Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.11.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1951 Úr borg og bygð Mr. Stefán Sigurdson, Jr. og frú og Glen sonur þeirra frá Riverton, voru í borginni síðast- liðna viku. Þau sögðu líðan manna góða þar nyrðra. ☆ Thorvaldson Supply Co., við Riverton, hefir bætt við verzl- unina fullkominni harðvörudeild og var hún opnuð 15. nóvember með mikilli aðsókn. Þar fæst og mikið úrval leikfanga. ☆ í bæjarráði Riverton-bæjar eru: S. V. Sigurson bæjarstjóri, Einar Johnson, Sigtryggur Briem, Clarence Mayo og Gus Romaniuk, en enginn hefir enn verið skipaður í bæjarskrifara * embættið. ☆ G. A. Williams frá Hecla var í borginni síðastliðna viku; þá var enn víða autt vatn austan eyjarinnar og jafnvel að vestan- verðu sumstaðar, og urðu þeir að ganga milli eyjar og lands. því enn var ísinn þar ekki nægi- lega sterkur fyrir flutningstæki. Allimkið af netum hefir tapast vegna hreyfinga íssins. ☆ Jón Sigurgeirsson láíinn Jón Sigurgeirsson, Hecla, Man. lézt að heimili sínu á fimtudag- inn 22. nóvember, 86 ára að aldri. Hann var til moldar borinn á miðvikudaginn 28. þ. m. Séra Haraldur'Sigmar jarðsöng. Þessa mæta manns verður væntanlega nánar getið síðar. ☆ Mr. T. L. Hallgrímsson fór norður til Mikleyjar á þriðju- daginn til þess að vera viðsj;add- ur jarðarför Jóns Sigurgeirs- sonar. ☆ Mrs. Matthildur Frederickson frá Vancouver hefir dvalið hér í borginni í nokkrar vikur í heimsókn til systra sinna og ættingja. Hún fer heimleiðis í byrjun desember. ☆ Mrs. E. P. Jónsson fór norður til Mikleyjar á þriðjudaginn til að vera við útför föðurbróður síns, Jóns Sigurgeirssonar. ☆ Tveir ungir íslendingar úr Vogarbygð við Manitobavatn, björguðu lífi sínu með því að stökkva yfir breiða vök, og minnir atburðurinn á stökk Skarphéðins yfir Markarfljót. Mr. G. F. Jónasson forstjóri Keystone Fisheries Limited, dvelur um þessar mundir suður í Florida ásamt frú sinni. ☆ Á miðvikudaginn í fyrri viku átti Halldór M. Swan verksmiðju eigandi 912 Jessey Ave. afmæli, og bauð hann þá til sín um kvöld- ið allmörgum gestum, er nutu þar góðs fagnaðar og rausnar- legra veitinga. Eins og vitað er, varð Dóri, eins og vinir hans kalla hann, fyrir þungu sjúkdómstilfelli í heimsókn til íslands í fjfrra, en er nú hinn hressasti; hann nýtur hvarvetna mikilla vinsælda, og er um alt hinn bezti drengur. ☆ Uppgripaafli hefir verið á ýmissum stöðum við Manitoba- vatn undanfarinn hálfan mánuð, en á Winnipegvatni eru fiski- veiðar naumast hafnar vegna ótrausts íss. ☆ Ársfundur F R Ó N S Eins og sagt var frá í síðasta blaði verður ársfundur deildar- innar haldinn í G. T.-húsinu á mánudaginn 3. des. n. k., kl. 8.15 e. h. Eitt með öðru sem fyrir fund- inum liggur er kosning embættis manna til næsta árs. Að loknum fundarstörfum fer fram ágæt skemtiskrá og verður megin atriði hennar ræða, flutt af Birni Jónssyni lækni frá Baldur. Björn læknir er með af- brigðum fróður um íslenzkar bókmentir og mun hann velja sér þær að umtalsefni, en auk þess er hann prýðilega máli farinn eins og sannaðist bezt á íslendingadeginum á Gimli í sumar sem leið, en þá mælti hann fyrir minni íslands. Annað til skemtunar verða hljómplöt- ur frá íslandi og gefst fólki þar kostur ,á því að hlusta á Elsu Sigfúss, Einar Kristjánsson, Stefán íslandi og Karlakór Reykjavíkur. Vonandi er að meðlimir og vel- unnendur Fróns sæki fund þennan sem bezt. H. Thorgrímsson ritari Fróns. ☆ Gefin voru saman í hjónaband af séra Valdimar J. Eylands í Fyrstu lútersku kirkju á laugar- daginn var þau Björn Ottó Sveinsson, bóndi í Cypress River, og Mary