Lögberg - 17.01.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.01.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JANÚAR 1957 T Bækur Bókaúlgáfu Menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins í ár: Gefnar út sex félagsbækur í ár og auk þess fjórar aukabækur Félagsbækurnar fleiri og slærri en undanfarin ár, árgjaldið nú 80 krónur sjónir sem torskilin vísindi heldur flyttu lesendum að- gengilegan fróðleik. DÓKAÚTGÁFA Menningar- ■*-' sjóðs og Þjóðvinafélags- ins á þessu ári er mikil og vönduð, og fá félagsmenn alls sex bækur fyrir árgjald sitt 80 kr. Þessar bækur eru nú komnar út og er verið að senda félagsmönnum þær út um land. Félagsmenn munu nú vera um 10 þúsund. Gils Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri útgáfunnar og Pálmi Hannesson, rektor, varaformaður Menntamála- ráðs, skýrðu fréttamönnum frá útgáfunni í fyrradag. 1100 blaðsíður Samtals eru félagsbækurn- ar í ár rúmlega 1100 blað- síður að stærð. Þær eru einnig ig fleiri og um 20 örkum stærri en verið hefir undan- farin ár. Bækurnar eru þessar: Andvari, 81. árgangur. Tímaritið flytur að þessu sinni ævisögu Benedikts Sveinssonar, alþingisforseta eftir Guðmund G. Hagalín, svipmyndir úr lífi Þorláks Ó. Johnson eftir Lúðvík Krist- jánsson, Úr hagsögu íslands eftir dr. Þórkel Jóhannesson, háskólarektor. Biskupskjör á Islandi eftir Magnús Má Lárusson, prófessor og grein- ina í varplandi eftir Berg- svein Skúlason. Almanak Hins íslenzka Þjóðvinafélags fyrir árið 1957. Aðalefni þess er grein um Joseph Lister eftir Þórarinn Guðnason, lækni, og Árbók íslands árið 1955' eftir Ólaf Hansson, menntaskólakenn- ara. Ljóðmæli Jóns Þorláksson- ar á Bægisá, og er það 15. bindið í safninu íslenzk úr- valsljóð. Andrés Björnsson, cand. mag hefir búið ljóðin til prentunar, valið þau og ritar um skáldið og verk þess. Auslur-Asía eftir Jóhann Hannesson, þjóðgarðsvörð. Þetta er 9. bókin í flokknum lönd og lýðir og fjallar um Kína, Japan, Ytri-Mongólíu og Kóreu. Þetta er allstór bók og í henni margar myndir frá þessum löndum. Smásögur eftir Halldór Kiljan Laxness. Pálmi Hannes son valdi sögurnar. Þetta er fyrsta bók í flokki, sem Menntamálaráð hyggst gefa út og á að flytja verk eftir nóbelsverðlaunahöfunda. Hvers vegna? — Vegna þess. Spurningakver náttúruvís- indanna. Guðmundur Arn- laugssori hefir tekið bókina saman. Hér eru 279 spurning- ar um margvísleg náttúru- fræðileg efni og svör við þeim. Hefir höfundurinn kapp- kostað að svörin væru á þá lund, að þau kæmu ekki fyrir Fjórar aukabækur Þá eru upptaldar félags- bækurnar, en auk þess gefur útgáfan út fjórár aukabækur, sem félagsmönnum er gefinn kostur á að kaupa við vægara verði en öðrum. Bækurnar eru þessar: Andvökur 3. bindi eftir Stephan G. Stephansson. Dr. Þórkell Jóhannesson sér um þessa útgáfu. Hefir þetta bindi að geyma kvæði Stephans úr 5. og 6. bindi gömlu útgáf- unnar af Andvökum. Þetta bindi er 610 bls. í allstóru broti. Heildarútgáfan af ljóð- um Stephans verður alls 4 bindi, og er því eitt eftir. Verð þessa bindis til félagsmanna er kr. 80 ób. kr. 110 í skinnlíki og kr., 140 í skinnbandi. Heimsbókmennlasaga, síðari hluti, eftir Kristmann Guð- mundsson, rithöfund. Fyrra bindi þessa rits kom út á síð- asta ári. Þetta bindi er 350 blaðsíður með fjölda mynda. 