Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 4
4 Högbcrg GefiB Ot hvern íimtudag a£ THE COLUMBIAPRESS LIMITED 695 SARGENT ÁVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JóNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Straumhvörf % Sá atburður hefir nú gerst, er veldur straumhvörf- um í þróunarsögu okkar Vestur-íslendinga, og getur jafnframt, ef alt skeikar að sköpuðu, haft varanleg á- hrif á andlegt landnám íslenzka kynstofnsins í heild; er með þessu átt við stofnun hinnar íslenzku fræðslu- deildar við Manitobaháskólann og komu hins fyrsta prófessórs, Finnboga Guðmundssonar, er það vanda- sama hlutverk hefir fallið í skaut, að skipuleggja þessa mikilvægu kenslustarfsemi; með þessu hvorutveggja hefir fagur og glæsilegur draumur ræzt, sem orðið hefir samferða íslenzka landnáminu vestan hafs frá þeim tíma, er íslenzkir landnemar fyrst stigu hér fæti á land fyrir liðugum sjötíu og sex árum; vitaskuld voru draum- arnir á fleiri en einn veg, þó sá væri vafalaust íhyglis- verðastur, er laut að æðri mentun niðjunum til handa, og þá ekki sízt með hliðsjón af fræðslu í íslenzkri tungu og bókvísi; að þannig yrði um hnúta búið, var frum- herjum okkar heilagt metnaðarmál; þeir höfðu sótt í fornbókmenntirnar sinn andlega styrk, og þeir gátu ekki til þess hugsað, að niðjarnir færi slíks aflgjafa á mis, eða slitnuðu úr sambandi við uppruna sinn; marg- háttaðar tilraunir hafa verið gerðar frá upphafi hins íslenzka landnáms í þessari víðfeðmu álfu, til að vernda hina tignu tungu'okkar og aðrar dýrmætar menningar- erfðir; ekki verður annað með réttu sagt, en nokkuð hafi unnist á, þótt betur hefði mátt vera, ef fyr hefði náðst fullkomin eining um okkar megin áhugamál; en á þessu varð tíðum misbrestur og þess vegna stóðum við að óþörfu berskjaldaðri en ástæða var til; þó kom þar að, er dýrkeypt reynsla færði' okkur heim sanninn um það, að einungis með samstiltum átökum mætti okkur auðnast að hrinda nokkurum nytjaverkum í fram- kvæmd; hih lærdómsríka eining, sem náðst hefir meðal Vestur-íslendinga varðandi kenslustólsmálið, tekur af óll tvímæli í þessu efni, og þess vegna erum við nú kom- in yfir örðugasta hjallann og drögum léttar andann en áður var. — „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. Og nú er nýi prófessorinn kominn íslenzka mann- féláginu vestan hafs til óumræðilegs fagnaðar. i Fram undir þann tíma, er íslenzka fræðsludeildin byrjar kenslustarfsemi sína, mun Finnbogi prófessor að viturlegri tilhlutan hins mikilhæfa Váskólarektors okkar, Dr. Gillson’s, ferðast vítt um bygðir Íslendinga, kynna sig sjálfan og kynnast hugsunarhætti fólks af íslenzkum stofni hvar, sem leið hans liggur; er óhjá- kvæmilegt, að slíkt leiði til þjóöræknislegrar vakningar og stuðli raunverulega að gengi kenslustólsins, og hefir þá ekki verið til einskis barist. — Frá ætterni Finnboga hefir áður verið svo skil- merkilega skýrt, að óþarft er þar nokkru við að bæta á þessu stigi inálsins; hann er kominn af gáfuðum og göfugum foreldrum og sver sig greinilega í ætt. Finnbogi prófessor er kornungur maður, aðeins tuttugu og sjö ára að aldri; hann á glæsilegan námðferil að baki og lauk kennaraprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla ísla/ids 1949 með fyrstu ágætis einkunn, og gerðist