Klewchuk frá sama stað. EXPECT RIGID ENFORCEMENT OF TRAFFIC LAWS Automobiles are becoming more essential and indispens- able to the business of making a living. They are becoming more numerous and, because of their power and speed potentialities, more dangerous. Without rigid rules, traffic would be chaotic ánd the accident toll gigantjc. It is more necessary than ever that all rules be rigidly enforced. The responsible motorist will observe the rules because he respects the rights of other motorists and knows that he must operate his car in an orderly manner. BE CAREFUL—THE LIFE YOU SAVE MAY BE YOUR OWN Published in the interests of public safety by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-300 It's a Pleasure! . . . to Christmas Gift shop at EATON'S. And just one suggestion from hundreds —visit EATON'S Slipper Bar on the Second Floor for smart gifts for family and friends. *T. EATON C?,m,TEo GULLÖLDIN Framhald af bls. 7 manna. Þeir höfðu ekkert gert fyrir sér annað en það, að þeir fæddust í þennan heim. En aldrei kulnaði til fulls hjá þeim lönguðin til fullra mann- réttinda. I einstökum tilfellum Imm fram gagnvart þeim vottur mannúðar. í-löggjöf Gyðinga var gert ráð fyrir því, að það mætti veita uppreisn mönnum þessum undir vissum skilyrðum. Ekki var heldur dæmalaust að þræl- um gæfist tækifæri til þess að vinna fyrir fullum réttindum. Hitt var þó algengast, að menn urðu að lúta þeim kjörum, sem örlög þeirra sköpuðu þeim. Skal nú vikið að einstökum dæmum: Um miðja tíundu öld eða lík- lega heldur fyr, fæddust tveir sveinar í Noregi. Annar þéssara sveina var af aðalsættum langt fram. Hann var vatni ausinn og gefið nafnið Hákon. Hinn piltur- inn var talinn þrælakyns og nefndur Karkur. Þegar sveinarn- ir tóku að þroskast, var Hákoni gefinn í tannfé þrælinn Karkur. Með þessu voru örlög Karks ráð- in. Sjálfur var Hákon jarl ekk- ert dyggðablóm. Hann var á margan hátt vel gefinn; vitur var hann og slægur. Hann var all- mikill trúmaður á heiðna vísu; lítið kom sú trú honum að haldi að síðustu. Karkur mun hafa verið fylgi- spakur húsbónda sínum og eig- anda, en ekki hefir honum farið fram andlega. Ekki mun hann hafa litið glaðan dag frá vöggu til grafar. Að síðustu vann hann á eiganda sínum. Ekki er hægt að hæla því verki, en þó verður á margt að líta. Fyrst það að Ólafur Tryggva- son hét verðlaunum þeim, sem gæti sagt til Hákonar. Vafalaust var þetta nðkkur hvöt og freist- ing fyrir Kark. Konungur lætur aflífa Kark fyrir drottins svik. Ávalt hefir mér fundist konung- ur hlaupa á sig í þessu. Hér var algerlega um óþrosk- aðan hugsunarhátt að ræða, þar sem Karkur átti í hlut. Honum var farið eins og grasinu eða rót- inni, sem er fergt undir bjargi svo þungu að það fær ekki náð því að vaxa. Karkur vissi að Há- kon var illa þokkaður, og hann þóttist sjá, að dagar hans m^ndu á enda. Hann minnist sinna mörgu, þungbæru og myrku von- leysisdaga. Honum skilst að nú bjóðist honum tækifæri til þess að frelsast úr hinu óbærilega á- standi. Svo voru þessi óbærilegu svefnlæti í Hákoni í kolsvörtu myrkri, sem gerði Kark brjálað- an af skelfingu. Og átti Ólafur konungur ekki sjálfur einhvern þátt í tiltæki Karks? Ekki mun vandalaust að dæma í þessu máli. — Jafnsnemma bárust þeir Há- kon jarl og Karkur inn í heim þennan; jafnsnemma hurfu þeir inn á land eilífðarihnar. Hver ályktar-úrskurður hefir verið gerður af hinum alvísa og rétt- láta dómara himins og jarðar; um það er ekki mönnum unt að vita. Illt ráð var það af þrælum Hjörleifs að ganga af honum dauðum og mönnum hans. Þess ber þó að minnast að írar