Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 13

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 13
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 13 þar með það fé, sem Ögmundur h^£ði gefið henni. Kvaðst Sæ- mundur því vel trúa, er frænd- kona hans segði. Fylgdarmenn hans mæltu í móti, að hann léti laust féð, en Sæmundur kvað þá eigi skyldu slíku ráða. Loks var því fé skipt í helminga er þá var eftir, milli þeirra hjóna í Kirkjubæ. Þetta fé rak Sæmundur í brott: „Þrjá tigi kúa ok tólf kú- gildi ungra geldneyta, fjögr arðryxn, hundfað (120 ásauðar, fimm tigi geldinga, sjau tigir veturgamalla sauða, hross tutt- ugu, hálfr þriðji tugr svína, fimm tigir heimgása, tólf skildir, tólf spjót, sex stálhúfur, sex brynjur, rúnklæði á hest“. Þá er þeir færðu fé þetta á brott, þá æptu þeir upp allir senn, fylgdarmenn Sæmundar. en hann bað þá þegja. Þetta kemur húsfreyju í grát. Mælti þá kona ein, að vorkunn væri á, að henni þætti mikið að missa þvílíks efnis. Húsfreyja svaraði: „Þat muntu ætla, at ek gráti fé þetta, er þeir færa hér á brott. En svo er þó eigi, því at ek \fildi gjarna, at þeir hefði, sem meirr þyrfti, ef eigi hefði svo til borit sem nú er, heldr græt ek þat, er ek uggi at eftir komi síðar“. — Eftir þetta gekk Steinunn hús- freyja til kirkju og bað fyrir þei möllum jafnt, ástvinum sín- um. Hún bað þess, að við bærist vandræði með þeim mágum, manni hennar og bróðursonum meðan hún lifði. Og svo varð, sem hún bað. Brandur ábóti, bróðir Stein- unnar, var vitur maður og góð- gjarn og mikils virtur af öllum. Hann fékk sætt þá\Ögmund og Sæmund bróðurson sinn. Var nú Ögmundi frjáls vist á Kirkjubæ, er hann var úr sekt tekinn. Hús- freyja tók honum alls hugar fegin og sagði að enn mundi eigi fé skorta, það er hafa þurfti. Bað hún Ögmund að halda vel þessa sætt. „Þat varð til tíðinda um vetur- inn á langaföstu í Kirkjubæ, at Steinunn húsfreygja tók sótt ok lá um alla föstuna. Hún var oleuð á skírdag, en hún andað- ist laugardagskveldit fyrir páska. Voru þá þegar sögð tíðindin til kirkjunnar, ok þótti öllum mikil, en bónda hennar mest ok börn- um þeirrá. Var hún jörðut ann- an dag páska. Yfir greftri henn- ar stóð Brandur ábóti, bróðir hennar ok fjöldi annarra manna, því hún var öllum hugþekk, meðan hún lifði“. Þannig segir í Sturlunga sögu frá ævilokum Steinunnar hús- freyju í Kirkjubæ. Það var eng- inn styrr eða stormur um nafn hennar, héldur hljóðlátur sökn- urður allra sem til þektu þessar- ar konu, sem var „öllum hug- þekk, meðan hún lifði“. ☆ Saga Svínfellinga er harm- saga. Steinunn húsfreyja sá rétt, er hún „uggði það, er eftir kæmi síðar“. — Nákvæmlega hálfum mánuði eftir andlát hennar, sem bar að höndum 30. marz 1252, lét ögmundur taka af lífi þá bróðursonu hennar, Sæmund og Guðmund, Ormsonu (13. apríl 1252). Verður hér ekki nánar greint frá þeim atburði, sem lesa má um í Svínfellinga sögu. En ég get ekki stilt mig um að taka hér upp persónulýsingu þeirra þriggja manna, sem mest koma við sögu. Um Ögmund staðarhaldara er farið þessum orðum: „Hann var manna mestr og sterkastr, vel á sik kominn, rauðhárr, þykkr í andliti, digr- nefjaðr ok bjúgt nakkvat svá nefit, fámæltr hversdagslega“. Þá Sæmundur: „Hann var með- almaðr vexti ok manna kurteis- astr, ljóshærðr ok fölleitr, eygðr vel ok nökkut munnljótr ok þó vel farinn í andliti, manna best knár, jafnmikill". Loks Guð- mundur: „Hann var lágr maðr og sívalvaxinn, herðimikill ok miðmjór, rauðgulr á hár ok hærðr mjök, þykkleitr og fríðr maðr sýnum, blíðr í viðræðu“. — Til samanburðar skal- loks bent á hina snildarlegu frásögn um Þorvaldsonu úr Vatnsfirði, sem Sturla Sighvatsson lét drepa í Hundadal 1232. Þar er Þórði Þorvaldssyni lýst á þessa leið: „Þórðr var hárr maðr og herði- breiðr, nefljótr