Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 1
Nálega einhliða úrslit Síðastliðinn laugardag fór fram að tilhlutan fylkisstjórnar- innar í Manitoba, almenn at- kvæðagreiðsla meðal kornrækt- arbænda í Manitoba um það, hvort framleiðsla byggs og hafra skyldi framvegis verða í hönd- um hveitiráðsins, eða seld eins og bændum sýndist á opnum markaði; atkvæðagreiðslan féll á þann veg, að svo að segja átta- tíu af hundraði greiddu atkvæði með því, að núverandi söluað- ferð um hendur hveitiráðsins skyldi haldast óbreytt. Forsætisráðherra fylkisins, Mr. Campbell, lýsti yfir ánægju sinni vegna úrslita atkvæða- greiðslunnar og komst meðai annars þannig að orði: „Það fær mér mikillar ánægju hversu atkvæði bænda í þessu þýðingarmikla máli voru ein dregin; stjórnin hafði vænst þess að atkvæðin féllu á þeftnan veg, og hún þakkar bændum fyrir þeirra ákveðnu ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart þessu mikilvæga máli, sem allan almenning varðar“. Einar prófastur Sturlaugsson Sæmir háskólann í Manifoba fágæfri bókagjöf Hér veitist almenningi kostur á að sjá mynd Einars prófasts Sturlaugssonas á Patreksfirði, er sæmdi háskóla Manitobafylk- is þeirri óverðleggjanlegu bóka- og tímaritagjöf, sem áður hefir verið gaumgæfilega lýst hér í blaðinu; og nú er þessi höfðing- lega gjöf nýkomin í vörzlu há- skólans; það var ánægjuleg og eftirminnileg tilviljun, að Finn- bogi prófessor og hin mikla bókagjöf Einars prófasts kæmi samdægurs hingað til borgar- innar. Frétfir af íslenzka kenslustólsmálinu Samkomulag nær en áður Að því er nýjustu fregnir frá Kóreu herma, hefir nú náðst samkomulag milli málsaðilja sameinuðu þjóðanna og komm- únista um hlutleysissvæðið er væntanlegt vopnahfé innan þrjá- tíu daga skuli grundvallað á; áður en öll kurl koma til grafar, þarf vitanlega að gera út um mörg vandamál, svo sem um skiptingu stríðsfanga og margt fleira; en eins og nú horfir við, sýnist nokkur von um skynsam- leg lok Kóreudeilunnar. Þing sameinuðu þjóðanna Af ársþingi sameinuðu þjóð- anna í París, er það síðast að frétta, að Bandaríkin hafa fall- ist á að eiga lokaðan fund með ráðamönnum Rússlands, Bret- lands og Frakklands varðandi hugsanlega lausn kalda stríðsins, þótt sendiherra Ameríku, Mr. Jessop, væri af fyrri reynslu, lítt trúaður á heilindi af hálfu hinna rússnesku ráðstjórnar- ríkja. Rúmlega 30 togarar stunda nú ísfiskveiðar og hafa nokkrir þeirra selt afla sinn í þessari viku. Tveir togarar eru enn á saltfiskveiðum við Grænland, 5 af togurunum, sem veitt hafa við Grænland eru um þessar mundir í söluferðum eða að landa hérlendis, og einn togari, Bjarni Ólafsson, er á veiðum fyrir frystihús og fiskivinnslu- stöðvar á Akranesi. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær hjá LÍÚ, hafa þessir togarar selt afla sinn í þessari viku: í Bretlandi: Ing- ólfur Árnason, 3540 kits fyrir 10, 551 sterlingsjund, ísólfur 2,800 kits fyrir 7,730 pund, Hvalfell 3,320 kits fyrir 8,320 pund, og Svalbakur 3,648 kits fyrir 9,278 pund. Togarinn Bjarnarey seldi Það voru góðir gestir á ferð hér í Glenboro sunnudaginn 4. nóv. s.l. hr. W. J. Líndal héraðs- dómari, hr. Heimir Thorgrímsson frá Winnipeg og frúi4 þeirra; kom Líndal dómari vestur til að sitja fund með fólki hér, sem ráðstafað hafði verið í samráði við bygðarfólk, og var sá