Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 » u^te< A Complele Cleaning Inslilulion 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 8. MAÍ, 1952 PHONE 21 374 ikox& 001 \Xt&* /-■1ea"^er Cle^ (jere1’* ae'rO'í'A'<^^ L.tt'U'110' A Complete Cleaning Inslitution NÚMER 19 Minningarorð Samkvæmt nýlegu bréfi frá Gunnari B. Björnssyni skatt- stjóra í Minneapolis, lézt þar í borginni þann 22. apríl síðast- liðinn, Mrs. Sveinn Magnús, fædd á Búastöðum í Vopnafirði 14. desember árið 1866. Hún hafði ekki gengið heil til skógar tvö eða þrjú síðustu æviárin. Mrs. Magnús, Guðrún Salína Jónsdóttir, kom til Minneota frá íslandi 1888, systir hins ágæta manns Bjarna Jones, er mjög kom við sögu bygðarlags síns og mikinn þátt tók í íslenzkum mannfélagsmálum; foreldrar hennar voru þau Jón og Sigur- veig Rafnson. Eftir skamma dvöl í Minneota fluttist Mrs. Magnús til Minneapolis og lagði þar stund á hjúkrunarfræði og varð ágætlega að sér í þeirri grein; hún giftist árið 1897 Sveini Magnús og settust þau að í Minneota og dvöldu þar fram á árið 1906, en þar rak Mr. Magnús ljósmyndaiðn, þá fluttu þau hjón til Minneapolis og hafa átt þar aðsetur jafnan síð- an; auk manns síns lætur Mrs. Magnús eftir sig tvo sonu, Eugene og Bjarna, sem báðir voru fæddir í Minneota, en nú búsettir í Minneapolis. Sveinn Magnús er fæddur á Áslaugar- stöðum í Vopnafirði og er nú 89 ára að aldri, og má teljast all- hress; hann kom til Vestur- heims 1879. Útfararathöfn þessarar prúðu og mætu landnámskonu fór fram frá Bucki’nger útfararstofu og flutti þar kveðjumál séra Svein- björn (Ólafsson prestur Meþó- distakirkjunnar í norðvestur Minneapolis. Jarðsett var í Hill- side grafreit, Minneapolis. Þreskingu að verða lokið Vegna hinnar einstæðu veður- blíðu, sem ríkt hefir í Vestur- Canada frá því í byrjun apríl- mánaðar, hefir bændum lánast að hirða nálega alt það upp- skerumagn, er lá undir snjó í vetur, sem leið; áætlað er að sú uppskera nemi 285,000,000 mæla, en verðgildi hennar er metið á 315 miljónir dollara; hér er átt við fyrstu greiðslu, en líklegt talið, að síðar bætist 10 miljónir við. Eisenhower vinnur stórsigur Við prófkosningar, sem haldn- ar voru í Massachusettríkinu í lok fyrri mánaðar urðu úrslit á þann veg, að Eisenhower sigraði þar með svo yfirgnæfandi meiri hluta, að Taft kom þar svo að segja ekki við sögu. Flokkur Republicana í áminstu ríki kýs 38 kjörmenn á framboðsþing, en af þeirri tölu fékk Eisenhower 27, en Taft einn kjörmann; hinir tíu, sem kosnir voru, höfðu ekki ráðið við sig um stuðning ákveðins frambjóðanda, þótt staðhæft sé, að minsta kosti sex þeirra gangi Eisenhower á hönd, er á framboðsþingið kemur. Eins og nú horfir við, þykir líklegt, að Eisenhower hljóti út- nefningu við fyrstu atkvæða- greiðslu á framboðsþinginu með því að sýnt þykir að kjörmenn Stassens snúist til fylgis við hann. Af hálfu Demokrata hlaut Senator Kefauver mikið fylgi. ísland hefir ekkerl að óttasl, segir McCormick: Atlantshafsbandalagið mun verja frið og frelsi Lýkur lofsorði á viðbúnað varn- arliðsins hér undir forustu McGaw hershöfðingja „Sem þátttakendur í Atlants hafsbandalaginu munum vér með festu framkvæma sam- eiginlegar skuldbindingar vorar, — þær, að varðveita frið og frelsi, sem Islending- ar hafa alltaf látið sig svo miklu varða. ísland hefir því væntanlega ekkert að óttast.