þá brátt kennari við Mentaskóla Reykjavíkur; og það var fagur.vitnisburður, sem Pálmi Hannesson rektor bar honum bæði sem kennara og drengskapar- manni, en ummæli hans voru nýlega birt hér í blaðinu. Við þurfum á Finnboga prófessor að halda og hann þarf líka á okkur að halda; við þörfnumst hans sem fræðara og forustumanns við hina nýju kensludeild, en hann þarfnast samúðarríks skilnings af okkar hálfu; það má ekki gleymast, að hér á ungur maður í hlut, sem tekst á hendur mikið ábyrgðarstarf í okkar þágu; við megum hvorki vera of kröfuhörð né heimtufrek; við megum ekki íþyngja honum með ræðuhöldum á sam- komum, sem svo oft hefir brunnið við, er um var að ræða gesti af Fróni; þess gerist heldur engin þörf, þar sem flestum Vestur-íslendingum mun veitast kostur á að heyra hann og sjá á kynningarferðum hans um bygðarlög okkar. Finnbogi prófessor, þessi gáfaði og prúði maður, er okkur öllum aufúsugestur; og við vonum, að þó hann sé nýlega farinn að heiman og sakni vafalaust margra hluta þaðan, þá verði hann þess að minsta kosti að nokkru var, að hann sé kominn í frænda og vinahendur. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1951 Magnús Ásgeirsson fimmtugur MAGNÚS ÁSGEIRSSON réðist ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur, þegar hann valdi sér ljóðaþýðingar að listrænu við- fangsefni. Til þess þurfti mikla dirfsku. En hann var vandanum vaxinn. Hér verður engu um það spáð, hvort hann hljóti sömu viðurkenningu sögunnar og snjöllustu fyrirrennarar hans, þegar stórsjór tímans hefir skol- að burt öllu öðru en því, sem varir frá kynslóð til kynslóðar. Hitt er óumdeilanlegt, að Magnús hefir náð árangri á borð við hugkvæmnustu og hagvirk- ustu snillinga íslenzkrar ljóð- listar í að túlka stíl, blæ og myndir erlendra meistara, sem margir munu skipa bekk hinna útvöldu í framtíðinni. Beztu ljóðaþýðingar hans bera honum vitni sem frábærum völundi í smiðju málsins og ljóðsins. Ljóðaþýðingar Magnúsar eru ærið miklar að vöxtum. „Þýdd ljóð“ eru 1 sex bindum, og við þau bætast „Meðan sprengjurn- ar falla“, þýddu kvæðin í „Síð- kveldi“ og sitthvað í tímaritinu „Helgafelli“. Magnús hefir glímt við þá þraut að þýða marga langa ljóðaflokka og mun enn standa í slíkum stórræðum. Undirritað- ur spáir því þó, að þýðingar hans á smærrí kvæðunum lifi lengst og staðhæfir, að þær hafi haft blessunarlegust áhrif. — Magnús hefir þýtt eftir fjöldann allan af erlendúm skáldum og sér í lagi lagt rækt við fulltrúa hins nýja tíma. Ljóðaþýðingar hans hafa verið eins og stór op- inn gluggi, sem snýr ýmist í suður, austur eða vestur, en allt- af í áttina til siðmenningarinnar, nýbreytninnar og þróunarinnar. Inn um þann .glugga hefir streymt andblær nýrrar aldar og borið hingað ilminn af ungum gróðri í heimsríki ljóðagerðar- innar, en feykt á brott skúmi og lognmollu og valdið dýrðlegri gerbreytingu eins og þegar glað- ir geislar hrekja skugga á flótta í heillandi morgunsári. Og þetta hefir orkað meira en flesta grunat. Frásagnarstaglið er óð- um að hverfa úr ljóðum þeirra samtíðarskálda, sem eru lifandi fólk en ekki bókmenntalegar afturgöngur. Kvæði þeirra geyma myndir og hugblæ í stað þess að vera lágkúrulegar endur- sagnir. Magnús Ásgeirsson á sinn mikla þátt í því að kenna samtíðinni þessi nýju vinnu- brögð. Þeim