Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. MAÍ, 1952 Marz bezti aflamánuðurinn Geimrannsóknir á Palomarfjalli hafa leitt margt furðulegt í Ijós Frá Fiskifélagi' íslands hefir blaðinu borizt eftirfarandi yfirlit um gæftir og afla- brögð í verstöðvunum í marz mánuði. Slykkishólmur. Vegna aflatregðu hafa land- róðrabátar ekki sótt sjóinn fast, enda oft óhagstætt veður. Hins vegar hafa útilegubátar róið oft- ast og náð 10 lögnum á þessum hálfum mánuði. Hafa þeir sótt á djúpmið og fengið nokkurn afla, beztur afli hjá þéim var 16.—17. marz, 8—12 lestir í lögn og var þá beitt loðnu. Hins vegar er afli landróðrabáta afar rýr, eða rúm- ar 100 lestir. Amjar útilegubát- anna, Atli, hefir aflað um 300 lestir af öllum fiski. Nú hafa Stykkishólmsbátar tekið upp þann hátt að sækja á Vestfjarðamið, allt norður fyrir Kóp, en þar eru steinbítsmið. Lögðu útilegubátarnir tveir þar lóðir sínar fyrst 27. marz og öfluðu þann dag og næsta um 17 lestir af steinbít á bát. Land- róðrabátar eru nú einnig farnir til veiða á sömu mið og hafa 2 setningar lóða. En langsótt er, því róðurinn tekur á 3ja sólar- hring við beztu skilyrði. Grundarfjörður. Frá Grafarnesi gengu 4 lóða- bátar í marz og fóru aðeins 15 róðra í mánuðinum, því að gæft- ir voru nokkuð stopular. Aflinn var 55—70 lestir af slægðum og hausuðum fiski í mánuðinum og var um 1/8 hluti aflans keila. Var hún hert, en annar fiskur hraðfrystur. Aflahæsti báturinn, Páll Þor- leifsson, hefir aflað um 200 lestir. Nægar birgðir eru af beitu- síld á staðnum, en loðna hefir einnig feng.izt til beitu. Virðist fiskur vSrla líta við síldarbeitu, þegar loðnubeittar lóðir eru í sjó. Hefir það komið fyrir, að bátar, sem hafa róið með síldar- beitu, hafa komið þvínær afla- lausir að landi. Hin nýja fiskimjölsverksmiðja á staðnum hefir nú verið reynd og virðist búnaður hennar í góðu lagi. Ólafsvík. Fyrsta vika marzmánaðar var ógæftasöm, en síðan má telja, að gæftir hafi verið góðar. Farnir voru 10—14 róðrar í mánuðinum. Afli hefir verið bæði tregur og langsóttur. Sex bátar stund- uðu lóðaveiðar í mánuðinum og öfluðu þeir 273 lestir af slægð- um fiski með haus í 75 sjó- ferðum. Aflahæsti báturinn hefir fisk- að um 245 lestir og var hann langhæstur í marz með um 70 lestir. Aðrir bátar hafa mun minni afla. Loðnuganga hefir verið og er enn þar vestra og hefir hún komið í góðar þarfir, því mjög er orðið knappt um beitu hjá sumum útgerðarmönnum. Eyrarbakki. Fimm bátar stunduðu neta- veiðar frá Eyrarbakka síðari hluta marz. Fyrri vikuna voru slæmar gæftir, en afli sæmileg- ur. Síðari vikuna voru allgóðar gæftir en afli rýr. Róðrar hófust ekki frá Eyrarbakka fyrr en í byrjun febrúar og hefir afla- hæsti bátunnn veitt 120 lestir í febrúar og marz. Aflinn er hraðfrystur og salt- aður. Fiskúrgangur er sendur til Þorlákshafnar og unninn í fisk- mjölsverksmiðjunni þar. Siokkseyri. Þaðan ganga nú 5 netabátar. Gæftir voru sæmilegar síðari hluta marz og farnir 10 róðrar á þessu tímabili. Afli hefir verið rýr^ mest 6 léstir í róðri og allt' niður í 300 kg. Hæstu bátarnir hafa aflað um 120 lestir. Veiðarfæratjón hefir ekki ver- ið svo teljandi sé. Um 100 lestir af aflanum hafa farið í salt, en hinn hefir verið fryst. Eins og á Eyrarbakka, er fisk- úrgangur sendur til vinnslu í Þorlákshöfn. Hornaf