Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1951 5 wwwwvwvvwvvvwwvwvvwvi ÁHU43AMÁL UVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON KVENFÉLAG FYRSTA LÚT. SAFNAÐAR 65 ÁRA „Valtýr á grænni treyju", ný skáldsaga eftir Jón Björnsson Á miðvikudaginn, 21. nóvem- ber^ var gestkvæmt í Fyrstu lútersku kirkju og fór það að vonum, því þá minntist hið vin- sæla kvenfélag kirkjunnar 65 ára afmælis síns, en það var stofnað af fáeinum konum 5. ágúst 1886 undir forustu hinnar merku og tápmiklu konu, frú Láru Bjarnason. Allar konurn- ar, sem hana þektu minnast hennar jafnan með mikilli hlýju, aðdáun og virðingu. Það var eins og andi hennar svifi þarna enn- þá yfir vötnum. Til sýnis voru margir fornir munir og meðal Frú Lára Bjarnason Fyrsti forseti Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar. þeirra voru fagrir munir úr Jieimili þeirra Dr. Jóns Bjarna- sonar og frú Láru. Þeir eru nú í eigu fósturdóttur þeirra hjóna, Miss Theodóru Herman og var hún þarna til staðar og talaði um þá við gestina. „Þetta er silf- ur-borðbúnaðurinn og glerdisk- arnir, sem við notuðum dags daglega. Þetta er blekbyttan hans pabba“. Blekbyttan er fer- köntuð, úr gleri með bláum blómum. Hún er ekki sérlega falleg, en þegar maður hugsar um hinar mörgu málfögru og kjarnyrtu greinar, sem voru rit- aðar með aðstoð þessarar blek- byttu, þá óx hún að gildi og varð að dýrgrip. Þarna voru og munir, sem mörkuðu áfanga í lífi þessarar merku hjóna: gift- ingargjöf, 1870; rjómakanna og sykurker; voldug súpuskeið úr silfri og var grafið á hana, að hún táknaði þakklæti Seyðfir^5- inga fyrir bindindisstarfsemi séra Jóns, ártalið er 1884. Þar var og múrskeið úr silfri, er söfnuðurinn gaf frú Láru og er grafið á hana: „Með þessari múrskeið lagði frú Lára Bjarna- son hornsteininn að kirkju Fyrsta lúterska safnaðar, 20. ágúst 1903“. Þá var þar mikið silfurskrín eins og biblía í lag- inu, fóðrað fjólubláu silki, en á lokinu er upphleypt mynd af kirkjunni á Bannatyne Ave. og Sherbrooke Street; þetta var gjöf frá söfnuði séra Jóns 1909, í tilefni af 25 ára prestsþjónustu hans. Þarna voru og myndir af frú Láru á ýmsu aldursskeiði, er allar endurspegla gáfur og styrkan karakter þessarar merku konu. Þessir munir og þessar myndir hafa mikið sögulegt gildi ekki einungis fyrir hina nánustu heldur og fyrir alla Vestur-íslendinga, því þessi hjón mörkuðu djúp spor í sögu þjóð- arbrotsins vestan hafs. Hafi Miss Herman þökk fyrir að varðveita vel þessa dýrmætu hluti. 'Þarna voru og margir aðrir forngripir, er Mrs. G. M. Bjarna- son útskýrði fyrir gestum. Hún hafði lánað gamla „albúmið" sitt, sem hafði inni að halda myndir af mörgum íslenzkum frumbyggjum. Mrs. Bjarnason er frábærlega listræn kona og hefir málað margar fallegar myndir um ævina; kvennasíða Lögbergs hefir lengi ætlað að minnast verka hennar og mun gera það við fyrsta tækifæri. — Þegar konurnar voru að und- irbúa sýningu þessara gömlu muna, langaði þær til að sýna eitthvað til m i n n i n g a r um Rebekku Johnson, en hennar mun jafnan minnst í sögu Vestur Islendinga