“ Þetta sagði Lynde McCor- mick, yfirflotaforingi Atlants- hafsbandalagsins, í viðtali við íslenzka blaðamenn í gær; og hann lauk jafnframt lofsorði á þær framkvæmdir, sem þegar hefðu verið gerðar hér á vegum varnarliðsins, undir stjórn McGaw hershöfðingja; en flota- foringinn er yfirmaður hans. Lynde McCormick flotafor- ingi kom hingað frá Bretlandi á sunnudaginn, en hann hefir að undanförnu heimsótt allar þær þjóðir Atlantshafsbandalagsins, og átt viðræður við ríkisstjórnir þeirra varðandi mál, sem snerta sameiginlegar varpir bandalags- ríkjanna. Laust fyrir hádegi í gær áttu blaðamenn tal við yfirflota- ingjann. í skrifstofu utanríkis- málaráðuneytisins, að viðstödd- um Bjarna Benediktssyni utan- ríkismálaráðherra, McGaw hers höfðingja, Sir William Andrews flotaforingja og fleira stórmenni. Lét yfirflotaforinginn í ljós á- nægju sína yfir komu sinni hingað og þeim viðtökum, er hann hefði hlotið. Flotaforinginn kvað erindi sitt hingað hið sama og til ann- arra þeirra landa Atlantshafs- bandalagsins, er hann hefði heimsótt að undaförnu: að kynna sér það starf, sem þar hefði þeg- ar verið unnið að framkvædm sameiginlegra varna, kynnast vandamálum þeirra, hvers um sig, athuga með hvaða hætti og hvaða framlag hver þjóð um sig gæti innt af hendi, velja for- ingja og fulltrúa í flotaráð sitt; en hvað ísland snerti sérstak- lega, að ræða við ríkisstjórnina um val sérstaks fulltrúa, er hann gæti snúið sér til varðandi mál, er ísland snerta. Einnig kvað hann sér það' ljóst, að þar eð íslendingar, sökum fámennis síns, megnuðu ekki að halda uppi vörnum landsins, ef til á- taka kæmi, hlyti hann að telja það snaran þátt í starfi sínu, að verja landið. Kvaðst hann vona, að Islendingar þyrftu ekkert að óttast, þótt svo illa tækist til, að til ófriðar drægi. Þá lét flotaforinginn í ljós, að sér væri sérstök ánægja að heimsækja íslenzku þjóðina, sem telja mætti eina elztu lýð- Uppbót effirlauna Ráðherra hermannamálefna, Mr. Lapointe, hefir borið fram þingsályktunartillögu þess efn- is, að eftirlaun heimkominna hermanna verði hækkuð að mun vegna dýrtíðarinnar í landinu; einhleypir menn fá þessu sam- kvæmt 50 dollara á mánuði í stað 40, en kvæntir menn, sem áður fengu 70 dollara á mánuði fá nú 90 dollara; auk þess mega hlutaðeigendur afla sér meiri tekna annars staðar frá en áður var heimilað. ræðisþjóð heimsins; kvað hann lýðræðið okkar á það háu stigi, að flestar lýðræðisþjóðir mættu þar af læra, meðal annars það, hvernig þjóð gæti lifað í friði og eindrægni við allar þjóðir heims. Pétur Eggerz skipaður fulltrúi íslands. Það var tilkynnt á blaða- mannafundinum, að Pétur Eggerz* sendiráðsfulltrúi hefði verið skipaður fulltrúi íslands í hermálanefnd Atlantshafsbanda lagsins. Fór vesiur um haf í nótt. Aðmírállinn