Lögberg - 20.12.1951, Síða 1

Lögberg - 20.12.1951, Síða 1
%(eie!e«tetetetetetetc«e(etet«teie«stctc«c«ctc«tc<>e>e>c>c<e«<«t<>6>c%ic | 5? 1 1 I % s !>Í Friðarins hatíð vér höldum í dag ?S3)9l3lSi3tS>3l9)3)>!3)%3l9)3l9)3t3)3>a>3)9)>l3)9)3)ð)3)3)3ii3>>l3)%3.3l Ktetetctetetetetetetetetetetetctetetetftetetetetetctetetetetete. Heims um ból helg eru jo I t »M)Mia>3i3t9t9)S»)»;»)9>9)»)>!3}3>9>3)3tSl»»9)3t3»l»9 » »»» 8- X 1 1 I x 1 * X í m 64 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 NÚMER 51 og 52 Lögberg árnar íslenzka kynstofninum góðra og gleðilegra jóla og gifturíks nýárs Gleðileg jól. Enn koma jól, þessi hugljúfa tíð, hátíð barn- anna, hátíð sakleysisins, hins helga og háa. Sælir eru þeir sem verða börn á jólunum, og fagna BARNINU eins og börn. „Nema þér verðið eins og börn, getið þér ekki séð guðsríki“, sagði Hann, er hann var orðinn maður og meistari. Jólin eru börnum um fram alt hátíð gleðinnar. Boðskapurinn frá Betlehem flutti fornaldar- mönnum fagnaðarmál. Lífið var erfitt á þeim dög- um fyrir alþýðuna, og einnig fyrir afburðamann- inn. Enginn var öruggur um líf eða limi. Sókrates og Seneka, eða hvað sem þeir nú hétu, allir þessir stóru spekingar og stjórnmálamenn fornaldarinn- ar máttu eiga þess von hvenær sem var að þeim væri fenginn eiturbikarinn í hendur, eða að sverðið væri reitt að höfðum þeirra, ef að vald- hafanum sýndist svo. Það var ekkert réttlæti til, eða réttarfar, eins og vér skiljum þau hugtök nú. Allur þorri manna, jafnvel á hæstu stöðum þjáð- ust af ótta og óvissu. Líf einstaklingsins var harla lítils virði í þá daga. Þannig er það enn, þar sem kristindómurinn er fótum troðinn. Það er næsta erfitt fyrir oss sem nú lifum að gera oss grein fyrir því hvílíkt fagnaðarmál kristindómurinn var þeirri kynslóð sem fyrst heyrði hann fluttan. Til þess þurfum við að beita ímyndunaraflinu, og þannig þurka út úr bók- menntum, listum og lífinu öllu, alt það sem við eigum Kristi að þakka. Þannig jöfnum vér öllum kirkjum og líknarstofnunum við jörðu, berum á bálið öll listaverk Handels og Bachs og annara kristinna snillinga ljóða og hljóma, lýsum alt hræsni og yfirdrepsskap sem menn hafa unnið fyrir aðra en sjálfa sig, þeim til heilla.. Sömu leið- ina fara þá einnig persónuleg guðstrú, trúin á gildi mannsins, köllun hans til helgunar og þroska, og sú bræðralagshugsjón sem skoðar alla menn jafningja þrátt fyrir mismunandi þjóðerni, tungu- tak eða hörundslit. Ef vér getum hugsað oss, að alt þetta sé horfið úr heiminum, getum vér ef til vill skilið betur hvað fagnaðarmál Frelsarans þýddi fyrir þá, sem lifðu í fornöld á jörðu. Boðsakpurinn frá Betlehem flytur oss nútíð- armönnum einnig fagnaðarmál, og svo mun verða um allar kynslóðir. Kjarni hans er boðskapurinn um barnslundina. „Nema þér verðið eins og börn . . .