Lögberg - 17.01.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.01.1957, Blaðsíða 1
r SAVE MONEYI UJM LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Vi Lb. Tlni Makes the Finest Bread AvalUble at Your Favorlte Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Vi Lb. Ttni Makes the Finest Bread Available at Your Favorlte Grocer 25- ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. JANÚAR 1956 NÚMER 3 Frétrabréf úr Húnaþingi TJörn á Vainsnesi, Vesíur-Húnavatnssýslu, 4. janúar 1957 iiKaeri Einar og lesendur Lögbers: íg óska ykkur öllum gleði- *egs nýárs, og ég þakka öllum kunningjum og vinum, bæði í ^inu gamia prestakalli og annars staðar, fyrir allt . gamalt 0g gott. Jólahátíðinni er lokið og gamla árið liðið í aldanna skaut. Lítið vildi til á íslandi a nátíðunum. Enginn sem ég Veit um dó af bílslysi og eng- mn brann inni. Veðrið -var mdælt alla hátíðina, frostlítið S kuldinn þar af leiðandi lítill. Hér eins og annars staðar var messað við góða aðsókn og sérstaklega var veðrið á annan í jólum yndis- legt, þegar ég messaði í Vest- urhópshólakirkju. Sólin glamp aði á fjöllin, sem voru rauðblá á lit, og geislar úr snjónum endurspegluðust yfir haf og vötn. Aldrei hef ég séð svo fagurt veður á jólunum. Séra Sigurður skáld Norland, sem ferðaðist með mér var svo gagntekinn af þessari fegurð náttúrunnar að hann orti strax eftirfarandi kvæði: Sólskin á jólum Lag: Hafið, bláa hafið Bjarmar klukkan 8 bak við heiðar, birting tekur stundir þrjár um jól, loksins skín á okkar bygðir breiðar, bungu Eiríksjökuls þræðir sól. En sú umbreyting yfir Húnaþing, þótt hún vari stutta stund. Glitra gráir móar, glóa rauðir flóar, roðna' Myrkurbjörg við bleika grund. Enginn listamaður málar betri mynd en fegurst sýnir náttúran. Sólhvörf þessi björt, þótt sé á vetri, sýna liti hvorki of né van. Mundi nokkur fá málað liti þá. Sól er ofar öllum lit. Staðreynd glögt þú greinir, glitið engu leynir, meiri samt en list og mannlegt vit. —SIGURÐUR NORLAND En dagarnir eru stuttir og ba2ndur hafa nóg að gera við * hirða skepnur sínan á ^eðan birta er til. Jólavörur voru dýrar í ár. yrt er Drottins orð, segir ^áltækið, en nú er margt ^rara á Fróni. Ungverska flóttafólkið er *°mið hingað, bæði karlar og ^onur. Það eru mikil viðbrigði ^1- það, og eins og sakir anda getur maður aðeins agt, að við vonum að því líði Vel a Islandi. * upphafi nýs árs hugsar ^aður bæði um þátíð og fram- , °- —¦ Islendingar hafa haft ^a" gott á undanförnum árum ,§ búist er við að allt gangi afram og vel. ísland hefir sér- °ðu, og á meðan fiskurinn epan er eftirsóttur verður bJoðinni borgið. Markaðurinn ^^glandi fyrir fiskinn er nú ^lnn aftur og togararnir selja ^eð afbrigðum vel; 10 til 12 PUsund sterlingspund hefir alan verið síðan þeir byrjuðu fyrir skömmu — það er um $30,000 fyrir hverja ferð. Nýja árið byrjaði með sömu blíðu, og ekki er útlit fyrir að veðrið sé að breytast til hins verra. Mér datt í hug að kaupa hænsni fyrir jóin, en vitið þið það að hvert stykki — ég keypti tvö — kostaði 50 krón- ur, það var verðið í Reykja- vík. Þegar ég sagði Óskari Levy það, tjáði hann mér að ég hefði getað fengið hænsli hjá sér fyrir ekkert. Ekki kunna sveitamenn á íslandi ennþá að meta "Chicken Dinner." $2.50 fannst mér mikið að borga, sérstaklega eftir að hafa talað við Óskar. Nú er í ráði að, setja upp "Creamery" á Hvammstanga, 300 manna þorp, 30 km. héðan. En fyrst verða bændur að fá sér kýr, því að aðalaherzl- an hefir hingað til verið lögð á kvikfjárrækt. Bókin „Foreldrar mínir", sem prófessor Finnbogi Guð- mundsson sá um útgáfu á, vekur mikla athygli. Mér finnst að Vestur-íslendingar ættu að fá hana, en hún er bók, sem verður öllum sem hana lesa til gamans og fróð- leiks; hún er ljómandi vel samin og skemmtilega skrifuð á frábærlega góðu máli. Próf. Finnbogi er mjög pennafær. Þetta er bók sem mun hjálpa enn betur að brúa djúpið á milli úteyjunnar íslands og ís- lendinga í Vesturheimi. Það var sögulegur dagur á Illugastöðum á gamlársdag- inn. Kvikmyndasýning fór þar fram í fyrsta sinn. Ég fékk nokkrar myndir, frá London um Derby, um enska bóndabæi og fleiri. Guð- mundur Arason bóndi á góðan ljósamótor og þess vegna var hægt að sýna filmurnar. — Öllum þótti gaman, og sumt af fólkinu hafði -aldrei séð slíkt á ævi sinni fyr. Það var ánægjulegt að hafa getað skemmt fólkinu á hátíðinni. Ég bið að heilsa öllum vin- um og kunningjum með inni- legustu þökk fyrir jólakveðjur og kort. Roberi Jack Bundinn endi á verkfall Síðastliðinn föstudag lauk verkfallinu hjá Canadian Pacific