Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 5
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 5 ********************** AHUGAHAL UVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON GLEÐILEG JÓL! í dag, þegar þetta er skrifað, eru aðeins tíu dagar til jóla; það gengur illa að trúa því, að svo sé, fyrir fólk hér um slóðir, því hin óvenjulega milda veðr- átta undanfarið hefir ruglað mann svo í ríminu að erfitt er að komast í jólastemninguna. ur samt verið veitandi, því það, sem mest er um vert, er um- hyggjan og ástúðin í garð vina og samferðamanna; að gefa af sjálfum sér, það er bezta jóla- gjöfin. Þess vegna eru jólabréf- in og jólakortin svo mikilsvirði; þau færa vinunum sönnun þess, En hvernig sem náttúruöflin og veðráttan haga sér, líður tíminn áfram viðstöðulaust og senn dregur að hinni miklu hátíð ársins. Eiginlega ætti maður að vera í jólastemningu árið í kring, hvernig svo sem hagar til hið ytra, því jólin tákna ósk- ina um kærleika og frið manna á meðaí, og lotningu fyrir friðar- boðanum mikla og fyrir honum, er lífið skóp. Eftir því hve mað- urinn getur hafið andann á þau æðri svið, verður umhverfi hans fegurra og fullkomnara. Eitt af því, sem einkennir jólahátíðina, er löngun fólks til að gefa vinum sínum gjafir. Nú er erfitt í ári hjá mörgum vegna dýrtíðarinnar, og þeir geta ekki gefið eins góðar gjafir og þá langar til. Jafnvel póstgjaldið á jólakveðjunum hefir hækkað um helming; hygg ég það mis- ráðið, að leggja skatt á þessar kveðjur, sem veita hlýjum straumum vináttu og einingar alt landið og til fólks í öðrum löndum. En póstgjaldið er samt sem áður svo lágt, að væntanlega sendir fólk jólakort sín eftir sem áður, því þau veita vinum og vandamönnum ósegjanlega mikla jólagleði. Ekki gerist þess þörf og verja miklu fé í jólagjafir, maður get- að enn sé munað eftir þe'im með hlýelik þó í fjarðlægð séu. Allir þekkja aldrað fólk, sem er orðið eins og viðskila við samferða- sveitina, fornvinir þeirra og vandamenn hafa smámsaman týnt tölunni og jafnaldrar þeirra flestir horfnir. Engin jólagjöf er því kærkomnari en að finna til vináttu og hlýleika af hálfu yngri kynslóðarinnar, að finna að sambandið við hana hefir ekki rofnað. Það dregur úr ein- stæðingstilfinningu þess. Við eigum vini og kunningja, sem sjúkir eru og þjáðir. Þeir finna sárt til vanmáttar síns og þrá þann sálarstyrk, er hin hlýja hönd og nærvera vinanna veitir. Þessa jólagleði getum við gefið. Og vinir okkar sumir, hafa orð- ið fyrir þungum sorgum á þessu umliðna ári; þeir hafa misst ást- vini sína. Söknuður þeirra verð- ur ennþá sárari, einmitt á jól- unum, því þá safnast fjölskyld- an og vinirnir saman til þess að fagna hátíðinni, og þá ber enn meira á hinu auða sæti. Ástúð og umhyggja vina fjær og nær getur drégið að nokkru úr sárs- aukanum. Þá jólagjöf getum við veitt. — Kvennasíða Lögbergs færir lesendum sínum innilegar jóla- kveðjur. JÓL Á meðal fegurstu orða í ísl- lenzkri tungu, eru orðin: Gleði- leg jól. í sjálfu sér eru þau jafn fögur til allra þjóða, er þekkja þau á sínu máli, því geislar jól- anna gera sér engan mun manna eða þjóða. Og enn eru jólin að renna upp yfir mannheima. Enn strá þau geislum gleði ög friðar í óteljandi mannssálir. Mönnum finst ennþá sem nóttin helga eigi ólýsanlega sælu, svo sem hún hafi dregið í sig ilm alls þess sem unaðslegast er í til- verunni og að það andi frá henni þessa sérkennilegu stund. Englasöngurinn h 1 j ó m a ð i hljótt, hægt