þessir munu hafa þótzt beittir ofbeldi. Allvel voru þeir að manni til þess að geta unnið á Hjörleifi og félögum hans; sýna og sam- tök þeirra sín á milli talsverðan þroska; alveg eins líklegt að þeir hafi verið frjálsir menn heima fyrir. Er líklegt að Hjörleifur hafi þurft að þjá menn þessa og ef til vill misþyrma þeim áður en þeir fengust til að gerast plógþjarkaf hans. Enda þótti þeim ævi sín ill. En glettilegur viðburður er það í sögunni, að eyjarnar þar sem menn þessir voru brytjaðir niður geyma minningu þeirra meðan heimur stendur; Vest- mannaeyjar munu merktar á öll landabréf, en Hjörleifshöfða kannast færri við. Sagan af þrælum Skallagríms er ekki löng, en sýnir þó vel á- standið. Skallagrímur var fjáður vel, en vill ekki unna nokkrum manni að njóta eigna sinna eftir sinn dag. Ekkert er um það sagt, að hann hafi gert sér von um, að geta notið þeirrá eftir dauð- ann. Blindur og aðframkominn felur hann fé sitt með aðstoð tveggja þræla sinna, og endur- geldur þeim hjálpina með því að ráða þá af dögum; sízt talið um- talsvert, því hér var um réttlausa menn að ræða. Mér koma til hugar í þessu sambandi aðrar viðgerðir við menn þessa. Göngukonurnar koma til Hlíð- arenda og segja frá högum á Bergþórshvoli. Þær geta sona Njáls, Kára og Njáls sjálfs, sem steyttist við að sitja. Hvar voru þrælarnir geymdir? Urðu þeir að gera sér að góðu að hýrast í útihúsi eða hjá fénaðinum í fjár- byrgjum og fjósum? Nú kemur að einni sorg-blíð- ustu sögu íslenzkra sagna, sem er saga Melkorku hinnar írsku. Hún var dóttir Mýra-Kjartans írakonungs: Hún var væn kona með afbrigðum og búin ágætum kostum í sjón og reynd. Hún ólst upp í föðurgarði til fimmtán ára aldurs, og naut þeirra kosta beztra, sem hæfðu konungsdætr- um á þeirri tíð. Hver dagur leið með saklausri gleði æskunnar í hópi yndislegra hirðmeyja. Það má hugsa sér, að iðulega hafi hinn prýðilegi hirðmeyja- hópur setið niður við sjóinn og hort á sólina á ferð hennar til vesturs og séð hana hverfa á bak við hið glæsta yfirborð hafsins. Þar ræddu þeir sín á milli þrá- blíða drauma æskunnar, sem engum var leyft að vita nema þeim einum. Ef til vill gerðu þær sér ekki til fullnustu sjálfar grein fyrir tilfinningum sínum. Og þegar nóttin gekk í garð dreymdi Melkorku um komu konungssonarins, sem var á ferð- inni til hennar með kvonbænir á vörum. En allt í einu hljóp snurða á þráðinn, sem örlagadísirnar voru að vinna í lífi Melkorku; hin hræðilegasta ógæfa skellur yfir eins og stórkostlegt hretviðri úr heiðskíru lofti. Blygðunarlausir ránsmanna- flokkar vaða yfir landið án minsta fyrirvara og ná yfirhönd- inni. Ræningjar þessir hafa Mel- korku á burt með sér til ó- kunnra staða. Hún er nú orðin umkomulaus ambátt og réttlaus að öllu leyti. Hún er til kaups þeim sem vilja. Aldrei verður full-lýst þeim þjáningum, sem Melkorka leið. Þess er þó hægt að geta að geta að nokkru. Hinn veigamikli andans þróttur hennar kemur nú í ljós; hún lætur ekki hugfallast; hún ásetur sér að bjóða heimin- um byrginn með þrjósku allt sem unt er. Hún er boðin til kaups á sölu- torgi í Noregi. Þar ber fundum hennar og Höskuldar Dalakolls- sonar saman. Fátt verður um kveðjur hjá þeim, því hún er talin mállaus. Væn er ambátt þessi yfirlitum, enda er hún seld þreföldu verði í samanburði við verð annara ambátta. Höskuldur gengur að þeim skilmálum. örlögin gerðu Melkorku talsverðan greiða með því að láta Höskuld kaupa hana úr því sem ráða var. Lítt var henni tekið af Jórunni konu Höskuldar. Jórunn var full afbrýðissemi. og vonzku, og skeytir skapi sínu á Melkorku. Það verður ráð Höskuldar að hann kemur