er það svo að þakka, að íslenzk ljóðagerð er @ð kasta gömlum kufli og klæð- ast nýstárlegum búningi. En hann á enga sök á því, þó að sumir gangi berstrípaðir eins og keisarinn í ævintýri Andersens. Hann á ekkert skylt við svika- vefarana! Þýðingar Magnúsar á kvæð- um Nordahls Griegs, Gustafs Frödings og Hjalmars Gullbergs eru svo kunnar og viðurkennd- ar, aðj)að myndi að bera í bakka fullan lækinn að lofa þær. Hins vegar væri ámælisvert að þegja yfir því, að sumar þessar þýð- ingar eru snjallari og fegurri en frumkvæðin, svo göldróttur er Magnús, þegar hann gerir bezt. Og vissulega er ógleymanlegt að bera saman við frumkvæðin þýð ingar hans á Ijóðum eins og Myndasaumur, eftir Olaf Bull; Er skúrin kom, eftir Holger Drachmann; Götu-Gvendur, eft- ir Jeppe Aakjær; De profundis, eftir Johannes Jörgensen; Ber- serkjabragur, eftir Tom Kristen- sen; Moníka og Dómar, eftir O s c a r Leverten; Höggorms- kvæði, eftir Erik Axel Karlfeldt, og Þorkell seki ,eftir Karin Boye. Manni finnst það hætta að telj- ast til undantekninga, að túlk- andinn skáki meistaranum. Þó kæmi undirrituðum ekki á ó- vart, að þýðingar slíkar sem Manvísa, eftir óþekktan Breta á 14. öld; þýzka sagnakvæðið Múrarasveinnihn og Vögguþula, eftir Federico García Lorca, væru ennþá meiri listræn af- reksverk. Það kynni að vera, að Jón á Bægisá og Matthías segðu Magnúsi að færast meira í fang, ef þeir heimsæktu hann fimm- tugan í dag, en Jónas myndi taka í höndina á honum. Magnús Ásgeirsson lét ein- hvern tíma svo um mælt 1 blaða- viðtali, að hann teldi ekki þýð- ingar sínar í óbundnu máli til listrænnar vinnu. Hann um það. En guð hjálpi okkur hinum, ef þýðingar hans á „Svartfugli“ og „Aðventu“ Gunnars Gunnars- sonar og „Undir örlagastjörn- um“ eftir Stefan Zweig eru aktaskrift! Til eru menn, sem halda því BrÚðkaUDSIlÓt't fram, að risið á íslenzkum nú- r tímabókmenntum sé allt of lágt. Auðvitað er gott að vera kröfu- harður, en samt skyldi enginn gera sig að flóni í augum fram- tíðarinnar með oflátungslegu vanmati á samtíðinni. Sæmra væri að geta þess, sem vel er gert, og átta sig á staðreyndum, er ættu að vera öllum gleðiefni. Ein þeirra er sú, að til eru dóm- bærir útlendingar, sem telja Magnús Ásgeirsson. bezta ljóða- þýðanda Norðurlanda. Og það má sannarlega ekki minna vera en slíkur maður fái fimmtugur sæmilegar afmæliskveðjur frá löndum sínum. Helgi Sæmundsson —Alþbl. 9. nóv. Svar til ritstjóra Sameiningarinnar Ég er þér hjartanlega þakk- látur fyrir tvær greinar, sem þú skrifaðir um blaðið, Sameining- una. Hin fyrri birtist í apríl- blaði þessa árs, og hin síðari í kirkjuþingsheftinu. Báðar þess- ar greinar eru athyglisverðar, ekki sízt vegna þess, hvað þær eru sanngjarnar og ítarlega hugsaðar. Ég skil ekki í að al- menningur láti ekki til sín heyra með því að koma í fram- kvæmd einhverju af þínum göf- ugu hugsjónum og athugasemd- um, sem þú flytur okkur. Ég vil spyrja: munar nokkra íslenzka fjölskyldu, sem les ís- lenzku og tilheyrir söfnuði, um einn dollar á ári fyrir þetta blað? Eins og þú segir eru marg- ir, sem lesa og skrifa íslenzku, en kaupa ekki blaðið. Hið hörmu legasta er, að hvorugt blað kfrkjufélagsins (Sameinihgin eða Parish Messenger) er keypt nægilega mikið af safnaða-fólki voru til þess, að þau geti borið sig fjárhagslega. Þess vegna eru þau í fjárþröng. Þú vilt, séra Rúnólfur, að menn láti í ljós hvað þeir vilji að blaðið flytji fólkinu. En það vill svo til, að nafnið sjálft, Sam- einingin, gefur það til kynna, að hvetja safnaðarfólk vort til að vera sameinað í kirkjustarfinu. Margt af því tægi hefir Samein- ingin flutt okkur. 