Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 2
2 I LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 Ræða Finnboga Guðmundssonar, prófessors á móílökufagnaði i Fyrslu lúlersku kirkjunni. mánu- dagskvöldið 10. desember. Herra formaður, herra forseti, heiðraða samkoma: Þegar ég fór • af íslandi nú fyrir mánuði, fylgdu mér þaðan góðir hugir. Allir, sem vissu, hvert ég var að-fara og hverra erinda, báðu vel fyrir mér og árnuðu mér heilla í hinu nýja og ábyrgðarmikla starfi. Sumir báðu mig fyrir kveðjur til ein- staklinga. aðrir báðu að heilsa ykkur öllum. Þessum kveðjum er mér bæði ljúft og skylt að koma á framfæri við ykkur. Eru þá fyrst kveðjur frá forseta Þjóðræknisfélagsins heima Sig- urgeiri biskupi Sigurðssyni, frá Alexander Jóhannessyni rektor háskólans, Pálma Hannessyni rektor menntaskólans og Páli Kolka lækni. Þessir menn eru ykkur flestum í fersku minni Þeir hafa sótt ykkur heim, hald- ið hér ræður og treyst böndin milli ykkar og heimaþjóðarinn- ar. Slíkar heimsóknir ásamt fferð- um ykkar til Islands, sem farið hafa í vöxt hin síðari ár, eru afar mikilsverðar og eiga, er fram líða stundir, eftir að verða tíðari — og reynast ríkari þátt- ur í samskiptum og samheldni íslendinga en nokkurn grunar. En það var ekki aðeins, að menn yrðu til að biðja mig fyrir kveðjur, heldur og landið sjálft. Þegar faðir minn, Guðmundur Finnbogason, var á ferð hér vestra árið 1916. mælti skáldið Kristján N. Júlíus við hann að skilnaði: Biðja skal þig síðsta sinn: Svani og bláum fjöllum, hóli, bala, hálsi og kinn heilsaðu frá mér öllum. X y y I y §. V » v * w I B w i l Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greíð og góð viðskipti. Phone 22 318 SARGENT ELECTRIC & RADIO CO. LTD. 609 Sargent Avenue C. G. ANDERSON - P. W. GOODMAN WINNIPEG J. A. BELL Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. PAUL HALLSSON KAUPMAÐUR 714 ELLICE AVE. WINNIPEG Ég veit að ég gerist ekki of djarfur, þótt ég snúi þessum kveðjum við. Ég veit, að svanirn- ir og fjöllin heima, hólarnir og hálsarnir, eiga sér marga vini hér. Ég hef þegar hitt nokkra af eldri kynslóðinni, og þeir hafa eins og lifnað við, þegar talið hefur borizt að sveitinni, þaðan sem þeir komu. Og sumar endur- minningar ykkar frá bernskp- stöðvunum eru meðal hins feg- ursta, sem þig eigið, enda hafa þa^r orðið eitthvert bezta yrkis- efni skálda ykkar og rithöfunda. Því er það ekkert hégómamál, þótt ég leyfi mér að flytja ykkur kveðjur landsins sjálfs, svo ó- rjúfandi böndum sem þið hin eldri a. m. k eruð við það tengd. En það er eðlilegt, að hinir yngri, sem hafa aldrei til íslands komið, þekkja það ekki nema af afspurn og kunna margir ekki íslenzku, eigi erfitt með að skilja afstöðu og viðhorf hinna eldri. Það er svo undarlegt uiti ísland, að það virðist grípa syni sína og dætur fastari tökum, standa þeim skýrara fyrir sjónum en flest lönd önnur börnum sín- um. Maður einn, sem verið hefur hér vestra nálægt 40 ár og vegna starfs síns átt þess kost að kynnast flestum þeim þjóðum, er land þetta byggja, hefur sagt mér, að reynsla sín sé sú, að ekkert þjóðarbrot hafi flutt jafn- mikíð af landi sínu, ljóðum og sögum hingað vestur og íslend- ingar né sé bundið fastari bönd- um við fortíð og fyrri heim- kynni en þeir. íslendingar þeir, sem vestur héldu á síðasta fjórðungi 19 aldar, fóru að heiman fylltir þjóðlegum metnaði, þótt trú margra þeirra á landið hefði beðið nokkurn hnekki í lang- varandi harðindum. Þeir fóru, þegar búið var að sá, en treyst- ust ekki til að bíða uppskerunn- ar. Gæfunnar skyldi freistað í nýju landi. En hugur margra var þó allur heima, og þeir fylgd- ust betur með afdrifum þeirra, er heima sátu, en þeir með því. hvernig ykkur reiddi af í hinum nýja heimi. Og þannig hefur það verið til skamms tíma, unz hug- ur heimlendinga hefir snúizt nokkuð til aukins skilnings á þætti ykkar og hlutverki: að Is- lendingar eða menn af íslenzk- um ættum, hvar sem þeir eru niður komnir, verða að standa saman með nokkurumí hætti og mega ekki láta fámennið á sig fá né fjarlægðirnar sundra kröftunum. Því veit ég, að viðleitni ykkar til að varðveita það, sem varð- veitt verður, og