Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1957 Lögberg GeflS út hvern fímtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITÓR DÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Dögberg” is published by The Columbia Press Dimited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Dimited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa | , • RHONE 93-9931 Sjólfsævisaga Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar læknis Frú Halldóra Jóhannesson, ekkja sk&ldsine og mannvinarins SigurSar Júlíusar Jóhannessonar læknis, fékk ritstjóra Dög- bergs í hendur megindrætti úr lifssögu þessa stórbrotna gáfu- manns, en það var gert aö hans ráði og skal slikt drengekapar- bragð að makleikum metið; stutt persónuminning um hinn mikla menningarfrömuð eftir ritstjórann birtist á öðrum stað hér I blaðinu; þegar minningarrit verður skráð um Sigurð Júlíus Jóhannesson, koma þessar heimildir sér vel. —RitstJ. Ég, Sigurður Júlíus Jóhannesson, var fæddur 9. janúar 1868 að Læk í Ölvesi. Foreldrar: Jóhannes Jónsson, ættaður úr Mýrasýslu í Borgarfirði syðra, og Guðlaug Hannesdóttir frá Hjalla í Ölvesi. Faðir minn var sérlega vel gefinn maður; smiður bæði á tré og járn, og var það, sem þá var kallað steinsmiður eða steinhöggvari. Hann hafði alls enga skólamentun hlotið, en skrifaði ósköpin öll af bréfum fyrir hina og aðra. Þá var fjöldi fólks á Islandi ekki skrifandi. Hann hafði líka lesið talsvert í almennum lögum og mætti oft í rétti fyrir menn, bæði til sókna og varna. Hann var laglega hagmæltur og gerði talsvert af tækifærisvísum og formannavísum. Ég man eina stöku, sem hann gerði um mig þegar ég var örlítill snáði. Hún er svona: „Hvetur smáa hönd á loft, hreyfa frá vill skuggann; setur bláu augun oft upp að sjá í gluggann." Þessi staka fræðir mig um það, sem ég vissi ekki annars, að ég hafi verið fæddur bláeygður. Faðir minn hefði getað gefið okkur börnum sínum gott uppeldi og sæmílega mentun, ef hann hefði ekki verið of mjög hneigður fyrir áfengisnautn. En það voru margir í þá daga. Foreldrar mínir voru bláfátæk, og þegar ég var á tólfta árinu vorum við öll flutt fátækraflutningi upp í Stafholtstungur í Mýrasýslu. Mér var fenginn verustáður á bæ, sem heitir Flóðatangi; vann ég þar fyrir mér, en auðvitað fyrir engu kaupi. Hjá þessu fólki var ég um sjö ár, en þá fór ég sem vinnumaður að Svarfhóli í Stafholtstungum. Þar átti ég heima þangað til um það leyti sem ég útskrifaðist af Lærða- skólantrm eða Latínuskólanum, eins og hann var oftast nefndur; ég var þar fyrst sem vinnumaður og síðar sem lausamaður og kaupamaður á sumrin. Þar var skemmtilegt heimili, margt ungt fólk og mikil glaðværð. Frá þessum tíma og þangað til ég kom til Winnipeg hefi ég skrifað í Blaða- mannabókina árið 1944 og þar má finna alla punkta, sem ég mundi setja niður hér yfir það tímabil — frá 1890 til 1899). Þegar ég kom til Winnipeg var það fyrsta hugsunin að leita sér að atvinnu. Við fórum þrír í atvinnuleit: Christinn Ziemsen kaupmanns í Hafnarfirði, Þórður Finsen póst- meistara í Reykjavík og ég. Við fengum vinnu við járnbraut- arbyggingu. Vinnan var erfið. Þórður veiktist og varð að hætta eftir nokkra daga, en við