Lögberg - 24.01.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.01.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1957 7 KRISTMANN GUÐMUNDSSON skriíar um bók Valfrýs Stefónssonar VALTÝR Stefánsson hefur nú um langt skeið verið kunnasti og vinsælasti blaða- maður þessa lands. Jafnvel svæsnustu andstæðingar hans í stjórnmálum draga ekki í efa yfirburði hans í blaða- mennsku. Og á einu sviði blaðamennskunnar, því list- rænasta, hefir hann stigið feti framar en allflestir starfsfé- lagar hans á Norðurlöndum: Blaðaviðtöl hans 'eru svo góð, að einstætt má heita. Þar hefir aðeins Christian Houmark, hinn frægi danski blaðamaður staðið honum á sporði, en ekki framar! Nú mega menn ekki rugla saman blaðaviðtölum, sem er glæsilegasta íþrótt og sérgrein blaðamennskunnar, — og greinum um menn, þar sem samtalsformið er að nokkru notað. Hér er aðeins rætt um hið fyrrnefnda fyrirbæri! Mörg af blaðaviðtölum Val- týs Stefánssonar birtust upp- runalega í Lesbók Morgun- blaðsins og voru þá lesin af alþjóð. Þóttu þau hið mesta hnossgæti, fróðleg og skemmti leg, og urðu margir lesendur til að safna þeim Lesbókar- blöðum, er þau birtust í. Heyrðust ýmsar raddir um að gaman væri að eiga þau í bók, og nú er þar komið að Bók- fellsútgáfan hefur safnað þeim saman í skrautlega þók og smekklega, sem vel hefur verið vandað til að öllu leyti. Nefnist hún „Þau gerðu garð- inn frægan" og hefur hún að geyma þrjátíu og fimm við- töl við þekkta menn og konur. Bókin hefst á stuttum for- mála höfundarins og segir hann þar m. a.: „Aldrei hvarflaði það að mér hér á árum áður, um það leyti er ég festi á pappír í mesta flýti viðtöl þau við mæta menn og konur, að þau mundu birtast á prenti í ann- að sinn, því ég taldi, að þau mundu vera hið mesta flaust- ursverk, er búast mætti við að mundu fljótlega lenda í pappírskörfum m a n n a. — Sennilega hefði mátt vanda betur hinn endanlega frágang greinanna frá því sem nú er, en þá var hætt við að viðtölin hefðu fengið annan svip en þann upprunalega og misst nokkuð af hinum ferska blæ samtalanna“. Það er einmitt hinn ferski blær samtalsins sem gerir við- töl Valtýs svo minnisstæð. Hann kann þann galdur að láta persónurnar, sem rætt er við eða um, birtast í fáorðu mæltu máli, og hann kann að spyrja þannig, að spurningin kveiki neista í þeim, sem spurður er. Þá þekkir hann einnig og hagnýtir sér til hlít- ar þá grundvallarreglu góðrar blaðamennsku, að vera stutt- orður og gagnorður. Valtýr þreytir aldrei lesandann; hann hirðir það sem máli skiptir og gæðir það lífi; greinar hans eru ávallt stuttar,- en litríkar og vekjandi. Fyrsta greinin í bókinni nefnist: „Á jólum hjá Jóni Sigurðssyni" og er viðtal við Indriða Einarsson. Það er líkt og lesandanum opnist snögg og heillandi sýn aftur í ní- tjándu öld. Hann er gestur á heimili forsetans, í harðfisk- boði og jólaveizlu; húsráðend- um bregður fyrir og gestum þeirra, fólki sem þjóðin minn- ist. Tjald gullinnar móðu er dregið. frá og myndirnar birt- ast skýrt og snöggt, en þó enginn asi á neinu. Svo er við- talinu lokið, en lesandinn er ríkari en áður. — „Frá heimili Gríms Thomsens" er önnur slík sýn gegnum móðu tímans. Þar segir frú Sigrún Bjarna- son frá og viðtalið allt er gert af snilld. Við þekkjum Grím persónulega eftir lestur þess. — Næst tengir Bjarni Jónsson vígslubiskup saman nítjándu og tuttugustu öld í greininni: „Nokkrir dagar úr lífi mínu". Það er líf og hraði í því við- tali; höfundurinn fær séra Bjarna til að birtast! — „Kvöldstund með Boga Ólafs- sylii yfirkennara" er líka hress og skemmtileg aflestrar. — Þá