Lögberg - 17.01.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.01.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JANÚAR 1957 Úr borg og bygð PICTURES from ICELAND The Women’s Association of the First Lutheran Church will observe their 26th birth- day by holding an open meet- ing, Thursday Jan. 24, at 8.15 p.m. in the lower audi- torium of the church. Main features of the meet- ing will be the showing of colored pictures from Ice- land by Miss Helen Josephson, taken on her travels last summer. Come and bring your friends. Lunch will be served to all. Collection taken. ☆ Til kaupenda Lögbergs Til þess að komast hjá að senda út reikninga biðjum við kaupendur að athuga nafn- miðann á blaði sínu. Ef á hann er prentað jan. 57, þá hefir verið greitt fyrir blaðið fram að þeim tíma, en ekki fyrir árið, sem nú fer í hönd, en ársgjaldið á að borgast fyrir- fram. Ef ártalið er 56 eða 55» þá er kaupandinn í skuld við blaðið, sem við væntum að hann greiði sem fyrst. Með þökk fyrir liðna árið og innilegar nýársóskir. —I. J. ☆ Barnasamkoma í Los Angeles Hinn 31. des. s.l. höfðu hinar ungu íslenzku konur hér jóla- trés-samkomu í Danish Audi- torium á 24. stræti; þar voru á milli 60—70 börn ásamt for- eldrum sínum og vandamönn- um. Þar var St. Claus með gjafir og góðgæti handa öllum börnunum, og hópurinn var án efa fallegur. Konur, sem fyrir þessu stóðu voru Ragna Cooper, Guðlaug Bernard og Ingunn Freeberg. Sennilega er þetta í fyrsta skipti sem slík samkoma hefir farið fram hér í Suður-Californíu — og er það góð viðleitni til þess að halda hópinn og vernda hinn íslenzkan arf. S. G. Bjarnason ÞRÍTUGASTA OG ATTUNDA ÁRSÞING Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 18., 19. og 20. febrúar 1957. ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslur deilda 7. Kosning allsherjarnefndar 8. Skýrslur milliþinganefnda 9. Útbreiðslumál 10. Fjármál 11. Fræðslumál / 12. Samvinnumál 13. Útgáfumál 14. Kosning embættismanna 15. Ný mál 16. Ólokin störf og þingslit. Þingið verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 18. febr., og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu efnir Frón til síns árlega miðsvetyarmóts. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu verður samkoma undir stjórn The Icelandic Canadian Club. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir" hádegið þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðalfélagsins. Winnipeg, Man., 16. janúar 1957 1 umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, VALDIMAR J. EYLANDS, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. r Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heights — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, January 20th: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 20. jan. Ensk messá kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa yngra fólks, kl. 7 síðdegis. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Mr. Elías Elíasson trésmíða- meistari frá Vancouver, hélt heimleiðis síðastliðinn föstu- dag frá útför konu sinnar, sem gerð var frá lútersku kirkj- unni í Árborg daginn áður. ☆ Veitið athygli auglýsingu G. Finnbogasonar á öðrum stað á blaðsíðunni. Fylkisþingmaður látinn Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, lézt á sjúkrahúsi í Morden Hugh B. Morrison 63 ára að aldri, fylkisþingmaður í Manitoba síðan 1936. