Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 17

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 17
PHONE 21 374 * Lttw1fl< tol* u««,e r\eaW „» 5^06 1 Cleaning Institulion A Complete WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 PHONE 21 374 tíotA rXeftneT* Dry Compl.., Cleaning Institution MINNINGARORÐ: Gunnar Hjartarson 1891—1951 Árstíð ljósanna fer nú í hönd, og þá vilja meðlimir þessa samvinnu-korn- sölufyrirtækis, sem bændur sjálfir eiga, flytja vinum og samferðamönnum hug- heilar árnaðaróskir. Megi allir njóta gleðilegra jóla, og megi hið komandi ár færa öllum mannanna börnum lífshamingju og frið! United Grain Growers Limited Winnipeg - Calgary - Edmonton - Saskatc INDEPENDENT FISH COMPANY WINNIPEG Phone 22 331 UM JÓLIN verða allir eitt! • Fresh lip with 7-Up . .. the merry, sparkling drink that puts a smile on your face . . . a lilt in your laugh. Sip it slowly . . . taste each sip . . . the happy, whoiesome family fresh-up. Vnn like it... it likes v'"‘ „Skjótt hefir sól brugðið sumri“. Þessi fyrsta hending úr erfiljóði Jónasar Hallgrímsson- ar eftir Bjarna Thorarensen flaug mér í hug þegar ég frétti um hið sviplega fráfall vinar míns, Gunnars Hjartarsonar, hinn 29. ágúst síðastliðinn. Með honum er horfinn úr hópi Vest- ur íslendinga maður, sem var þeim, og þjóð sinni yfirleitt, til sóma, hvar sem hann fór. Gunnar var fæddur að Flauta- felli í Þistilfirði, Norður-Þing- eyjarsýslu, 2. janúar, 1891. Hann var því liðlega sextugur þegar hann dó. Foreldrar hans voru: Hjörtur hreppstjóri Þorkelsson, bóndi á Flautafelli og síðar á Ytra-Álandi í sömu sveit, og kona hans, Ingunn Jónsdóttir. Hjörtur og Ingunn eignuðust 9 börn — sjö drengi og tvær stúlkur. Hver aldursröð þeirra er veit ég ekki ;en nöfn þeirra eru þessi: Björn, dáinn fyrir nokkrum árum; Ólafur, einnig dáinn; Hallur, dó ungur; Hermann, dá- inn; Gunnar, dáinn 29. ágúst, eins og fyrr segir. Tveir bræðr- anna eVu enn á lífi: Tryggvi og Einar, báðir bændur á Langa- nesströndum. Systurnar eru báð- ar á lífi. Guðbjörg er gift séra Jakob Einarssyni á Hofi í Vopna firði, en Halldóra er gift Jóni Jónssyni, bónda í Borgarfirði syðra. Auk þessara barna ólu þau hjónin upp Guðbjörgu Jónsdóttur, nú Mrs. Anderson í Winnipeg. Þegar ég nú rita nöfn þessara systkina, kemst ég ekki hjá því, að minnast hins eina þeirra, fyr- ir utan Gunnar heitinn, sem ég hafði nokkur persónuleg kynni af; en það var séra Hermann, um eitt skeið prestur á Skútu- stöðum við Mývatn. Árið 1935 vorum við Hannes bróðir minn og séra Friðrik Friðriksson, pró- fastur á Húsavík, gestir hans á Skútustöðum. Kyntist ég þá, að nokkru, risnu hans, höfðings- skap og gáfum, er gjörði heim- sóknina til hans minnisstæða. En því minnist ég á þetta atvik hér heima, að þegar ég kyntist Gunnari bróður hans, skömmu síðar, var mér vandalaust að þekkja ættarmótið. Sumarið 1911 flytur Gunnar vestur um haf til Canada. En ekki hefir hann staðnæmst þar lengi, því næsta ár nemur hann land í Montana í Bandaríkjun- um í grend við þorpið Ethridge. Hinn 15. desember 1916 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Rósu Maríu Steinþórsdóttur, Gunnlaugssonar, og byrjuðu þau þá þegar búskap á