Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1951 NÓTl OG MORGLJN Eftir LYTTON LÁVARi J. J. BILDFELL, þýddi „Sussu, maður! — hresstu þig við! Það er ekki ein mínúta til að spara! Ég neii þegar raðið við mig hvað þú skulir gjöra. Þetta skjal er ekki túskildings virði nema því aðeins að prest- urinn, sem prófaði það, staðfesti það með eiði. Hann er aðstoðarprestur í Wales. — Þú ert enn- þá Beaufort lávaruðr, auðugur og voldugur maður. Það er máske hægt að fá prestinn, ef vel er að honum farið, til þess að vitna á móti þeim, og þá skulum við fá þá alla sakfellda fyrir fölsun og samsæri. Ef í það versta fer þá getur þú sjálfsagt fengið prestinn til að gleyma öllu, eða til þess að koma hvergi nærri. Heim- %jlisfang prestsins var á giftingar-afskirftar- skjalinu: C . . . . Farðu sjálfur til Wales, nú undir eins. — Svo þegar þú ert búinn að semja við séra Jones, þá flýttu þér til baka og farðu strax til Boulogne og kauptu þennan glæpa- mann og vitnið hans — já, kauptu þá! Það er það eina, sem að þú getur gjört nú. Fljótt! — fljótt! — fljótt! Ég segi þér maður! Að ef þetta kæmi mér við, ef um mínar eignir væri að' ræða, þá mundi ég ekki kæra mig hið minsta um þennan blaðsnepil; mér mundi heldur þykja gaman að honurn. Ég sé hvernig hægt er að nota hann á móti þeim. — Farðu!“ „Nei, nei! Ég get það ekki! Vilt þú sjá um það fyrir mig? Viltu? Helmingur allra eigna minna! Allar! Taktu við þeim, en bjargaðu . . .“ „Tuttu, tuttu!“ tók Lilburne lávarður fram í með ískaldri fyrirlitningu. „Ég er eins auð- ugur og að ég kæri mig um að verða. Peningar kaupa mig ekki. Ég að sjá um þetta! Ég, Lil- bune lávarður. Ég! Ef að það kemst upp, þá er það eyðilegging. Og hvað svo? Þú verður að taka þessa áhættu ^ þínar eigin herðar — því að þú verður eyðilagður ef þú gjörir það ekki. Ég get það ekki. Það er enginn hagnaður fyrir mig!“ „Ég þori það ekki! — Ég þori það ekki“, nöldraði Beaufort alveg gugnaður. Undirlæg- ing, vanheiður, uppljóstrun og ég svo virðingar- verður — mannorð mitt! — Og sonur minn á móti mér líka. Sonur minn, sem að ég lifði fyrir. Nei, nei, látum þá taka allt! Látum þá taka allt! Ha, ha; látum þá taka það! Góðan daginn til þín“. „Hvert ætlar þú að fara?“ „Ég ætla að tala við hr. Blackwell, og skal láta þig vita“, og Beaufort staulaðist veiklu- lega út að vagni sínum. Fara að sjá lögfræðing sinn! urraði í Lil- burne. Já, ef að lögfræðingur hans getur hjálp- að honum til að svíkja af mönnum lagalega, þá verður hann ekki seinn á sér að gjöra það. Það er hinn heiðarlegi vegur til þess. Ó, já! Þetta getur orðið ískyggilegt fyrir mig — skjalið finnst hérna — ef að stúlkan getur bor- ið vitni um það sem að hún heyrði, því að hún, hefir hlotið að heyra eitthvað. — Nei, ég held að fasteignalögin leyfi naumast að hún beri vitni; og ef þau gera það. — Jæja, hún er dótturdóttir mín — er það annars mögulegt! Og Gawtrey bjargaði móður hennar, og barn- inu mínu frá siðleysi móður sinnar! Mér fannst að velvild mín til hennar væri öðruvísi, eða annars eðlis en velvild mín til nokkurrar ann- arar: hún var hrein — hún var! — það var meðaumkvun — kærleikur. Oð ég get aldrei séð hana aftur — verð að gleyma öllu saman! Og ég er að verða gamall — barnlaus, og al- einn!