vilji til að miðla öðrum af því, sem þið teljið bezt í menningu feðra ykkar, hafa vakið óskipta athygli heima á íslandi og reyndar víðar um lönd. Ég þarf ekki að segja ykkur, sem eldri eruð, hvers virði vegarnestið að heiman hefur ver- ið ykkur. Þið vitið það bezt sjálf. En við hina yngri vil ég segja þetta: Ég veit, að íslenzkan á í vök að verjast á heimilunum, að það er erfitt að anda frá sér á ís- lenzku, ef maður hefur andað að sér á ensku. En málið má læra, og meðan einhverjir tala það — og þeir eru furðu margir —. eru þeir lifandi skóli, er sem flestir verða að ganga í. Við verðum að halda hópinn og tala íslenzku, þegar við komum saman. Og þar hafa hinir eldri miklu hlutverki að gegna. Ég legg höfuðáherzlu á málið, og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að hver og einn ykkar geti ekki lært það sér að gagni við þau skilyrði, sem hér eru, ef hann aðeins vill og einsetur sér það. En til hvers, munuð þið e. t. v spyrja? Og þá vil ég svara þessu: að það opnar ykkur leið að for- eldrum ykkar, að foreldrum þeirra og forfeðrum, gerir það allt greiðar götur, sem ella eru lokuð sund. Ef þið látið ykkur nægja að þekkja sögu ykkar síðan hún fluttist hingað vestur og kærið ykkur kollótt um það, sem á undan er gengið, og hafnið sálu- félagi við feður ykkar í þúsund ár og frændur þá, sem þið eigið nú heima á íslandi og eru svo skyldir ykkur, að sjá má ættar- mótið greinilega, þá eruð þið og verðið menn að fátækari, þótt þið e. t. v. áttið ykkur ekki á því sem skyldi. Við höldum oft í einfeldni okkar, að við getum slitið okkur úr samhengi og sagt: Hérna byrjum við, og héðan* höldum við áfram, í stað þess að við erum órofa framhald þess, sem var, og framtíðin samofin hinu liðna. Saga íslendinga í þúsund ár, frá landnámi Ingólfs að brott- flutningi feðra ykkar til Vestur- heims, var orðin svo mikil og löng og skráð svo merkilegum og minnisstæðum rúnum, að Vesturfararnir hlutu að flytja hana með sér og geyma hana sér í minni, jafnframt því sem hún skýrðist fyrir þeim, er þeir gátu horft á hana eins og utan frá og haft önnur lönd og aðrar þjóðir til samanburðar. Þeir hafa því séð ýmislegt og sagt, sem þeir, er heima sátu, fengu hvorki séð né datt í hug, og er það sjálfsagt mikið athugunar- efni. En þegar fram líða stundir, fækkar þeim, sem muna og minnast, og þeir, sem við eiga að taka, eru í hinu enska hafi líkt og flæðisker, sem yfir kann að fljóta fyrr en varir. Hvað getum við gert? Nú megið þið ekki ætla, góðir áheyrendur, að mér sé ókunnugt um, hvað hér hefur verið gert á liðnum árum til varðveizlu tungunnar og margvíslegrar fræðslu um ísland og íslenzka menningu. Og ég veit, að þessu starfi er og verður haldið áfram. Ég kynntist því fyrst af raun að Lundum (eða Lundar eins og þið segið) á föstudaginn var, og þeirri samkomu mun ég ekki gleyma. Ég hef nokkurt hugboð um skáldskap ykkar, ritstörf og aðra andlega iðju, um starfsemi Þjóð- ræknisfélagsins og hinna fjöl- mörgu deilda þess víða um byggðir, um The Icelandic Canadian Club, um skóla þá, sem þið hafið haldið úti, um fyrirlestra- og kynnisferðir, um blöð og tímarit bæði á íslenzku og ensku um íslenzk efni, er þið hafið skrifað og prentað allt frá fyrstu árum ykkar í Vesturheimi að ógleymdu hinu víðtæka og ómetanlega starfi kirkjunnar, 1 þessu öllu eru fyrirheit um, að okkur megi enn takast að varðveita málið og hið dýrmæt- sneietetcieiewieieieisieieisieieicieieigigietsictgieieieie'eicteieicteieieieiciíície'cicicicicwwicv CHRISTMAS GREETINGS! West End Pharmacy Your Family Druggist Prescriptions Called for and Delivered Phone 33 733 DANIEL GUTKIN, Ph.C. 799 St. Matihews Ave. Cor. Arlinglon St. WINNIPEG ÍT j s*ai>iMiM»>iSi>i*i*>i3is>a3í3!Si3i3)3i3i3<aasia<a3i2i»i>iS!>ia3i3ia>f»»SíaiSis»»iJ»KM»< s :tci«!c«cicieicic«c«etctcicte»ci«!etcíctet«te!cíei«i«tetet«(cictci«»c«cíeic«c««>c»e»ci«««»ctcic«i Compliments and Sincere Wishes For Christmas and the New Year DICK HILLIER fsiaiaaaasiSKaasgSiaaaaastasisiaaaaatstaaasistaaaasiasiMiasta: bcfy/ray 7W£ c*se sok fiw/áy/wp ovesrs/ B-310 SO PURE...S0 G00D...S0 WHOLESOME FOR EVERYOKE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.