landnáms- jörð hans. Mörg fyrstu árin í Montana voru erfið sökum þurka og þar af leiðandi upp- skerubrests. Fluttu þá margir nágrannar þeirra burt af þeim orsökum. En þau Gunnar sátu kyr og biðu betra árferðis. En staðfesta þeirra og þrautseigja hefir borið þeim góðan ávöxt, og voru þau komin í mjög góð efni þegar örlögin kölluðu Gunnar til hvíldar. Föður sinn lifa þrír mjög efnilegir synir, allir yfir sex fet á hæð, og allir góðir drengir og manndóms- menn. Eru þeir, eftir aldursröð: Garðar, hann var í sjóher Banda ríkjanna í síðasta stríði og var sendur til íslands með því liði er þangað fór. Notaði hann vel tímann á ættjörðinni, því hann hertók hjarta einnar Reykja- víkur stúlknanna, Sigríðar að nafni, og giftist henni. Eiga þau nú þrjár litlar stúlkur. Steinþór, giftur amerískri konu. Þau eiga einn dreng. Hjörtur ,einnig gift- ur amerískri konu. Steinþór og Hjörtur voru einnig í Banda- ríkjahernum, en ekki er mér kunnugt um í hverri déild þeir voru, eða stöðu þeirra. Nokkur síðustu árin hafa þeir Garðar og Hjörtur átt félagsbú með föður sínum, en Steinþór býr út af fyrir sig, nálægt Cut Bank, skammt frá bræðrum sínum. Til marks um það, að þeir feðgar hafa fært út kvíarn- ar má geta þess,»að á þessu síð-- astliðna sumri tóku þeir upp- skeru af nærri 1000 ekrum af korni, að líkindum mest hveiti. Gunnar hafði notið talsverðr- ar mentunar á íslandi og naut þess vegna betur ágætra gáfna. Enda varð hann brátt forustu- maður ýmsra nytsamlegra fram- kvæmda í sveit sinni hér vestra; var hann t. d: formaður Toole County Draft Board, meðlimur í Bevevolent and Protective Order of Elks,\No. 1632 of Cut Bank, o. fl. Þegar verið var að byggja Elli- heimilið „Stafholt“, í Blaine, gaf hann til þess fyrirtækis $1000.00. Hann hafði ráðgert að heim- sækja ættjörð sína, frændur og vini þar, á komandi sumri, en örlögin bundu skjótan enda á það áform hans. Hann veiktist um kl. 4 e. m., hinn 29. ágúst. Læknir var þegar kallaður og lét hann flytja Gunnar tafarlaust á sjúkrahús í Cut Bank. Þar and- aðist hann kl. 10 um kvöldið, laugardaginn, hinn 1. sept. Var hann jarðsunginn frá Lútersku kirkjunni í Shelby, að viðstöddu fjölmenni. G u n n a r var einn þeirra manna, sem maður telur sér gróða í að hafa kynst. Hann var hinn ásjálegasti að vallarsýn og í svip hans lýsti sér sú festa í skapgerð, sem vakti manni traust til hans, jafnvel við fyrstu sýn. Framkoma hans öll var hin prúðmannlegasta og þó hann héldi fast fram skoðunum sín- um, þegar um skoðanamun var að ræða, gjörði hann það með kurteisi og skynsamlegum rök- um, en aldrei með ofstopa eða staðlausum staðhæfingum. Hann var verulegur höfðingi í lund og kom það meðal annars fram við gesti, sem að garði bar. Voru þau hjónin samhent í slíku, og átti kona hans sinn fulla skerf í því, hve gestum var þar gott að koma sem þau réðu húsum. Hann skilur eftir ljúfar og fagrar minningar — ekki aðeins í klökkum hjörtum konu og barna, heldur einnig allra þeirra er þektu hann. Og sveitin hans saknar ötuls, hagsýns og góð- viljaðs forystumanns. Grátperlur glóa Á gröf þinni vinur. Frjófga þær foldu Unz fögur blóm Rísa mót röðli, Er rökkrið dvín. Ætt þinni og ekkju Opnast þá heimur Ljúfra minninga, Er