ræddi við Bjarna Benediktsson utanríkismálaráð- herra fyrir hádegi í gær. Há- degisverð snæddi hann að Bessa- stöðum, en síðdegis sat hann fund með ríkisstjórn, utanríkis- málanefnd og fleiri íslenzkum fulltrúum. Aðmírállinn ætlaði að leggja af stað héðan vestur um haf í nótt. —Alþbl., 18. marz Batnandi hagur Frakka Mr. Hubert Guerin, sendiherra Frakka í Canada, var staddur hér í borginni í fyrri viku og átti tal við blaðamenn; kvað hann hag frönsku þjóðarinnar fara batnandi jafnt og þétt; hin nýja stjórn Frakklands, sem að- eins hefði setið að völdum í svo mánuði, hefði tekið þá viturleg- ustu og heillavænlegustu stefnu, er hugsast gæti til að koma í veg fyrir háskalega verðbólgu; hún hefði þverneitað að hækka skatta eins og fyrirrennarar hennar kröfðust, en í stað þess hefði hún einsett sér að draga svo úr út- gjöldum sem framast mætti verða; jiú hefir reksturskostn- aður ríkisstjórnarinnar verið lækkaður um $308,000,000. Mr. Guerin kvaðst sannfærður um það, að hinn nýi forsætisráð- herra, Antoine Pinay, nyti trausts mikils meirihluta frönsku þjóðarinnar í viðleitni sinni við að bjarga frankanum frá verð- hruni. Mr. Guerin er 56 ára að aldri og er útskrifaður í lögvísi af Nancy háskóla. \ ' Tæki til að bjarga mönnum, sem falla af skipum úti á hafi Fulltrúum á landsþingi Slysa varnafélagsins voru sýnd í gær tæki, sem sérstaklega eru ætluð til þess að bjarga mönnum, sem fallið hafa fyrir borð. Tæki þessu eru mjög haganlega útbúið björgunarvesti og lína, sem flýtur á sjónum. Eru vestin alveg ný, en línan hefir verið hér til í nokkur ár, þótt ekki hafi hún enn verið sett í skipin. Fulltrúar á slysavarnaþinginu skoðuðu þessi tæki, er slysa- varnadeildin Ingólfur í Reykja- vík bauð þeim að skoða björg- unarstöð sína í Örfirisey. Einnig fengu fulltrúarnir að bragða á nærandi súpu, sem geymd er í dósum og ætluð er til þess að hafa í skipbrots- mannaskýlum. Súpudósirnar eru tvöfaldar, og á milli laga er efni, sem kveikt er í, og hitnar þá súpan. Á að neyta hennar heitr- ar. Er hún einkar hentug til hressingar skipbrotsmönnum, er ná landi og komast í skýli að- framkomnir af kulda og vosbúð. B j ör gunar veslið. Björgunarvestið er mjög fyrir ferðarlítið, þegar það er ekki í notkun. Það er geymt í lítilli tösku, sem hver sjómaður getur haft spennta á sig við vinnu sína. Falli hann útbyrðis, þarf hann ekki annað en að opna töskuna og setja vestið upp yfir höfuðið, kippa síðan í band á ’vestinu, og fyllist það þá lofti. Vestið heldur manninum alveg á floti. Einnig er ljós á vestinu og áföst við það flauta, sem hann getur blásið í, ef hann þarf að láta vita, hvar hann er í dimm- viðri eða náttmyrkri. Falli mað- ur fyrir borð, án þess að vera búinn vestinu, en sé það til í skipinu, getur annar skipverji búizt því í skyndi og kastað sér til hins nauðstadda manns. Er þá flotlínan fest við beltið. Flotlínan. Flotlínan er grönn en sterk og flýtur ofan á sjónum. Henni á að skjóta út til manns, sem fallið hefir í sjóinn, og má hafa ljósa- útbúnað á enda hennar. Ef ekki er mjög dimmt, sér hann