jörður. Þaðan gengu í marz 10 bátar, 7 með línu og 3 með net. Gæftir voru allgóðar. Sæmilegur afli var framan af mánuðinum, en sáratregur, er leið á mánuðinn. Loðna hefir ekki gengið á grunn mið, en veiðst lítilsháttar dýpra. Afli hefir verið engu betri, þó að loðnu væri beitt. Þorskur hefir verið saltaður, en ýsa hrað- fryst. í nýju fiskmjölsverk- Einn hinna yngri flug- manna okkar, hefir verið ráðinn í þjónustu hins heims kunna hollenzka flugfélags K. L. M., til flugstjórastarfa austur í Indónesíu. — Hann heitir Hallgrímur Jónsson og fer héðan í dag ásamt konu sinni og börnum. Hallgrímur Jónsson flugmað- ur, sem er 23 ára, er sonur Jóns Björnssonar vélstjóra á Aust- firðingi og konu hans Sigríðar Helgadóttur. Flugmaður um fermingu. Þegar Hallgrímur var um fermingu gerðist hann svifflug- maður og varð brátt í hópi hinna betri. Þá er hann hafði aldur til fór hann í flugskóla. Var annar tveggja, er fyrstir luku flug- námi hér á landi, er veitti rétt- indi til farþegaflugs. Hann var um skeið flugmaður hjá Loftleiðum, en fór utan til Bretlands til frekara náms í sam- bandi við farþegaflugið. Meðan hann var ytra kynntist hann konu sinni, en hún er brezk. smiðjunni hafa verið framleidd- ar 100 lestir af fiskimjöli. Djúpivogur. Tveir bátar réru með línu í mánuðinum og var reitingsafli framan af, en tregur síðari hluta mánaðarins. Gæftir voru góðar. Róið var með færi til reynslu, en ekkert aflaðist. Aflinn hefir verið frystur. Stöðvarf jörður. Einn bátur réri með línu í mánuðinum og annar með net. Afli var sáratregur, en gæftir allgóðar. F áskrúðsf jörður. Fjórir bátar réru með línu í mánuðinum og var afli tregur. Ekki varð vart á handfæri, þegar reynt var. Aflinn var frystur. Botnvörpungurinn Austfirðing- ur lagði 270 lestir af fiski á land á Fáskrúðsfirði og var aflinn unninn í frystihúsunum á staðn- um. Mikið af aflanum var ufsi. Eskif jörður. Þrír bátar gengu þaðan með net og var sæmilegur afli fram- an af. Afli þeirra var ýmist salt- aður á skipsfjöl eða lagður upp í frystihús. Neskaupstaður. Tveir bátar þaðan stunduðu togveiðar en einn netaveiði. Afli var allgóður, en varð treg- ur, er leið á mánuðinn eins og annars staðar fyrir Austurlandi. Togbátarnir lögðu aflann í frystihús ,en afli netabátsins var saltaður, báðir togararnir veiddu fyrir Englandsmarkað. —TÍMINN, 1. apríl Hjá KLM. Þegar að því kom að vinna varð minni hér við flugið, fór Hallgrímur utan í atvinnuleit. — Var það í desember síðastliðn- utn. — Ég var svo heppinn að leggja leið mína til Hins kon- unglega hollenzka flugfélags (KLM), sagði Hallgrímur. Eftir að hafa gengið undir inntöku- próf, fór ég á námskeið hjá fé- laginu. Var það nám í ýmsu varðandi flugið, en við stjórn flugvéla beindist það einkum að Dakótaflugvélum. — Einn liður námsins, sagði Hallgrímur, var sálfræði, líkams- og heilsufræði. Þrjú ár í Indónesíu. Að þessu prófi loknu afréð ég að ráða mig til starfa hjá Indó- nesiska flugfélaginu í Jakarta, sagði Hallgrímur. — Hollenzka flugfélagið á nú 49% hlutabréfa, en á næstu 10 árum er hug- myndin að félagið færist alveg yfir á hendur Indónesíumanna. Ég réði mig til þessa félags til næstu þriggja ára. Að lokum sagði Hallgrímur að hann hlakkaði mjög til þess að taka upp flugstjórastarfið í Indó- nesíu. Þar mun hann verða