Lögberg - 08.05.1952, Side 6

Lögberg - 08.05.1952, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN, 8. MAÍ, 1952 Langt í Burtu frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi „Hvernig dyrfist þið að nefna nafn þess manns í návist minni!“ sagði Bathsheba æst. „Ég hefi sagt ykkur, að minnast aldrei á hann, og það skulið þið ekki gera, ef þið viljið halda á fram að vinna fyrir mig. Ó!“ bætti hún við glaðlegri, „Boldwood bóndi getur gjört þetta/‘ „Nei, hann getur það ekki, ungfrú,“ sagði Mathew. „Tvær af fallegustu ánum hans lentu í þessu sama um daginn. Hann sendi mann undir eins eftir Gabríel, og Gabríel fór og bjargaði þeim. Boldwood bóndi hefir verkfærið til að gjöra þetta með. Það er hol pípa með beittu járni innan í til að prikka með. Er það ekki rétt, Joseph?“ „Jú, hol pípa — það er það sem það er“, sagði Joseph. „Já, vissulega, það er verkfærið,“ samsinnti Henry Fray eins og Austurlandamaður, sem ekkert er að hugsa um hvað tímanum líður. „Jæja“, sagði Batsheba áköf, „standið þið þá ekki þarna og galið ,já‘ og ,vissulega‘ eins og páfagaukar! Fáið þið einhvern til að lækna féð, undir eins.“ Þeir fóru allir skelkaðir af stað til þess að ná í einhvern, eins og að þeim var sagt, án þess að hafa minnstu hugmynd um hver það ætti að vera. Innan stundar voru þeir allir farnir út um hliðið á girðingunni, og Bathsheba var ein eftir hjá fénu, dauðvona. „Ég skal aldrei senda eftir honum — al- drei!“ sagði hún ákveðið við sjálfa sig. Ein ærin kreptist sundur og saman af kvölum, rétti úr sér, tókst hátt á loft, skall niður og lá svo kyrr. Bathsheba gekk til hennar. Ærin var dauð. ^ „Ó, hvað á ég að gjöra!“ stundi hún upp aftur og neri saman höndunum. „Éf sendi ekki eftir honum. Nei, ég skal ekki gjöra það!“ Hið áherzlu-mesta áform, kemur ekki æfin- lega heim og saman við áformið sjálft. Það brýst oft út, eins og til að styðja meiningu, sem er að linast, en sem á meðan að hún er ákveðin þarfnast ekki neins ákvæðis til að sanna að svo sé. Þetta „nei, ég skal ekki“, hjá Bathshebu, meinti í rauninni. Ég verð líklega að gjöra það. Hún fór á eftir mönnum sínum út úr girðingunni og benti einum þeirra að koma til sín. Laban fór til hennar. „Hvar er Oak staddur?“ „I neðsta húsinu hinu megin í dalnum.“ „Taktu brúnu hryssuna og farðu til hans og segðu honum, að koma undir eins til baka — að ég segi sv®.“ Tall fór undir eins og var komin á bak Polly (svo hét hryssan) söðullaust og með tjóð- urband fyrir beizli. Bathsheba stóð og horfði á hann. Það gerðu mennirnir líka. Tall reið greitt eftir götuslóð- anum í gegnum fjárbeitarlandið, miðengjarnar, flatirnar, hrosshagann og fjarlægðist smám saman þar til að hann var orðinn eins og ofur- lítill dill þegar að hann fór yfir brúna og upp dalbrekkuna hinu megin. Húsið, sem að Gabríel hélt til í þangað til að hann var tilbúinn að flytja alfarinn burt úr sveitinni, sást eins og lítill hvítur díll undir bláleitu skógarbelti á hæðinni fyrir handan dalinn. Bathsheba gekk fram og aftur í órólegu skapi. Mennirnir fóru inn í girðinguna og reyndu að hagræða fénu, en gátu ekkert gert til að lina þrautir þess. Bathsheba hélt áfram að ganga fram og til baka. Það sást til reiðmannsins; hann var að koma ofan dalbrekkuna og þræddi svo sama veginn til baka. Hún vonaði að Tall hefði haft hugsun á því að fá Gabríel hryssuna, en ganga sjálfur til baka aftur. Reiðmaðurinn færðist nær, og hún sá að það var Tall. „Ó, hvaða vandræði!“ sagði Bathsheba. Gabríel sást hvergi. „Hann er máske farinn í burt úr byggð- inni!