fyrir líknarstarf hennar bæði í Nýja-íslandi og í Winnipeg. Þá minntist Mrs. Bjarnason þess, að þegar hún heimsótti Rebekku eitt sinn, fyr- ir nálega fimmtíu árum síðan, þá bað Rebekka hana að mála mynd af kaffikvörninni sinni og kaffikönnunni. Mrs. Bjarnason gerði þetta; vafði upp myndina og hafði ekki litið á hana í fjölda mörg *ár. Og þafna hékk hún þessi táknræna mynd, sefn end- urspeglaði gamlar minningar. Þarna voru skrautmunir keyptir í búð Árna Friðriksson- ar, er Mrs. Liniker hafði lánað; silfurskeiðar gerðar af Kristjáni Geiteying 1890; 100 ára gamall glerdiskur, er Mrs. Bertha Nicholson hafði lánað; íslenzkur rokkur og kambar; klukka úr Jóns Júlíusar heimilinu, er Mrs. B. S. Benson hafði lánað: voldug kaffikvörn frá 1838, er Bill Olson hafði lánað, og gam- an var að sjá brúðargjöfina, er Mrs. J. A. Blöndal hafði fengið frá Torfhildi Hólm, skáldkonu, það eru útsaumuð blóm — upp- hleypt flos á svörtum flauels- grunni. Margar ljósmyndir af hinum gömlu frumbyggjum voru festar á tjöldin fyrir framan sviðið en sá var ljóður á, að ekki voru nöfn undir myndunum, og vil ég nú leyfa mér að benda eig- endunum á, að þeir eiga í þeim mikilsverð söguleg verðmæti, Frú Margrét Stephensen Núverandi forseti Kvenfélags Fyrsta lúterska'safnaðar. sem ekki koma að gagni nema því aðeins að nöfnin séu þeim samfara. Mesta ánægju hafði ég af hópmyndunum: Hockey- flokknum, sem íslendingar mynduðu fyrir aldamótin og myndunum af séra Jóni og helztu stuðningsmönnum hans; á þeim myndum er þessi mikli forustumaður bæði vinalegur og kempulegur í senn. Efst á sviðinu yfir þessu safni fornmuna og mynda hékk falleg mynd frá Þingvöllum, er Mrs. G. M. Bjarnason hafði málað og gefið Kvenfélaginu í afmælis- gjöf, og sómdi hún sér þar prýði- lega, því hún er bæði vel af hendi leyst og táknar eitt hið allra helgasta í íslenzkri sögu. — Um kveldið náði þessi hátíð hámarki sínu að fjölmennri að- sókn. Þá flutti Mrs. Sofía Wathne erindi um frumsögu Kvenfélags- ins. Hún brá fyrst upp mynd af Winnipeg, eins og borgin var, þegar félagið var stofnað 1886. Myndina fann hún með því að lesa dagblöð borgarinnar og ís- lenzku vikublöðin frá því tíma- bili. Er ekki ólíklegt, að hús- mæðurnar, sem á hana hlustuðu, hafi þótt formæður sínar lán- samar, að þurfa ekki að borga nema 10 til 15 cents fyrir pund af kjöti, $1 fyrir 7 til 10 pund af kaffi, $1 fyrir 20 pund af sykri, 15 til 18 cent fyrir tylft af eggj- um og 13 til 15 cents fyrir pund af smjöri. En kaupgjaldið var lágt að sama skapi svo að þær voru ekki betur settar, eins og ræðukonan þenti á. Borgin var ung og framgjörn og þrungin af starfsáhuga. Þá var bæjarráðshúsið reist og járn- brautin lögð um Winnipeg vest- ur að hafi. Og þá voru íslending- ár tiltölulega miklu fjölmennari í borginni en þeir eru nú; þeir voru um 2000 eða um 10 prósent af borgarbúum, og þeir létu til sín taka á öllum sviðum; þeir voru matsölukaupmenn, álna- vörukaupmenn, skófatnaðar- kaupmenn, eldsneytiskaupmenn, skrautmunasalar, kjötsölumenn og fasteignasalar; þeir stofnuðu kveldskóla til að kenna