Lögberg - 10.01.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.01.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* Lb. Tins Makes the Finest Bread AvaJUtble at Your Favorite Grocer SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Y* Lb. Tlns Makes the Finest Bread Av&ilable at Your Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. JANÚAR 1957 NÚMER 2 . Alvarlegt- verkfall Á miðvikudaginn hinn 2. þ. m., hófst verkfall hjá Canadian Pacific járnbrautar- félaginu, er valdið hefir þegar, $vo sem vænta mátti, alvar- legum truflunum á vettvangi viðskiptalífsins; verkfalls- menn fara fram á kauphækk- un, sem nemur 25 af hundraði og mótmæla jafnframt kröft- uglega þeirri staðhæfingu fé- lagsstjórnarinnar, að kyndara sé ekki lengur þörf á vöru- flutningalestum, sem knúðar séu með dieselorku; þeir halda því fram, að öryggis vegna, hvað svo sem kostnaðinum líði, sé það óumflýjanlegt, að kyndarar verði framvegis í þjónustu áminstra flutnings- tækja. Líkur þykja á, að lausn ágreiningsins náist innan tveggja daga eða svo. Fimm fylkiskosningar A árinu, sem leið, fóru fram fimm fylkiskosningar í þessu landi; lauk þeim á þann veg, að í Quebec gekk flokkur Duplessis forsætisráðherra, Union Nationale, sigrandi af hólmi í þriðja sinn með auknu kjörfylgi. Kjósendur Saskat- chewanfylkis endurkusu C. C. F.-flokkinn með miklu afli atkvæða; í New Brunswick náði íhaldsflokkurinn endur- kosningu, á Newfoundland unnu Liberalar frægan sigur, en í Nova Scotia komust íhaldsmenn til valda undir forustu Roberts L. Stanfields eftir tuttugu og þriggja ára útlegð í hinni pólitísku eyði- mörk. Vel h'l verks gengið Framlög canadískra þegna í líknarsjóð ungverskra flótta- rnanna námu fram á annan í jólum $253,376, auk $200,000 fjárveitingu frá sambands- stjórn og þingi; síðan hafa sjóðnum bæzt allmiklar fjár- hæðir þó fullnaðartölur þeirra séu enn eigi við hendi. Leitar endurkosningar Rev. Dan Mclvor, sambands þingmaður fyrir Fort William síðan 1935, hefir lýst yfir því, að hann sé staðráðinn í að bjóða sig fram af hálfu Liberala við kosningarnar, sem talið er víst að fram fari seinnipart næstkomandi júní- mánaðar. Klerkur þessi, sem er 83ja ára að aldri, nýtur frá- bærra vinsælda jafnt utan þings sem innan. Stórfyrirtæki í uppsiglingu Nýlega hefir verið formlega tilkynt, að Campbell Soup Company Limited, sem býr til hinar frægu súputegundir, hafi keypt 385 ekrur lands í norðvesturhluta Portage la Prairiebæjar með það fyrir augum að reisa þar verk- smiðju, er kosta muni um þrjár miljónir dollara; áætlað er að verksmiðjan, þegar hún verður fullger, muni taka hátt á þriðja hundrað manns í þjónustu sína. Lánveiting, sem um munar Fregnir frá Washington, D.C. á laugadaginn var láta þess getið, að stjórn Banda- ríkjanna hafi þá nýverið veitt íslandi fjögra miljóna dollara lán, sennilega óafturkræft til styrktar vöruútflutningi úr landinu og eins til knýjandi framkvæmda heima fyrir. Ibúatala Islands er sögð að vera 160 þúsundir og nemur lánið þar af leiðandi 25 dollurum á hvert mannsbarn. Hækkar í tign Hon. Guðmundur Grímson Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist Lögbergi, að Hon. Guð- mundur Grímsson dómari í hæztarétti North Dakotaríkis, hafi verið skipaður háyfir- dómari, og að lokinni eiðtöku á mánudaginn var, tekið við hinu virðulega dómsforseta- embætti. Guðmundur háyfirdómari er sakir víðmentar sinnar á vettvangi lögvísinnar, dreng- skapar og fjölþættra mann- kosta, vel að þeirri sæmd kominn, sem honum nú hefir fallið í skaut. Lögberg flytur honum hugheilar árnaðarósk- ir í tilefni af þessum merka áfanga í starfssögu hans. Efnilegur námsmaður Búi Thorlacius Þessi efnilegi námsmaðilr, Búi Thorlacius, sem er 21 árs að aldri, og stundar annars árs nám í viðskiptafræði við há- skólann í British Columbia, hefir hlotið $150.00 námsstyrk, en að veitingunni stendur Board of Governors & Senate of the University of British Columbia. Hinn ungi maður er sonur Búa heitins Thorlacius, fyrr- um að Ashern, Man. og eftir- lifandi konu hans, Jónu Sig- urdson—Thorlacius. Nýr íslenzkur ræðismaður í Vancouver, B.C. Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, útnefndi 2. nóv. síðastliðinn hr. Jón F. Sigurðsson íslenzkan ræðis- mann í Vancouvqf, B.C. Tekur hann við því embætti af hr. L. H. Thorláksson, • sem um tólf ára skeið hefir verið ræðismaður Islands í Van- couver en óskaði eftir að vera leystur frá ræðismanns- embættinu vegna anna við hina ábyrgðarmiklu stöðu, sem hann gegnir hjá Hudson Bay félaginu. L. H. Thorláks- son aflaði sér frábærra vin- sælda sem ræðismaður og voru þau hjón alls staðar Is- landi til heiðurs og sóma. Jón F. Sigurðsson er, eins og mörgum er kunnugt, eig- andi og forstjóri fyrirtækis, sem rekur verksmiðju í bygg- ingariðnaði. Hefir það fyrir- tæki verkefni frá hafi til hafs og er nú stærst í sinni grein í Vestur-Canada. Starfa þar daglega um hálft annað hundrað manns og nýtur fyrirtækið almenns trausts. í íslenzka lúterska söfnuð- inum hafa þau hjónin, frú Ingiríður og Jón F. Sigurðsson unnið mikið og gott starf. Frú EINAR P. JÓNSSON: Eitt lítið Ijóð úr vestri helgað biskupi íslands, Ásmundi Guðmundssyni Bjart var yfir æsku þinni íturhygni vinur minn; yl frá þínum innra„manni um mig tíðum leggja finn. Fyrst er leiðir lágu saman landið brann í frelsisglóð. Vökulúðrar þori þeyttir, þjóðin fylt af hetjumóð. Ungum þér í brjóst var borin bjargföst trú á helgiment. Framkvæmd æðstu fræðslumála fáum mönnum betur hent. Þú varst snemma morgunmaður — Mínerva þer fylgispök. Fagurt málfar feldi í ramma frumleik þinn og snillirök. Frummynd þinnar fræðimensku fanstu í sjálfri lífsins bók, víðskygn, heillynd, heilög kirkja' huga þinn á vald sitt tók. Skráð þú hefir ljósum litum lindarpenna sannleikans unga jafnt sem aldagamla ævisögu Guðs og manns. Æðsti prestur* okkar þjóðar, út frá þínum biskupsstól * breiðist yfir bygðir allar bjarmi af nýrri morgunsól. Bjarmi dags, er boðar lýði blessun Drottins ást og frið, þar sem allar -eyktir benda inn á glæst og hærri mið. Jón F. Sigurðsson Ingiríður hefir verið í safnað; ar-kvenfélaginu frá stofnun þess og um skeið forseti. Jón var formaður kirkjubygging- arnefn<Jarinnar og vann þar ágætt verk. Er altari, pré- dikunarstóll, lesborð, skírnar- fontufc og kirkjubekkir unnið í verksfl»iðju Jóns og gjöf frá þeim hjónum í minningar og virðingarskyni við foreldra þeirra. Ennf remur eru hurðir,' gluggar og þilþorð úr dýrum viði í kirkjunni unnið í verk- smiðju Jóns. Jón F. Sigurðsson er fæddur á Islandi og Borgfirðingur að ætt og uppruna, en kom til þessa lands á bernskualdri með foreldrum sínum og ung- um systkinum. Er Guðríður móðir hans enn á lífi, háöldruð en prýðilega ern. Jón og frú Ingiríður eiga mjög fallegt og smekklegt heimili, og munu fleiri og dýrmætari viðartegundir vera i í húsi þeirra en í nokkru öðru húsi hér á landi og þótt víðar væri leitað. Eru þau hjónin mjög gestrisin og góð heim að ,sækja. Er þeim óskað til hamingju með þann heiður, sem íslenzka ríkisstjórnin hefir sýnt þeim, og allir, sem þau þekkja, vita að þau eru ágætir fulltrúar og eru fullkomlega verðug þess trausts og virðingar, sem þeim hefir verið sýnd. Heimili þeirra hjóna er að 1305 West — 48th Avenue, Vancouver, B.C. E. S. Brynjólfsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.