línuna á sjónum og getur gripið í hana, enda yrði henni skotið eins nærri honum og unnt væri. —Alþbl., 3. apríl Góður gestur væntanlegur Hr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor við laga- og hagfræðideild Há- skóla fslands, er væntanlegur hingað til borgar 'í júnímánuði næstkomandi; hann er kominn vestur í boði utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna með sama hætti og þeir Pálmi rektor Hannesson, Dr. Alexander Jó- hannesson og Dr. Páll ísólfsson voru fyrir skömmu boðnir. Gylfi prófessor dvelur um þess- ar mundir við Harvard-háskóla; hann á sæti á Alþingi sem einn af þingmönnum Alþýðuflokks- ins fyrir hönd Reykvíkinga og má teljast einn af aðal forkólf- um flokks síns jafnt utan þings sem innah. Gylfi Þ. Gíslason er sonur Þorsteins Gíslasonar skálds og blaðamanns, sem látinn er fyrir allmörgum árum; hann kemur hingað einkum í heimsókn til föðurbróður síns, hr. Hjálmars Gíslasonar, sem búsettur er að 66 Maryland Street P þessari borg. Jarðargróði og mjólkurframleiðsla: Heyfengurinn 1950 nam 2.3 millj. hestburðum og kartöfluuppskeran nam 86 þúsund tunnum Mjólkurframleiðslan óx um 9 millj. lítra frá 1946 til 1950 Árið 1950 var heyfengur lands- manna samtals 2.291.000 hest- burðir, þar af 1.696.000 hestar af töðu og 595.000 hestar úthey. nam Árið áður var heildarheyfengur- 2.129.000 hestar, þar af mn 1.505.000 hestar af töðu og 624.000 hestar af útheyi. Kar- töfluuppskeran nam árið 1950 86.033 tunnum, og rófnauppsker- an 8.353 tunnum. Árið áður nam kartöfluuppskeran 39.781 tunnu og rófnauppskeran 5.835 tunn- um. Mjólkurframleiðslan hefir mu aukist um 9 miljón lítra frá 1946 til 1950. Er þetta samkvæmt upplýs- ingum úr nýútkomnum Hagtíð- indum, en tölur þessar eru byggðar á búnaðarskýrslum þessa árs. Heyfengurinn fór jafnt og stöðugt vaxandi fyrstu 30 ár ald- arinnar, segir ennfremur. Út- heyið var nokkurn veginn jafn mikið, en töðufengurinn óx ár frá ári úr 500 þús. hestum um aldamótin í 1000 þús. hesta 1930. Síðan hefir útheyið farið minnk- andi næstum jafn ört og taðan hefir vaxið. Með töðunni er tal- ið hafragras og annað grænfóð- ur, en það var 17.500 hestar árið 1950 og 14 300 hestar 1949. Mjólkurframleiðslan 1950 nam samtals 69.661 lítrum og hefir aukizt um rúmlega 9 milljón lítra frá 1946, og kemur öll sú aukning fram sem sölumjólk, og 2.7 millj. lítrum betur. Árið 1946 var mjólk til heimanotkun- ar 29.939.000 lítrar, en seld mjólk þá 30.669.000 lítrum, en 1950 fóru 27.208.00 lítrar til heimanotkunar, en seld mjólk nam 42.453.000 lítrum. Minnkun sú, er varð á heimanotkun mjólkur 1949, er talin stafa af því, að á því ári tóku tvö ný mjólkurbú til starfa, mjólkur- búin á Blönduósi og Húsavík. Meðalmálsnyt var á öllu land- talin vera 2191 lítri árið Frú stúliðnaði Bandaríkjanna í aprílmánuði síðastliðnum kom til ágreinings milli eigenda stálsuðuverksmiðjanna í Banda- ríkjunum annars vegar og starfs manna þeirra hins vegar; kröfð- ust verkamenn kauphækkunar sem svaraði 25 centum á klukku- stund, en eigendur tóku ekki í mál að hækka kaup