Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1957 5 ÁliLCAHÁL IWENNA Ritrtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Merk kona lótin Á miðvikudaginn hinn 20. desember síðastliðinn, lézt á sjúkrahúsi í San Francisco frú Carolina Thorlakson, kona séra S. O. Thorlaksonar, gáfuð og glæsileg kvenhetja; hún var fædd í Winnipeg, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Guðjón Thomas. Frú Carolina dvaldi í aldarfjórðung við trúboðs- storf ásamt manni sínum í Japan; heimilisfang séra Oktaavíusar er nú að 1633 Elm Street, San Carlos, Cal. Auk hins ágæta eiginmanns síns lætur frú Carolina eftir sig fjögur mannvænleg börn og tólf barnabörn. Frú Carolina Thorlakson ☆ ☆ ☆ Feif-metisát og hjartasjúkdómar Merkilegar rannsóknir á sambandinu þar á milli Síðan Eisenhower forseti veiktist af hjartasjúkdómi þeim, sem stafar af stíflu eða þrengslum í blóðæðum hjart- ans og læknar nefna æðasigg, hefir mikið verið ritað í blöð og tímarit um þennan sjúk- dóm. En 'það, sem meira er um vert, er, að mikið hefir verið unnið að rannsóknum á sjúk- dómi þessum. Það hefir verið almenn skoðun vísindamanna, að of- neyzla á dýrafitu, eggjum og jafnvel sumri feiti úr jurta- ríkinu væri orsök þessa sjúk- dóms. Hafa menn verið varað- ir við að neyta feitmetis og eggja. Þó hafa sumir vísinda- menn talið, að hér kæmi fleira til greina. Það hefir sérstak- lega vakið athygli, að sumir þjóðflokkar, sem mikillar fitu neyta, svo sem Eskimóar, þjást ekki af sjúkdómi þess- um. Sjúkdómur þessi gerir helzt vart við sig meðal Breta, Bandaríkjamanna, Kanada- manna, Ástralíumanna og Ný- Sjálendinga, en allmiklu minna ber á honum á Suður- ítalíu og meðal blökkumanna í Afríku. Þeir síðarnefndu neyta lítils feitmetis úr dýra- ríkinu, en nota þeim mun meira af jurtafeiti og jurta- olíum. Óþekkl meðal Eskimóa Ungur brezkur vísindamað- ur við háskólann í Höfðaborg, fdr. Brian Bronte-Stewart að nafni, hafði löngum undrast það, að Eskimóar, sem neyta meiri dýrafeiti en nokkrir aðrir, skuli varla þekkja þenn- an sjúkdóm. Þar sem honum var ekki kleift að gera rann- sóknir á Eskimóum tók hann það ráð, að nota Bantunegra til rannsóknanna. — Við Suð- ur-Afríku er gnægð sela. Hvers vegna maetti ekki reyna að gefa Bantunegrunum sel- spik og selalýsi? Þetta gerði hann og komst að raun um, að selafitan eyddi fituefnum þeim úr blóðinu, sem annars valda æðasigg. Hann gaf þeim mikið af hinni „hættulegu" feiti úr dýraríkinu, svo og allt að því 10 egg á dag. Við þetta hækkaði siggfitan (colesterol) í blóðinu, en minnkaði ört, þegar hann tók að gefa þeim selalýsi líka. Þá kom að sama haldi að gefa negrunum fræ sólfíflsins. Af þessu dró doktorinn þær ályktanir, að skipa mætti bæði dýrafitu, jurtafeiti og olíum í tvo flokka. Annar flokkurinn er skaðlegur en hinn heilnæmur frá sjónar- miði þessa rannsóknarmanns. Flestar jurtaolíur og fiskfita svo og selalýsi eru það, sem kalla mætti ófullmyndaða feiti og getur hún blandast vatnsefnis atomum. Á hinn bóginn er flest dýrafita „full- mynduð“ fita og þ. á m. er eggjarauðan. Þessi fullmynd- aða feiti eykur siggfituna í blóðinu, en sú ófullmyndaða eyðir henni. Þegar feiti er hert Neyzla fullmyndaðrar fitu hefir aukizt verulega á seinni árum. Ástæðan er m. a. sú, að ófullmynduð feiti, svo sem ýms jurtaolía (bómolía, o. fl.) eru venjulega fljótandi og þykir það ókostur. Hins vegar er svínafeiti og smjör í hálf- föstu ástandi. Matvælafram- leiðendur hafa því gripið til þess ráðs, að herða feitina og breytist hún þá að nokkru leyti í fullmyndaða feiti, sem þykir þægilegri, hafa girni- legra útlit og geymast betur. Norman Jolliffe, hinn þekti vísindamaður ,sem mikið hef- ir rannsakað og rætt þetta mál, leggur áherzlu á það, að andleg áreynsla, taugaspenna, óhófslíf eða reykingar eigi lítinn þátt í því að æðasigg myndast, aðalástæðan sé neyzla fullmyndaðrar fitu. Hann ráðleggur hverjum manni: • Að forðast fitu úr kjöti og skilja hana eftir á diskinum. • Að eta fisk oftar. • Að nota undanrennu og magran ost. • Að forðast ábæti, sem mikil fita er, í, svo og feitt viðbit og steiktan mat, eftir því, sem við verður komið. • Takmarka neyzlu á full- myndaðri fitu við 30 grömm á dag, þar með er talið smjör og annað við- bit, salatolía og steikar- olíur. • Nota feita mjólk aðeins út í