svæði þessu Kjarna- land. Eins og menn vita hafa Akur- eyringar verið manna duglegast- ir við trjárækt, en reynsla und- anfarinna ára og athuganir fróðra manna, svo sem Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra, og Barathens, norska skógrækt- arfræðingsins, hafa til muna styrkt menn þar nyrðra í þeirri trú, að vel sé hægt að rækta hér nytjaskóg, ef rétt er að farið. Slíkan skóg hyggst Skógræktar- félag Akureyrar nú að rækta á hinu nýja landi, sem það fær væntanlega til umráða. Ætlar félagið að byrja á því að rækta birki til skjóls öðrum trjáplönt- um, en síðan verða barrtré gróðursett. Ef þannig er að farið við gróðursetninguna, mun hægt að fá eftir það bil 20 ár — með grisjun — mikinn fjölda hálf- vaxinna trjáa, sem eru tilvalin jólatré, en þau eru keypt til Akureyrir á ári hverju fyrir drjúgan skilding, eins og til annarra staða á landinu. Skógræktarfélag Akureyrar hefir raunar þegar reit til um- ráða utan bæjarins, eða handan við Pollinn. Hafa þar verið gróðursettar á annað hundrað þúsund plöntur, en hæstu birki- plönturnar eru þegar yfir fjóra metra á hæð. Er mikill hugur í Akureyring- um í máli þessu, segir fréttarit- arinn að lokum og engin hætta á því, að menn verði ekki fúsir til sjálfboðastarfa á hinu nýja landi félagsins. —VISIR, 20. okt. Fjórlagafrumvarpið lagt fram Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1952 var lagt fram á alþingi í gær. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að útgjöldin* á rekstrar- reikningi verði 314,6 millj. króna, en tekjurnar 357,9 millj. kr. í sjóðsyfirliti eru útgjöldin áætluð 359,8 millj. kr. Gert er ráð fyrir 4,1 millj. kr. hagstæð- um greiðslujöfnuði. 1 fjárlögum ársins 1951 er gert ráð fyrir 216,1 millj. kr. reksturs- útgjöldum, en rekstrartekjurnar eru áætlaðar 298 millj. kr. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir, að rekstursútgjöldin hækki um 53 millj. kr., miðað við fjár- lög þessa árs. Mest er hækkun- in á þessum liðum: Skólamál 10 millj., tryggingar (aðallega al- manna tryggingarnar) 8 millj. kr., vegamál 5 millj., heilbrigðis- mál 6 millj.; dómsmál 5 millj. Annars er meiri og minni hækk-x un á öllum útgjaldaliðunum, er einkum stafar af hærri launa- greiðslum. —TÍMINN, 3. okt. Heppileg jólagjöf! » Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin; það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna, og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn- ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextiu ára skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr- ar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn- aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara- legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa- ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg og senda það vinum bæði hér og á íslandi. FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ: V Naín.... Ái'itun.. THE COUUMBIA PRESS UIMITED 69 5 Sargent Avenue, AVinnipeg, Man. Sendið Lögberg vinsamlegast til: Hér með fylgir $5.00 ársgjald fyrir blaðið Nafn geíanda. Áritun........ Si»»9i>i9i»»»ai>iaiSi%%at9)>i»3i»2iSiai»9i9i»»i%»3i3di>iat»>i9)aiaia>»)ai>iSi:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.