fundur haldinn í Glenboro síðari hluta dags, og fundarefni var að kjósa nefnd til að standa fyrir fjár- söfnun til styrktar stofnsjóðs stóls í íslenzkum fræðum við Manitoba háskólann; eftirgreint fólk var kosið í nefndina. G. J. Oleson, formaður; B. S. Johnson, skrifari; Qskar Jósephson, fé- hirðir; Margaret Jósephson og B. K. Johnson, Brú; J. K. Sigurd- son, Grund; Dr. Björn Jónsson og J. C. Skardal, Baldur; og P. A. Anderson, Glenboro. Tilgangurinn er að safna fé í bygðinni, og verða þegnar upp- hæðir, smáar sem stórar, sem ganga í sameiginlegan sjóð stóln- um til styrkar, og með því móti gjörist bygðin stofnandi, en gjöf hvers einstaklings verður skrá- sett í skýrslu háskólasjóðsins; verður þessu öllu ráðstafað af nefndinni í samráði við gefend- í Þýzkalandi á mánudaginn 228 tonn fyrir 136,813 mörk eða 11, 624 sterlingspund. í dag eiga tog ararnir Jón Baldvinsson og Jón forseti að selja í Bretlandi. Af 41 nýsköpunartogara eru rúmir 30 á ísfiskveiðum. Tveir stunda enn þá veiðar við Græn- land, Sólborg og Austfirðingur, og fimm eru nýlega komnir það- an. ólafur Jóhannsson, sem er í söluferð, Marz, sem selur í Es- bjerg, Uranus, sem landar á Siglufirði, Pétur Halldórsson, sem landar í Reykjavík, og Þor- steinn Ingólfsson, sem er á leið til Esbjerg. Enginn af þessum togurum munfe,ra á Grænlands með meira í haust. Akranestog- arinn Bjarni Ólafsson stundar nú veiðar fyrir frystihús og fisk- vinnslustöðvar á Akranesi, en allir aðrir togarar, en hér hafa verið nefndir, eru á ísfiskveið- um, að undanteknum tveim sem eru í hreinsun. — ALÞBL. 25. okt. ur. Vonandi bregst fólk vel við þessari köllun, of eftir vilja og getu leggur lítinn eða stóran stein í vegginn, þeir sem ekki hafa þegar gjört sinn hlut, en það hafa nokkrir gjört. Argyle-bygðin var á sinni tíð fremst íslenzkra bygða, og stend- ur enn í fremstu röð þó sumar aðrar séu stærri. Frumherjarnir, feður og mæður bygðarinnar, eiga það skilið, að þeim sé reistur minnisvarði, sem ekki hrapar í roki aldanna; kennaraembættið í íslenzkum fræðum við Mani- toba háskólann er sá minnis- varði. Vona ég að Argylebygðin verði sér til sæmdar í þessu máli, og ég veit hún verður það. Hver sem nú þegar er reiðu- búinn að gefa getur snúið sér til einhvers í nefndinni með sitt til- lag. Vér skulum reyna sem fyrst að gefa málinu byr undir vængi. Hr. Ásmundur P. Jóhannsson átti frumþáttinn í því að hrinda þessu stórmerka máli af stokk- unum og á heiður skilið fyrir. Forstöðunefndin, sem unnið hef- ir að framgangi málsins, hefir lagt mikið á sig; en nú er sigur- inn vís, þó mikið sé eftir enn, ef hver og einn leggur hönd á plóginn, drengilega. G. J. Oleson Kjörinn að heiðursfélaga Á velsóttum og ánægjuleg- um fundi, sem Icelandic Can- adian Club efndi til í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju síðast-s liðið föstudagskvöld, var Dr. Rúnólfur Márteinsson kjörinn heiðursfélagi klúbbsins; var Dr. Marteinsson þessarar viðurkenn- ingar að fullu maklegur, því hann hefir um langa og nytsama æýi jafnan tekið mikinn og giftudrjúgan þátt í íslenzkum menningarmálum. Þingkosningar 1 lok fyrri viku fóru fram kosningar til fylkisþingsins í Newfoundland, en sakir illviðra og samgönguteppu, eru úrslit hvergi nærri að fullu kunn; en af þeim óljósu fregnum, sem eru fyrir hendi, má nokkurn veginn