Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1957 MINNINGARORÐ: Christina Lilia Isfeld F. 7. sepíember 1879 — D. 12. febrúar 1956 Christiná Lilia Isfeld andað- ist þann 12. febrúar síðastlið- inn eftir langvarandi veik- indastríð. Hún var dóttir heiðurshjónanna Magnúsar Guðmundssonar Isfeld — oft- ast kallaður Magnús Brasilíu- fari — og Elínar Jóelsdóttur Jónssonar, bæði ættuð úr Bárðardal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Og fluttust þau bæði til Brasilíu í hópnum, sem þang- að fluttist 1873. Kristín var næst elzt af pllefu börnum, sem þeim fæddust. Christína Lilia var fædd í Curityba í ríkinu Parana í Suður Brasilíu þann 7. sept. 1879. Fluttist með foreldrum sínum til Canada árið 1904. Settust þau Magnús og Elín að í Vatnabyggð, sem þá var að byrja að byggjast, með níu börn, og mun þessi fjölskylda hafa verið fyrsta íslenzka landnemafjölskyldan, sem bjó sér heimili í Township 32 — Rge 15 W-2nd. Á heimilisréttarland sitt og þriggja sona sinna kom Magnús með skyldulið sitt þann 7. sept. 1904 — afmælis- dag Kristínar. Þá um haustið var byggt bráðabirgðahús, en sumarið eftir (1905) reistu þeir feðgar veglegt heimili. Heim- ilið stóð við alfaraveginn til Sheho, sem þá var næsti járn- brautar-bærinn, og munu margir vegfarendur hafa minst þess að hafa átt þar góðar og skemtilegar viðtökur og mun Kristín hafa átt drjúgan þátt í að prýða og gjöra garðinn frægan. Eftir dauða föður síns (Magnúsar) létust tveir synir hans, Kristján og Victor, og ein dóttir, Anna, úr spönsku veikinni veturinn 1919, öll á þrem dögum, 19., 20. og 21. jan.) bjó Kristín með móður sinni og tveim bræðrum. En nokkrum árum síðar fór að bera á heilsuleysi Elínar móður hennar og þegar hún var um sjötugt fékk hún slag. Stundaði þá Kristín móður sína með mestu nákvæmni og ástríki til æfiloka hennar. Kristín reyndist ástvinum sín- um svo trygg og umhyggju- söm að fá dæmi eru slík til. Eftir að stunda móður sína í mörg ár, var aftur kallað á hana að stunda bróður sinn Óskar í mörg ár rúmfastan, þar til hún sjálf misti heils- una. Síðustu átta ár æfinnar var hún rúmföst og síðasta árið svo lömuð að hún gat ekki hreyft sinn minsta fing- ur. Var þetta afleiðing Parkinson veikinnar. En þótt gamli líkaminn væri fyrir löngu orðinn saddur lídag- anna eftir það erfiði og reynslu, sem á hann hafði verið lagt, þá var hún ennþá ung í anda og fylgdist með öllu, sem gerðist í kringum Christina Lilia Isfeld hana og eins því sem skeði í heiminum. Oft eru það aðeins nokkur atvik, smá eða stór, sem svo breyta munstri lífs þess, er þau henda að æfiferill hans gjörbreytist. Svo var það með Isfelds-fjölskylduna og langar mig að minnast nokkurra þeirra atvika og æfintýra, sem leiddi það af sér að Magnús Brasilíufari flytur frá hinni „veðursælu og frjó- sömu“ Brasilíu til hins kalda og ókunna norðvesturlands Canada. Þá er innflytjendahópurinn frá Islandi lenti í hafnarbæn- um Parauqua 8. janúar 1874 var það þrælasala, sem var verið að halda, sem fyrst fyrir augun bar. Innflutningur þræla til Brasilíu var afnum- inn árið 1851. Þrælasala var ekki afnumin fyr en árið 1888. Þegar Islendingar komu til Brasilíu var þar keisarastjórn, sem alment var álitin góð og friðsöm. Sat við völdin Don Pedro II., vinsæll og góður maður. Hann var mjög barn- góður maður og á ferðum sínum um landið lagði hann svo fyrir þar sem veizluhöld voru höfð ac) öllum mæðrum með ungbörn væru gefin fremstu sæt-in. Eitt sinn er hann kom til Curityba var þar Elín með Kristínu í fang- inu. Ef til vill voru það gulu lokkarnir og hreinu bláu aug- un, sem auðkennir blóð