Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 3 BLUE RIBBON Quality Products A rich and flavory blend of freshly roasted coffee. COFFEE, Always a favorite because it is always so delicious. BAKING POWDER Pure and Wholesome Ensures Baking Success asta úr minningum okkar um langa hríð, og öllum þessum aðilum býð ég ráð og dáð, eftir því sem kraftar mínir frekast leyfa. Nú hafið þið stigið enn eitt skrefið, til þess að svo megi verða, með stofnun kennaraemb- ættis í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla — og ungur maður kominn til þess heiman af íslandi að taka þar til óspilltra málanna. Þetta mál á sér langan aðdrag- anda og óvíst, hvernig farið hefði, ef ekki hefði notið við stórhugs og höfðingslundar Ás- mundar P. Jóhannssonar og síð- an forustu og atfylgis Þorbjarnar læknis Þorlákssonar og hinna ótrauðu samstarfsmanna hans. Allir, sem lagt hafa máli þessu lið, hafa gert það í trú á hinn góða málstað, og enginn á nú um það heitari ósk en ég, að vel megi úr öllu rætast, þótt við marga erfiðleika verði að etja og taflið sé ekki unnið nema til hálfs. Nú ríður á að halda þeirri stöðu, sem við höfum, og reyna síðan að vinna á eftir megni. í slíkum efnum gerist ekkert í skjótri svipan, heldur hægt og bítandi. Enginn ætti að vita betur en ég, hve ungur ég er og hve feg- inn ég vildi vera eldri og reynd- ari. En ísland er ungra manna land, og verkefnin kalla að. Ef ungir menn ráðast ekki í þau, værða þau e. t. v. ekki unnin. Ég vil hér nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem hvatt hafa mig til þessa starfs, fyrst kennurum mínum heima, er mæltu með mér, og síðan ykkur hér, sem tekið hafið mér eins og gömlum vini í þeirri trú, að Guðmundur Finnbogason sé hér kominn og orðinn ungur í ann- að sinn. Hvatti það mig ekki sízt þessarar farar, að faðir minn hafði ferðazt hér á meðal ykkar og málefni Vestur-lslendinga voru honum afar hugstæð. Veit ég því, að starf mitt hér hefði verið honum mjög að skapi og í hans anda, hversu sem mér tekst að feta í fótspor hans. Þá vil ég þakka þeim, er greitt hafa götu mína, síðan ég kom, margvíslega hjálp og öllum, sem ég hef hitt, hið hlýja viðmót. Forseta háskólans mun ég á eftir þakka sérstaklega þær við- tökur, sem hann og þau hjónin hafa veitt mér, og áhuga hans á því, að þetta mál megi fá sem beztan framgang innan háskól- ans. Ég er honum og ykkur mjög þakklátur fyrir það svigrúm, sem þið viljið gefa mér til að kynnast hér, bæði skólanum sjálfum og mönnum áf íslenzk- um ættum í hinum dreifðu byggðum þessa lands. Hlakka ég mjög til þeirra kynna allra saman og veit, að þau eiga eftir að verða inér bæði til gagns í starfi mínu og til mikillar gleði. Ég hef að undanförnu kynnt mér eftir föngum kennsluskipan við háskólann og hvernig ís- lenzkukennslu mundi bezt verða háttað þar. Augljóst er, að byrjað verður We extend to all our customers We are now, as a READY-MADE CONCRETE, BUILDERS' SUPPLIES COAL AND COKE UPPLY ERIN AND SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Phone 37 251 á a. m. k. tveimur námskeiðum, einu handa algerum byrjendum og öðru fyrir þá, sem eitthvað kunna í málinu. Á ég þar auð- vitað við þá námsmenn af ís- lenzkum ættum, er skilja mál- ið og geta e. t. v. talað það og lesið og bezt værj því að geta kennt að einhverju leyti á ís- lenzku. verið þýtt og margt verið vel skrifað á ensku um land okkar, þjóð og menningu. I þessi rit verðum við að ná og kynna þau sem flestum. Ykkur kann nú að þykja ég mæla af mikilli bjartsýni, en fyrir verkinu fer vonin, og merkið verður að setja hátt. Ég þakka ykkur öllum kom- una hingað. Hún