kaffi og út á grauta. í staðinn fyrir þetta skulu menn eta meira af brauði, jarðeplum, grænmeti og á- vöxtum. —VÍSIR ☆ ☆ ☆ Ingibjörg Jónsson, kæra vinkona: Til þín vil ég frá sál minni segja: Gleðileg jól og farsælt kom- andi ár 1957. (Lag: Þitt orð og andi). Komin er heilög hátíðin, frá hástól Guðs, með gleðiboðskapinn. Frelsarinn er fæddur, fögnuðurinn ljómar. Krafti Guðs í klæddur kærleiksröddin hljómar: Heilög, heilög jól. Æ — þá varð hljótt í hugans rót, er hjörtu tóku Frelsaranum mót. Ljósið skýin skrýðir, skrúðann dýrðin hefur. Birtust englar blíðir. Barnið Guð oss gefur. Heilög, heilög jól. Sjálfsævisaga . . Framhald af bls. 4 séra B. B. Jónsson á ferð í Chicago og gifti okkur. Við fengum íbúð þar sem ég vann og konan vann líka stöðugt. Um vorið 1907 útskrifaðist ég af læknaskólanum og sama vorið tók ég próf í læknis- fræði undir umsjón heilbrigð- ismálastjórnarinnar í ríkinu Illinois; þar útskrifaðist ásamt mér einn annar íslendingur, það var Dr. Hrefna Finnboga- dóttir. — Ég leigði mér lækn- ingastofu, en fékk sama sem ekkert að gera. Við fluttumst því norður til Canada, þar varð ég aftur að taka próf og að því loknu settumst við að í Vatnabyggðunum; þar var nóg að gera. Við vorum þar þangað til 1914. Þá réðist ég sem ritstjóri að blaðinu Lög- bergi og var við það í hálft þriðja ár, en var sagt upp þeirri stöðu vegna þess að ég var' eindreginn á móti her- skyldunni árið 1917. Þá var stofnað blaðið Voröld og var ég ritstjóri hennar þann tíma sem hún lifði, eða rúmlega tvö ár. Þá byrjaði ég aftur á lækningum og hef stundað þær síðan — eða rúmlega 30 ár. Árið 1934 stofnaði Þjóð- ræknisfélagið unglingablaðið Baldursbrá og gaf það út þangað til 1940 eða sex ár. Ég var ritstjóri þess eins lengi og það íifði. Konan mín heitir Halldóra Þorbergsdóttir Fjeldsted, — bróðurdóttir Andrésar á Hvít- árvöllum. Hún hefir verið mér ekki einungis örugg stoð og stytta, heldur einnig samhugs- andi aðstoð við margt það, sem ég hefi skrifað og ort og oft bent mér á ýmislegt sem í ljómann ganga lömbin hans, er leiddi þau að jötu Frelsarans. Mállaus skepnan mátti mestu lotning sýna, alls staðar því átti eilíft ljós að skíha Heilög, heilög jól. Ingibjörg Guðmundsson 1956 betur mætti fara. Við eigum tvær dætur: Málmfríði Sigríði og Svanhvít Guðbjörgu. Sú fyrrnefnda er útskrifaður kennari og gegndi þeirri stöðu í nokkur ár; hún er líka út- skrifuð frá Toronto-háskólan- um í mannfélags umbótum (Social welfare) og hefir stöðu við það sem aðstoðar starfs- kona þeirra lækna í Ottawa, sem umsjón hafa með heilsu- biluðum heimkomnum her- mönnum og fjölskyldum þeirra. En Svanhvít er út- skrifuð í lögfræði og vann nokkur ár hjá Ottawastjórn- inni í verkamáladeildinni; hún er gift hérlendum manni, sem er embættismaður í heil- brigðismáladeildinni í Ottawa. Þær eru því báðar í Ottawa. Maður nokkur var kærður fyrir að hafa stolið klukku, en eftir þjark og þóf í réttinum fékk lögfræðingur hans hann loks sýknaðan af ákærunni. Bómarinn kvaddi sér hljóðs og mælti: — Maðurinn er sýkn saka. Sá ákærði spratt þá úr sæti sínu og spurði áfjáður: — Þýðir það, að ég megi halda klukkunni? ☆ > Danski presturinn og rit- höfundurinn, Kaj Munk, sagði einu sinni í ræðu er hann hélt í stríðinu: — Mitt álit er, að hver sem lýgur, eigi skilið að fá staur- fót. Daginn eftir var hann tek- inn fastur af Gestapo-mönn- um og spurður eftirfarandi: — Veiztu ekki, að Goebels hefur staurfót? — Jú, veit ég það, svaraði presturinn, — en ég vissi ekki að hann væri lygari. ☆ — Ég sá í gær, að maðurinn yðar er búinn að kaupa sér ný föt. — Vitleysa, það var nýr maður. Longer, lower and more graceful looking, the 1957 Pontiac is described as the “surprise package” ot the automotive year. Oífered in six series, with a wide range of six and eight-cylinder power teams, including a 283 h.p. engine with fuel injection, Pontiac for 1957 has a new long-low hood styling with a broad integrated front bumper and grille. Á brand new range of brilliant interiors is also avail- able. Up front, Pontiac’s steering wheel and instrument panel are freshly restyled. The steering wheel features clean-cut functional lines of “safety-scoop” styling. Shown above is a Laurentian two-door convertible.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.