“ sagði Bathsheba. Tall kom til þeirra og hljóp af baki og svip- urinn á andliti hans var eins raunalegur og svipurinn á Morton eftir bardagann við Shrewsbury. „Jæja“, sagði Bathsheba og var treg til að trúa því, að orðsending hennar hefði ekki haft nein áhrif. „Hann sagði, að ölmusumenn ættu ekki kost á að velja“, sagði Tall. „Hvað?“ spurði Bathsheba, leit upp og dró að sér loftið í stórum teyg. Joseph Poorgrass gekk í hlé við fjárbyrgið. „Hann sagði, að hann kæmi ekki, nema að þú bæðir sig kurteislega um það, og á sóma- samlegan hátt, eins og hverri konu, sem að um sér hlunnindi væri að biðja, sæmdi.“ „Ó, það er þá svarið! Hvar fær hann sína mikilmensku? Hver er ég, sem þannig er farið með? Verð ég að fara og biðja manninn, sem að kropið hefir frammi fyrir mér?“ Önnur ær hentist upp í loftið og féll niður dauð. Bathsheba sneri sér undan og augu hennar flutu í tárum; vandræðin, sem að hún var í vegna stórmensku sinnar og stærilætis, urðu ekki lengur dulin; hún fór að hágráta, í augsýn þeirra allra og reyndi ekki til að dylja það. „Ég mundi ekki gráta út af því, ungfrú“, sagði Smallbury með hluttekningu. „Því ekki að fara betur að honum? Ég er viss um, að hann mundi þá koma. Það eru góðir mannspartar í Gabríel." Bathsheba stöðvaði grátinn og þurrkaði sér um augun. „Ó, þetta eru miskunnarlaus þrælatök á mér — það eru þau!“ tautaði hún. „Hann neyð- ir mig til að gjöra það, sem að ég vil ekki með nokkru móti gjöra; já, hann gjörir það! — Tall, komdu inn með mér!“ Eftir þessa uppgjöf, sem að ekki var neitt sérlega tignarleg fyrir húsmóðurina, fór hún heim í hús sitt og Tall með henni. Hún settist niður og skrifaði bréf í flýti á milli ekkasog- anna, sem komu eftir grátinn, eins og hafalda eftir ofsaveður. Þetta bréf var ekki ókurteisara fyrir það, þó að það væri skrifað í flýti; hún hélt því upp og var í þann veginn að brjóta það saman, þegar að hanni datt í hug að bæta við liana orðunum: „Yfirgefðu mig ekki ,Gabríel!“ Hún var dálítið rjóðari í framan, þegar að hún var að brjóta blaðið saman og þrýsti saman vörunnum, eins og að hún væri með því að fresta sjálfsprófun huga síns um það hvort að þetta tiltæki væri forsvaranlegt. Bréfið var sent, eins og oíðsendingin, en á meðan beið Bathsheba heima hjá sér. Það leið áhyggjufullur kvart-klukkutími frá því sendiboðinn fór og þangað til að hófa- tak heyrðist úti fyrir. Nú gat hún ekki litið út, en beygði sig með aftur augun fram á borðið, sem að hún hafði skrifað bréfið á, eins og að hún vildi bægja voninni og óttanum út úr huga sér. En það rættist betur en áhorfðist. Gabríel var ekki reiður; hann var hvorki reiður né glaður, þó að fyrri skipun hennar hefði verið eins myndug og að hún var. Slíkir myndug- leikar hefðu fordæmt dálítið minni fegurð, en á hinn bóginn hefði slík fegurð eindurheimt dálítið minni myndugleika. Bathsheba fór út þegar að hún heyrði hófa- takið og leit upp. Ríðandi maður reið fram hjá henni á leið til kindanna, hann leit við um leið og hann fór fram hjá. Það var Gabríel, sem að leit á hana. Það eru augnablik, þegar augu og tunga konunnar tala algjörða andstæðu. Tillit Bathshebu var fullt þakklætis, og hún sagði: — ,jÓ, Gabríel, hvernig gastu verið mér svo andstæður!