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðan um þinglok í fyrra. Mr. Morrison sat á þingi fyrir hönd íhaldsflokks- ins; hann var gildur bóndi, er átt hafði ævilangt heima í, Kaleida-héraðinu. Mr. Morri- son var nýtur maður á þingi, er ógjarna vildi vera hafður í taumi; hann var í hópi þeirra tiltölulega fáu þingmanna, er börðust, að vísu árangurslaust, fyrir því, að fylkisstjórnin hækkaði lífeyri hinna öldruðu þjóðfélagsþegna, eða ellistyrk- inn svokallaða; hvort auka- kosning fer fram í kjördæmi hins látna þingmanns er enn eigi vitað. KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI Gamlórskvöld Meðan árið 1956 var að líða í aldanna skaut, komu saman um 100 manns, íslendingar og vinir þeirra, í “Scullies” mat- söluhúsinu á Crenshaw Blvd. í Los Angeles. Félag ungra íslenzkra kvenna stóð fyrir mannfagnaði þessum, með Ólafíu Dodge í fararbroddi. Hér munu nú vera um 40 konur frá íslandi giftar amer- ískum mönnum — hafa sumir þessara manna dvalið lengi á íslandi, sumir árum saman, og eru yfirleitt ágætis menn, og taka drjúgan þátt í íslenzk- um félagsskap hér. — Þessar ungu konur hafa reglulega Tveggja víðfrægra . . . Framhald af bls. 5 málarinn, sem er kominn í 25. lið af Þorfinni karlsefni, hall- aði sér upp að dyrastaf bæjar Eiríks, varð honum hugsað um hinn undarlega leik for- laganna, að senda hann þang- að. Hann gekk oft að rústum kirkjunnar, sem Þjóðhildur kona Eiríks lét reisa. Fanst honum steinarnir tala á þess- um söguríka stað og fortíðin og nútíðin renna saman í eitt. Víst munu myndir lista- mannsins varpa skýrara ljósi yfir þessa löngu liðnu atburði og þær munu vekja athygli og áhuga á landfundum forn- Islendinga. Emile Walters er með þessu að inna af hendi mikið og merkilegt þjóð- ræknisstarf. Bandaríkjaflugherinn á Grænlandi aðstoðaði málar- ann á margan hátt, flutti hann flugleiðis um 8000 mílur alls; það var torsótt að komast á suma sögustaðina. — Þeir tóku og myndir af málverk- unum, sem geymdar eru nú í þjóðskjalasafninu í Wash.- ington. Þorbjörg spákona í sögu Eiríks rauða mælti við Guð- ríði formóður Emile Walters: „Vegir þínir liggja út til ís- lands og mun þar koma frá þér mikil ætt og góð og yfir þínum kynslóðum skína bjart- ari geislar en ek hafa megin til að geta slíkt vandliga sét.“ — Þykir þessi spádómur hafa ræzt. í Los Angeles fundi, enda þótt þær séu dreifðar milli fjalls og fjöru og sín í hvorri áttinni. Þarna var margt til skemmtunar; t. d. var Robin Garrett með harmoniku sína, og er hann jafnvígur á píanóið og hina íslenzku söngva, enda var óspart sungið og dansað. — Eftir áramótin voru fram- reiddar ágætar veitingar og dansað var til kl. 2 um nótt- ina. Þarna voru frá Islandi Birgir Kristinsson, Lóa Gunn- laus, Svava Sigmunds, og 4 ungar konur nýlega komnar hingað ásamt mönnum sínum, William og Sjöfn Duprees, María og William Cray; frá San Diego John og Elvi Partee og Edda og Harvey Berger, éru þær systur. Þarna var Steindór Jón Guðmunds, flug- maður frá San Diego, er hann sonur Steindórs og frú Þór- dísar Ottenson Guðmunds í Berkeley, Calif., er hann svo af ber glæsilegur maður. Þetta var mjög ánægjuleg samkoma og góð byrjun á hinu nýja ári. ----0---- S.l. sumar voru gefin saman í hjónaband í Las Vegas þau Hreiðar Haraldsson og Halla Hallgrímsdóttir, bæði frá Reykjavík. — 12. Október s.l. Edward Bredwell frá Toronto, Canada ' og María Þorvalds- dóttir frá Hafnarfirði, í Las Vegas. Hinn 9. des. s.l. Sven Aage Larsen og Inga Þor- steinsdóttir, sömuleiðis í Las Vegas; heimili allra þessara hjóna er í Los Aengeles. Skúli G. Bjarnason INCOME TAX SERVICE 15 years experience with Federal Tax Department Tax Relurns Prepared for Farmers, Businessmen and individuals with special problems. Reasonable Rales Contact: G. Finnbogason 907 Goulding St. Winnipeg 10 Phone SP 2-5657 Qadandk ^anadian £lub Banquet and Dance ON FRIDAY, JANUARY 18, AT 7.00 P.M. In the Blue Room of Morlborough Hotel Guest Speaker—Mr. G. S. THORVALDSON, Q.C. MUSICAL ITEMS Dancing to Jimmy Gowler's Orchestra commencing at 9.00 p.m. CARD PLAYING TICKETS FOR DINNER AND DANCE $2.50 FOR DANCE ONLY $1.00 Tickets con be obtaincd ot the door or (rom Miss S. Eydal, Ste. 19 Vinborg Apts.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.