1 þessu bindi er fjallað um rússneskar bókmenntir, amer- ískar bókmenntir, Norður- landabókmenntir á 20. öld. Félagsverð þessa bindis er kr. 72 ób., kr. 100 í skinnlíki og kr. 130 í skinnbandi. Kristallar, tilvitnanir og snjallyrði, sem séra Gunnar Árnason hefir valið og safnað saman. Er þetta safn snjall- yrða úr ræðum og ritum, er- lendum og innlendum. Félags- verð bókarinnar er kr. 65 ób., kr. 90 í bandi. The Thousand Years Slruggle Against Ice and Fire. Þetta eru tveir fyrirlestrar, sem dr. Sigurður Þórarinsson flutti við Lundúnaháskóla árið 1952. Hefir þessa rits verið getið áður hér í blaðinu að nokkru. Þykir hér um hið merkasta rit að ræða, og má þar til nefna, að tveir háskólar, Oslóarháskóli og Stokkhólms- háskóli, hafa gert bókina að skyldulesningu í landafræði- deildum sínum. Ritið er jafn- framt því að vera vísindalegt hinn skemmtilegasti lestur og er sérstaklega vel til .þess fallið að senda sem gjöf til erlendra manna er fræðast vilja um ísland. Verð er kr. 28 ób. Eldri bækur á lágu verði Þess má að lokum geta, að bókaútgáfan gefur mönnum kost á að eignast ýmsar fyrri útgáfubækur sínar og býður hagkvæma afborgunarskil- mála. Á s.l. 16 árum hefir út- gáfan sent frá sér 83 félags- bækur, en auk þess um 60 aukabækur. — Kynningarritið Facts about Island eftir ólaf Hansson hefir komið út í 5 útgáfum um 34 þúsund ein- tökum. —VÍSIR, 24. nóv. Kæra, gmala Manif-oba, hvað hefur þú ekki? Þú hefur fossana, sem fram- leiða bæði afl og ljós. Þú hefur óteljandi vötn og ár með mergð fiskjar. Þú hefur eitt bezta loðskinna-veiðipláss í heimi, og fugla og dýraveiði. Olíu og skóga, gnægð timburs. Þú hefur beztu sjálfgerða höfn af náttúrunni í heimi. Auðugar námur, þar á meðal nikkelnámur, sem sagð- ar eru auðugastar í heimi. Þá hefur þú frjósamt land, þar sem allt grær sem vaxið getur í loftslagi 52° norður- breiddar. Þá hefur þú, Manitobafylki, úrvals fólk að dugnaði, fram- sýni og þrifnaði. Traustar konur og menn, sem hafa sonu og dætur, sem buðu sig fram í Evrópu í stríðunum tveimur, 1914 og 1939, til að iáta líf sitt, ef svo vildi fyrir sitt kæra Canada, og Évrópu- lönd, frelsi þeirra og velmeg- un, sem þeir og gerðu; mikill fjöldi þessa unga fólks hvílir nú undir grænni torfu í vel hirtum reit í Evrópu. Foreldar þessa fólks, sem í mörgum tilfellum hafa misst ellistoð sína, komið yfir sjö- tugs aldur og ekki vinnufært lengur, eftir að hafa opnað troðninga langt inn í óbyggð- ir, yfir 100 mílur í mörgum tilfellum, og brúað læki og leitað uppi vöð á stórám og höggvið brautir að þeim fyrir seinni innflytjendur, hreinsað bæði hrísvið og stærri skóga, plægt og ræktað, sem væri einungis grasslétta, byggt risuleg hús og aðrar bygging- ar. í stuttu máli, breytt villtu landi í blómlega byggð. Þetta sama fólk lifir nú við nöglskorinn skamt, með gigt í limum ,bogið bak, brákaðar og sárar axlir. Er það ekki bæði skömm og vansæmd fyrir Manitoba að halda ofangreindu fólki við lægri kost í Manitoba en í öllum öðrum fylkjum Canada með öll sín feikna auðæfi? Það allra minnsta sem hægt er að lifa á sómasamlegu lífi er $25.00 í viðbót við $40.00 Ottawa-styrkinn með því*há- prísaverði, sem nú á sér stað. Við skulum taka t. d. hjón yfir 70 eða 80 ára gömul. Þau fá ekki viðunandi íbúð fyrir minna en $40.00 á mánuði, þá eru eftir $40.00 til að kaupa sex forsvaranlegar máltíðir á dag, eða 180 máltíðir á mán- uði. Það er ekki hægi, segjum ekkert um smærri kostnað, svo sem þvott, hárskurð og endalausar smáþarfir. Þegar ég hugsa um þetta ástand og leita svars við hinni upphaflegu spurningu, þá dettur mér í hug saga af Gyð- ing, sem var að selja fisk í To ihe laie Mrs. M. O. (Inga) Magnússon and ihe Magnússon Family We see her “Inga” a happy