sýnir hug ykkar til þessa máls og gefur mér og okkur öllum styrk og þor til að halda nú þar fram, sem við er- um komin, í þeirri trú, að okkur megi enn um langan aldur tak- ast að varðveita og flytja með okkur það, sem við teljum bezt og dýrmætast í menningararfi feðra okkar og mæðra. Um önnur námskeið er erfitt að segja að svo komnu. Ég veit, að í vetur a. m. k. er engil-sax- neska ekki kennd í ensku deild- inni né heldur fornháþýzka í hinni þýzku. Þessar fornu tung- ur eru að sjálfsögðu merkilegar. er glöggva skal sig á þróun ensk- unnar og þýzkunnar og því eðli- legt að leggja alla rækt við þær. En samanborið við íslenzku eru þær fátækar að bókmenntum, þjóðháttalýsingum, fornum lífs- skoðunum og anda. Því dettur mér í hug, en á eftir að ráðgast um það betur, hvort námsmönn- um, er læsu ensku, og þýzku, væri ekki hollt að lesa forn- íslenzku eitthvert skeið og þeim með því bætt að nokkru það, sem þeir fara á mis við, meðan engin kennsla er í engil-sax- nesku og fornháþýzku. Allt þetta er nú í athugun. Að sjálfsögðu er viturlegt að sækja ekki fram á of víðum velli í fyrstu lotunni, heldur keppa að því að ná sem flestum í byrjendanámskeiðin og reyna að kenna þeim svo, að þá fýsi að halda áfram. Á miklu ríður, að vel takist í upphafi, og þar hlýtur að koma til kasta ykkar, sem af íslenzkum ættum eruð. Því skora ég á ykk- ur, sem hyggið á háskólanám eða eruð þegar byrjuð, að sækja þessa íslenzkutíma, ef þið getið frekast komið því við. Ef þið komið og áhugi vaknar, munu námsmenn af öðrum þjóðernum koma í kjölfarið og kennslan vonandi bera þann árangur, sem til er ætlazt. En kennslan í háskólanum kemur þó ekki að gagni, nema henni fylgi lifandi áhugi og löngun til að nota sér hana sem bezt með viðræðum á íslenzku, lestri og jafnvel skrifum. Leiðir til að örva áhugann eru margar, og ég get aðeins drepið á eina, sem sé þá að koma saman kvöld og kvöld og lesa úr ís- lenzkum ritum, en ræða síðan efni þeirra og anda. Ég hef tekið þátt í slíku heima, er við fáeinir bekkjarbræður höfum komið saman eitt kvöld í viku og lesið fornar sögur upphátt til skiptis okkur til. óblandinnar ánægju. Fyrir slíkum fundum meðal hinna yngri manna, er skilja ís- lenzku, vil ég mjög gjarna beita mér, og ég ætla ekki að óreyndu að halda, að þeir muni ekki fást til þess. Hina, sem kunna ekki málið, verðum við að fá sem flesta til að læra það, en fræða þá að öðrum kosti á ensku um íslenzk málefni. Ýmislegt úr bókmenntum okk- ar, bæði fornum og nýjum, hefur wttttteKtttttt'ít’fgigssigiefsigtieiettistetigígietttiettictttictt!*’«•«!«« Heilhuga jóla og nýársóskir til íslendinga CHARLES RIESS & CO. S* v í s »»»»»»»»»».»»»»»»»5!<»»».*i).r<.> FUMIGATORS 372 COLONY ST., WINNIPEG Phone 33 529 f 1 8 1 1 f 1 | pglg !«’e •« •g'«!g,«!«1« ««’<’«!« l«!6!g'«!g!e'€,C'€'«ie!«!<ie!«l«l«!«t!«!«'€!«!«!g!«'«'«’«!«!«'«!«S ! K s \ 8 l Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Phone 721453 § 3f 3? 3/ a SS> Sf I I ss- i 5 * 3f I * ®»»»»»»*»*»»»»»»»»»»»»»»»»»»Si»»»»»»»»»».íl»»»»»»»»»»»: Building Mechanics Ltd. General Contractors PAINTING — 636 Sargent Avenue DECORATING Winnipeg. Manitoba i 8 * ^Homefire^i^ Sincere Christmas and New Year Greetings to All Our Customers Phone 25 843 A Product of Manufacturing Co. Ltd. Winnipeg, Man BACKID BY MORE THAN 20 VEARS' EXPERIENCE WITM HEATING RROBLEMS INNILEGAR JÓLA- OG NYÁRSKVEÐJUR . . . til íslenzka þjóðarbrotsins í þessu landi, með þökk fyrir ánægjuleg og ábyggileg viðskifti. Stœrsta umboösverzlun fisk-veiöaáhálda í Vestur-Canada WINNIPEG, MANITOBA EDMONTON. ALBERTA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.