1 maj-blaðinu síðasta var sagt frá nýrri og happasælli áðferð, í sambandi við heimsóknir í Fyrsta lút- erska söfnuði í Winnipeg, sem er lærdómsrík fyrir aðra söfn- uði. Ennfremur skrifaði Mr. G. J. Oleson í Glenboro yfirlit yfir starf safnaðarfólksins þar, og hafði ég gaman að lesa það. Séra Sigurður Ólafsson hefir oft flutt okkur fréttir af starfinu í hans verkahring. Svo hefir séra putt- ormur Guttormsson skrifað fræð andi smágreinar úr umheimin- um. Gallinn á þeim er sá, að þær eru of stuttar; en þær eru svo góðar, að við viljum fá meira. Skerptilegt er einnig að lesa um Sumarbúðir Lúterskra Kvenna. Það*er dásamlegt, hvað starf þeirra hefir náð miklum þroska á stuttum tíma. Og svo eru dýrðleg ljóð og kristilegar ritgjörðir. Ekki get ég séð neina nauðsyn þess að kasta í burtu eða eyðileggja þetta eina ís- lenzka kirkjublað hér um slóðir, þar sem nóg er efni fyrir hendi í blaðið. Svo er annað: ef íslenzku vikublöðin hér geta lifað, þá ætti kirkjublaðið sannarlega að geta þrifist vel, þar sem það er aðeins mánaðarrit. Hætt er við því, ef blaðið er gefið út aðeins einu sinni á ári, að áhuginn fyrir því dvíni. Svo er eitt enn, sem krefst íhugunar: ég vona að menn séu ekki búnir að gleyma séra Jóni Bjarnasyni, mannin- um, sem stofnaði þetta kirkju- blað. Hann mundi segja, að menn ættu ekki að flýta sér um of að gjöra söfnuðina enska. Hitt er í alla staði sanngjarnt og sjálfsagt, að nota bæði málin, íslenzku og ensku, jöfnum hönd- um, og sömuleiðis bæði kirkju- blöðin, hið enska og hið íslenzka. Yfirsjón eða skeytingarleysi er hér að verki,eins og saman- burður við annað lítið kirkjurit ótvírætt sýnir, „Stjarnan“, að Lundar getur gefið út 900 ein- tök á mánuði, en við getum ekki selt 300. Þó er kirkjuflokkurinn, sem að „Stjörnunni“ stendur, miklu fámennari en Kirkjufélag vort. Ég felst á þína djarfmannlegu uppástungu, að ef við gætum fengið kvenfélögin til að hjálpa okkur við að útbrgiða „Samein- inguna“, þá væri blaðinu borgið, alveg eins og þau halda lifandi söfnuðum vorum. Eins vil ég, að prestar áminni fólk við messur að efla út- bréíðslu blaðsins. Allir söfnuðirnir ættu að líta á þetta mál sem einn hluta af sínu starfi. Ég vona, að allir söfnuðirnir taki þetta að sér, fari að ræða málið og koma af stað heppilegum framkvæmd- um. Þá veit ég að eitthvað verð- ur gjört. Vancouver, 18. sept., 1951 F. O. Lyngdal ☆ Athugarnir í sambandi við ofanskráða ritgjörð. Samkvæmt beiðni höfundar- ins og einnig eftir minni ósk, átti hún að birtast í Sameiningunni, en fyrir seinlæti mitt var alt rúm næsta blaðs hennar skipað áður en ég kom henni á fram- færi. Þess vegna varð ég að biðja Lögberg að flytja Vestur-íslend- ingum þessa hvetjandi hug- vekju. Út af því litla, sem ég í síð- ustu tíð leitast við að verða Sam- einingunni að liði, eru það aðeins tveir menn, af öllum Vestur- íslendingum, sem hafa látið mig vita um ákveðna hjálp. Annar þeirra er gamall vinur minn, Sigurður Friðsteinsson. Hann bauð að