lífið veitti; Færir þeim fró Og frið í sál. Hann er ei horfinn, Sem harmið þið látinn; Því augum ástar Er ekkert hulið. — Far þú sæll vinur í föðurskaut. • —A. E. K. Efnafræðiprófessor: — Hvað þýðir HN03, Guðmundur? Guðmundur: — Það þýðir . . . j, hm, hm, prófessor, ég man al- veg hvað það er, en það er bara á tungubroddinum. Prófessorinn: — Þér ættuð að flýta yður að spýta því út úr yður, því það er saltsýra. UM JÓLIN verða allir eitt! SARGENT JEWELERS J. P/ KOSLOFSKY, Proprietor Guaranteed Watch and Clock Repairs WATCHES - DIAMONDS CLOCKS - SILVERWARE 884 Sargent Ave., Winnipeg RINGS CHINA Telephone 33 170 %»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»k»»»»»»»»»»»i»»i»»i»<ð FRIÐRIK HANSEN: GLERH ALLARVÍ K Norðarlega undir Tindaatóli auatanverðum er vlk ein, er heitir Glerhallarvlk. Dregur hún nafn a£ fágætum fallegum steinum, er þar rekur úr hafi. Ofan við vlkina tru mörg ömefni og eru þjöðsögur um þau. par er „óskatjörn” uppi I fjallinu. Og þar gerðist sagan um óskasteininn. Höfundur styðst að nokkru við þjóðsögur I neðan- greindu kvæði. Söngfuglinn þegir. Sefur gróinn bær. Sólin á tindana kvöldbjarma slær. Sunnangolan andar á sef við Óskatjörn. Sofa þar í brekkunni lítil álfabörn. Sauðkindin liggur í laufgum hreiðurmó, lambinu værðir við hlið sína bjó. Litbrigði skreyta björg og bláan fjörð. Blikinn út við eyjar og sker heldur vörð. Hún situr undir Hamrinum hin sviphreina mær. Sólgleði og fegurð í augunum hlær. Óskasteininn hlaut hún álfunum frá. Enginn má þó vita hvað hún kaus sér að fá. — Húrr elskaði eins og guðir og óskaði svo heitt, að allt það, sem hún þráði, var samstundis veitt. Sveitin og landið og sjórinn urðu eitt, sál hennar og draumur, og þó var engu breytt. -----Svo dó hún — inn í fjallið — og hún dvelur þar enn og demanta óskanna skapar fyrir menn. Hún dreifir þeim með ströndinni, en báran björt og rík á brjósti sínu flytur þá í Glérhallarvík. Gangirðu þangað skólaus, er rökkva slær á rein, réttir óséð hendi þér hvítan óskastein. En enginn skilur vorið og óskanna þrótt, sem ekki hefir vakað á Jónsmessunótt. & «««««<«'•é’e^tetgtgtgtetetg <«<«•«<«>«<«<€?*!«!€<€■«*'«•« t«!«’g!gt«!etei«t«ts’«>«!€J«!«>«t«!cegt«t«t«® i—.y. m i f S I i %»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»%»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»<« Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. THE JACK ST. JOHN DRUG STORE Ein fegursta og vingjarnlegasta lyfjabúð borgarinnar. 894 Sargeni Avenue (Við Lipton St.) Phone 33 110 Hlutdeild Yðar i Velmeguninni! Hin mikla útfærsla iðnaðarins í Manitoba eykur á vel- megun allra. Á þremur árum hafa nálega 150 iðnfyrir- tæki komist á laggir i fylkinu. Velgengni þeirra og hinna eldri fyrritækja á rót sína að rekja til fyrir- myndar samstarfs íbúa Manitobafylkis. Ljóst dæmi þessarar sámvinnu er Deild Iðnaðar- og Verzlunarmála, sem beitt hefir sér fyrir um þessa þróun. Hinar nákvæmu upplýsingar, sem deild þessi veitir, aflar yður aukinnar hlutdeildar í velmegun fylkisins. DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE LEGISLATIVE BLDG. WINNIPEG HON. J. S. McDIARMID R. E. GROSE Minister Asst. Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.