“ Þessi auðmjúka ásökun hennar fyrir hans fyrra afskiptaleysi af skipun hennar, var sú eina, er hann gat fyrirgefið henni nú. Gabríel svaraði einhverju svo lágt að það heyrðist ekki og hélt áfram. Bathsheba vissi hvaða lína í bréfinu það var, er hún sendi honum, sem að hafði komið honum af stað. Hún fór á eftir honum þangað sem féð var. Gabríel var þegar kominn út á meðal ánna uppþembdu og veiku þegar að hún kom. Hann hafði farið úr treyjunni og brett upp skyrtuermarnar og tekið lækningaverk- færin úr vasa sínum. Það var lítil sivöl pípa með beittum al, eða sívölu járni oddhvössu innan í; og hann fór að nota það með listhæfni, sem að hver skurðlæknir hefði mátt vera upp með sér af. Hann strauk hendinni um holið á kindinni vinstra megin, valdi rétta staðinn, spretti skinninu, rak svo járnið og pípuna í gegnum holdið, dró alinn svo út en skildi píp- una eftir, og vindurinn rauddist út nógu sterk- ur til þess að slökkva kertaljós, ef það hefði verið við pípuopið. Það hefir verið sagt, að linun á kvölum veki sælutilfinningu um tíma; og þessar vesal- ings skepnur sýndu það nú. Fjörutíu og níu ástungur heppnuðust ágætlega, vegna þess að ærnar voru langt leiddar og Gabríel þurfti að flýta sér mistókst honum við eina svo að hún dó. Fjórar voru dauðar þegar að hann kom, og þremur batnaði af sjálfsdáðum. Tala kind- anna, sem komust í flaxakurinn og veiktust, var fimmtíu og sjö. Þegar að þessi ástfangni maður hafði lokið verki sínu, kom Bathsheba og horfði á hann: „Gabríel, viltu vera hjá mér áfram?“ spurði hún og brosti vinalega og hirti ekki um að láta varirnar aftur eftir spurninguna, vegna þess að hún átti von á að brosa aftur bráðlega. „Ég skal gjöra það“, sagði Gabríel. Og hún brosti við honum aftur. XXII. KAPÍTULl Mönnum fer eins aftur og hverfa inn í heim sinnleysisins fyrir það, að þeir notfæra sér ekki bjartsýni og hugrekki á meðan að þeir eiga yfir því að ráða, og eins fyrir skort á því, þegar þeir þurfa á því að halda. Gabríel hafði upp á síðkastið og í fyrsta sinni eftir hið efnalega ó- happ sitt, sem að hann varð fyrir, verið sjálf- stæður í hugsun, öruggur í athöfnum, svo áber- andi var — kringumstæður, sem án tækifæra eru eins aflvana, og tækifærin án þeirra, hefðu án efa lyft honum upp og áfram, þegar að hag- kvæm tækifæri gáfust. En hin ólæknandi trygð hans við Bathshebu Everdene eyðilagði allt fyrir honum sjálfum. Vorið var að líða hjá án þess að hann hreyfði sig, og tíminn var máske að nálgast, að hann ætti ekki kost á því. Það var 1. júní og búið að rýja, eða klippa féð, og landið umhverfis, jafnvel hinir ófrjóustu blettir þess, voru lífi þrungnir og litfagrir. Allt graslendi var í endurnýjun,allar andholur opn- ar, og hvert strá var þrungið af vaxtarlög, sem þrýsti sér út og upp. Guð var alls staðar sýni- legur í gróanda landsins, en fjandinn farinn með fólkinu í bæina. Vessamikill víðir af nýrri tegundinni, burkni eins og biskupssprotar, moskusreyr með ferköntuðum höfðum, safa- fullt gaukgras, líkt og slagaveikur helgur mað- ur greiptur í fagurgrænan kopar, snjóhvít gauk- blóm (“The Toothwort”) til að sjá eins og hold á manni. Næturfegurðin sjálf, belladonna og hjallaklukka voru sumar á meðal hinna sjald- gæfari jurta umhverfis og í Weatherbury ,um þennan annatíma ársins. Meðal dýranna voru hinar breytilegu myndir af hr. Jan Coggan, sem var æðstur af férúningsmönnunum; annar og þriðji á meðal þeirra, sem stunduðu þá at- vinnu, þarf ekki að nefna með nöfnum; Henry Fray var sá fjórði; maðurinn hennar Súsan Tall; sá fimmti Cain Ball; sá sjötti var að- stoðarmaður og Gabríel Oak aðalumsjónar- maður. Enginn þessara manna var klæddur á þann hátt að vert sé að minnast á það, þeir virtust í því efni hafa hitt á meðalhófið á milli búnings Indverja af æðstu og lægstu stétt. At- hafnir þeirra og andlitssvipur gáfu til kynna að þeim væri full alvara með verk sitt. Þeir rúðu eða klipptu féð í stóru útihúsi, sem var kallað á meðan á rúningnum stóð — rúnings- húsið, sem að neðan líktist