Alþýðublaðið - 21.03.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ VertaiainriM Karlmannsföt er blað jafnaðarmanna, gefinn út á Akureyri. Kemur út vikulega í nokkru stærra broti en „Vísir". Ritstjóri er Halldór Friðjónsson Verkamaðurinn er bezt ritaður allra norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað. Aliir Norðlendingar, viðsvegar um landið, kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar blöðl Gerist áskrifendur frá nýjári á ýlfgreiíslu jflijiýðabl. saumuð hér hjá 1. flokks klæðskera seljum við miog ódyrt. Marteinn Einars. & Co. Útsala. Mikiil afsláttur á vefnaðarvörum. — — Skoðið í gluggana í dag. Johs. Hansens Enke. K aupið Alþýönblaðið! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson, Prentsmiðjan Gutenberg. Jack Lovdon'. Æflntýri. að hann ætlaði að reyna að stela eintrjáning við strönd- ina, og komast á honum heim. Viaburi færði honum tvö ljósker, sem hann þurfti að líta eftir. Hann leit á þau, sá að ljósin loguðu skært og kinkaði kolli. Annað var dregið upp að gafflinum á öðru siglutrénu en hitt var sett á svalimar. Þetta voru vitarnir, sem vísuðu Ieið inn á skipalagi Beranda. Á hverjum degi fór þessi sama athöfn fram alt árið. Han varp öndinni léttara og lét fallast niður á legu- bekkinn. Dagsverkið var búið. Riffill lá við hliðina á honum og skammbyssurnar gat hann náð í þegar hann vildi. Hann hreifði sig ekki í heila klukkustund. Hann var hálfsofandi. Snögglega vaknaði hann. Hann hafði orðið þess var, að það brakaði í svölunum að húsabaki. Herbergið var L-lagað; sá endi sem legubekkur hans var í, var illa lýstur; en hengilampinn, sem hékk yfir knattborðinu, þar sem krókurinn var á herberginu, logaði glatt. Llka voru svalirnar vel upplýstar. Eitt augnablik lá hann grafk.yr. Aftur marraði og honum varð það ljóst, að margir menn læddust um á svölunum. „Hver er þar!" hrópaði hann bistur. Húsið, sem stóð á á áð giska sex feta háum staurum skalf og nötraði, þegar hópurinn hljóp í burtu. „Þeir eru farnir að gerast nærgöngulir," muldraði hann „Eitthvað verður að ske. Máninn kom í fyllingu upp yfir Malaita og ljómaði yfir Beranda. Ekkert bærðist í stöðuloftinu. Frá sjúkra- húsinu heyrðist alt af sami kliðurinn. í moldarkofunum láu því nær tvö hundruð ullhærðar mannætur og stein sváfu eftir erfiði dagsins — við og við Iyfti þó einn og einn höfðinu til þess að hlusta á félaga sinn, sem bölvaði hvíta manninum, sem aldrei svaf, Ljós loguðu á öllum veggjum hússins, að utan verðu, en inni fyrir á hann sjálfur mitt á meðal vopna sinna og veltist dauðveikur fram og aftur f órólegum svefni. II. KAFLI. Morguninn eftir komst Davíð Sheldon að raun um að honum hafði versnað. Enginn vafi var á þvf, að hann var máttfarnari. Hann óskaði þess, að hann fengi ástæðu til að lenda í illdeilum, í fyrstu umferðinni. Ófrið varð hann að fá. Ástandið hefði verið nógu fskyggilegt, þó hann hefði verið alhraustur, en þegar hann nú fann, að honum versnaði varð hann að taka eitthvað til bragðs. Svertingjarnir urðu meira og meira hávaðasamir og nærgöngulir, og að þeir um nóttina höfðu farið upp á 'svalirnar — eitthvert mesta laga- brotið á Beranda — var mjög grunsamlegt. Fyr eða síðar mundu þeir gera út af við hann, ef hann yrði ekki fyrri til og brendi inn í meðvitund þeirra tilfinn- inguna um hið ómótstæðilega drottinvald hvíta manns- íns. Hann snéri vonsvikinn heim. Honum hafði ekki boðist nokkurt tækifæri. Enginn slæpingsháttur eða þrjóska, eins og þó var daglegt brauð á Beranda, síð- an veikin stakk sér þar niður. Þessi ró var grunsamleg. Þeir voru að verða slungnir. Hann sá nú eftir því, að hann hafði ekki þagað um nóttina, unz ræningjamir voru komnr inn, þá hefði hann getað skotið einn eða tvo þeirra, en hinir heíðu varla þurft meira til þess að halda sér í hæfilegri fjarlægð. Þarna var hann einn á móti tveimur hundruðum, og hann óttaðist mest, að veikin fengi vald yfir sér og varpaði sér í klærnar á villmönnunum. í Ihuganum sá hann, hvernig svertingj- arnir mundu taka ekruna, ræna forðabúrin, brenna húsin og flýja yfir til Malaita. Hann sá líka aðra hræði- lega sýn: — hann sá höfuð sitt sólbakað og reykt, sem skartgrip 'yfir stafni eins bátaskýlisins í landi mannæt- anna. Annað hvort varð Jessie að koma strax, eða hann var neyddur til þess að taka eitthvað til bragðs. Sheldon fekk heimsókn rétt þegar búið var að hringja til vinnu. Hann hafði látið flytja legubekkinn út á svalirnar og lá nú á honum og hvíldi sig þegar nokkrir eintrjáningar lentu niður við ströndina, Fjörutíu menn söfnuðust saman úti fyrir innganginum að garði hans. Þeir voru vopnaðir með spjót, kylfur, boga og örvar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.