Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUÐAGINN 3. JANÚAR 1957 3 DÁN ARMINNING: Elías Vatnsdal Busittess and Ptrofessional Cards EINS og áður hefir verið getið í íslenzku blöðun- um, dó merkismaðurinn og bændaöldungurinn Elías E. Eggertson Vatnsdal þann 22. október s.l., 87 ára að aldri. Hann dó á spítala í San Diego, California, en hafði verið síðustu vikurnar hjá dóttur sinni þar, Mrs. J. Myres. Elías sál. var fæddur 16. júlí 1869 á Fossá á Hjarðar- nesi í Barðastrandarsýslu á íslandi. Stuttur fjörður skerst þar norður í landið, sem ber nafnið Vatnsfjörður, en inn af honum dalur, sem heitir Vatnsdalur, þaðan mun vera komið ættarnafnið Vatnsdal. Átti faðir Elíasar hálfan dal- inn, sem lá undir Fossá. Hinn helmingurinn lá undir prests- setrið Brjánslæk. Aðra jörð átti faðir Elíasar, sem mig minnir að héti Hamar, en hún var ekki nærri eins góð og heimajörðin Fossá. Var hún víst með betri jörðum, að minsta kosti sagði Elías mér, að hún hefði verið mun betri en t. d. sýslumannssetrið Auðshaugur, sem var ná- grannajörð. Élías ólst upp á Fossá ásamt systkinum sínum til 16 ára aldurs. Faðir hans, auk þess að hafa allgott bú, stundaði einnig siglingar. Mun hann hafa verið vel að sér í sjómannafræði, því að liann fór til Danmerkur að sækja skip, sem hann ásamt éinhverjum öðrum keypti þar. Hélt hann því síðan út um allmörg ár til flutninga um Breiðafjörð, og mig minnir einnig til Norðurlanda. Af uppvaxtarárum sínum sagði Elías mér, að hann hefði róið eina eða tvær vertíðir við Látrabjarg, þó ungur væri. Þá minntist hann eins vetrar ,er hann var við skóla- nám í kauptúninu Flatey, á- samt þrem öðrum ungum sveinum. Ekki man ég hverjir tveir þeirra voru, en einn þeirra var náfrændi Elíasar, Matthías Jochumsson, sem síðar varð þjóðskáld íslands og stórbrotinn brautryðjandi í menningarsögu þjóðar sinn- ar. Mintist Elías þessa vetrar með gleði og var Matathías hinn glaði og frjálshuga leið- togi. Minnir mig, að það væri Benediktsson, stórkaupmaður í Flatey, eða móðir hans, sem bæði voru rík, er oft höfðu styrkt unglinga til byrjunar- náms. Þar endaði samt nám Elíasar að mestu, en náms- ferill Matthíasar byrjaði, því að góðra manna þurfti hann að njóta að, þar sem foreldrar hans voru fátæk, en börnin mörg. Árið 1886 fluttust foreldrar Elíasar með fjölskyldu sína a].- farin til Vesturheims, og sett- ist fjölskyldan að hjá Moun- tain, N. Dakota. Þar átti Elías heima fyrstu árin eftir Elías Vatnsdal vesturförina, og vann alla al- genga vinnu. Sagði hann mér, að þann ásamt þrem öðrum ungum íslendingum hefði unnið við að leggja Great Northern brautina nálægt Minot, N. Dakota. Tvo af þeim þekki ég nokkuð, Sveinbjörn heit. Guðmundsson og Gísla heit. Goodman. Sagði Elías mér, að það hefði þótt hin mesta nýlunda, er þeir komu með þó nokkra peninga heim til sín. Árið 1892, 22. nóv., gekk Elías að eiga frændkonu sína Guðrúnu Jónsdóttur frá Mæri. Bjuggu þau í nágrenni við Mountain til ársins 1896, að þau fluttu til Roseau County, Minnesota, og tóku þar heimilisréttarland. Þar bjuggu þau til ársins 1905, að þau fluttu til Milton, N. Dakota. Þar keypti Elías stórt “Livery” fjós og starfrækti það og hafði fóðursölu jafn- framt til ársins 1911, að þau fluttu til Mozart,Sask. Þar mun hann hafa keypt lönd og rak allgott bú þar til ársins 1929, að hann missti konu sína, 2. október. Þessi merku hjón eignuðust stóran hóp barna, að mig minnir að hann segði mér 12 eða fleiri. Einhver þeirra munu hafa dáið á unga aldri, tveir synir dóu fullorðnir, en sjö börn lifa föður sinn. Auk búskaparins rak Elías braut- argerðarstarf fyrir stjórnina í allstórum stíl um langa hríð, tók samningsvinnu, contract, og hafði marga menn í vinnu, og átti mikið af hestum og verkfærum. Mun hann hafa fundið út, að landbúnaðurinn gaf of lítið í aðra hönd til að framfleyta stóru heimili. Einnig sagði hann mér,' að hann hefði oft hagnast á sölu á hestum og fé. Aldrei sagðist hann hafa þurft að hafa nein- ar áhyggjur yfir búskapnum, eða barnauppeldinu; konan hefði gert það betur en hann hefði sjálfur getað gert. Dæt- urnar munu allar hafa hlotið allgóða mentun og nokkrar kennaramentun. Árið 1930, ári eftir að hann misti konu sína, seldi hann bú sitt hjá Mozart og flutti til Smeaton, Sask., og stundaði þar búskap unz hann árið $3.00 per House Call EXPERT TECHNICIAN 24-HOUR PHONE SERVICE B.E.M. Television & Radio Service PHONE SPruce 5-2875 1942 flutti þaðan til Van- couver, B.C. Þar mun hann hafa byggt eitt eða fleiri hús og bjó þar með yngstu dóttur sinni, Önnu, en eftir 3 eða 5 ár seldi hann og fór til San Diego, California, ás-amt dótt- ur sinni. Þar settist hún að, en Elías kom til baka til Van- couver, og átti þar heima það sem eftir var æfinnar, síðustu sjö árin í húsi þess, sem þessar línur skrifar. Elíasi Vaatnsdal var ekki fisjað saman. Hann var gerfi- legur á velli, heilsuhraustur og þrekmaður fram að 85 ára aldri, og ferðaðist mikið á hverju *ári á meðal barna sinna, bæði í Bandaríkjunum og Saskatchewan. — ,,Þau Vilja öll hafa mig, blessuð börnin“, ’ sagði hann oft, en sjálfstæðið var svo mikið að vilj^ ráða ferðum sínum og gerðum, og vera engum til byrði. Hann átti marga kunn- ingja hér í Vancouver og suð- ur með ströndum, sem hann hafði gaman að heimsækja og fá í heimsókn og sannaðist á honum hið fornkveðna: „Að glaðr og reifr skuli gumma hver, unz sinn bana bíðr.