ok þó vel fallinn í andliti at öðru, eygðr mjök ok fasteygr, ljósjarpr á hár ok fagrir lokkarnir, góðr viðrmælis og blíðr, skapmikill ok þótti lík- legr til höfðingja“. Fyrir víg þeirra Ormssona galt Ögmundur mestalla eigu sína í vígsbætur og varð héraðs- sekur brott af Síðu. Fluttist hann að Dal undir Eyjafjöllum við lítil efni. Síðar er hans getið ásamt Finnbirni bróður hans-í flokki Þorvarðs Þórarinssonar. Þeir bræður, Ögmundur og Finnbjörn, voru hetjur miklar og traustir í mannraunum. Er þess getið, að Ögmundur var fremstur í miðri fylkingu í or- ustunni á Þveráreyrum 1255, á- samt þeim Sturlu Þóraðarsyni og Þorgilsi skarða. ☆ S t e i n v ö r Sighvatsdóttir á Keldum var kölluð „höfuðskör- ungur“. Hún stóð fyrir liðssafn- aði með Þórði kakala, bróður sínum. Hún var nefnd í dóm á- samt Skálholtsbiskupi í stór- máli einu. Hún skyldi dæma ein, þar sem þau biskup og hana greindi á. Hún gerði manni sín- um kost á að taka við búrlykl- unum, þá er hann reyndist treg- ur að ganga í vandræði með Þórði. Steinvör var vissulega höfuðskörungur á þeirrar aldar vísu. En fyrir engan mun þykir mér minna vert um húsfreyjuna í Kirkjubæ. Til þess ber eigi svo mjög ættgöfgi hennar, heldur miklu mest sú göfgi, er hún hafði af sjálfri sér. Hún hlaut líka verðugt og fagurt eftirmæli fyrir það að hafa verið „öllum hugþekk, meðan hún lifði“. — Ef skólastjórinn vill ekki taka það aftur, sem hann sagði við mig í morgun, þá ætla ég að yfirgefa skólann. — Hvað sagði hann við þig? — Hann sagði mér að yfirgefa skólann! 1 | Beztu jóla og nýórsóskir fró I GEORGE SOUDACK I 1 til vina og ^viðskiftamanna 294 WILLIAM AVE. WINNIPEG, MAN. * gtc>*!«cicictc<ct(te«(!e«>c|etctttctct((K|c|<l<l*t*t*l*l<l*t*>*l<l*,*,<l<l*t*t*l*l*(C,c‘<,*t*(*(<l<l<<v % Innilegustu óskir um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslend- inga, og góðs, gæfuríks nýárs. WILLIAM A. McKNIGHT 1 DRUGGIST Sherbrook and Westminster 871 Westminster Academy Rd. and Ash St. Phone 30151 Phone 35 311 Phone 402 700 ctctcicictctctctctcicictcteteie'e'cietoctete'ctetetctcteie’ctctctctctctctctctctctctetctcicictcictctc^x i E Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. 1 í; NORTH AMERICAN LUMBER * AND SUPPLY CO. LTD. SELKIRK MANITOBA í Vtts»t»»»»at»stsi»»»atat>t3t>>at»»»»»s»t>»tst3»»t»»»»»»»s»»t>t>t»>ts»»»t» H. P. —Lesbók Mbl. rKtcic^’etetetctcieicieictcicietcteicieictctctcKtctctctctcictetetcietctctctetctctctctctctci Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. SELKIRK GARAGE Vtð brúarcndann VERZLA MEÐ: STUDEBAKER ■— AUSTIN — WILLYS BIFREIÐAR SELKIRK MANITOBA C. S. Sigurðsson, ráðsmaður Sr»»»»»>»»»t»»»»»»»»»»»k»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»i»>»t> INNILEGAR JÓLA og NÝÁRS KVEÐJUR A. S. BARDAL LIMITED Funeral Service 843 SHERBROOK ST., WINNIPEG Phone 27 324 t Established 1894 Greetings.. and best wishes for an enjoyable Yuletide and a very happy and most prosperous New Year to our ICELANDIC FRIENDS Grant’s Brewery Ltá ^'ctctctctetetetctctctctctctcicicictctc’etetctctcictctcteteictctctctctctctctctcictctcictctctctctctctcicv )í THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 Vér seljum bankaávísanir og ferðmanna peningaávísanir. Vér veitum sérstaka athygli viðskifta- reikningum þeirra viðskiftavina, er búa utanborgar. Upplýsingar fúslega látnar í té. Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn í næstu sparisjóðsdeild vora. ÚTIBÚ I WINNIPEG BROAÖWAY AVE. and DONALD ST. MAIN ST. AND REDWOOD AVE. NORTH END BRANCH—MAIN ST. NEAR C.P.R. STATION NOTRE DAME AVE. and SHERBROOK ST. PORTAGE AVE. and KENNEDY ST. PORTAGE AVE. and SHERBROOK ST. UNION STOCKYARDS, ST. BONIFACE Main Office — MAIN ST. and McDERMOT AVE. K ---------- I »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.