járnbrautarfélaginu, og hafði það þá staðið í níu daga; tap félagsins og verk- fallsmanna er metið á 20 milj- ónir dollara. Forsætisráðherrann, Mr. St. Laurent, lagði kapp á að verk- fallsdeilan yrði leyst án þvingunar löggjafar á sam- bandsþingi, og í sama streng tók foringi stjórnarandstöð- unnar, Mr. Diefenbaker. Báðir verkfallsiðiljar gengu inn á þá ráðstöfun stjórnar- innar, að bíða úrskurðar þriggja dómara, er skipaðir yrðu til að rannsaka ágrein- ingsefnin frá öllum hliðum, en ekki er þess vænst, að álits- skjal dómaranna verði full- samið fyr en í byrjun næst- komandi októbermánaðar. Skipt um forsætisráðherra Amerísk nýjung Eftir hið mikla tjón, sem fellibyljir ollu í austurhluta Bandaríkjanna síðastliðin ár, hafa stjórnarvöld landsins meðal annars ákveðið að und- irbúa sendingu eldflauga um 80 þúsund metra í loft upp, með 'ljósmyndatæki, sem sent geta aðvaranir um að fellibyls sé Von, löngu fyr en áður hefir reynst mögulegt. Þau tíðindi gerðust með skjótum atburðum á miðviku- daginn í fyri viku, að forsætis- ráðherra Breta, Sir Anthony Eden, vitjaði á fund Elízabetar drottningar og baðst lausnar frá embætti sakir heilsu- brests, og var lausnarbeiðn- inni viðtaka veitt. Sir Anthony vann sér frægðarorð þann tíma, er hann gegndi utan- ríkisráðherraembætti og mót- mælti stranglega Ethíópíu- innrásinni og hinum alræmdu M u n i c h - samningum Mr. Chamberlains við Adolf Hitler og lét í tilefni þess af embætti. Sir Anthony tók við stjórn- arforustunni og formensku íhaldsflokksins af Mr. Chur- chill fyrir tuttugu og einum mánuði og hafði ekki ávalt á því tímabili átt sjö dagana sæla frá pólitísku sjónarmiði séð; þótti ýmissum flokks- bræðrum hans á þingi hann vera fremur daufur í dálkinn sem forustumaður fram að þeim tíma, er hinar vafasömu Suez-aðgerðir hans komu til sögunnar, en út af þeim lét nærri að íhaldsflokkurinn klofnaði jafnt utan þings sem innan; fór Sir Anthony þá að læknisráði til Jamica sér til hvíldar og hressingar, og þeg- ar heim kom, fór alt í sama farið; heilsunni fremur hnign- aði en hitt og eining flokksins fór síður en svo batnandi. Sir Anthony er 59 ára að aldri; nú hefir hann einnig sagt af sér þingmensku og hafnaði þeim tilmælum drottningar- innar að hann tæki sæti í lávarðadeild. Eftir að Bretland hafði verið án stjórnarforustu í átján klukkustundir skipaðist þannig til, að drottningin kvaddi fjármálaráðherrann, Harold Macmillan, á fund sinn og fól honurri á hendur mynd- un nýs ráðuneytis, er hann fúslega varð við; áður hafði Elízabeth drottning ráðgast við Mr. Churchill og fleiri forustumenn íhaldsflokksins. Hinn nýi forsætisráðherra hefir um langt skeið tekið virkan þátt í stjórnmálum brezku þjóðarinnar og þykir um alt hinn mikilhæfasti maður; hann er 62ja ára að aldri. Vilja flytja til Canada Svo margir Bretar vilja flytja til Canada um þessar mundir, að innflytjendaskrif- stofurnar í London eiga svo annríkt, að þær naumast vita fótum sínum forráð; um 6000 manns á viku flykkjast þang- að í þeim tilgangi, að fá lækn- isskoðun afgreidda; haldist þessi eftirsókn við, verða ílutningatæki með öllu ónóg til að fullnægja þörfum. Með áminstum hætti myndi tala innflytjenda hingað til Canada nema árlega þrjú hundrmuð þúsundum, en eins og nú hagar til er aðeins unt að flytja frá brezkum höfnum og flugvöllum til Canada 50 þúsundir innflytjenda á ári. Talsverður hópur Breta hyggur einnig á innflutning til Ástralíu og New Zealand, þótt slíkt komist hvergi nærri í hálfkvisti við ákafann, sem því ar samfara að komast til Canada. Sambandsþing tekið til starfa Hinn 8. þ. m. kom sam- sambandsþing saman til funda i Ottawa og var sett að við- stöddu miklu fjölmenni af landsstjóranum Hon. Vincent Massey, er flutti í efri deild boðskap stjórnarinnar til þingsins. Gert er ráð fyrir að þetta þing, er nokkurn veginn ábygilega verður hið síðasta á undan næstu sam- bandsstjórnarkosningum, eigi skamma setu, og þinglausnir fari fram seinnipartinn í marz eða í öndverðum apríl- mánuði næstkomandi, en kosningar verða sennilega haldnar seint í júní. Við þingsetu tók sæti sitt sem leiðtogi íhaldsflokksins eða, aðalst j órnarandstöðunnar, John D. Diefenbaker, þing- maður Prince Albert-kjör- dæmisins í Saskatchewan; fyrirrennari hans, George Drew, sem varð að láta af flokksforustu sakir vanheilsu, hefir einnig sagt af sér þing- mensku. Fylkisþingi stefnt til funda Campbell forsætisráðherra hefir kunngert, að fylkisþing- ið í Manitoba komi saman til funda hinn 29. yfirstandandi mánaðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.