og undursamlega blítt, fylti samt loftið. Menn sáu loftið einnig fyllast dýrðlegri birtu og fögrum englaverum. Og hugur mannanna fyltist fögnuði og munnur þeirra lof- söng. „Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu“. Jesús Kristur var fæddur og með honum friðurinn í manns- hjartað. Jól, þessi einkennilega og yndislega stund, sem ber í sér frækorn hins fagra og þrosk- aða lífs. Megi þau nú enn á ný leiða inn til mannanna frið, sannan frið og sælu, gleðja þá hryggu, hugga þá sorgbitnu, uppfylla heilagar þrár. Jólin, er flestum stundum fremur minna mennina á að: Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Megi hvér einasta mannssál verða þess vör, að Drottinn vak- ir yfir henni. GLEÐILEG JÓL! Rannveig K. G. Sigbjörnsson ☆ Töfraorðið „JÓL“ Jólin koma á þeim tíma árs sem dimmast er í náttúrunni. Alt er dautt og sölnað og í stað sólskins og blíðu er myrkur og kuldi. Skammdegið setur drunga og kvíðasvip á hvert andlit. Menn kvarta, þó yfir litlu sé að kvarta þegar við berum okkur saman við þá, sem altaf lifa við hungur og voða. Því miður gleymum við oft hvað mikið við höfum fyrir að þakka og látum kulda og myrkur skammdegis- ins setjast að í sálum okkar. En svo birtir alt í einu. Svipurinn breytist, sporið léttist; það er alt í einu komið sóhkin. Hvað veldur þessari miklu breytingu? Ekki er það veðrið, því ennþá er kaldara í dag en í gær, ekki sést til sólar og grá kulda- og þokumóða grúfir sig yfir lög og láð. Hvaðan kemur þá birtan? Hún kemur úr okkar eigin sál- um, því í morgun heyrðum við í útvarpinu óm af jólasöng. „1 dag er glatt í döprum hjörtum því Drottins Ijóma jól“. Neistinn sem myrkrið og kuldinn voru að kæfa blossar upp á ný. Við töfraðorðið „Jól“ breytist alt. Myrkrið hverfur og dagarnir, sem áður voru svo langir og leiðinlegir, eru nú ekki orðnir nógu langir til að koma í verk öllu því sem gjöra þarf fyrir jólin. Nú gleymast smáleiðindi hversdagslífsins. — Menn hætta að hugsa um sjálfa sig og hugurinn hvarflar til vina fjær og nær. Hvernig get- um við sem bezt glatt þá um jólin? —Hrund Skúlason (Árdís) :>eie<ei«ieiei<i«ieieiei«iei«i«ieie«e*c«e‘«iei«i«*««««ie««,t« Megi jólin færa mönnum gleði og góðvild, og órið komandi farsæld og sannan frið. JAMES RICHARDSON & SONS LIMITED W I N N I P E G | 3 a 2 3 « S i 3 % INNILEGAR HÁTÍÐAKVEÐJUR gieieieieieicieieieieieieieieieieie'eieieic'eieie^ieieie'eieieicieieieieieieieie'eieieie'eiewe'eeti i ÍSÍ I ■ x i I V i i £ Sf i i i w NOTIÐ HAPPY GIRL HVEITI í ALLA YÐAR BÖKUN SOO LINE MILLS LIMITED Higgins og SutherlancL Winnipeg m aaaaaaaaaaaaaiiaaaaaaaaaaaaaaakSiaaaaaaaaaftakaaaaastkaS *te'e!e'eie«e<e«eteiete«cicte'eie>e'c<eictcic<ctete>e>««e<eictctc«e«c«ci«icietc«eieic«cicic«ciet«icicc!M g X 5 3 1 3 3 3 2 3 3 2 3 2 2 Megi hótíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. i Phone 34 890 | i i i i | i i I I I * v m VAN'S ELECTRIC LTD. ELECTRICAL APPLIANCES 636 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba The BAY___ ii Santa’s First Choice” Is happy once again to extend to its lcelandic Friends, best wishes for !3 itterrp CJjrtötmaö anb Happp Jíeto §9ear Our long association with the people of lcelandic stock has resulted in many friendships which we value highly. We are glad of this opportunity to wish you all happiness this festive season and prosperity in the coming year. ' fynb$t>tí$l£>aQ (Eotnpann. INCORPORATED 2MAY 1670

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.