Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 HöðtJftg GeflC Ot hvern fimtudag at THE COLUMBIAPRESS LIMITED 595 SÁRGENT AVENUE, WINNIPEG. MANITOBA Utanfl.skrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEO. MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The ■■Lögberg” is printed and publlshed by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail. Post Office Departnient. CJttawa Við aðkomu jóla Þótt jólahátíðin, sem gengur undir nafninu hátíð friðarins, og í eðli sínu eigi að vera það, sé nú í þann veginn að hefja innreið sína í mannheima, er þó síður en svo að friðvænlegt sé um að litast á vettvangi mann- félagsmálanna, því þar má til sanns vegar færa, að í raun og veru sé hvor hendin upp á móti annari; að enn séu það Blindni og Hatur, sem halda ráð, og úti- loki að miklu friðvænleg samskipti þjóða á meðal; að vísu á þetta ekki alls staðar við, því víða ríkir tryggur nágrannafriður, svo sem milli Canada og Bandáríkj- anna, sem víggirt eru einungis bróðurhug og gagn- kvæmum skilningi, og þurfa ekki annara varnarvirkja við; ekki kæmi það að sök, þótt aðrir þjóðir tæki sér þetta vingjarnlega nábýli til fyrirmyndar, því svo er það fagurt og lærdómsríkt. Allir menn, sem fæðst hafa til fullvitundar, elska persónufrelsið og virða mannhelgina sem hið dýrasta hnoss; fylking slíkra manna gengur fagnandi lífsstefn- unni á hönd og fórnar fyrir hana, ef Svo býður við að horfa, lífinu sjálfu; slíkir menn þola ókvíðnir og mögl- unarlaust sinn krossdauða í sama anda og meistarinn frá Nazaret varð við krossdauða sínum; og þegar þann- er ástatt, verður það hetjueðlið, sem næl* yfirhönd; í mótsetningu við skapgerð slíkra forustumanna í ríki andans, eru launráðamenn helstefnunnar, sem forðast dagsljósið eins og heitan eld, en mæta dauða sínum eins og veimiltítur með grátstaf í kverkum. Fegursta af öllu fögru, sem.við mennirnir skynjum, er lífið sjálft og enginn hefir nokkru sinni í ríkara mæli opinberað fegurð þess, en höfundur Fjallræðunnar sjálfur, þessi einstæða bardagahetja, sem ekkert ótt- aðist annað en ístöðuleysi samferðasveitar sinnar. — Um þessar mundir hylur sléttuna vestrænu mildur mjallarhjúpur, er minnir á hinn eilífa hreinleika; og þótt nú standi yfir það tímabil, sem kallað er skamm- degi, verður maður þess naumast var hér um slóðir, því svo er sólfar mikið hvern einasta dag; hliðstæð fegurð og birta ætti að fá yfirhönd í sálum mannanna, ekki aðeins um jólin sjálf, heldur alla daga ævinnar unz stundaglasið rennur út, og hvað ætti í rauninni að verða því til fyrirstöðu að svo mætti verða? Blasir ekki alfegurðin við í hvaða átt, sem litið er? Því miður gerir hún það ekki. Við aðkomu jóla, er alt í báli og brandi í Kóreu, þar sem tugþúsundir vaskra manna hafa látið lífið; annar aðiljinn í þágu ofbeldis- og landránsaflanna, en hinn vegna frelsismálanna og persónuhelginnar; enn er alt á huldu um það hvenær yfir ljúki, þótt nokkurn veginn megi víst telja, að lýðræðisöflin gangi sigrandi af hólmi; þá ei*það síður en svo, að olíudeilan milli Breta annars vegar og Persa hins vegar, geti talist til fagurra jóla- gjafa nema síður sé, og svipað má segja um misklíðina milli Breta og Egypta vegna umráða yfir Suezskurðin- um; eru austur þar viðsjár miklar, er auðveldlega geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér; að sérhags- munir beggja deiluaðilja ráði miklu um hvernig komið er, verður eigi dregið í efa, því enn sem fyr verður sú staðreynd naumast umflúin, að ágirndin sé rót alls ills. Þing sameinuðu þjóðanna stendur um þessar mundir yfir í París, og veltur þar eins og vænta mátti á ýmsu, því breitt djúp er staðfest milli vestrænna og austrænna sjónarmiða; mennirnir vantreysta mörgu og sumir svo að segja öllum sköpuðum hlutum, jafnvel sjálfum höfundi lífsins, og meðan svo er ástatt er þess eigi að vænta að vel fari. Hjnn snjalli rithöfundur Einar H. Kvaran, komst einhverju sinni að orði eitthvað á þessa leið: „Mér skilst að það sé traustið en ekki vantraustið, sem geri einstaklingana að mönnum og þjóðirnar að þjóðum“. í þessu felast sannindi, sem öllum er holt að átta sig á. Þótt sameinuðu þjóðunum sé vafalaust í einu og öðru ábótavant, verður þó naumast um það deilt, að þær, eða samtök þeirra, séu í rauninni eina bjargráða- vonin í samskiptum núverandi kynslóða; þess vegna er það siðferðisskylda hvers einasta mannsbarns og hverrar einustu og einu þjóðar, að veita þeim að mál- um svo sem framast má verða; starf þeirra hvíhr á þeim grundvelli, sem meistarinn frá Nazaret sjálfur lagði, hugsjóninni um ævarandi bræðralag manna á meðal og alþjóðafrið. Matthías Jochumsson biður þess í sínum ódauð- lega sálmi, að sá tími komi, er fjarlægir lýðir faðmist, og sá tími kemur þrátt fyrir glapsýn og víxlspor kyn- slóða og alda. Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir. Guðs ríki drottni, dauðans vald þrotni, komi kærleikans tíðir. Megi hinn lífræni andi jólanna blessa hvert einasta íslenzkt heimili og færa börnum jarðar farsæld og frið! PÁLL ÞORSTEINSSON, alþingismaður: Um loftin bló I. ÞAÐ ER SUMARMORGUNN. Sólin hellir geislum sínum yfir landið, því að bjart er í lofti, þótt nokkrir skýjabólstrar sjáist hér og hvar. Tilkynnt er símleiðis frá Reykjavík til Hornafjarðar, að flug- vél skreppi austur á land þá um daginn; verði hún eftir hádegi á Egilstöðum og fyrir nón við Hornafjörð. Dagurinn líður. Um mið- munda standa nokkrir ferðalang ar hjá flugvélli við Hornafjörð. Eftir stundarkorn skríður flug- vél gegnum skýjabakka við Hof- fell, svífur vængjum þöndum yfir Hornafjörð og steypir sér niður á sléttan sandinn. Hálfri klukkustund síðar rennur vélin af stað og lyftist hátt á loft, eins og léttfleygur valur. Ferðamönnunum gefur sýn. Allt láglendi Hornafjarðar, gróðurlendur og grýttir melar, ár og ægisandar, blasir við aug- um þeirra, eins og rósótt ábreiða — en hverfur aftur óðar en var- ir. Hrollaugseyjar breiða úr yfirborði sínu allar í senn, þar sem þær rísa úr sæ, eins og þrjár systur, er bera nafn hins giftu- drjúga jarlssonar frá Mæri, og standa vörð við arfleifð hans. Jökulsá á Breiðamerkursandi sýnist ekkert ægileg, þótt hún bylti sér reyndar harla hraust- lega. Vatnaskil í sævarmáli sýna þó átök hennar við öflugar ægis- dætur, sem Ijósta það, er til næst með ljósum hrammi. Breiða- merkursandur liggur nær allur í senn fyrir augum ferðamann- anna og á bak við hann yglibrún hins mikla breðna. Andspænis sandinum hrinda Tvísker frá sér boðaföllum úthafsins og hopa hvergi. Litlu síðar er Ing- ólfshöfði eins og rammgert