víst telja, að Liberalflokkurinn, sem Smallwood veitir forustu, fari framvegis með völd. Um 30 togarar á ísfiskveiðum; 2 eru við GrænlancJ; 5 nýkomnir þaðan Margir togarar hafa selt í þessari viku. Fiskaflinn í ágúst 55440 smálestir, þar af voru 37464 smálestir síld Heildaraflinn fyrstu 8 mánuði þessa árs 307.150 smálestir. Fiskaflinn í ágúst 1951 varð 55.440 smálestir, þar af síld 37.464 smálestir, en til saman burðar má geta þess, að í ágúst 1950 var fiskaflinn 37.694 smálestar, þar af síld 18.861 smálest. Fiskaflinn frá 1. janúar til 31. ágúst 1951 varð alls 307.150 smálestir, þar af síld 71.589 smá- lestir, en á sama tíma 1950 var fiskaflinn 237,260 smálestir, þar af síld 34,508 smálestir, og 1949 var aflinn 25.750 smálestir, þar af síld 51.294 smálestir. Hagnýting þessa afla var sem hér segir (til samanburðar éru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 27.085 (26.802), til frystingar 80.415 (46.136), til söltunar 52.373 (93.315), til herzlu 6.235 (475), í fiskimjölsverk- smiðjur 67.092 (34.489), annað 2.361 (1535). Síld til söltunar 15.693 (7.781), síld til frystingar 700 (2.812), síld til bræðslu 55.196 (23.915). Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að undan skilinni síld og þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er óslægður. —Alþbl., 10. okt. Fyrirmyndarbýlið í heiðinni: Próf. Finnbogi Guðmundsson Nýkominn til borgarinnar Síðastliðið föstudagskvöld, laust fyrir miðnætti, kom hing- að til borgarinnar hr. Finnbogi Guðmundsson, hinn nýskipaði prófessor við hina íslenzku fræðsludeild, sem fyrir samstilt átök Islendinga, er nú í uppsigl- ingu við Manitobaháskólann; á flugvellinum mættu honum Dr. Áskell Löve, Grettir L. Jóhanns- son ræðismaður og Einar P. Jóns son ritstjóri Lögbergs. Sjá frek- ari umsögn á fjórðu blaðsíðu. Islenzka mannfélagið hér um slóðir býður prófessor Finnboga hjartanlega velkominn og vænt- ir þess að hann finni sig brátt heima í okkar hópi. Úr borg og bygð Mrs. Helgi K. Tómasson frá Hecla var í borginni síðastliðna viku ásamt börnum sínum fjór- um. * Á þriðjudagsmorguninn Kgm hingað til borgarinnar hr. Guð- mundur Þorsteinsson listmálari, er dvelja mun hér um hríð; hann korfi með Tröllafossi til New York, og hefir í hyggju að efna til málverkasýningar hér í borginni. Guðmundur er borinn og barnfæddur í Reykjavík. ☆ 28. julí s.l. voru gefin saman þau Lloyd Herold Gunnlaugs- sön, 511 Agnes St. hér í borginni og Jeanette Selina Collins, 345 Edmonton St. Hjónavígslan fór fram á heimili foreldra brúð- gumans, Magnúsar og Matthild- ar Gunnlaugsson, 511 Agnes St. Séra Valdimar J. Eylands fram- kvæmdi vígsluna. 9 ☆ Fundur var haldinn í Sam- bandskirkj unni hér í borg .á þriðjudagskvöldið undir forustu séra Philips M. Péturssonar í því augnamiði, að ræða um væntan- legan móttökufagnað fyrir Finn- boga prófessor Guðmundsson, sem nú er nýkominn til að taka við hinu veglega embætti sínu: að fundinum stóðu öll þau fé- lög, sem forgöngu hafa haft um framkvæmdir í íslenzka kenslu- stólsmálinu; ákveðið var að mót- tökufagnaðurinn fari fram í Fyrstu lútersku kirkju á mánu- dagskvöldið þann 10. desember næstkomandi, svo sem frá er nánar skýrt á öðrum stað hér í blaðinu. ☆ Mr. Carl Tómasson starfsmað- ur Canadian National Railways hér í borginni, fór vnorður til Mikleyjar á þriðjudaginn til að vera við útför Jóns Sigurgeirs- sonar. ☆ — Gimli Parish — H. S. Sigmar, Pastor Sunday Dec. 2nd 9 a.m. Betel. 