healthy little girl, near Hallson, North Dakota, where she grew up and played. Went to school with other little girls and boys, until she was big enough and strong enough to go to work. In those days, girls wages were from $8.00 to $10.00 per month, and many a young girl got only $5.00 per month to start with. After marriage to Mr. M. O. Magnús son, who also grew up in the same district, they together started homemaking, first in Dakota, then shortly moved to Wynyard, Saskatchewan. Here they went through all the hardships of a pioneer homesteader, frozen crops and other hazards. But together they battled their way to suc- cess. Raised a fine family and made friends of everyone who knew them. I can truly say that my wife and I never met up with more sincere and genuine friendship and hospi- tality than at the Magnússon’s and this applied to all the Magnússon family, Óli and his wife as well as Jón, who was called away so young and Dóra, both of whom then lived with their parents. M. O. M. and Inga being more in line of my travels, I called there often and never could I get away without stopping a while for a little friendly visit and the usual good coffee. I well remember one time, I came there and did not intend to stop, for I was rather in a borg nokkurri. Hann hafði gamlan asna til að draga ækið, og þunga svipu í hönd, sem féll á sáran asnaskrokkinn í hvert skipti og asninn hægði á sér. Úti fyrir húsdyrum sín- um stóð hjartagóð kona, sem horfði á Gyðinginn misbjóða skepnunni, kallaði til hans og sagði: „Ó, maður, hefur þú virkilega enga meðlíðun.“ Þá kom svarið: „Nei, ekkert nema tulibee.“ Kæra Manitoba, hvað hefur þú ekki? J. A. Vopni hurry and more so when I seen Inga was in the middle of washing clothes. There were no power washers them days, first it was the old washboard, where it took plenty of elbow grease to rub the clothes, then came the hand powered wash machine. M. O. M. was in the yard at this time and both of them jointly went after me to stop Jfor coffee. So stop I did. They were always cheerful regardless of what the situa- tion was, and I doubt if many couples have made such happy success of their mar- riage. Inga loved music, but had little chance for music lessons when young. When the wife and I came to White Rock and found that Magnús and Inga were near, there to we soon made contact and many a happy visit we had with them there. Now Inga as well as my wife has passed on. She has crossed the border in to what we are told, and which we beleive, is a better world: where there is no more pain, sorrow or grief of any kind. That border we will all cross — when the time comes. We can all say “Farewell Good Friend, You are gone but not Forgotten.” —M. G. G. — Hvers vegna varstu lát- inn sitja eftir í skólanum í dag, Pétur minn? — Kennslukonan spurði okkur, hvað væri synd og ég rétti upp hendina og sagði, að það væri synd að láta lítil börn sitja inni í góðu veðri. A SHORT TRIBUTE Gætið peninga yðar vandlega Peningar yðar eru í öruggri geymslu í Royal-bankanum; þar er ekki unt að stela þeim þar og þér getið ávalt fengið þá, er þér þarfnist þeirra. Byrjið að leggja inn peninga og gerið það reglubundið á hverri viku; þér getið byrjað sparisjóðsreikning með eins dollars innlagi. Hefjist handa um þetta nú þegar. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert útibú nýtur trygginga allra elgna bankans, sem nema yfir $2,675,000,000.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.