“ hann þagnaði og stundi við. Svo breytt- ist svipurinn á andlitinu á honum í reiðisvip, og hann hrópaði upp: „Maðurinn ögraði mér og ég var bleyða! Að gjöra hvað? — ekki neitt. Vörnin er mín aðferð. Ég snerti ekki spil fram- ar. — Ræðst aldrei á neinn að fyrra bragði. Hver verður til þess að ásaka Lilburne lávarð? Samt sem áður þá er Robert asni. Ég má ekki sleppa hendinni af honum. Heyrðu Dykeman! Vagninn minn, ég ætla að fara til Lundúna“. Það er ekki neinum vafa bundið, að Philip var heppinn að Robert Beaufort var ekki Lil- burne lávarður, því reynsla sögunnar sýnir og sannar — almenn saga og saga einstaklinga — saga sigurvegaranna — stjórnmálamannanna — erkihræsnara og hugprúðra hreystimanna; — já, þær sögur kenna okkur allar hve voldugur að einn maður, sem er frábærlega gáfaður og nógu ósvífinn getur verið á móti réttlæti mil- jónanna. Eini maðurinn hefst handa — fjöldinn er aískiptalaus. Réttlætið situr í hásætinu. — Þorparaskapurinn þreytist aldrei. — Framtakið var lykill Archimedasar. XVI. Kapíluli Beaufort lávarður fór á fund hr. Blackwells og sagði honum langa og sundurlausa sögu. Euir að hr. Blackwell haíði athugað hana, gaf hann sömu ráðleggingarnar og að Lilburne haiði bent á áður, en lögfræðingurinn setti mál sitt fram frá lagalegu sjónarmiði, svo að það kom hr. Beaufort allt öðruvísi fyrir sjónir. Hann var ekkert órólegur út af uppástungu hr. Black- wells, þó að fyrirskipaðnir Lilburnes hefðu ætlað að.ganga fram af honupi. Blackwell sagð- ist skyldi fara daginn eftir til Wales til að hitta séra Jones og vita hvernig að í honum lagi! Ekkert var algengara, en að fá fólk sem var fagurlega heiðarlegt, heldur en að koma vitn- um til þess að hverfa, svo þau væru ekki i vegi! Algengur siður í kosningamálum. „Satt er það“, sagði hr. Beaufort og það var eins og að létt væri af honum þungri byrði. Og eftir að því væri lokið ætlaði herra Blackwell að koma aftur til borgarinnar og fara til Boulogne til að eiga tal við þennan óforskammaða mann, sem að Arthur (það er svo sem hægt að telja þesum ungu mönnum trú um hlutina) hefði tekið trúanlegan. Honum fannst ekki minnsti efi á, að hann gæti lagfært þetta allt saman. Robert Beaufort kom aftur til Berkeley Square og var hinn hresasti. Lilburne var þar fyrir og þegar að hann sá, að málinu var betur komið í höndum Blackwells en mágs síns, lét hann þar við sitja. Herra Blackwell fór næsta dag, en sá næsti dagur gerði allan mismuninn. — Innan tveggja klukkutíma, eftir að skjalið kom Philip í hend- ur og án nokkurra vafninga, annara en heil- brigðrar hugsunar, hafði hann verið á undan aðalsmanninum og lögfræðingnum. Hann hafði sent aðalskrifara, hr. Barlows, tafarlaust til húsbónda síns í Wales með skjalið og stutta skýringu á, hvernig að á því stæði. Það kom sér líka vel að afskriftin af giftingarvottorðinu hafði fundist, því að allar eftirgrennslanir Barlows í A . . . höfðu verið árangurslausar, og heíðu að líkindum orðið það án þessarar vísbendingar, sem sagði til hver afskriftina hefði tekið fyrir séra Gabel Price. Barlow var sextán klukkutímum á undan Blackwell í Wales, sem gerði honum mögulegt að heim- sækja séra Jones — sýna honum skjalið, sem að hann hafði sjálfur skrifað — fá skriflega og vottfesta lýsingu frá honum, sem að ekki hefði verið