eru „Nokkrar endurminn- ingar Ásgríms Jónssonar mál- ara" forkunnargóð grein, þar sem miklu efni er þjappað saman í stutta, fjöruga frá- sögn. „Skáldið og heimilisfaðirinn Þorsteinn Erlingsson" er við- tal við frú Guðrúnu J. Erlings. Þar fáum við að skyggnast inn í einkalíf þessa vinsæla og vel- kunnandi skálds. Sú kynning er allt annað en leiðinleg. — Því næst þittum við „Gunnar B. Björnsson ritstjóra", sem „Hafði gaman af að skrifa og keypti því blað". — Fimmtíu ára leikstarfsemi" er viðtal við Gunnþórunni Halldórs- dóttur. fróðlegt, stutt og skýrt. —Þá er viðtal við Ágúst bónda í Birtingaholti: „Með fyrsta hestvagn á Suðurlandi". Er það ein af lengstu greinunum og vildu þó flestir hafa haft það lengra. Gamli maðurinn kemur þarna á móts við okk- ur áttatíu og fimm ára gamall og hefur margs að minnaast. Hann var bændahöfðingi og ævisaga og héraðssaga vefast saman í lifandi, ljóst dregna heildarmynd. „Það er skemmtilegt að vera biskup" segir Jón Helgason. Hjá honum staldrar höfundur við nokkuð lengur en vani hans er og kynnir lesandan- um þennan lærða mann og margfróða biskup. — Næst er heimsókn til Halldórs Kiljan Laxness: „Hún amma mín það sagði mér", greinagott viðtal við nóbelsverðlaunaskáldið, sem síðar varð. — „Heimsókn hjá Jóhannesi Nordal — ní- raeðum", er hress og fróðleg grein um æviferil þessa merkismanns. — „Mikið ert þú búinn að basla, Sófanías", er viðtal við Sófanías Þorkels- son", — athyglisverð frásögn íslendings úr Vesturheimi. — „Frá Bólu-Hjálmari" segir dóttursonur hans: Þórarinn Þórarinsson. Þetta er eitt af fróðlegustu viðtölunum, — viðtal við mann, sem ólst upp hjá skáldinu í Bólu og „man hann eins og kristindóminn“. Lesandinn er um stund gestur Hjálmars og kynnist honum býsna náið. Það rifar í tjaldið gullna og atvik horfins tíma líða hjá. „F r a m t í ð íslenzkra tón- smíða byggist á anda þjóðlag- anna. segir Páll ísólfsson". Þetta er stutt og skýrt ævi- ágrip Páls. — Þá er frásögn Jónasar Eyvindssonar síma- verkstjóra: „Það er ekki ónýt- ur á þér hausinn", — fróðleg grein. — „Lalían varð mín drottning", segir Friðrik Frið- riksson og spjallar skemmti- lega um æskuár sín. — Óskar Halldórsson útgerðarmaður segir frá ýmsu, er fyrir hann bar: „í lífsins ólgusjó" heitir viðtalið við hann. — Dóttir Hilmars Finsen landshöfð- ingja, Anna Hilma Klöcker, rekur „Bernskuminningar stiflamtmannsdóiturinnar". Það er engan veginn ófróðlegt að kynnast henni, hún hefur frá.mörgu að segja. — Þá er „Fyrsii fornbóksalinn", Krist- ján Kristjánsson, hunangskarl sem margir minnast; hér leys- ir hann frá skjóðunni um ævi sína og starf. — Valgerður Benedikisson segir frá mörgu um líf og skáldskap Einars Benediktssonar: „K v æ ð i n hans eru engum lorskilin, sem vilja hlusta á hann". Þetta er mjög athyglisvert og snjallt viðtal. — „í heimsókn hjá Eyjólfi „Lands-höfðingja" er viðtal við Eyjólf Guðmunds- son bónda í Hvammi í Lands- sveit — fróðlegt og gott. Björn P. Kalmann ræðir um föður sinn „Pál Ólafsson skáld", skemmtileg grein og fró.ðleg um góðskáldið. — Þá er fjörugt viðtal við sjötugan söngmann, Gísla Guðmunds- son: „Þá tók undir í Vestur- bænum". — „Eini júbílprestur landsins" er frásögn séra Ólafs Magnússonar prófasts í Arnarbæli, um störf á langri ævi. Stuttort og gagnort við- tal. — Áttræður steinsmiður, Magnús G. Guðnason, segir frá því er „Hann sá Jón Sig- urðsson í forsetasióli". — Þá er enn „Heimsókn hjá séra Bjarna Jónssyni" á sextugs- afmæli hans. — „Búðardreng- urinn á Borðeyri" nefnist við- til við Thor Jensen, er segir frá komu sinni hingað til lands