útvega blaðinu áskrif- endur og hann gjörði meira en að bjóða: hann sendi Samein- ingunni peninga ásamt nöfnum nýrra kaupenda. Slíkt hið sama gjörði margra ára vinur minn, Mr. Lyngdal. Svo styður hann í fangelsi Lögreglan fylgdi brúðgumanum íil hjónavígslunnar. Social-Demokraten í Khöfn skýrir frá óvenjulegu brúðkaupi, sem nýlega fór fram í ráðhúsinu í Kolding á Jótlandi, og frá enn furðulegri forsögu þess. Fyrir ári fékk bílþjófur, sem sat í fangelsi í Kolding, þriggja vikna frí þaðan til þess að gifta sig og undirbúa brúðkaupið. En varla var hann sloppinn úr fangelsinu, er hann hafði stolið bíl á ný og strokið á honum burt úr Kolding. Tveimur dögurn- síð- ar hafðist þó upp á honum, og var hann fluttur til baka í feng- elsið. Síðar fékk hann frí þaðan í annað sinn til þess að gifta sig; en það fór á sömu leið. Hann stal tveimur mótorhjólum, en ekkert varð úr brúðkaupinu. Nú situr hann á ný í fangels- inu í Kolding; en í byrjun þessa mánaðar gerði hann alvöru úr því að gifta sig. 1 þetta sinn þótti þó vissara að tveir lögreglu- þjónar færu með honum til hjónavígslunnar, sem fór fram í ráðhúsinu í Kolding, og voru þeir svaramenn brúðhjónanna. Á eftir fylgdu þeir brúðhjónun- um heim til brúðarinnar, þar sem drukkið var kaffi; en þaðan fór brúðguminn aftur í fangels- ið með lögregluþjónunum og sat þar brúðkaúpsnóttina — án brúðarinnar. Skotasagan: _* Einu sinni var enskur prestur í Skotlandi, en honum fannst kirkjusóknin vera heldur slæm. Svo dag einn ákveður hann að láta einn 5 punda seðil inn í einhverja sálmabókina, á* hverj- um sunnudegi. Hann sagði sókn- arbörnum sínum frá þessu, og það. brá svo við að kirkjan var alltaf troðfull eftir þetta! málefnið ennfremur með þessari ritgjörð. — Skyldi nú nokkur Vestur-lslendingur eignast vilja til að vinna? Vil ég svo binda enda á þess- ar skýringar með nokkrum orð- um úr bréfi frá Mr. Lyngdal, sem hann sendi með ritgjörð- inni. Þau eru á þessa leið: „Myndi ekki vera reynandi að skrifa öllum forsetum safnað- anna og biðja þá að taka þetta mál til umræðu og athafna? Undur væri það yndislegt, ef unt væri að skilja þann minnis- varða eftir, um kristilegt starf íslendinga hér vestra, að gjöra Sameininguna 100 ára gamla“. Rúnólfur Marieinsson Heppileg jólagjöf! Það er gamall og góðui*siður, að gleðja vini sína um jólin; það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna, og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn- ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu ára skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr- ar tungu i þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn- aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara- legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa- ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg og senda það vinum bæði hér og á íslandi. FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ THE COLUMBIA PRESS LIMtTED 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. SencLið Lögberg vinsamlegast til: Naín........................................... Aritun..í..................................... Hér með jylgir $5.00 ársgjald fyrir blaðið Nafn gefanda................................... Áritun........................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.