“ Af börnum Elíasar lifa föður sinn sjö, og nokkur barnabörn. Börnin eru: 1. Theodór, stórbóndi við Hensel, N. Dakota, giftur frænku sinni, Jose Myres. Eiga þau þrjá sonu. 2. John, ógiftur, nálægt Wynyard, Sask. 3. Pearl, Mrs. Björnsson, hefir bújöfð nálægt Smeaton, Sask., hún er skólakennari að mentun. 4. Jónasína, Mrs. Björnsson, Smeaton, Sask. Þrjár dætur Elíasar búa í San Diego, California: 5. Soffía, Mrs. Christianson. 6. Emily, Mrs. john Myres. 7. Anna, Mrs. Jenkins. Tvo bræður átti Elías sál., sem dánir eru fyrir nokkrum árum. Þeir voru alkunnir um Vatnabyggðir og víðar; þeir Þórður og Friðrik Vatnsdal, kaupmenn um mörg ár í Wadena, Sask. Ekkja Þórðar sál., Anna, býr í Seattle, Washington, og mintist Elías sál. þessarar tengdasystur sinnar með hlýhug. Einn bróðir varð eftir heima á íslandi, að líkindum sá elzti, hét hann Ólafur Eggertsson, stórbóndi og koupmaður í Króksfjarðarnesi í Barða- strandarsýslu. Sýndi Elías sál. mér mynd af honum, og hafði hann verið stór og gerfilegur eins og ættin og minti helzt á hinn þreklundaða víking. Framhald á bls. 7 Minnist BETEL í erfðoskrám yðor Dr. ROBERT BLACK Séríræöingur 1 augna, eyrna, nef og hálasjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham ai>d Kennedy St. Skrifstofuaími 92-3851 Heimasími 40-3794 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louiae Street Slmi 92-6227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appllance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY EIÆCTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg Phono 92-6441 Ofílce Phone Res- 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m,—6 pjn. and by appolntment. PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER A110 MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. TaiU? O C A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin eh fl Canadian Bank of Commerce BoUding, 389 Main Street Wlnnlpeg 2, Man. Phone 92-3561 Thorvaldson. Eggertson. Baslin & Stringer Barristers ottd Soltcttor* 209 BANK OF NOVA.SCOTLA BldB Portage and Garry St. PHONE 92-8291 J. J. Swanson & Co. , IIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiöaábyrgö o.s. frv. Phone 92-7538 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPrnce 4-7451 SPruce 2-3917 National Realty Co. New and older homes—farms— stores and other businesses ln Winnipeg and surrounding areas. PAUL ANDERSON. Manager 214H Sherbrook St., Winnipeg, Man. Days SPruce 4-5568—Evgs. 42-4924 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viö, heldur hita frá aö rjúka tlt meö reyknum.—Skriíiö, simiö U1 KELLY SVEINSSON 625 WaU St. n Winnipef Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 •— SUnset 8-4481 S. O. ÉJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NÖTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Si. Winnipni PIIONE 92-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beiti. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 eggertson FUNERAL HOME Dauphizis Manifoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jt. SPruce 4-7855 ESTIMA l ES In£K J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shlnglas Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Elimlnate Condensation 632 Simcoe SL Wlnnipeg, Ma*. Muir s Drug Slore Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPruce 4-4422 ElUce St Home Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & QuelA SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 S. A. Thorarinson Barrtster and SoHcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Helmaslmi 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phon* 92-2468 100 Princess St. Winnlpeg, Msa And offices at: FORT WTLLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Arlington Pharmacy Prescription Specialirt Cor. Axlinglon and Sargunl SUnset 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Offioe The Business Clinic Anna Larusson — Floreace KeUett 1410 Ertn Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeplng - Income Taz Insurance

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.