og búðarstarfi á Borð- eyri. — Þá er stórfróðlegt við- tal við Sveinbjörn Egilsson: „Hann fór um öll heimshöf". — Friðbjörn Aðalsteinsson segir sögu loftskeytanna í stuttu en skýru máli. Frá heimsókn Jóns Sveins- sonar árið 1930 er viðtal við hann, sem nefnist: „Þegar „Nonni" sagði frá ritstörfum .sínum og fyrirlestrarferðum". — Þá eru „molar“ frá einni næturstund með Tómasi Guð- mundssyni: „Svo kvað Tómas" skemmtilegt rabb við stór- skáldið. — Og loks er viðtal við Jóhann Kristmundsson, frásögn mannsins, sem . var „Fjóra sólarhringa í snjóflóði" í GoðdaL í Bjarnarfirði á Ströndum, Hann segir þarna hina átakanlegu harmsögu, er hann komst einn lífs af úr hinu mikla flóði, eftir að hafa hlustað á örvæntingarvein lítillar dóttur sinnar, sem andaðist undir rústum bæjar- ins, ásamt þremur öðrum ástvinum hans. Bók Valtýs Stefánssonar kemur víða við og er ótrúlega efnisrík. Hún tengir saman fortíð og nútíð og beinir kast- ljósum til margra átta. Þar er fjöld fræða birt í fáum orðum, af lipurð og leikni. Hófsemi höf. er aðdáunarverð, og hvergi lætur hann á sjálfum sér bera; lesandarin grunar að- eins góðlátlegt kímnisbros hans við og við. Það er at- hyglisvert, að hvergi er svo mikið sem eitt orð ritað af meinfýsni, en aftur á móti gnægð skilnings og samúðar. Mætti það verða öllum skrif- andi mönnum fyrirmynd. —Mbl., 18. des. Wedding Announcement The Lutheran church of Arborg was the scene of a double ring wedding cere- mony, November 17th at 3 p.m., when Irene Marchuk, daughter of Mr. and Mrs. William Marchuk of Jaraslaw became the bride of Barney Sigvaldason, son of Mr. and Mrs. S. I. Sigvaldason of Arborg. Dr. J. Fullmer of Gimli officiated. Mrs. Magnea Sigurdson was organist, and soloist was Mrs., Alice Guð- mundson. The bride given in marriage by her father, car- ried the Bible. Maid of honor was Florence Marchuk. Bridesmaids were Mary Huk and Lillian Marchuk. Little Angela Marchuk was flower girl for her sister. Guests were ushered by Ingi Sigvaldason and Bill Chopek. Best men were Júníus Fridfinson, Óli Sigurdson and Lloyd Sig- valdason. A reception was héld in Ar- borg Community Hall, where a large number of relatives and friend’s gathered to have an enjoyable time with the young couple. Mr. and Mrs. Sigvaldason will make their home in Arborg. Innköllunarmenn Lögbergs Einarson, Mr. M. Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S Arborg, Manitoba « Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba ;Z Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba | Arnason, Mr. R. . Elfros, Saskatchewan « Box 94 Leslie, Saskatchewan : Mozart, Saskatchewan ,:j Foam Lake, Sask. • Wynyard, Sask. í Gislason, G. F. . Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. | Thorsteinsson, Mrs. Kristín ..Gimli, Manitoba !; 74 — First Ave., Gimli, Man. Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Man. í Winnipeg Beach, Man. ; | Oleson, Mr. G. J. . Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. i; Lindal, Mr. D. J ..Lundar, Manitoba Lyngdaí, Mr. F. O j 5252 Windsor St. i; Vancouver, B.C. ..Vancouver 15, B.C. | Middal, J. J i 6522 Dibble N.W. Seattle 7, Wash., U.S.A. ..Seattle, Wash., U.S.A. | | Myrdal, S. J ..Point Roberts, $ | Box 27 Wash., U.S.A. | Simonarson, Mr. A ..Blaine, Washington | Box 33 i; R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. ö Valdimarson, Mr.. J .. Langruth, Manitoba » Langruth, Man. Westbourne, Man. « Grimson, H. B. 15555555555555555555555555555555555555555Í Mountain, N. Dakota :

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.