kirkju í laginu. Það var ekki einasta að það líktist kirkjunni, sem stóð þar í nágrenninu, heldur var það líka eins gamalt. Hvort það hefir einhvern tíma ver- ið partur af opinberum byggingum eða ekki vissi enginn, og vott þess var heldur hvergi að sjá. Hin miklu fordyri við hliðarnar á henni, sem voru nógu stór til að hægt var að aka stórum kornbindaækjum í gegnum þau, voru byggð úr steini, mikil og meistaralega gerð, svo að ekkert því líkt var sýnilegt þar sem um meira útflúr var að ræða. Harðviðarþakið, sem var orðið dökkt og kámugt að innan, hvíldi á bognum slám og bitum og var miklu tilkomu- meira og úr betra efni gjört heldur en níu af hverjum tíu þökum þeirra húsa, sem nú eru byggð. Meðfram báðum hliðunum voru varn- armúrar miklir og rammlega gerðir með vind- augum, sem voru gjörð af list og líktust kirkju- gluggum, sem bæði ræstu loftið og lýstu milli múranna. / Það mátti segja um þetta hús, sem naum- ast var hægt að segja um kirkjuna eða kastal- ann, sem bæði voru á aldur við það og í svip- uðum stíl, að hugmyndin, sem upphafalega ráði byggingu þess, var enn sú sama. Ólíkt og full- komnara heldur en hinar tvær fyrrnefndu mið- alda byggingar, sem byggðar voru í sama stíl, stóð þessi ómerkt af tímans tönn að því er hina upprunalegú mynd hennar snerti. Hér, að minnsta kosti, sameinaðist hinn forni andi byggingameistaranna nútíðar áhorfandanum. Að standa og horfa á þessa byggingu, sá augað nothæfni hennar, en andinn dvaldi við hina liðnu sögu hennar með ánægjulegri meðvitund um varanlega nothæfni þessarar byggingar — meðvitund, sem vakti þakklætiskennd og metn- að í sambandi við hugmynd þá, sem upphaf- lega gaf henni mynd og form. Staðreynd sú, sem að fjögur hundruð ár höfðu sannað, að upprunalega hugmyndin var ekki á sandi bygð, né heldur hafði hún vakið andúð í sam- bandi við notkun hennar, eða gefið ástæðu tih afturfarar, sem að máði hana eða eyðilegði, gaf þessari gráu steinbyggingu fortíðarinnar vald róarinnar, ef ekki tign, sem að forvitin rann- sóknar hugsun gat ekki raskað í samanburði sínum við kirkjur og kastala. í þessu tilfelli héldust miðalda og nútíðar hugsanirnar í hend- ur. Gluggarnir breiðastir um miðjuna, veður- börðu bogasteinarnir með brúnu brúnfirnar, mænirásinn og hin rammgerðu rjáfurstré, bentu ekki á neina afreksvarnar list eða úrelt trúarbrögð. Verndun og viðhald líkamans með daglegu brauði er enn óráðin gáta, átrúnaður og þrá. Þennan dag var stór hliðarhurð opin á þess- ari byggingu og sólin skein glaðlega inn, þar sem mennirnir voru að klippa féð, en það var á víðáttumiklu eikargólfi í miðri byggingunni, þar sem vanalega var barið úr kornöxunum. Gólfið var þykkt, dökkt og gljáandi, eins og þinghúsgólf í tíð Elizabethar drottningar, eftir þreskingarverkfærið, sem að á því hafði gengið í mannsaldra. Þar krupu mennirnir, sem voru að klippa, og geislar sólarinnar léku skáhalt eítir upphituðum skyrtum, berum handleggj- um og spegilfögrum klippum þeirra, sem endur- spegluðu geislana, svo að þeir nærri blinduðu þá, sem veikeygðir voru. Við fætur þeirra lá féð eins og fangar og dæsti í óvissu, sem snerist upp í hræðslu, unz það titraði eins og heit jörð- in úti'fyrir. Þessi mynd, eins og að hún er nú í fjögur hundruð ára gamalli umgjörð, sýndi ekki þá miklu mótsetningu, sem er á milli þess forna og nýja, og er falin í þeim samanburði nú í dag. I samanburði borganna var Weatherbury óbreytanleg. Borgararnir þá eru búrarnir nú. í Lundúnaborg er tuttuðu til þrjátíu ár langt tímabil; í París fimm til tíu ár; í Weatherbury eru sextíu til áttatíu ár eins og líðandi