“ Að hverju leyti er það mögulegt fyrir fyrir fullorðinn mann að verða aftur barn? Hvað er það í fari barnsins sem Jesús telur frumskil- yrði til þess að maðurinn geti séð Guðs ríki, þá einnig þess, að hann geti í sannleika haldið jól? Það hlýtur að vera einhver sá eiginleiki sem getur komið fram hjá þeim fullorðna, ekki síður en hjá barninu. Það er ekki hægt fyrir oss sem íulltíða erum að verða aftur börn líkamlega; vér getum ekki komist framar fyrir í vöggunni, né heldur í faðmi móðurinnar, þótt hún kunni enn að vera á lífi. Sálfræðilega séð, getum vér ekki heldur orðið börn í annað sinn. Barnið hvílir sak- laust í skauti móður sinnar,' það á (sér enga fortíð hér á jörðu, enga harma pé sár, engar dapurlegar minningar eða sektarmeðvitund, hvorki fyrir Guði né mönnum. Sálarlífið er í reifum eins og líkam- inn, réttlætismeðvitundin er óljós og ábyrgðar- tilfinningin engin. Ef vér aðeins gætum horfið til baka til hinnar bljúgu bernsku, og byrjað skeiðið á ný! En það er ekki hægt; vér óskum þess ekki, og Kristur ætlast ekki til þess. En samt er það mögulegt fyrir oss sem fulltíða erum að verða aftur eins og börn, og nauðsynlegt skilyrði fyrir allri lífshamingju. Þetta á við að því er snertir hið ótakmarkaða og barnslega trúar- traust sem börnin sýna gagnvart foreldrum sínum. Þetta er sá eiginleiki sem oss hinum fullorðnu ber að læra af börnunum, traustið á handleiðslu, for- sjón og kærleika Guðs. Á yfirborðinu virðist mannlífið alt vanskap- að af margvíslegum spillingaröflum. Sjúkdómur- inn er einn, en myndirnar margvíslegar sem hann birtist í: hatur, bölbænir, misskilningur, bölsýni, tortryggni, en um fram alt, ótti. En boðskapur jólanna breytist ekki. Hann er enn sem fyrr: „Sjá ég flyt yður mikinn fögnuð“. Snúið yður, verðið aftur eins og börn. Treystið Guði. Hann vakti yfir jötunni forðum. Hann vakir yfir þér, og verndar þig. Vertu óhræddur. Gleðileg jól! V. J. E. á&tjarnan t auðtrí biðar beg Kirk jusálmur. (Stæling). \ Feðranna kirkja á frónskri grund, fátæk af veraldar gæðum, starf þitt er mikið og stórt þitt pund. stríð þú og bið fram á hinztu stund. Sigurvon svellur í æðum. Traustur var stofninn og trygglynd sál. trúuð á sigur hins góða. Glæddi þann neista, er gjörðist bál, glæsileg bókvísi, tigið mál, — nægtabúr norrænna þjoða. Lengi og hvíldarlaust stríð þitt stóð. Styrkva þig baráttan gerði. Frelsinu helgaðist biskups blóð. Baráttukjark efldu Hallgrímsljóð. Ennþá var vakað á verði. Blaktir á höfum og hafna í þröng heiðblái krossfáninn prúði. Kirkjan hann blessar í bæn og söng. Ber upp við himin á siglustöng tákn þeirrar þjóð^r, sem trúði! Vígð eru brúðhjón og börnin skírð, blessað hvert sáðkorn í moldu. Sannindin eilífu út eru skýrð; æskan sér guðlega himindýrð ljóma yfir feðranna foldu. Frelsarans kirkja á fósturgrund, feðranna athvarf í stríði, stefnuföst ver þú og styrk í lund, — starfa og bið fram á hinztu stund: Guð stjórni landi og lýði! Vald. V. Snævarr. —Kirkjuritið Kristján Hjaltason: Vetrorbylur I Það var í janúar 1906; ég var 7 ára. Foreldrar mínir bjuggu á afskekktum bæ við lítinn íjörð inn milli hárra fjalla norðan á Snæ- fellsnesi. Ekki var fleira fólk á bænum. Dalurinn var hulinn snjó og fjörðurinn ísi. Hvergi sá dökk- an díl, nema klettabeltin í fjöllunum, sem virtust jafnvel ennþá hærri í þessum stórfenglega vetrar- búningi . Veður var lygnt þennan morgun, nokkurt frost og himinn hulinn dökkri bliku, og sá hvergi til lofts frekar en jarðar. Allt var kyrrt og þögulj, jafnvel. fossarnir fram í dalnum þögðu. Frostið hafði lagt þá í