Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 4. JJNÍ, 1953 3 RANNVEIG K. G. SIGBJÖRNSSON: Yfir fjöll og fyrnindi NIÐURLAG — í Vancouverborg — Lúterska kvenfélagið í Van- couver hafði samkomu snemma í apríl. Skautakappinn frægi af íslenzkum ættum, Frank Fred- rickson, stýrði samkomunni. Hann gerði það með skörungs- skap og glöðu geði. Mr. Fredrick- son innleiddi samkomuna með því að allir sungu O, Canada. Þá var dálítill gamanleikur „The Male Fashion Show“. Svo voru sungin ensk þjóðlög. Þá talaði sóknarpresturinn séra Eiríkur S. Brynjólfsson. Hann sagði fram nokkur erindi úr íslenzkum úr- vals ljóðum og talaði út frá þeim um mentir íslendinga, einkum fyr á árum. Mintist á Hafnar- ferðir þeiría til háskólans þar og svoleiðis. Á viðeigandi stað í máli sínu hafði presturinn brú þá hina miklu,-sem verið er að byggja hér í borginni, að uppi- stöðu til að minna menn á Brúna mestu, Jesúm Krist, sem borið hefir íslendinga uppi í gegnum alla erfiðleika í meir en þúsund ár. — Síðan var sungið eitt og annað af fallegum, enskum söngvum. Ýmislegt smávegis var til sölu þarna, fatnaður og matarkyns. Veitingar, og þær ágætar, voru þarna á eftir. ☆ Tíunda maí urðum við þeirrar ánægju aðnjótandi, að fræðslu- málastjóri íslands, hr. Helgi Elíasson heimsótti fólk hér. Hann flutti erindi eftir messu í samkomusal kirkjunnar að messufólkinu, sem var margt, viðstöddu. Forseti safnaðarins, hr. Sigfús Gillies kynti gestinn og setti samsætið. Einnig kynti séra Eiríkur S. Brynjólfsson komumann, því þeir eru vinir og að sumu leyti samferðamenn til margra ára. Þá tók við stjórn- inni hr. Eymundsson, varafor- seti þjóðræknisdeildarinnar, í fjarveru forseta þess, Bjarna Kolbeins. Hann bauð gestinn vel- kominn og kallaði hann fram. Menn fögnuðu einhuga komu fræðslumálastjórans á ræðu- pallinn og lögðu hlustir við máli hans. Helgi Elíasson heilsaði vinsamlega. Hann flutti hlýjar kveðjur frá Islandi til allra ís- léndinga vestan hafs. Hann sagði glögg deili á sjálfum sér, mintist lítið eitt á mentaferil sinn og greindi nokkuð frá starfs ferli sínum. Bar mál hans þess vott, að hann er maður stað- fastur á sinni braut, ann landi og þjóð af einlægum huga, en þó öfgalaust. Hr. Elíasson skýrði einnig fyrir mönnum fræðslu- málin á Islandi töluvert mikið og ýmislegt í sambandi við þau. Var þögnin, sem ríkti á meðan hann flutti mál sitt, lifandi vott- ur þess, að „menn gerðu góðan róm að máli hans“, enda var hann innilega hyltur með hvellu lófataki, vel samtæku. Svo sem kunnugt er, er fræðslumálastjórinn hér vestra í boði Bandaríkjastjórnar til þess að kynna sér skólafyrir- komulag hér vestra og hefir dvalið syðra um all-langt skeið en fékk orlof til Canada. Virðist hr. Helgi Elíasson vel til þess fallinn að fara með millilanda- mál, því hann er stiltur og at- hugull vel og hvorttveggja í senn, hinn prúðmannlegasti og alþýðlegasti maður. Að loknu máli fræðslumála- stjórans, þakkaði forseti sam- kvæmisins, hr. Eymundsson, ræðumanninum fyrir með hlýj- um og vel völdum orðum. Það var auðfundið á öllu máli hans, að hann fagnaði komu þessa gests. Lét hann í ljósi ánægju sína yfir aukinni íslenzku kunn- áttu hér í seinni tíð, þó lítið kynni að vera. Það kæmi jafnvel fyrir, að íslenzk tunga heyrðist af vörum þeirra yngri. Virtist hann vongóður um einhvern vöxt þar í framtíðinni. Þetta samkvæmi hélt áfram með því, að konsúll Islands hér, hr. Hálfdán Thorláksson, mælti nokkur orð af ræðupalli í boði forseta. Veitingar voru framreiddar á þessari samkomu. Piltarnir létu þær í té í sérstöku virðingar- skyni við daginn. — Myndasýning á Höfn — Þá var haft samkvæmi og myndasýning á Höfn, nokkrum dögum seinna, undir forustu þjóðræknisdeildarinnar, til þess að taka á móti fræðslustjóranum þar, hr. Helga Elíassyni og verða þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá myndirnar, sem hann hafði meðferðis frá Islandi. Þetta gekk alt saman ágætlega. Fleiri mynd- ir voru einnig sýndar þar. Nú- verandi forseti heimilisins, Sig- urður Sigmundsson, sýndi mynd- ir af íslendingum í Manitoba, flestar frá fyrri tímum. Þær voru skýrar og að öllu leyti bæði á- gætlega sýndar og