virki á vinstri hönd — óbrotgjarn bautasteinn h i n s göfga land- námsmanns, sem hafði þar að- setur um stund, meðan hann beið eftir úrskurði þess valds, sem var honum heilagt. En til hægri h a n d a r gnæfa hrjúfir hnúkar upp úr glitrandi hjarni öræfajökuls. I skjóli við jökul- inn klifra klettablóm og kjarr- viðir upp eftir fjallahlíðum og sum dalverpin luma á stórviðum á íslenzkan mælikvarða. Skeið- ará, sem löngum hefir boðið ferðamönnum byrginn, virðist nú aflvana, þar sem kvíslar hennar hlykkjast um svartan sand. Ferðamennirnir svífa yfir Núpsvötn t a f a r 1 a u s t. Þþ að Lómanúpur sé býsna hnarreist- ur, þar sem hann rís móti suðri og sól við jaðarinn á stærsta eyðisandi á íslandi, er litið niður á hann í leiðinni og hent gaman að. Sveigt er til útsuðurs. And- stæður í ríki náttúrunnar verða skýrar. Til annarrar handar er auðn, sem Núpsvötn og fleiri ár hafa urið, til hinnar Síðan, fögur sveit, búin möttli grænum. Skaft áreldahraun birtist með hrjúfu yfirborði.'þar sem það teygþ: sig ofan úr óbyggðum niður a lág- lendið, eins og hárlokkur liggi á vanga Fjallkonunnar. Frá aust urbrún þess sýnist Skaftá seytla til sævar, en frá rótum þess að vestan rennur Kúðafljót. Vélin rennur óðflyga áfram um loft- gricieccicieteteietcieietgteteieteteteteteteteieietewieicteiextcietcictetctcictKicictewi Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. SARGENT PHARMACY 709 SARGENT AVENUE PHONE 23 455 efað)9)XtSt>)»S)at9)Sd)St3)»tatkM9l3i3)9)»Sl%Sl9l3lSl3»)Sia)>)9)»!3}3tat3)Si»»S)k>iliM)»tItS Með hlýjum huga hugsum við til allra meðborgara vorra og óskum þeim gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með þökk fyrir góða viðkynningu í liðinni tíð. BOOTH FISHERIES Canadian Co. Ltd. 804 Trusl and Loan Building PHONE 92 101 WINNIPEG, MAN. vegu svala og ryðst inn í ríki Kötlu. Þar stendur Hjörleifs- höfði, einn og yfirgefinn, and- spænis henni með fagurgræna ábreiðu á herðum sér. Framund- an lyftist austurbrún Mýrdals. Reynisfjall býður Rán byrginn. Þar glíma yddir drangar lát- laust við brim og boða. Þegar þangað kemur breiðir Mýrdalur allur laðandi faðm móti augum ferðamannanna. Sólheimasand- ur birtist og Jökulsá, sem spinn- ur úr jakatoga band og loðið tætir reyfi hvítra mjalla. Eftir litla stund hafa ferðamennirnir Eyjafjöllin sér á hægri hönd með Skógafoss, er ár og síð breið ir hið ljósa kögur móti ljóma fagrahvels, Gljúfrabúa og hið góða skarð með grasahnoss til skrauts og unaðar. En á vinstri hönd rísa Vestmannaeyjar upp úr djúpi, eins og safirar greypt- ir í silfurhring. Því næst leggur loftarið undir sig hið víða svið Suðurlands. Nokkur fell standa þar sem risar á verði hér og hvar á gróðurríku láglendi. Stór- Framhald á bls. 7 Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraimngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AV \ WlNNIPEG I 'incere HOLIDAY GREETINGS McLAREN LELAND The Dangerfield Hotels Gleðileg JóL! . . . og happasælt nýár Við aðkomu jóla, verður bróð- urhugurinn jafnan efstur á baugi hjá siðmentuðum þjóðum; við óskum þess að sá bróður- hugur auðkenni hátíðahöld yðar í þetta sinn, eins og að undanförnu. Winnipeg Supply and Fuel Co. Ltd. 812 BOYD BUILDING WINNIPEG, MAN. PHONE 928161

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.