Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising dry yeast In Yt Lb. Tlns Makes the Flnest Bread Available at Your Favorlte Grocer 70- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1957 SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Yt Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Tonr Favorite Grocer NÚMER 6 Hamingjustundir á hættuslóðum Robert C. Rurark, höfundur ofannefndrar bókar, hefur verið einskonar Björn J. Blön- enskumælandi manna. Hann hefur skrifað fastan þátt 1 helzta veiðimannatímarit þeirra, “Field and Stream,” — en það tímarit er mörgum ^unnugt hér á landi, og nefn- þátturinn: „Gamli maður- mn og drengurinn". Afi gamli ^ekur sonarson sinn ungan með sér á veiðar í ám og fljót- Ultl, um merkur og skóga; ennir honum að þekkja dýr e§ fiska, eðli þeirra og sér- enni, og þó fyrst og fremst meta fegurð náttúrunnar e§ komast í sem nánast sam- and við hana. „Menn eiga að Pegja, horfa og hlusta, þegar Þeir eru á ferli út í náttúr- unni“, segir gamli maðurinn. yrir þætti þessa hefur urark löngu hlotið heims- raegð meðal veiðimanna, og nrval þeirra hefir verið gefið í bókarformi hvað eftir °nnað. Eru þeir taldir í senn em bezta tilsögn í hvers konar Veiðimennsku og fegursta lof- Sjorð nútíma mannsins til úti- ^sins og hinnar ósnortnu nattúru. í hitteðfyrra dvaldist Robert urak um skeið á slóðum ao-Mao-manna, og reit bók um þá hreyfingu, sem varð metsÖlubók í Bandaríkj unum °§ kjörin „bók mánaðarins“. ^annes J. Lindal •ótinn Á miðvikudaginn 30. janúar Slðastliðinn lézt að heimili "Jnu Santa Monica, California, annes J. Lindal fésýslumað- Ur 72 ára að aldri, hæfileika- maður hinn mesti og drengur goður; hann kom kornungur 7' þessa lands af íslandi; hann ^ofnaði kornsölufélagið The °rth West Commission umpany Limited í samstarfi Vl Heter heitinn Anderson, en Sl ar kom hann á fót timbur- ^erzlun °g byggingariðnaði í oronto í félagi við son sinn; konu sinnar, Sigrúnar frá ,rnes> Man., lætur hann eftir ^g tvær dætur, Pearl og ^iolet, búsettar í Santa °nica, og tvo sonu, Hannes í °nta Monica og Gaylord í °ronto; einnig lifa hann tvö ystkini, Walter J. Lindal domari Guð r Winnipeg og frú ^ash111 ^agnusson 1 Seattle, í*essa merka samferða- . anns verður vafalaust nánar lnst við fyrstu hentugleika. Kunnur bandarískur rit- dómari hefur sagt um R. C. Rurak, að hann væri „rödd hrópandans í eyðimörk atóm- aldarinnar; spámaðurinn, sem benda vildi þjóð sinni út yfir frumskóga malbiks og stein- steypu, úr trylltum hávaða jazzins og vélagnýsins, að frið- sælum átthögum uppruna síns við blikandi fljót og í þöglum lundum, — því umhverfi, þar sem maðurinn er maður í nánu sambandi við sól og ský, gróður og dýr“. —VISIR, 22. des. „ÆSKAN" minnisi dr. Sigurðar Júlíusar Jóh annessonar Jólablað barnablaðsins „Æskunnar“, sem Stórstúka Góðtemplarareglunnar á Is- landi gefur út í Reykjavík, var í ár að eigi litlu leyti helg- að minningu dr. Sigurðar J. Jóhannessonar skálds, en hann var, eins og kunnugt er, á sín- um tíma einn af aðalstofnend- um þessa elzta íslenzka barna- blaðs og fyrsti ritstjóri þess. Flytur jólablaðið minning- argrein um skáldið eftir dr. Richard Beck, er samin var að sérstakri beiðni ritstjórnar- innar, og eftjrfarandi greinar og sögur eftir Sigurð: „Ég elska“, „Jólagestur barnanna“ og „Óli“. Einnig birtir blaðið ágæta mynd af skáldinu frá fyrri árum hans. „Æskan“ er útbreiddasta barnablað landsins, en rit- stjórn hennar skipa þeir Ólafur Haukur Árnason, Stykkishólmi, Grímur Engil- berts og Helgi Tryggvason, báðir hinir síðarnefndu úr Reykjavík. Maður af íslenzkum ættum í virðingarstöðu Um nýárið núna varð Helgi Loptson kaupmaður í Foam Lake, bæjarstjóri í Foam Lake. Hann mun vera fyrsti maður af íslenzkum ættum, er þeirri stöðu gegnir hér. Helgi Loptson kom frá Churchbridge til Foam Lake 1936 og setti þá upp verzlun á eigin reikning og hefir stund- að það síðan. Nokkrum árum seinna komu foreldrar Helga einnig frá Churchbridge, Mr. og Mrs. Hjálmur Loptson, og Mr. Loptkon, sem er reyndur verzlunarmaður bæði í banka og