þægilegt fyrir hann að ganga á móti hvað fátækur sem að hann var og hvað margar snör- ur, sem freistarinn hefði lagt fyrir hann, ef hann hefði verið óráðvandur, sem að hann ekki var, og sem að hann nú mundi vel eftir og líka kringumstæðunum, sem áttu sér stað þeg- ar séra Caleb hefði beðið hann um að taka af- skriftina, þó að hann myndi ekki eftir nöfnum persónanna fyrr en að hann sá þau á afskriftar- skjalinu. Barlow gerði allt sem að hann gat til þess að vekja athygli séra Jones á málinu — fór svo í burtu frá Wales — flýtti sér allt sem að hann gat til Boulogne — sá Kaftein Smith og sannfærði hann um, án þess að múta honum eða ógna, að hann gæti ekki með nokkru móti komið til Englands, eða farið að finna bróður sinn án þess að verða tafarlaust tekinn fastur — að vitnisburður bróður hans væri þegar ákveð- inn sannleikanum til fulltingis, og önnur máls- gögn, er væru ný framkomin, sem tryggðu ör- yggi málsins og framgang þess — hann benti Kafteininum á, að allar brellur í sambandi við málið væru þýðingarlausar og gaf honum einn- ig til kynna hvoru megin að hagsvonir hans lægju; hann var með honum þangað til að Kafteinninn fór til París, þar sem hann skömmu eftir þetta hvarf í burtu úr heiminum, var neyddur til að heigja þar einvígi við franskan mann, sem að hann> hafði reynt til að fleka, og var skotinn í gegnum lungun, og sannaði hann þannig uppáhalds lífsreglu Lilburnes lávarðar, sem sé þá, að smámenni geti aldrei leikið mikils háttar rullur til lengdar! Sama daginn, sem að Blackwell kom til baka frá því að reyna hálft um hálft að mannskemma séra Jones, en hafði ekki einu sinni tekist að fá neinar fréttir af hr. Smith, fékk Robert Beau- fort stefnu frá Philip þar sem krafist var, að hann flytti burt af Beaufort eigninni og að málið kæmi fyrir til rannsóknar á næsta vor- dómþingi og til að bæta ofan á þessar raunir, þá var Arthur, sem að Beaufort hingað til hafði getað haft ofan af fyrir með fagurgala og skjalli, versnað stórum, svo mjög að móðir hans flutti hann til borgarinnar til læknisskoðunar. Það var sent eftir Lilburne lávarði, og þegar að hann fékk allar fréttirnar, var hann ekki lengi að ákveða hvað gjöra skyldi. „Ég var búinn að segja þér, að þessi maður ann dóttur þinni. Reyndu að semja við hann. Málsókn er ljót og máske eyðilegging. Hann hefir rétt til að krefjast sex ára inntekta, það eru um 100.000 pund. Gjörðu sjálfan þig að tengdaföður hans og mig að tengdamági hans, og þegar við getum ekki drepið broddfluguna, þá getum við máske dregið úr eitursting hennar“. Beaufort, sem að var enn óákveðinn og hik- andi, fór á fund sonar síns og talaði ákveðið við hann, það er að segja, eins ákveðið og Robert Beaufort gat verið ákveðinn! Hann sagði honum frá, að Lilburne hefði fundið af- skrift af giftingarvottorðinu í leynihólfi í kom- móðunni. Hann lagði mikla áherzlu á framkomu Lilburnes lávarðar, sérstaklega á það, sem að hann sagði, eða gaf í skyn um Philip í sambandi við burtnám Fanny og atbeina hennar; hann sagði ekkert um tilraun sína til að eyðileggja skjalið. Hví skyldi hann gjöra það? Með því að vísa fram skjalinu fyrir rétti — ef að honum var ráðið til þess — gat hann ónýtt vitnisburð Fanny; og máske án þess var hægt að komast fram hjá honum. Hann