upp kotbæ handa henni á útjaðri eignarinnar. Þangað fer Mel- korka með Ólafi syni sínum og Höskuldar. Hingað er þá írska konungs- dóttirin komin: lítil eru heim- kynni og lítið um auð, en hér getur hún farið að miklu leyti sinna eigin ferða eftir vild. Ann hún Ólafi syni sínum af alhug. Nú rann upp fyrir henni ný ákvörðun. Hennar eigin skýjaborgir voru hrundar og faldar ösku. En hún átti þrjá kjörgripi, sem gerðu henni mögulegt að umbera þján- ingar mótlætisins. Hún átti minningu æsku- drauma sinna, meðan gleði æsku áranna skipaði öndvegið í hjarta hennar. Hún ann móðurmáli sínu meir en nokkru öðru tungu- máli. Hún hélt sjálfsvirðingu sinni óskertri í tilefni af ætterni sínu. Það varð ákvörðun hennar að láta Ólaf son sinn njóta þessara kjörgripa að fullu. Hún var til- búin að leggja allt í sölurnar til þess að svo mætti verða. Hún kendi Ólafi að mæla á írsku og sagði honum frá upp- runa og ættgöfgi. Hún hvatti. hann til að leita frænda sinna á írlandi. En til þessa skortu éfni. Þor- björn Skrjúpur var til heimilis hjá Melkorku og leit eftir efn- um hennar, og hafði biðlað tiL hennar. Þorbjörn þessi var frem- ur lítilmenni, en efnaður vel. Vþnn Melkorka það til að ját- ast Þorbirni, ef hann vildi leggja Ólafi til farkost eftir þörfum. Varð það að samningum. Nú komst alt upp um ætterni Melkorku og ásigkomulag. Að vísu var það Höskuldi kunnugt áður. Saga Melkorku hefði endað mjög ánægjulega, hefði Hösk- uldur haft nógu mikla mann- kosti til þess að gefa Melkorku leyfi til að hverfa aftur til föður- lands og frænda, en það var nú ekki. Stundum undrast ég yfir því, að ekkert stórskáldanna, ís- lenzkt eða önnur hefir komið auga á sögu Melkorku. Það virð- ist þó gott til að yrkja út af. Það má að vissu leyti til sanns vegar færa, að það var eitt sinn gullöld, þegar fornsögur okkar voru skráðar. Þær mega kallast gullaldarrit, og geta verið leið- arvísir til ótal hugsana og álykt- ana. Hitt er og jafnsatt, að þær láta margt ósagt. Bak við frækn- M ESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan.í Selkirk Sunnud. 2. des. 1. sunnud. í Aðventu. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið! S. Ólafsson leik og glæsimensku grúfir yfir myrkvi — þjáðra og dauðpíndra sálna, sem ekki verða tölum taldar. Myndu ekki orð Steingríms Thorsteinssonar geta átt hér við: „Hvað er líf nema litur? Ljósblettir ótal, á dauðasæ lygnum er leiftra í lífssólar skini. Hví ertu lífröðull ljósi, svo ljúfur og fagur? Hví ertu helsærinn kyrri, svo hulinn og djúpur?“ s. s. c. siI c Lögberg ELKHORN STOKER KLIMAX STOKER WINNECO COKE 46Tons of Satisfaction99 THOS. JACKSON & SONS LTD. Phone 37 071 370 Colony St. MÓTTÖKUFAGNAÐUR fyrir prófessor Finnboga Guðmundsson Á mánudagskvöldið þann 10. desember næstkomandi, kl. stundvíslega 8.30, verður haldinn almennur mót- tökufagnaður í Fyrstu lútersku kirkju fyrir Finnboga Guðmundsson, hinn nýskipaða prófessor í íslenzkum fræðum við Háskóla Manitobafylkis. Til mannfagnaðar þessa er stofnað af framkvæmdar- nefndinni í kenslustólsmálinu og öðrum samtökum, sem að málinu standa. Formaður nefndarinnar Dr. P. H. T. Thorlakson býður gesti velkomna, kynnir forseta háskólans, Dr. A. H. S. Gillson, er flytur stutta ræðu fyrir hönd Háskólans og kynnir hinn nýja pró- fessor, er ávarpar mannsöfnuðinn. Aðalmóttökuathöfn- in fer fram uppi í kirkjunni, þar sem öllum veitist kostur á að heilsa hinum kærkomna gesti; að því búnu er öllum boðið til kaffidrykkju í samkomusalnum. Samkoman með öllu ókeypis. Allir velkomnir, jafnt úr borg sem bygð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.