íslend- ingum ensku og aðrar náms- greinar og þeir reistu mikla og fagra kirkju 1887 á William Ave. og Nena Street. Þetta var baktjaldið, og nú vitnaði ræðukonan í minnis- blöð, er frú Lára hafði skrifað Framhald af bls. 3 Beztur hestur Bjarna var rauð- skjóttur hestur, ættaður úr Skagafirði. Um hann kvað hann: Snar sem elding hlaupa hár hita jelldi tárin. Eljur, keldur, urðir, flár ekki hrelldu klárinn. Forðum þótti fótheppinn, fram þá sótti ómæðinn, húinn þrótti búkur þinn, blessaður skjótti klárinn minn. Þvilíkt metið skjaldarskarð skjótt ei geta lýðir. Sérhver hetja hníga varð hels í flet um síðir. Margt orti Bjarni fleira um hesta sína og allt ber það vott um ást og næman skilning á hin- um þarfa þjóni. Margar vísur urðu til við ýms tækifæri. í kaúpstaðarferðum, réttum, við samkomur og sam- fundi bænda, er vínið hafði hýrgað geð, varð Bjarna oft létt um tungutak. Urðu vísur Bjarna vinsælar og á hvers manns vör- um. Skulu hér tilfærðar vísur tveggja samferðamanna hans, sem bera þeim vinsældum vitni. Kristján ívarsson yrkir: Bjarni gildur burðamaður býr Vatnshorni neðra á. Oft með snilld á hörpu hraður hróðra norna leikur sá. Björn Friðriksson frá Berg- stöðum kveður: Á Vatnshorni ég rétt tel eyðir snjallur hringa Bjarna er yrkir bögur vel blómið hagyrðinga. Þeir bræður Brynjólfur og Bjarni kváðust oft á í bréfum. Um listir þessa heims, er þeir bræðurmátu mest, má sjá á þess- um vísum. Brynjólfur kveður: Álms á hlíðar öndunum yndi líð ég sanna, fák að riða fjörugum, faðma blíðan svanna. Bjarni segir: Hesti góðum hleypa um grund, hlunna renna svíni, syngja Ijóð við seima hrund súpa á brennivíni. um þessi fyrstu ár Kvenfélags- ins, og má lesa þar á milli lín- anna, að um þau samtök lék hinn sami Ungi, framgjarni og óháði frjálsræðisandi, sem þá ríkti í borginni. Þessi minnisblöð hafa sagnfræðilegt gildi og mega ekki glatast. Mrs. Wathne gerði umtalsefni sínu ágæt skil, og jók á gildi þess með því að 'sýna stækkaðar myndir af mörgum hinna fyrstu kvenfélagskvenna. Að erindinu loknu, skar Mrs. J. A. Blöndal afmæliskökuna, en Mrs. Blöndal var viðstödd á stofnfundi félagsins, þótt ótrú- legt sé, því hún er frámunalega ungleg í útliti og ung í anda. í þessi 65 ár, sem Kvenfélagið hefir verið við líði, hefir það innt af hendi mikil störf í þágu kirkju sinnar og líknarmála. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar átti frumkvæðið að því, að elliheimilið, Betel, var stofnað. Frú Lára Bjarnason reifaði málið á fundi félagsins 1901. „Var þetta ekki yndislegt átak við upphaf nýrrar aldar?“ sagði Mrs. Wathne í lok ræðu sinnar. Eftir 65 ár er Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í fullu fjöri og þrungið af áhuga fyrir vel- ferðarmálum safnaðarins. Nú- verandi forseti félagsins er Mrs. O. Stephensen, og með henni tóku á móti gestum Mrs. V. J. Eylands og Mrs. M. W. Dalman. Má segja, að þarna mæli þeir bræður fyrir munn samtíðar sinnar. Bjarni var skapmikill tilfinn- ingamaður, viðkvæmur og næm- ur. Er degi hallar hvarflar hug- urinn oft til þess er kóma muni. Verða þá