viðurkenndi að hann óttaðist vitnisburð þess, sem að hefði gert eftir- rit af giftingarstaðfestingunni í kirkjubókinni í A . . . . ef að hann væri lifandi. Svo talaði hann með miklum fjálgleik um ásetning sinn til að gjöra það sem rétt væri — um hræðslu sína við óhróður og misskilning. Hann minnt- ist ekki á Sidney, né það hugboð sitt, að Sidney og Charles Spencer væri einn og sami maður- inn, vegna þess að ef að dóttir hans ætti að verða sameiningaraðili, þá lá það í augum uppi, að trúlofun hennar og Sidney varð að upphefj- ast og þaggast niður. Og til allrar lukku þá fyrirbyggðu , veikindi Arthurs og fyrirskipanir föður hans að forðast allar æsingar í nálægð við hann, og óframfærni Camillu sjálfrar, trúnaðarsamtal á milli systkinanna, og svo var Camilla illa upplögð til slíks samtals. Hvernig átti hún, þegar að hún leit á Arthur náfölann og síhóstandi að fara að tala við hann um ásta- mál og giftingar? En hvað hjáræuna, frú Beau- fort snerti, þá gekk maður hennar úr skugga um hennar þagmælsku. Eftir að hafa hlustað með athygli á frásögn föður síns og afleiðingar af henni og samtali feðganna, ritaði Arthur eftirfylgjandi bréf til frænda síns: „Ég skrifa þér án ótta fyrir því, að verða misskilinn; því að ég skrifa þér án vitundar fjölskyldu minnar, og ég er sá eini af henni, sem hefi enga persónulega hluttekningu í bar- áttunni, sem er í þann veginn að hefjast á milli föður míns og þín. Áður en lögin geta fellt á- kveðinn dóm í þeirri baráttu á milli ykkar verð ég kominn í gröf mína. Ég skrifa þetta á dánarbeðnum. Philip, ég skrifa þetta — ég, sem stóð við dánarbeð þér nákomnari heldur en minn er. — Ég, sem var viðstaddur síðasta and- varp móður þinnar, og hún tók það með bros á vörum, og sem enn lék um það eftir að hjarta hennar hætti að slá, því éghafði lofað henni, að vera vinur barnanna hennar. Herrann sjálf- ur veit, hve annt mér var um að halda það lof- orð! Heilsuveill, og lasburða veitti ég þér og bróður þínum eftirför með eftirvæntingu og ekkert annað í huga, enga aðra bæn á vörum en þá, að mega taka ykkur bræðurna í faðm mér og segja: við skulum vera bræður! Ég ætla ekki að minna þig á niðurlæginguna, sem við urðum að þola, því að það er þitt en ekki mitt, að minnast þess, sem að fram fór þegar að loksins að fundum okkar bar saman. En samt reyndi ég til að bjarga, þó það væri ekki nema Sidney — sem að móðir þín fól mér sérstaklega á hendur. Hann komst undan í leit okkar á leyndardómsfullan hátt; en samkvæmt bréfi, sem við fengum frá einhverjum ókunnum manni, var þess getið að honum vegnaði vel og væri í góðum kringumstæðum. Ég sá þig aftur í París. Ég sá að þú varst fátækur.’ Og ef dæma skyldi þig eftir félaga þínum þá'hafði maður ástæðu til að halda, að þú værir orðinn spilltur. Minnugur þess, að þú hafðir heitið því, að þiggja aldrei ölmusu frá Beaufort-fjölskyld- unni, og svívirðingar þeirrar, sem ég hafði mætt frá þinni hálfu, þá áleit ég þýðingarlaust að telja um fyrir þér, en ég áleit ekki þýðingar- laust að hjálpa þér. Ég sendi þér nafnlaust pen- inga, sem nægðu, að minnsta kosti ef fátæktin hefði neytt þig til lasta, til þess að frelsa þig frá þeim í bili, ef að þú værir svo sinnaður. Máske að sú upphæð þó að lítil væri, hafi komið sér vel og hjálpað þér. Hví