Norð- urlandamannsins, sem dró Don Pedro beiiít til íslenzku konunnar; hann heilsaði henni Og spurði um ættland hennar og kyssti á litla, gula kollinn. Um það leyti sem þræla- haldið var afnumið voru miklar óeirðir í landinu. Dom Pedro flúði landið og dö nokkru seinna í útlegð í Portugal. Komst þá á stofn lýðveldi sem kallað var United States of Brazil. Áður en þrælahaldið var af- numið höfðu margir þeirra strokið og settst að í skógun- um við Curityba, og margir settust þar að eftir að þeir fengu frelsið. Sagðist Kristín aldrei gleyma gömlum, svört- um öldung, sem oft kom að biðja um brauð og annað að borða. Hafði hann verið þræll og lét eigandinn brjóta tærn- ar á honum svo þær stóðu í allar áttir. Var þetta gjört svo erfitt væri að flýja í skóg- unum undan sporhundunum. Stuttu eftir að lýðveldið var stofnsett byrjaði innanlands uppreisn. Voru það keisara- sinnar og stórlandaeigendur, sem komu byltingunni af stað. Hún stóð yfir í þrjú ár. Síð- asti stórbardaginn var um- sátrið um borgina Lapa (17. janúar til 11 febrúar 1894). Þar misti lífið föðursystir Kristínar, Marja Guðmunds- dóttir ísfeld, maður hennar og fjögur börn þeirra. Á byltingarárunum þegar landið logaði í innbyrðisófriði, og hver maður bar á sér vopn, og alstaðar voru ræningja- flokkar, sem heimtuðu, án borgunar, hvað sem þá vant- aði; þá var erfitt að lifa í hinni fögru Brasilíu. Heimili Magnúsar ísfelds stóð við alfaraveg að sunnan við Curityba. Þegar barist var um borgina fluttist herinn eftir þessum vegi. Urðu marg- ar smáorustur við borgina. Ein þeirra var háð í mais-akri Magnúsar. 1 þrjá daga fluttist herinn eftir veginum; upp- reisnarmenn flúðu og mikið gekk á. Kristín var þá 14 ára. Hún var kjarkmikil stúlka og fljót í snúningum. Hún var fljót að skjótast yfir til ömmu sinnar og afa (Jóels og Ses- selíu) og sjá hvernig öllu hag- aði til þar. En heima fyrir var Elín móðir hennar lasin. — Hafði Elín og yngri börnin verið flutt í kjallarann og þar stundaði Kristín móður sína — en á fjórða degi ól Elín andvana son. Var Elín lengi að ná sér eftir þetta. Auk þess að stunda móður sína gekk Kristín yngri' systkinum sínum í móðurstað og má sannarlega segja að hún hafi verið sem önnur móðir þeirra. Að styrjöldinni lokinni voru framdar lögleysur og ófyrir- leitni eins og æfinlega á sér stað á þeim tímabilum. Þarna í grendinni, mest í skógunum, var óbótamaður, sem alment var kallaður Jesie James Suður-Ameríku, og sem var öllu verri en nafni hans í norðrinu hafði verið. Nótt eina hafði hann og menn hans smeygt hestum sínum í um- girtan akur sem Magnús átti. Þegar Magnús kom á fætur um morguninn og sá marga hesta í akri sínum gjörði hann sér hægt um vik og læsti alla hestana inni í hlöðu. Lagði hann svo af stað í bæinn að auglýsa hestana samkvæmt landslögum. Hann var fyrir nokkru farinn, þegar eldhús- glugginn var brotinn og inn kom hendi með skammbyssu og var Kristínu sagt að sleppa hestunum strax, ef hún vildi halda lífi. Þegar hún kom út stóð þar hinn alræmdi stiga- maður sem stjórnin hafði lagt mörg þúsund til höfuðs. Kristín gekk þá alla leið að hlöðunni aftur á bak, því að hún vissi að ef hún gæti horft honum í auga. mundi hann ekki skjóta hana. Nokkrum vikum síðar var hann dauður, skotinn í bakið af sínum eigin mönnum ' fyrir féð sem lagt var til höfuðs honum. Bókin „Æfintýrið frá ís- landi til Brasilíu“ getur þess, að Magnús ísfeld hafi ekki verið búinn að fastráða að- setursstaðinn í Norður-Amer- íku þegar hann fór frá Brasilíu.“ Og einnig stendur þar að „erindreki frá innflutn- ingsmáladeild Canada-stjórn- arinnar hafi málað svo fagur- lega nörðvesturlandið að hann hafi afráðið að setjast að í Vatnabyggðum.