í innanlandsflugi annað hVort með Dakóta- eða Katalínaflugvél. Bað hann Morgunblaðið fyrir kveðjur til vina og kunningja. Hann fer í dag til Prestvíkur ásamt konu sinni og tveimur börnum — Margréti Katrínu, sem farið hefir átta sinnum yfir hafið með flugvél, þó að ekki sé hún eldri en hálfs þriðja árs. Sonurinn heitir Jón Stefán og er fimm mánaða. Eflir mánuð. Næsta mánuð verður hann í Amsterdam og flýgur þá flug- vélum KLM á ýmsum leiðurp, bæði til Brussel, Lundúna, Ham- borgar og Kaupmannahafnar. Síðan 'fer hann austur og eftir um það bil hálft ár mun hann verða orðinn flugstjóri á ein- hverri hinna indónesisku flug- véla. —Mbl., 11. marz Hin mikla stjörnurannsókn- arstöð á Palomarfjalli hefir nú starfað að því í tvö ár að ljósmynda heimingeiminn og er nú hér um bil hálfnuð með það, enda var svo ráð * fyrir gert í upphafi að því verki yrði lokið á fjórum árum. Það eru um 3/4 hlut- ar af himinhvolfinu, sem sjást þaðan, og er því skipt í 1870 reiti eða myndir, sem síðan eru settar saman, svo að þær mynda eina heild. Það er „Big Schmidt" stjörnusjáin, sem myndirnar tekur, en þegar þarf að fá skýrari myndir af einhverj- um stað í geimnum, þá er notuð hin mikla stjórnusjá, sem hefir 200 þumlunga breiðan holspegil og nær að ljósmynda stjörnuhverfi lengra úti í himingeimnum en nokkurt mannlegj auga hefir fyr skyggnzt. Framfarir í þekkingu á himingeimnum ÞAÐ VAR austur í Litlu- Asíu fyrir þúsundum ára að hirðar, sem vöktu yfir sauðfé um nætur, tóku eftir því að af- staða stjarnanna breyttist inn- byrðis. — Þetta þótti merkilegt, því að áður höfðu menn haldið að stjörnurnar væri settar til skrauts á himinhvelfinguna. En svo leið langur tími þangað til menn uppgötvuðu að stjörnurn- ar gengu eftir hringbrautum. Og enn leið langur tími þangað til menn skildu að þær gengu um- hverfis sólina. Seinna skildist mönnum að sólin sjálf væri stjarna, lík þús- undum annarra er sjást á fest- ingunni. Enn seinna skildist stjörnufræðingunum að vetrar- brautin, sem eygja má eins og ljósleitt band þvert yfir himin- hvolfið, var í raun og veru þyrping stjarna og sólna, sem er svipuðust hjóli 1 laginu og að sól vor er aðeins ein af 200 þúsund- um milljóna sólna í þessu mikla stjörnuhverfi. Vetrarbrautir skipta milljónum Þegar stjörnusjárnar stækk- uðu og bötnuðu, uppgötvuðu menn svo, að auk þessarar vetr- arbrautar eru þúsundir milljóna annarra vetrarbrauta í himin- geimnum, stjörnuþyrpingar og stjörnuþokur, eins og þær eru kallaðar. En til þess að geta gert sér einhverja hugmynd um fjar- lægðirnar á milli þeirra, fundu menn upp að telja fjarlægðirnar í ljósárum (þ. e. a. s. þeirri veg- arlengd, sem ljósgeislinn fer á einu ári). Það er sú stærsta lengdareining er menn hafa, því að ljósgeislinn fer um 300.000 km. á hverri sekúndu, en um sex milljónir milljóna mílna á ári. Hin mikla 200 þumlunga stjörnusjá á Palomar hefir ljós- myndað stjörnuþokur, sem eru í 1000 milljóna ljósára fjarlægð. En þetta þýðir það, að ljósgeisl- inn sem kemur fram á myndum hennar, lagði á stað frá þessu stjarnhverfi fyrir þúsund millj- ónum ljósára, og það er svo lang- ur tími að öll saga mannkynsins er eins og andartak í samanburði við það. Þessi himinhverfi sjást eins og þau voru fyrir 1000 milljónum Ijósára. Það er næsta ólíklegt að þau sé enn á