til ljóð um lífið og gildi þess. Þessum næma huga finnst heimurinn oft kaldur og stundum bera vísur hans vott um þunglyndi: Hefur mig tíðum heimur þreytt hans og skapið kalda. Ég hef líka illa breytt, og því hlýt að gjalda. En hans meðfædda glaðlyndi og mildi nær ávallt aftur yfir- höndinni í skapi hans og síðar finnur hann að trúin og „traust- ið á drottins mildi“ eru þær stoðir, er styðja bezt í veröld þessari. Þegar hann um jól ein er sjúk- ur fjarverandi frá heimili sínu, leitar hugurinn heim til ástkærr- ar eiginkonu og barna. 1 fögru ljóðabréfi, sem hann sendir konu sinni þá, mælir hann m. a.: Þegar heimsins þjaka mein, þekkist lífsins gildi. • Tvíllaust skapar trúin hrein traust á drottins mildi. Síðasta ár ævi sinnar átti Bjarni við sára vanheilsu að búa, en skáldgyðjan yfirgaf ekki barn sitt, þótt annað þrek bilaði. Stuttu fyrir andlát sitt yrkir Bjarni síðustu vísu sína. Viss um lokin en sáttur við samtíðina segir hann: Lækka boðar lífs á dröfn líkn hvað veitist þjáðum. Blasir við mér heilög höfn hliðið opnast bráðum. Hann andaðist á Neðra-Vatns- horni 11. nóvember 1917. Hér hefir verið stiklað á stóru. Margur kunnugur mun sakna margs af vísum Bjarna, því að minningin um hann vermir enn huga þeirra, er muna hann. En í þeirri trú, að hollt sé ís- lendingum enn að minnast feðra sinna og kynnast lífi þeirra, hæfileikum og verkum, er þessi fátæklega ritgerð um mætan mann tií orðin. B. R. F. —Lesbók Mbl. Norðri gefur út 25 bækur í ár Bókaútgáfan Norðri gefur út nú í vikunni nýja sögu- lega skáldsögu eftir Jón Björnsson. — Nefnist hún „Valtýr á grænni treyju“, og er hin landskunna og ó- gleymanlega þjóðsaga ívaf hennar. Er bókin 308 blað- síður að stærð ög sjötta skáldsaga Jóns, sem nú er kominn 1 tölu afkastamestu yngri rithöfunda okkar. Kunnust af fyrri skáldsög- um hans er „Jón Gerreks- son“, sem einnig er sögulegs efnis, og mun vafalaust. mörg um leika hugur á að kynna sér, hvernig honum tekst í glímunni við þjóðsöguna um Valtý á grænni treyju og dómsmorðið á honum. „Valtýr á grænni treyju“ skiptist í 26 kafla og er mjög vel til útgáfu bókarinnar vandað. Hún er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Meðal þeirra bóka, sem Norðri gefur út næstu daga, er skáld- sagan „Apna María“ eftir Elin- borgu Lárusdóttur, en hún kem- úr út í tilefni af Sextugsafmæli Fyrir um það bil tveim mánuðum var allt í einu gef- ið út bann við því að selja íslenzka mjólk á Keflavíkur- flugvelli. Mjólkurneyzla var þá mikil þar og fór stöð- ugt vaxandi, og kom bann þetta mjólkursölunni því algerlega á óvart. Á'stæðan fyrir þessu banni mun vera sú, að aðrar reglur gilda hér en í Bandaríkjunum; eru strangari kröfur gerðar þar varðandi neyzlumjólkina. Meðal annars er þess krafizt vestra að fullkomin berklaskoðun fari fram á kúm, og sömuleiðis er jafnan haft strangt eftirlit með því að kýr séu ekki haldnar kálfs fararsótt. Á styrjaldarárunum mun hafa komið hér upp svipað vandamál varðandi sölu íslenzkrar mjólk- ur til setuliðsins, en þá kom hingað amerískur dýralæknir og ferðaðist um ásamt íslenzkum mjólkurfræðingi og dýralækni og skoðaði kýr á stærstu mjólk- urbúunum og reyndust þær heilbrigðar. Eftir það var sala mjólkurinnar leyfð til setuliðs- ins. I ráði mun vera að hingað komi einnig bandarískur sér- fræðingur til þess að rannsaka þessi mál. —Alþbl. 