“ Þessar hug- leiðingar höfundar Æfintýrs- ins eru ekki alveg réttar. 1 mörg undanfarin ár, ef til vill í 15 ár, hafði Magnús haft bréfasamband við íslendinga í Utah og þangað var ferðinni heitið. Hann var mjög hrifinn af trúarkenningum Mormóna og lagði mikið á sig til að kynnast „Mormónunum". — Hann* las Mormóna-bók — þá aðeins til á ensku, en blöð þeirra las hann á þýzku og dönsku. Farar-leyfispassinn, sem enn er til, nefnir að farar- leyfi sé gefið til Bandaríkj- anna og Mexico. Á þeim dög- um voru nokkrar Colóníur Mormóna í Mexico. Flúðu þeir Mexico á árum uppreisnar- foringjans Villa. Ekki var það erindreki Canada-stjórarinnar, heldur var það enski kafteinninn á skipinu frá Rio til New York, sem svo fagurlega málaði vesturlandið að Magnús breytti áformi sínu og tók sér far frá New York til Winni- peg. Þar frétti hann um þessa fyrirhuguðu Islendingabyggð, sem síðar var nefnd Vatna- byggð. Og gladdist „hið ríka Islendingseðli Magnúsar“ — Þ. Þ. Þ. — að þarna yrði ís- lenzk byggð og hann gæti kynst löndum sínum og félags- lífi þeirra á ný. í öllu kynnti ísfeld-fjöl- skyldan sig vel í Vatna- byggðum. Hafði sig vel áfram efnalega og tók mikinn þátt í byggðarmálum. Var Ágúst bróðir Kristínar í sveitarstjórn í 30 ár. En ekki áttu byggðar- menn samleið í trúmálum. Á fyrstu árum byggðarinnar voru miklar trúmálaþrætur meðal íslendinga og undi Magnús því illa. Varð það til þess að Magnús og nærri öll fjölskyldan sneri sér algjör- lega' til Mormóna-kirkjunnar og játaði trúarkenningar hennar. Upp frá því hélt Kristín fast við kenningar Mormóna. Hún var mikil og einlæg trúkona. ' Hún var hreinskilin og blátt áfram. Hún var kona viðkvæm, brjóstgóð og hjálpsöm, þeim, sem henni fanst hjálpar þurf- andi. Af þeim níu systkynum, sem frá Brasilíu komu (ekki átta eins og bók Judge Lindals nefnir) eru nú aðeins tvö á lífi, sem syrgja systur sína; þau eru Óskar Brigham, Saskatoon, og Elisa Margarida, gift Oscari G. Johnson, Mozart, Sask. Jarðarför Christínu Liliu sál. fór fram frá Mozart þann 17. febrúar 1956, en jarðsett var í Pleasant View grafreit. Hún var jarðsungin af tveim Mormóna-prestum, Elder W. A. Ward frá Idaho Falls, Ida., og Elder D. Reeves frá Kan- naraville, Utah. Blessuð sé minning þessarar merkilegu konu. O. G. J. -------------0---- CHRISTINA LILIA ÍSFELD Undir nafni syslur og skyld- menna. Hve runnið lífsins skeið er skjótt og skift um verustað, þú burtu frá oss horfin hljótt þitt heimsstríð miskunnað. Því þjáning ströng um efri ár þér örðug lífskjör bjó, því falla á leiðið fálát tár og fagna, en syrgja þó. Ó, systir góð, við söknum þín, þín samúð var svo hlý. Með vildarorð og verkin sín, er voru sífelt ný. Því mildum ljóma minning slær á marga reynslustund. Hún verður einlægt okkur kær þín eðlishreina lund. En ljósin skæru líða hjá, við lifum áratug i einum svip, en eftir þá, er eilíft tímans flug. Og þú sem áttir sólarsýn til sælu bak við gröf, það verður holla höndin þín, sem heimtar lífsins gjöf. Þín trú var föst á drottins dýrð, hans dásemd, líkn og náð. Þar fyndist ei á farsæld rýrð, né frið í lengd og bráð. Svo horfin ert þú heim á leið og hjartað þjáða rótt. En himinvíddin bláma breið þín bíður. — Góða nótt. T. T. Kalman Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $.. for ........ subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..........................;.......... ADDRESS .................................. City.............................. Zone ,.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.