læðing. Pabbi haíði ákveðið að leita jarprar hryssu, er vantaði og vænta mátti langt út með firðinum eða jainvel vestan við næsta fjall; það var 5—8 km. vegur. Er hann hafði sinnt skepnunum og borðað, bjó hann sig til ferðar og hélt af stað. Bar nú ei til tíðinda til rökkurs. En þá brast á hríðin. Rokið æddi um dalinn og þyrlaði lausamjöllinni og kafaldinu milli fjall- anna. Það var líkast því sem stormurinn væri í ráðaleysi við að koma snjónum út úr dalnum áður en hann yrði allt of fullur af fönn. Þegar dimmt var orðið sagði mamma mér, að nú yrði hún að fara út til að hirða kindurnar og hestana, en ég yrði að vera kyrr inni þangað til hún kæmi aftur, jafnvel þótt hún yrði lengi. Ég skyldi stytta mér stundir við að lesa í bók, því ég var orðinn stautandi. Svo fór mamma út í hríðina. Ljósið, sem ég hafði var olíutýra, sem kölluð var. Það var lítið glas með steinolíu í. Bómullar- vafningur var dreginn í gegnum mjóa pípu, því stungið niður í glasið og svo kveikt á. Ljósið var álíka stórt og ljós á litlu jólakerti og nú blakti það á ýmsa vegu fyrir súgnum, sem óboðinn leit- aði inn í litla bæinn. Það var því heldur skuggsýnt í litlu baðstofunni, sem var 6 álnir á lengd og 4 á breidd. Úti hamaðist hríðin og skók bæinn og óðum hlóðst snjórinn fyrir gluggann. Ég fór að leita mér að bók, og var þó töluvert tii af þeim, eftir því sem þá gerðist á sveitabæjum. Jæja, ég fann Sálmabókína, það voru ljóðmæli og þau falleg, þótt áreiðanlega þekkti ég ekki bók- menntagildi þeirra. Hve mikið ég hefi lesið, veit ég ekki, en mér dvaldist lengst við sálminn nr. 487: Hvað boðar nýárs blessuð sól? Og ég lærði versið: Hann heyrir stormsins hörpuslátt. Hann heyrir barnsins andardrátt. Hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. Ég las og hugsaði á minn barnslega hátt, á- reiðanlega ekki skáldlega eða af háfleygri anda- gift, en ég var rólegur og brosandi hafði ég sagt, þegar mamma kom inn: „Mér líður vel, mamma“. Hún var ákaflega fannbarin og snjórinn nærri því fyllti göngin, þegar hún kom inn. Hún sagði, að veðrið væri svo vont, að tæplega gæti skeð, að pabbi kæmi í kvöld. Hann hlyti að gista á næsta bæ, þar sem vænst var hryssunnar. — Máske hefir hún þó frekar búist við, að hann gisti hina köldu sæng vetrarins. Það var ömurlegt kvöld. Og þótt kveikt væri á lampanum, leiddist mér, en það þótti mér jafnan einn dýrðlegasti hluti sólar- hringsins. Ekki veit ég hvað liðið var á kvöldið, þegar dyrnar opnuðust og pabbi kom inn. — Það eru máske skáldin ein og aðrir slíkir andans menn, sem geta lýst þeirri gleði svo sæmandi sé, þegar faðirinn kemur heill og óskaddaður úr heljar- greipum hamfara náttúrunnar, hvort sem er á sjó eða landi. En þeim er það ljósast, sem lifað hafa það sjálfir. Hann ha£ði farið frá síðasta bæ, eftir að hríð- in skall á, og þó í fyllsta banni hjónanna, en heimþráin og hugsunin um konuna eina með barn- ið hafði knúið hann af stað. Af öllum lífs og sálar- kröftum hafði hann brotizt yfir fannirnar á móti ofviðrinu og haldið réttri stefnu, og taldi hann síðar, að erfiðast hefði sér verið að forast ísinn, þvi í hann voru auðar vakir.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.