sama stað og vel getur verið að þau sé ekki lengur til. Smástirni og vígahnettir Svo að segja á hverri nóttu koma fram á himinmyndunum ný fyrirbæri, sem menn hafa ekki veitt athygli áður. Sum þeirra sjást undir eins og ljós- myndirnar hafa verið framkall- aðar, önnur sjást ekki fyr en Ijósmyndirnar hafa verið rann- sakaðar ýtarlega í smásjá. Sumir af hinum nýju hnöttum eru nágrannar vorir og fylgja sólhverfi voru. Meðal þeirra eru margar halastjörnur, þessir ein- kennilegu „flækingar“ í himin- geimnum, sem stundum ganga nálægt sól, en þeytast svo eitt- hvað út í buskann og koma ekki aftur fyrr en eftir mörg ár, eða koma aldrei aftur. Hinn 15. nóv- ember 1949 fannst ný hala- stjarna, sem ber mjög litla birtu, og er hún einkennileg að því leyti að hún fer hringbraut sína á 2,3 árum, en það er ótrúlega stuttur tími þegar um hala- stjörnur er að ræða. Svo mörg ný smástirni hafa fundizt, að ekki hefir verið hægt að koma tölu á þau. Eitt af þessum smástirnum fannst 31. ágúst 1951 og er það merkilegt að því leyti, að það gengur svo nærri sól, að það fer inn undir sporbraut Venusar og fer því þvert yfir sporbraut jarðar. Þetta er sjötta smástirnið sem mönnum er kunnugt um að fer yfir sporbraut jarðar. Annars er réttara að kalla þetta víga- hnetti en smástirni, því að hgett- ir þessir eru varla meira en 1—2 enskar mílur í þvermál. Nú er það spurning hvort ekki geti orðið árekstur þegar víga- hnettir þessir ganga yfir spor- braut jarðar. En vísindamenn- irnir telja að ekki muni mikil hætta á því. Þeir segja þó jafn- framt, að ef þessir vígahnettir rekist á jörðina, verði af því miklu stórkostlegri sprenging heldur en af vetnissprengju. Þúsundir eða jafnvel milljónir nýrra stjarna hafa fundizt í vetrarbrautinni utan við sól- hverfi vort. Og lengra úti í him- ingeimnum hafa fundizt hring- myndaðar stjörnuþokur, þúsund um saman og svípar þeim til vetrarbrautarinnar. Hvar er jörðin stödd í vetrarbrautinni? Ef hægt væri að horfa til- sýndar á vetrarbrautina, sem sólhvejfi vort er í, mundi hún líta út eins og gríðarmikill mylnusteinn. Er talið að hún muni vera um 80.000 ljósára í þvermál, en þyktin um 10.000 ljósára, Á öðrum vetrarbrautum úti í himingeimnum sézt, að þótt þær sé hjóllaga, þá ganga eins og dæsur út úr þeim. Eins hyggja menn að muni vera um vora vetrarbraut, og muni þá sólhverfi vort vera einhvers staðar út við röndina eða í einni af þessum dæsum. En ekki er auðvelt að ákveða það. En að jörðin sé utarlega má marka af því að vér sjáum inn til vetrar- brautarinnar, sjáum líkt og í röndina á henni. Þessi ljósleiti bekkur á festingunni, sem vér köllum í daglegu tali vetrar- braut, er stjarnamergðin í miðju „hjólinu“ og virðist renna sam- an í eina heild vegna fjarlægð- arinnar. Með því að telja stjörn- urnar í öllum áttum frá oss, get- ur skeð að takast megi að ganga úr skugga um það hvernig vetr- arbrautin er og hvar í henni vér erum niður komnir. Ótal stjörnuþyrpingar, sem eru líkt og eyjar í hinum mikla út- sæ geimsins, eru allt um kring vetrarbrautina. Innstu stjörn- urnar, eða sólirnar í þessum þyrpingum, eru þær heitustu, sem menn þekkja. Er talið að yfirborðshiti þeirra sé um 180.000 st. á Fahrenheit, en til samanburðar má geta þess, að yfirborðshiti sólar vorrar er ekki „nema“ 10.000 st. á Fahrenheit. Með