3. nóv. Fornminjafræðingur: — Þessi vasi er 2000 ára gamall. Þér verð ið að fara varlega með hann, þegar þér farið með hann út í bílinn. Flutningsmaðurinn: — Alveg sjálfsagt. Ég skal fara eins var- lega með hann og væri hann hinnar vinsælu og víðlesnu skáld konu. Er þetta seytjánda bók frú Elínborgar, en fyrsta bók hennar kom út 1935. Ennfremur gefur Norðri út skáldsögu eftir íslenzkan höfund, sem ekki hefir gefið út bók fyrri. Sagan heitir „Eins og maðurinn sáir“, en höf- undurinn er Kristján Sigurður Kristjánsson. Þá gefur Norðri út ljóðmæli og leikrit Páls J. Árdals, álþýðu- skálds, sem átti miklum vin- sældum að fagna á sinni tíð. Dóttursonur Páls, dr. Stein- grímur J. Þorsteinsson prófes- sor, sér um útgáfuna ásamt S t e i n d ó r i Steindórssyni frá Hlöðum, og ritar Steingrímur sem formála að bókinni ýtarlega ritgerð um afa sinn. Af öðrum innlendum bókum má nefna endurminningar Á- gústs Helgasonar í Birtingaholti, sem séra Sigurður Einarsson hefir búið til prentunar, og bók- ina „Samskipti manna og hesta“* eftir Ásgeir frá Gottorp. Meðal erlendu bókanna eru fyrsta íslenzka j^ildarútgáfan af sögum Munchhausens baróns eftir G. A. Burger með bráð- skemmtilegum myndum eftir Gustave Doré, en þýðingin er gerð af Ingvari Brynjólfssyni menntaskólakennara. Ennfrem- ur gefur Norðri út skáldsöguna „Hreimur fossins hljóðnar“ eftir færeyska rithöfundinn Richard Thomsen, sem skrifar á dönsku og er^víðlesinn höfundur. Skáld- saga hans „Blámannavík“ kom út á styrjaldarárunum og var þá til sölu 1 bókaverzlunum hér. Alls mun Norðri gefa út í ár 25 bækur, og eru nokkrar þeirra þegar komnar út. —Alþbl. 4. nóv. The Women's Associalion of the First Lutheran Church, Victor Street, will hold their “Annual Christmas Tea” in the Church parlors Wednesday, Dec- ember 5, from 2:30 to 5:00 and from 7:30 to 10 p.m. Mrs. V. Jónasson, President, and Mrs. V. J. Eylarids, with the general conveners: Mrs. A. H. Gray and Mrs. Quiggin, will receive the guests. HOME COOKING—Mrs. H. Taylor, Mrs. Bolin, Mrs. Cooney. Cooney. HANDICRAFT—Mrs. J. And- erson, Mrs. Olsen, Mrs. J. Ingi- mundson, Mrs. Isford. CANDY—Mrs. C. Sigmar, Mrs. Frederickson. WHITE ELEPHANT—Mrs. F. Thordarson and Mrs. W. Pot- truff. Tea Table Captains bgkéj bg TEA TABLE CAPTAINS—Mrs. G. Finnbogason, Mrs. R. Broad- foot, Mrs. P. Sivertson, Mrs. Richardson. — Þegar ég sé þig, þá dettur mér alltaf í hug hann Jónas. — Það er þó merkilegt, ekki erum við neitt líkir? — Þið eruð líkir að því leyti, að þið skuldið mér báðir 500 nýr! Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraintngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. wlNNIPEG Sala íslenzkrar mjólkur hefir verið bönnuð ó Keflavikurflugvelli Aldarafmæli hagyrðings

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.