Christinn héldum áfram. Við áttum að fá hátt eða lágt kaup eftir því hvort við ynnum mikið eða lítið — ákveðna upphæð fyrir ferfaðminn af malar- hryggnum undir járnbrautina. Við unnum af mesta kappi, stundum 12 til 14 klukkustundir á dag. Við unnum með þá vissu í huganum, að eftir því sem meira væri gert, eftir því yrðum við ríkari þegar vinnunni yrði lokið. Rétt fyrir jólin kom verkstjórinn og tilkynnti okkur það að nú væri vinnan búin; hann sagði okkur að við yrðum að ganga til Winnipeg (140 mílur) eftir járnbrautarhryggnum. Okkur var fengið allgott nesti, en kaupið áttum við að fá þegar við kæmum til Winnipeg — og það var heilmikil summa, að okkur fanst. Við gengum 70 mílurnar eftir malarhryggnum, en hinar 70, sem eftir voru til Winnipeg, fórum við í eldiviðarvagni: stálumst inn í hann eftir ráðleggingu stöðvarstjórans við brautarendan. Við komum til Winnipeg á aðfangadagskveld jóla. Þriðja í jólum lögðum við af stað með hinni mestu til- hlökkun þangað, sem við áttum að taka á móti öllum pen- ingunum. En þegar þangað kom var skrifstofan lokuð, vinnu- « ráðningarmennirnir stroknir og enginn vissi hvar þeir voru. Við fengum aldrei eitt einasta cent fyrir vinnuna, og auk þess töpuðum við rúmfötum, sem okkur höfðu verið léð. Ziemsen hafði góða dúnsæng og ég tvær hlýjar ábreiður. — Part af þessum vetri og næsta sumri vann ég við tjaldasaum; en um haustið fór ég suður til Chicago og byrj- aði þar að lesa guðfræði við lúterska prestaskólann, þar sem flestir íslenzku prestarn- ir höfðu lært. Mér féll þar ágætlega við kennarana, en ég feldi mig ekki við kenning- arnar; tók próf um vorið upp úr fyrri deildinni, en hætti síðan. Þá fór ég aftur að vinna við tjaldasaum í sama stað. Eftir nokkurn tíma komum við saman: ég og þrír aðrir menn, sem ég hafði sérstak- lega kynst, og stofnuðum örlítið blað, sem við kölluðum „Dagskrá". Mennirnir voru: Stephen Thorson, faðir Josefs Thorsons yfirdómara í fjár- málarétti Canada, Friðrik Sveinsson, bróðir séra Jóns Sveinssonar kaþólska og rit- höfundar (Nonna) og Guð- mundur Anderson faðir Victors Andersons bæjarráðs- manns í Winnipeg. Þessir þrír menn eru nú allir dánir. Blaðið borgaði sig ekki og hsqtti eftir tvö ár. Áður en ég fór frá Islandi hafði ég verið eitt ár á lækna- skólanum í Reykjavík og tekið þar heimspekispróf. Nú datt mér í hug að reyna að halda áfram námi og innrit- aðist á læknaskólann í Win-' nipég. Ég varð að stunda námið í hjáverkum og enga aðra vinnu hægt að fá, en afar erfiða og afar lágt borgaða. Ég fór því suður til Bandaríkj- anna til þess að leita fyrir mér um eitthvað skárra. Þar kom ég til Vilhjálms Stefáns- sonar er stundaði mannfræði við Harvard-háskólann. Ég gleymi því aldrei hversu góður hann var heim að sækja. Hann bauð mér að halda til hjá sér á meðan ég væri að átta mig. Ég hafði einu sinni áður mætt honum í Winnipeg. Ég fór tafarlaust að leita fyrir mér um vinnu og fékk hana viðstöðulaust við tjaldasaum í Boston. Nokkurn tíma um sumarið var lítið að gera og ég látinn fara, en sagt að ég gæti komið aftur eftir ákveðinn tíma. Á meðan ég beið eftir því að komast að vinnunni aftur vann ég í bæn- um Waltham í matsöluhúsi. Um haustið fór ég til