er ég að tala um þetta við þig nú? Til að telja þig frá því að krefj- ast réttar, sem þú álítur að vera réttlátan og sannan. Guð forði mér frá því! Ef málstaður þinn er réttlátur, þá fylgir honum skylda til að hreinsa og hefja nafn móður þinnar. Ég gjöri það til þess, að fara þess á leit við þjg, að þegar um þá réttlætiskröfu er að ræða, að þú sættir þig við að réttlætið nái fram að ganga, en látir af öllum hefndarhug — að þú með því að rétta hlut þinn gjörir öðrum ekki rangt til. Ef að lögin skyldu staðfesta kröfu þína, þá gerðu peningarnir (tekjunarnar), sem þú gætir krafist, föður minn og systir að ör- eigum. Þetta geta verið lög, en það er ekki rétt- læti; því að faðir minn trúði staðfastlega, og það ekki að orsakalausu, að hann hefði verið rétt kjörinn og lagalegur erfingi að eignunum, sem að hann tók við. Þetta er nú ekki allt. Það geta verið kringumstæður í sambandi við fund á vissu skjali, sern, ef það er ábyggilegt, og mér dettur ekki í hug að rengja það, tekur af skarið, að því er sannleiksgildi málsins snert- ir — kringumstæður, sem gætu litið illa út fyrir heiður og nafn föður míns. Ég er ekki nógu vel að mér í lögum til að meta hvað langt þær má opinberlega teygja, eða hvað illviljaður og ósvífinn lögfræðingur gæti úr þeim gert. Ég segi aftur: réttlæti, en ekki hefnd! Með þessu enda ég, og legg hér með til þín þessar línur, sem þú hefir sjálfur skrifað, og læt þig einan um, að dæma um gildi þeirra. Arthur Beaufort“. Línurnar, sem að lesarinn hefir áður séð, voru þessar: „Ég get ekki ímyndað mér hver þú ert: þeir segja mér, að þú segist vera skyldur okkur; það hlýtur að vera einhver misskilningur. Ég vissi ekki til þess, að hún vesalings móðir mín ætti svo veglegt skyldmenni. En hver sem þú ert, þá léttir þú henni síðustu ævi-augnablik- in hún dó í faðmi þínum; og ef að einhverntíma í framtíðinni að við skyldum hittast, og að ég gæti gjört þér einhvern greiða, þá skal ekkert sem að ég á ráð á vera þér of gott. Ef að þú virkilega ert skyldur henni, þá bið ég þig fyrir bróður minn, hann er í . . . . hjá Morton. Ef'að þú gætir gjört honum greiða, þá vakir sál móð- ur minnar yfir þér eins og verndarengill. Hvað mig snertir, þá leita ég ekki hjálpar hjá nein- um manni. Ég geng mína eigin götu, og ætla mér að ryðja minn eiginn veg. Svo mikla andúð hefi ég á ölmusu frá öðrum, að ég held, að ég gæti ekki blessað þig, ef að góðvild þinni væri ekki lokið við gröf móður minnar". Þetta bréf var sent til þess eina heimilis- fangs Philips, sem Beaufort-fjölskyldan vissi um, það er til heimilis hans í Lundúnum, og hann fékk það ekki sama daginn og það var sent. * I millitíðinni vernsaði Arthur Beaufort óðum. Faðir hans, sem var upptekinn af sínum síngyrnis-áhyggjum eða ótta, (þó að útlit Arthurs skyti honum fyrst skelk í bringu) var nú hættur að álíta veiki hans hættulega. I sann- leika sagt, voru tilfinningar hans gagnvart Arthur frekar metnaðarkennd en ást eða kær- leiksríki, burtvera Arthurs hafði líka veikt bönd vanans í þessu efni. Hann matti hann eins og erfingja, meira en kærleiksríkan son. Það leit nærri út fyrir, að eftir því sem hættan vofði skuggalegri yfir arfleifðinni, að kærleikurinn til erfingjans fjaraði út og stafaði það frá því, að minna var um hann