yfir 10 cents á klukkutímann; leiddi þessi á- greiningur til þess, að um sex hundruð þúsundir verkamanna lögðu niður vinnu; tók Truman forseti þá það til bragðs að þjóð- nýta stáliðnaðinn unz komist yrði að fullnægjandi samning- um; þessu mótmætlu stálkóng- arnir og fólu héraðsrétti málið til rannsóknar og komst hann að þeirri niðurstöðu, að tiltektir forseta bryti 1 bága við stjórn- arskrána og væru þar með dauð- ar og ómerkar; dómsmálaráðu- neytið áfrýjaði þegar málinu til yfirréttar og þar sigraði stefna forsetans; nú er verkfallinu lok- ið,en forseti hefir kvatt til fund- ar við sig báða málsaðila til að koma á varanlegum sáttum. Spirit of Spring I am the shining beady eyes That part through slender grass; The chirping pomp in sunlit skies, The feathered V’s that pass. I am the docile growing grain, The open fields of green Washed by clear, cool, drops of rain — I am the trembling sheen. I am the upward running sap When winter’s sleep is done; I cushion on the meadow’s lap The splendor of the sun. 1949, en 2234 lítrar árið 1950. —Alþbl., 30. marz Alvarlegt ástand enn Gin- og klaufaveikin hefir nú brotist út í bygðarlögunum umhverfis bæinn Weyburn í Saskatchewanfylkinu og hefir um tvö hundruð sýktum skepn- um þegar verið slátrað þar, og enn er hvergi nærri séð fyrir enda á þessum óvinafagnaði. Slegið hefir í snarpar brýnur í sambandsþinginu milli Dr. Taggarts annars vegar og Johns Diefenbakers hins vegar. Mr. Diefenbaker, sem er íhaldsþing- maður fyrir Lake Centre kjör- dæmið, bar landbúnaðarráðu- neytinu það á brýn, að það hefði gerzt sekt um vanrækslu á byrjunarstigi veikinnar og eigi tekið nógu snemma í taumana til varnar útbreiðslu hennar. Dr. Taggart, sem gegnir embætti aðstoðar búnaðarmálaráðherra, kvað ákærur téðs þingmanns á litlum rökum bygðar þar sem óhjákvæmilegt hefði verið að það krefðist all-langrar rann- sóknar að komast að niðurstöðu um hvers konar veiki um væri að ræða. Freda Bjorn Róstusamt 1. maí Það er nú í rauninni engin ný bóla þótt rófctusamt verði hér og þar hinn 1. maí, því þá hefja róttækar verkalýðsfylkingar jafnaðarlegast kröfugöngur sín- ar og berast mikinn á; að þessu sinni bar mest á óspektum í Tokyo, en þar létu um 20 þús- und kommúnistar all óðslegaj réðust að skrifstofubyggingum erlendra þjóða, einkum Banda- ríkjanna og lentu í grjótkasti við lögregluna; nú er vitað að seytján manns hafi látið lífið meðan á gauragangi þessum stóð, auk þess sem á þirðja hundrað manns sætti meiri og minni meiðslum; eftir all-langt þóf og gagnskotahríð, tókst lög- reglunni að skakka leikinn, og voru þá nokkrir af forsprökkum kommúnista teknir úr umferð. Forsætisráðherra kvaddi þegar saman ráðuneytisfund varðandi þá hegningu, er foringjar upp- þotsins skyldu sæta; um hríð leit. ekki sem friðvænlegast út í Berlín þótt eigi hlytust veruleg slys af. Á Rauðatorginu í Moskvu hyltu kommúnistar Stalín, en einn af höfuðsmönnum þeirra flutti þar ræðu og bar Bretum og Bandaríkjamönnum á brýn svikráð við heimsfriðinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.