2 p.m. Husavik, Service in English. 4 p.m. Confirmation Class at Riverton Church. 7 p.m. English Service, Gimli. 8:30 p.m. Icelandic Service, Árnes. íhaldsmenn leggja undir sig Ontariofylki Síðastliðinn fimtudag fóru fram almennar kosningar til fylkisþingsins í Ontario og lauk þeim á þann veg, að íhaldsflokk- urinn undir forustu Leslie Frosts forsætisráðherra, vann þann mesta sigur, sem um getur í stjórnmálasögu fylkisins. Ontariofylki telur 90 þingsæti og af þeirri tölu hlaut stjórnar- flokkurinn 79 sæti. Liberalar fengu 7 þingmenn kjörna, en C. C. F.-sinnar komu aðeins tveimur mönnum á þing, en höfðu áður en þing var rofið 21 þ i n g m a n n. Forustumaður Liberal flokksins, Mr. Thomp- son, beið ósigur og slíkt hið sama henti leiðtoga C. C. F.-sinna, Mr. Jolliffe. Andstöðuflokkar stjórnarinn- ar höfðu upp á lítið annað að bjóða en úttroðnar loforðaskjóð- ur, er kjósendur auðsjáanlega höfðu ekki sérlega mikla trú á. Mr. Frost hefir reynst nýtur og hollráður stjórnmálamaður, og hefir fylkið undir forustu hans búið við ágæta stjórn, og þurftu því kosningaúrslitin ekki að koma neinum á óvart. Gerðu sjólfir bílveg yfir fimm kílómetra leið Þessa dagana veita móttöku jeppa tveir bændur, sem sannar- lega eru þess verðugir að hljóta slíkt tæki. Það eru bræðurnir í Grafardal í Skorradalshreppi, Þorsteima og Jón Böðvarssynir, en jeppann fá þeir fyrir meðalgöngu búnaðarfélagsins í Hvalfjarðar- strandarhreppi, sem er í vegalegu jarðar þeirra. Róðinn tií His Master's Voice Erlingur Blöndal Bengtsson CELLOSNILLINGURINN Er- ling Blöndal Bengtsson, hefir nýlega undirritað mikinn samn- ing við His Master Voice, þar sem hann er ráðinn til þess að leika mikinn fjölda tónverka inn á grammófónplötur. — Nýlega er hann floginn vestur um haf til þess að taka þar við pröfessors embætti við Curtis háskólann. —Mbl. 4. nóv. Aths. Þessi ungi snillingur, sem nú er á leið til víðfrægðar, er íslenzkur í móðurætt, og er móðurbróðir hans, Mr. Charles Nielsen póstfulltrúi, búsettur hér í borg. —Ritstj. Bærinn Grafardalur er í Botn- heiði, talsvert á þriðja hundrað metra yfir sjó. Þangað er fimm kílómetra vegur eða rösklega það, frá Draghálsi í Svínadal, og um þessa leið hafa þeir bræður sjálfir rutt bílveg, sem hinn nýi jeppi þeirra getur nú ekið heim í hlað. Félagsbú tveggja fjölskyldna í Grafardal reka þeir félagsbú með fjölskyldum sínum, og er mjög fjölmennt heimili þarna í heiðinni, enda er búið að hýsa vel, ræsa fram mikið land og rækta. Og snyrtimennska er þar öll svo mikil, að af ber. Með að- stoð jeppans vænta þeir sér auð- veldari aðdrátta, og greiðara sambands við nágranna sína, er búa í Svínadal og á Hvalfjarðar- strönd. Þegar nýja féð kemur Grafardalur er fyrst og fremst ágæt sauðjörð, og með mikilli rækt má hafa þar stórt sauðfjúr- bú. Hefir fé jafnan verið mjög vænt í Grafardal. Nú næsta daga fá þeir Grafar- dalsbræður og hið fjölmenna heimili þeirra einnig rýjan og heilbrigðan sauðfjárstofn, eftir langt erfiðleikatímabil, sem þó fer fjarri að bugað hafi bjart- sýni þeirra og framfarahug. Hill- ir því undir nýja og ánægjulega tíma í búskap þeirra. — TÍMINN, 26. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.