hugsað. Vesalings frú Beau- fort, sem enn vissi lítið um óttafarg það, sem hvíldi á herðum manns hennar, var enn von- góð um bata Arthurs. Umönnun hennar fyrir honum leiddi fram úr fylgsnum skapgerðar hennar, sem var bæði köld og lítilsigld, kosti sem aldrei fyrr höfðu sýnt sig — hún vakti yfir honum — hjúkraði honum og annaðist hann. Fínheitin og tepruskapurinn var horfinn; móð- urástin aðeins eftir. Arthur Beaufort, sem var fíngerður og skap- góður, og lét leiðast af félögum, sem voru hon- um minni menn, nema að líkams- og viljaþrótt, hafði verið eyðilagður með velgengni. Gáfur hans og upplag, sem var langt fyrir ofan meðal- lag, höfðu aðeins skerpt smekk hans, án þess að þroska vitsmuni hans. Kostir hans, vinahót hans, hið skemmtilega við mót hans og geð- prýði, höfðu gjört hann að skotspæni sníkju- gestanna, sem að kýldu vömb sína á fé hans. Tilfinningar hans voru sljófgaðar af hinu vana- lega glettnisflangsi og tilgangslausu skemmtun- um, svo að þær voru orðnar ómóttækilegar fyr- ir einlægan og róttækan kærleika. Hann hafði lifað nautnalífi, sem að úthýsti allri ánægju. Nú var hann orðinn nautnunum að bráð gegn betri meðvitund síns innra manns. Hann var nú kom- inn heim til að heyra um efnatap og til þess að deyja. Það var kveld í sjúkrahúsinu. Arthur hafði farið á fætur eftir að hafa legið í rúminu í nokkra daga og lá á legubekk fyrir framan eldstæðið. Camilla beygði sig ofan að honum, en hélt sig í skugganum, svo að hann sæi ekki tárin, sem henni féllu af augum. Móðir hans var að reyna að skemmta honum eins og að hún hafði skemmt sjálfri sér með því að lesa upp- hátt í léttum og nýútkomnum reyfara —reyfara, þar sem að lífi heldristéttarfólks var lýst eins og glæsilegri skemmtiför. „Kæra móðir mín“, sagði sjúklingurinn ergi- lega, „ég hefi engan áhuga fyrir þessum fölsku lýsingum af lífinu, sem að ég sjálfur hefi lifað. Ég veit hvers virði það líf er. Ó, ef að mér hefði verið kent eitthvert verk, einhver em- bættisiðn! Hefði mér — það er vesællegt að vera að kvarta. Mamma, hefir þú séð Monsieur de Vandemont? Er hann sterkur og hraust- legur?“ \,Já, meira en það. En hann er ekki eins fágaður og þú, elsku Arthur minn“. „Og þér þykir mikið til hans koma, Camilla? Hefir enginn annar ásælst hjarta þitt og huga?“ „Elsku Arthur minn“, tók móðir hans fram í, „þúgleymir því, að Camilla er naumast gjaf- vaxta, og að ungar stúlkhr, sem vel eru aldar upp, fara í þeim efnum eftir ráðum foreldra sinna. Það er tími til kominn að þú takir með- ulin þín, þau gera þér gott; þú ert listarbetri í dag elsku sonur minn“. Á meðan frú Beaufort var að hella meðalinu í glas, var dyrunum lokið hljóðlega upp og hr. Robert Beaufort kom inn, og á eftir honum stærri og tígulegri maður, sem sýndist þó bogn- ari og í meiri geðshræringu en hann. Beaufort gekk inn í herbergið. Camilla leit upp og föln- aði. Gesturinn losaði sig við hr. Beaufort, sem hélt í handlegginn á honum; hann kom inn í herbergið óstyrkur og kraup á kné við hliðina á Arthur, tók í hendina á honum þegjandi, en í þögn svo þungri og áhrifamikilli, að orð fá ekki lýst. Arthur gat sér þess til hver maðurinn var og beygði sig gætilega eins og að hann vildi reisa aðkomumanninn á fætur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.