stund, og ekkert minna en hundrað ár hafði nokkra sjáanlega breytingu þess bæjar eða fólksins, sem þar bjó. Hundrað ár breytti ekki sniði á leggbjörgum eð útsaumi á hússkykkju kvenna hársbreidd. Tíu mannsaldrar breyttu ekki einni einustu setningu. í þessum útjaðrabæjum í Wessex er tíminn gamall hjá hinum önnum köfnu utanhéraðsmönnum; tími fólksins, sem í þeim búa, er enn nýr; þeirra líðandi stund er framtíðin. Svo að húsið var eðlilegt fyrir menn- ina, sem voru að klippa féð í því, og þeir voru í fullu samræmi við það. Endarnir í þessari byggingu voru rúm-miklir og voru í laginu eins og kirkja að innan — eins og kór og fram- kirkja, en á milli kórsins og framkirkjunnar var girt með viðarflekum og var allt féð króað inni á þeim tveimur stöðum, og í einu horninu var afgirt kró, þar sem þrjár eða fjórar kindur voru alltaf inni handhægar fyrir rúningsmenn- ina svo að þeir þyrftu aldrei að tefjast eða stansa. Að baki til í dálitlum skugga voru þrjár konur: Mary Ann Mooney, Temperance og Soberness Miller, sem voru að taka saman reif- in, bundu um þau með bandi, sem þær sneru úr ullinni, og settu þau til síðu. Ölbruggarinn aðstoðaði þær með hangandi hendi, því þegar að hann var ekki við iðn sína — ölbruggunina, sem að stóð yfir frá október til maí, þá vann hann hjá bændunum í nágrenninu. Á bak við allt þetta stóð Bathsheba til þess að sjá um að mennirnir klipptu féð nógu snögt, án þess þó að særa það. Gabríel, sem fór úr einum stað í annan, ókyrr og flögrandi undir augnaráði húsmóður- innar, var ekki stöðugt við rúninguna, heldur gekk hálfur tími hans til að aðstoða aðra. í svipinn var hann önnum kafinn við að fylla og rétta frá sér könnu með öli í, sem að hann tók úr tunnu, er stóð þar í einu horninu, og að sneiða niður ost og brauð. Bathsheba, eftir að líta í kring, aðvara i einum stað og ávíta ungan mann, sem hafði sleppt kind, er hann var búinn að rýja, án þess að merkja hana með fangamarki hennar, kom til Gabríels, þar sem að hann hafði hætt við matarskammtinn og var að draga dauðhrædda á að rúningsborði sínu, og lagði hana á borðið með einni handsveiflu. Hann opnaði ullarkrag- ann í kring um höfuðið og hálsinn á ánni, en húsmóðir hans stóð og horfði á hann. „Hún roðnar af þessari móðgun“, sagði Bathsheba lágt og horfði á bleikrauða roðann, sem lagðist yfir háls og herðar kindarinnar, þar sem ullinni hafði verið flett af henni — roða, sem að margar af drottningum félagslífs- ins höfðu ástæðu til að vera afbrýðissamar út af, og líka verið heiður hverri konu, sem var orsök viðkvæmni þeirri, sem að hann bar vott um. Gabríel var hinn ánægðasti yfir því að hafa hana hjá sér og láta hana horfa á hversu meist- aralega að hann beitti klippunum, sem virtust ætla að taka stykki úr kindinni, en gerðu það þó aldrei. Oak, eins og Guildenstern, var á- nægður með að vera ekki of ánægður. Hann kærði sig ekkert um að tala við hana: honum var það nóg, að þau voru ein sér og enginn til að trufla þau. Það var Bathsheba sem talaði. Sumt tal er meiningarlaust málæði og á þann hátt var tal Bathshebu; og það er til þögn, sem segir mikið og það var þögn Gabríels. Haldinn óvæntum fögnuði sneri hann ánni, sem að hann var að klippa eins og fisi, hélt höfðinu á henni á milli í'ótanna og renndi klippunum aftur og aftur gætilega eftir hálsinum á henni, svo eftir bógnum og bakinu og síðast um dindilinn. „Vel að verið og fljótt!“ sagði Bathsheba og leit á úr sitt þegar hann var búinn. „Hvað var ég lengi, ungfrú?“ spurði Gabríel og þurrkaði svitann af enninu á sér.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.