Chicago; fékk þar stöðuga vinnu hjá íslenzkum gullbræðslumanni, sem Hjálmar Bergman hét. Þar hafði ég svo mikið frelsi að ég gat auðveldlega stundað nám og byrjaði því umsvifa- laust á læknaskóla. Um jólaleytið ror ég norður til Winnipeg og hafði góða samfylgd til baka: Það var konuefnið. Nokkru seinna var Framhald á bls. 5 Additions to Betel Building Fund Frá Gimli, Maniloba Gimli Federated Ladies Aid $100.00 Mr. & Mrs. Gísli Einarson, 50.00 In Loving memory of our son Guðmundur S. | Einarson. Mrs. A. Natsuk, 399 Garlier St., Wpg., $30.00 , In loving memory of her mother Mrs. Juliana Johnson. Mr. & Mrs. Helgi Danielson, $ 25.00 Sigurður Johnson, (Betel) 18.00 Mr. Pete Krowchuk, 10.00 Mrs. Emma Von Renesse, 100 — Rd. Avenue, 10.00 In loving memory of my husband Herman Von Renesse. Mr. Adam Emerik, 10.00 Vinkona Betel’s, 5.00 'Mr. & Mrs. A. A. Sveinsson, 1140 Hilda Street, Victoria, B.C., 200.00 Mrs. Guðrún Thorsteinson, 1140 Hilda Street, Victoria, B.C., 50.00 Mr. J. E. Woods, President Monarck Life Assurance Co., Winnipeg, Manitoba, 50.00 Mrs. K. Goodman, Milton, North Dakota, U.S.A., 10.00 Mr. & Mrs. Jónas Bjarnason (Betel), 50.00 Dr. K. I. Johnson, Pine Falls, Manitoba, 100.00 In loving memory of father Einar Johnson. Mr. Jóhann Simundson, 100.00 Mr. & Mrs. J. B. Johnson, 50.00 Mr. & Mrs. Daniel Peterson, (Betel), 15.00 Mr. Lloyd Hokonson, 5.00 Mr. Peter Karowchuk, 2.00 Kristján H. Johnson, 2.00 Frá Riveríon, Maniloba Djörfung Ladies Aid, $50.00 Mr. & Mrs. F. V. Benedictson, 20.00 Mr. & Mrs. J. G. Spring 20.00 Alli Bjornson, 20.00 Emil Bjornson, 20.00 Joe Bjornson, 20.00 Mrs. Margaret Thorsteinson, 5.00 W. G. Rockett, 5.00 Clarence Mayo, 5.00 Mrs. Florence Johnson, 5.00 Cecil Dahlman, 2.00 Eggert Gudmundson, 2.00 Mr. & Mrs. George Sigurdson, 2.00 Mr. & Mrs. Thor Johannson, 2.00 Mr. & Mrs. Dóri Eastman, 2.00 Margaret Thorbergson, 2.00 Mr. & Mrs. Jacob Johnson, 2.00 Mr. & Mrs. Stoney Bjarnason, 2.00 Mr. & Mrs. Sveinn Johannson, 2.00 P. de M. Wood, 2.00 Frá Winnipeg, Maniioba Dr. L. A. Sigurdson, 1246 Wolsley Ave., $100.00 Mr. & Mrs. Pine Falls, Manitoba, 100.00 Mr. E. B. Pitblado, Q.C. 449 Waterloo Street, 50.00 Mr. J. Clubb, Muirs Drug Store, Home & Ellice Ave., 25.00 Mr. & Mrs. William Crow, 725 Maryland Street, 25.00 Miss Beatrice E. Johnson Ste. 32, Gaspe Annex, 25.00 Þjóðræknisdeildin Frón 173.00 Tillag deildarinnar Frón er með þessu komið upp í $500.00, og skal þessi höfðinglega gjöf hér með innilega þökkuð. Mrs. Hólmfríður Pétursson, 742 Waterloo Street, $250.00 Miss M. Pétursson, 742 Waterloo Street, 250.00 ------------0---- Mr. Viggo E. Solvason, 482 — 6th Street, San Francisco, Calif., $100.00 In loving memory of Sveinn and Monica Solvason (My Foster Parents). Félagarnir voru að sóla sig í miklum hita, þegar annar þeirra kom auga á flugu, sem hann hafði aldrei séð áður. — Hvaða fluga ætli þetta sé? spurði hann. — Þetta er dagfluga, hún lifir bara einn dag, svaraði hinn, hróðugur af þekkingu sinni á skordýrum. — Jæja, hún er svei mér heppin með veðrið. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ----1—180 —160 —140 Make your donatlons to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.