fyrir þeim mælt. Þá sýndi hann myndir frá Finnlandi, litauðugar og til- breytilegar, af sjó og landi, fólk- inu og iðju þess. Næst sýndi hann myndir frá Nova Scotia. Einnig þær voru í skrautlitum af lands- og sjávarlífi. Undir eins og fræðslumála- stjórinn kom, hann hafði eitt- hvað tafist, tók séra Eiríkur S. Brynjólfsson á móti honum á- samt formanni heimilisins og kynti hann á sinn sérstaklega vinsamlega hátt. Séra Eiríkur sagðist hafa þekt Helga Elíasson í tuttugu og fjögur ár og aldrei vitað annað en gott um hann. Hann var innilega glaður yfir komu hans og yfir myndunum, sem hann ætlaði að sýna. Og andi prestsins greip ósjálfrátt hugi viðstaddra. Þá tók fræðslu- málastjórinn strax til að sýna myndirnar ásamt formanni, og það tókst ágætlega vel. Þær voru mátulega litaðar, fanst mér, til þess að yfir þeim birti, en \ GISLI S. BORGFORD FRAMBJÓÐANDI VERKALÝÐSSAMTAKANNA í WINNIPEG CENTRE Gísli er sonur hinna merku hjóna Þor- steins Borgfjörð byggingameistara og frúar hans, en Þorsteinn fluttist hingað til lands árið 1886 og tók jafnan mikinn þátt í opin- berum mannfélagsmálum og slíkt hið sama gerði einnig frú Borgfjörð. GísU hlaut mentun sína í skólum Win- nipegborgar, en hugur hans beindist snemma að því, aö beita sér fyrir bættum kjörum verkamanna og nú hefir hann í all- mörg ár verið forstjóri, Regional Director of the Canadian Congress of Labour. Hann er maður fylginn sér og vel máli farinn. Greiðið atkvæði með almenningsöryggi \ Styðjið C.C.F.-frambjóðendur yðar! MERKIÐ KJÖRSEÐILINN ÞANNIG HINN 8. JÚNf Published by Authority of Winnipeg Labour Council—Political Action Committee Room 201 Union Building 536% Main Street Phone 93-0131 ekki svo sterkar að maður efað- ist mikið um virkileikann. Það komu fram landlagsmyndir af hraunum, jöklum, Heklu í mörg- um rjúkandi eldgýgum, laugar og hverir, hálsar og íðilfagrar brekkur. Líka kaffenni og snjó- hýsi, stór-bílar á ferð, jafnvel upp um jökla.Myndir frá Reykja vík, þar á meðal frá Austurvelli með myndastyttu Jóns Sigurðs- sonar forseta. Myndir frá Þing- völlum, bænum þar og kirkj- unni, gjám og hraunum. Myndir frá Bessastöðum úti og inni, for- setaheimilinu. Myndir af skólum og ýmsum bústöðum, þar á meðal sérlega falleg mynd af sumarbústað Elíasar Bjarna- sonar föður fræðslumálastjór- ans. Hann hefir verið kennari að lífsstarfi og hressir sig nú stundum í sumarblíðunni á þessu fallega heimili. Allar myndirnar komu vel og skýrt út, og þó að maður óskaði að sjá fleira, fann maður að hér var um rætur manns að ræða. Og maður er þakklátur fyrir það sem maður sá. Nokkur ljóð voru sungin þarna á íslenzku og að endingu God save the Queen. Stefán Sölvason var við hljóðfærið, en Sigurður Sigmundsson, núverandi forseti heimilisins, stýrði samsætinu og talaði fyrir vestrænu myndun- um. Og honum fórst alt ágætlega vel. Fráfarandi forseti er Guð- mundur F. Gíslason, fyrrum kaupmaður í Elfros, Sask. Allmargt fólk var þarna sam- an komið, svo margt sem fyrir komst til þess að geta haft full not af myndasýningunum. — Ágætar veitingar voru bornar fram á eftir og menn sýndust una sér vel við að skrafa saman ’og drekka kaffið. Ritari þjóðræknisdeildarinnar Ströndin hér, C. Isfjörð, sendi okkur vinsamlegt boðsbréf um að vera þarna við. Við þökkum fyrir það. Einnig hefir séra Eiríkur S. Brynjólfsson boðið okkur með sér að Höfn í vetur oftar en einu sinni, er hann hefir farið í messuferðir þangað. Og við höfum notið þess fjarska vel, að litast um í þessu mikla skraut- hýsi og tala við menn og konur þar. Business and Professional Cards Dánarfregn Þann 21. maí s.l. lézt að heimili dætra sinna í Selkirk, Man., Mrs. Jóhanna Jórunn Anderson, ekkja Guðmundar (Arngríms- sonar) Anderson, fullra 85 ára að aldri. Hún var fædd 7. sept. 1867 í Holtum í Hornafirði. Foreldrar hennar voru Jón Jóns- .son og Herdís Jónsdóttir. Hún giftist Guðmundi Arngrímssyni Anderson. Þau fluttu til Canada um aldamótin, bjuggu um hríð í ísafoldarbygð, síðar í East Sel- kirk, en um 30 ár í grend við Lac du Bonnet. Guðmund mann sinn misti Jóhanna 1950. Hún átti fagra elli í umsjón dætra sinna á heimili Kristínar dóttur sinnar. Börn