því að miða þessar stjörnu- þyrpingar nú og síðan aftur eft- ir 20—25 ár geta menn svo ráðið nokkuð í það hvernig vetrar- brautin er. Hiti og fjarlœgð sólna Mönnum mun finnast torskil- ið hvernig hægt er að reikna út hita og fjarlægð sólna. — En þetta er reiknað út eftir birtu þeirri og ljósrófi, sem af þeim stafar. Á þann hátt hafa menn einnig komizt að raun um hvort stjörnuhverfi nálgast oss eða fjarlægjast. Þær stjörnur, sem eru að fjarlægjast, stafa frá sér rauðleitum geislum, en rauðu geislarnir eru langbylgjur lit- rófsins. Ef stjörnur nálgast, þá er bjarminn af þeim bláleitur eða purpuralitur, en það eru stuttbylgjur litrófsins. Þessar litabylgjur ljóssins haga sér mjög líkt og hljóðbylgjur. Þetta getur hver maður athugað með því að hlusta á skip þeyta hljóð- pípu sína. Ef það er nærri manni, þá eru tónarnir skerandi, en þeg- ar það er langt í burtu þá eru þeir dimmir. Nóg efni í nýja hnetti Eitt af því sem getur gefið upplýsingar um stærð og lögun vetrarbrautarinnar, eru þoku- og gasmekkir þeir, sem þar eru alls staðar. Slíka mekki eða mökkva hafa menn fundið í öðrum vetr- arbrautum milli dræsanna, sem þær draga á eftir sér. Nú hafa fundizt í vorri vetrarbraut ýmsir slíkir mekkir, sem menn höfðu ekki séð áður. Aðeins höfðu menn haft grun um að þeir væru til, vegna þess, að það var stund- um líkt og skyggði fyrir stjörn- ur, er menn voru að athuga. Nú hafa menn fundið að milli sól- hverfis vors og hinna næstu sól- hverfa í vetrarbrautinni, eru svo miklir mekkir, að efnið í þeim er eins mikið og í sólhverfunum sjálfum. Þessir mekkir geta villt mönnum sýn. Sums staðar eru líkt og gloppur í geimnum, þar sem fáar eða engar stjörnur sjást. Menn vita ekki hvort það er af því, að þar eru engar stjörnur, eða þá að heljarmiklir geim- mökkvar skyggja á þær. En nú þegar þetta nýja himinkort kem- ur, verður hægt að ganga új skugga um það, t. d. ef eftir nokkur ár sjást stjörnur á þeim stöðum þar sem engar sjást nú. Með þessum rannsóknum fást líka margvíslegar upplýsingar um hinar ýmsu tegundir sólna. Sumar eru litlar og gular, líkt og vorsól, en aðrar eru bláar og sumar þeirra svo risavaxnar, að ef sól vor væri í miðju þeirra mundi yfirborðið ná út fyrir sporbaug jarðar og gleypa hana líka. Til eru líka fölvar sólir og svo litlar, að þær eru lítið stærri en jörðin. Svo eru til sólir, sem ýmist stækka eða dragast saman. Enn eru til sólir, er snúast hvor um aðra og svo eru til heilar sólnaþyrpingar. Nú er það hlutverk stjörnu- fræðinganna að ráða fram úr því hvort allar sólir séu skyldar í eðli sínu og mismunurinn á þeim stafi aðeins af því að þær séu misjafnlega gamlar, eða þá hvort hægt er að skipta þeim í flokka, ef svo mætti að orði komast. Eftir athugunum þeirra á Palo- mar virðist mega skipta sólunum í vetrarbraut vorri í tvo aðal- flokka. í öðrum flokknum eru gamlar sólir, ef til vill jafn- gamlar vetrarþrautinni. í hinum flokknum eru tiltölulega ungar sólir og meðal þeirra eru allar hinar björtustu, svo og bláu risa- Framhald á bls. 3 Kaupið Lögberg COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimnglmmediately! I For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV 1. WlNNIPEG Hefir ráðið sig til flugstarfa austur í Indónesíu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.