Andersons-hjónana eru: Tvær dætur, er dóu í bernsku; John og Harry í Bissett, Man.; Charley, Lac du Bonnet; Ger- trude, er bjó með systur sinni, og Katrín, er ávalt hefir heima verið; Lillian, Mrs. Harry Waytuik, fóstraðist upp á heim- ilinu, einnig að nokkru Albert, dóttursonur hinnar látnu. Barna- börn eru 12 og eitt barnabarna- barn. Jóhanna var innilega trúuð kona, þrekmikil og bjartsýn, og isívinnandi að því er hún mátti. Um langa hríð þjónaði hún við ljósmóðurstörf, og átti affara- sælar græðihendur. — Hún taldi sig vera komna af ætt séra Jóns Steingrímssonar í 5. lið. Útförin, fór fram frá kirkju Selkirk safn- aðar á annan í hvítasunnu. S. Ólafsson Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPBG CUNIC St. Mary's and Vaughail. Winnlpef PHONE 93-9441 J. J. Swanson & Co. I .TMTTF.D 308 AVXNUE BLDG. WINNIPKG FaateiKnasalar. Leigja húa. Út- vega peningal&n og elda&byrgB. bifreiða&byrgfi o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 rOR QUICK. RELIABLE SERVICK DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MAN. Phonee: Offlce 38 — Res. 330 OCflce Hours: 3:30 - 6:00 p.m. Thorvaldson Eggerlson Bastin & Stringer Barriíters and BoHeitori 309 BANK OF NOVA SCOTLA BG. Portage og Garry St. PHONR 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managlng Direotor Wholeeale Dlatrlbutora of Freah and Frozen Flsh 311 CHAMBERS STRKET Offlee: 74-14» Bee.: 72-3917 A. S. BARDAL LTD. FUNBRAL HOME 843 Sherbrook St. Selur ltkklstur og annaat um dt- farlr. Allur útbúnaBur •& beatl. StofnaB 1894 Slml 74-7474 Pkana 74-3237 TM Notra Dame Ave. Oppoalta Matemlty Pavlllon General Hoapltal Nell's Flower Shop ______Bouqueta. Cut Flowera. Foaaral Deslgns. Corsagea, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phona 74-9733 Offlce Phone 99-4783 Rea. Phone 72-6113 Dr. L. A. Sigurdson 838 MKDICAL ARTS BUILDING Offlce Houra: 4 pjn.—6 p.m. and by appolntment. fohnny. Jlyan 908 Sargent Ave. Ph. 3-1365 WINMPCC'S I IRST MAILORPHONE" ORDER HOUSE Write for our Spring and Summer Catalogue Lesið Lögberg SELKIRX METAL PRODUCTS lUykh&far. ðruggaata eldevörn, og &valt hereinlr. Hitaelnlngar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- viB. heldur hlta fr& aB rjúka út meB reykum.—SkrlflB, slmlB tll KKLX.T 8VKINS80N «33 Wall Street Wlnnlpef Juat North of Portage Ave. Simar: 3-374« — 3-44» J. WILFRID SWAlfSON k CO. Insnrance in all Ita branches. IU rown BDILDING 937 1» laa. i urr 08 roo S. O. BJERRXNG Canadian Stamp Co. RUBBKR & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATK SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipag PHONB 93-4834 Phone 74-7853 ESTTMATKS FREK J. M. IN6IMUNDS0N Aihphilt Roofi and Iniulated Sidlng — Repair. Conntry Order. Attend.d Te 833 Slmeoe St. Winnlpeg. Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7933 Home Telephone 42-3316 Dr. ROBERT BLACK SérfrœBingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-8851 Heimastml 40-3794 Arislocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations without obligation, write phone or call 302-348 Main StreeL Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Gundry Pymore Ltd. Brltish Quality Flsh Nettlng 38 VICTORIA ST. WINNTPKO PHONB »2-8311 Manager T. R. THORVALDSON Tonr patronage wfll be appredated Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505. Confederation Llfe Building WINNIPEG • MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - SoUdlon Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristj 3M Canadlan Baak of Chamb.r. Wlnmipeg, Man. Phone Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave., Wlnnipeg PHONE 74-3411 Minnist DETEL í ©rfðaskrám yðar. G. F. Jonamon. Prea. 8t Man Dtr. Keystone Fisheries Limited , 4 Wholesale Distrlbutora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Btreet Bimi 92-6237 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin. Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. VAN'S ELECTHIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorised Hotna Applinaoe Dealars Genarml Qeetric McCUrr Qectrie Admlral

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.