viðarsölu, gekk í verzlun ina með syni sínum. Þeir stunda það báðir enn og gengur prýðilega, að því er virðist. R. K. G. S. Afmæli forsætisróðherrans Rt. Hon. Louis St. Laurent Síðastliðinn föstudag átti forsætisráðherrann í Canada Rt. Hon. Louis St. Laurent 75 ára aldursafmæli og var hann þá hyltur í þinginu af öllum stjórnmálaflokkunum. Daginn eftir var honum haldið virðu- legt og afarfjölment samsæti í Frontenac hótelinu í Quebec, þar sem saman voru komnir flokksbræður hans úr öllum fylkjum lands. Mr. St. Laurent nýtur á- gætrar heilsu og er staðráðinn í að leiða Libéralflokkinn til ákveðins sigurs í næstu sam- bandskosningum. Fjórsöfnun til Rauða krossins Hin árlega fjársöfnun í sjóð Rauða krossins canadiska hefst í næstkomandi marz- mánuði; ætlast er til að íbúar Manitobafylkis leggi fram $412,800 eða 6.65% af upphæð- inni, sem safna skal-yfir alt landið. Skerfur Manitoba verður $26,300 hærri en í fyrra. Kröfurnar, sem gerðar eru til Rauða krossins fara vax- andi ár frá ári utanlands sem innan, og sennilega hefir þörfin aldrei verið brýnni en einmitt nú. Ibúar Manitobafylkis leita jafnt og þétt til Rauða kross- ins um blóðgjafir, svo og þeg- ar áflæði eða eldsvoða ber að höndum; fræðslustarfsemi sú, er Rauði krossinn veitir, verð- ur ekki metin til peninga, því svo djúpt og alment grípur hún inn í velfarnan fylkisbúa í heild. Alls nemur sú upphæð, er að þessu sinni skal safna í landinu $6,207,277, en aukning- in verður 6.82% umfram söfn- unina 1956. Frans frá Assisi prédikar fyrir fuglum himinsins (Fioreiti þ. e. SMÁBLÓM heitir lítil bók, sem læri- sveinar Frans helga frá Assisi tóku saman eftir dauða hans. Eru það margar helgisögur úr lífi þessa einstæða manns og sumra fyrstu lærisveina hans, sem einnig eiga sér fáa líka. Bók þessi er enn í dag mest lesin allra bóka af kaþólskum mönnum, að De Imilalione Krisii (Um eftirbreytni við Krist) eftir Thomas eftir Thomas a Kempis einni undanskil- inni. Hér fer á eftir einn frægasti kapítulinn úr Fioretti): Hversu Frans helgi fékk það ráð af hálíu Klöru helgu og bróður Silveslrusi helga, að honum bæri að prédika iil þess að snúa mörgum með orði sínu, og írá því greint, að hann stofnaði hina þriðju reglu og prédikaði fyrir fuglunum og bauð svölunum að þegja. Ekki var langt liðið frá afturhvarfi Frans helga, hins auðmjúka Drottins þjóns, þegar hann hafði safnað að sér mörgum fylgjendum og tekið þá í reglu sína. En er hér var komið sögu, varð hann grip- inn þungum áhyggjum og var í hinum mesta vanda um, hvað hann ætti að hafast að. Ætti hann eingöngu að helga sig bæn og íhugun, eða ætti hann öðru hvoru að prédika jöfn- um höndum? Girntist hann mjög að vita Guðs vilja í þessu efni. En svo rík var hógværð hans, að honum var fyrir- munað að líta stórum augum á sjálfan sig eða bænir sínar, cg kaus hann því að komast að niðurstöðu um mál þetta fyrir tilstuðlun bæna annarra manna. Þess vegna kallaði hann Masseo bróður til sín og mælti til hans á þessa lund: „Far þú á fund Klöru systur og bjóð þú henni í nafni mínu, að hún ásamt sumum af fróm- ustu stallsystrum sínum biðji Guð þess af heitu hjarta, að honum þóknist að gjöra mér ljóst, hvort betra er, að ég fáist við að prédika, eða helgi mig algjörlega íhugun og bæn. Halt síðan til Sylvestrusar bróður og seg honum það sama.“ En þessi Sylvestrus var sami bróðirinn, sem eitt sinn •varð vitni að því á jarðvistar- dögum Frans helga, að úr munni hans kom kross úr skíru gulli, og var hann svo hár, að hann snerti himininn, og svo breiður, að hann náði til yztu endimarka jarðarinn- ar. En svo frómur og heilagur var bróðir Silvestrus, að hon- um veittist allt, sem hann bað Guð um, því að Drottinn heyrði bænir hans, og talaði hann oft við Guð augliti til auglitis. Þess vegna hafði Frans helgi mikla ást á honum í hjarta sínu. Bróðir Masseo fór nú leiðar sinnar, og samkvæmt fyrir- skipun Frans helga flutti hann systur Klöru fyrst boðskapinn en síðan bróður Silvestrusi. Og naumast hafði hann borizt honum til eyrna fyrr en hann féll á kné í bæn. Á helgistund- inni barst honum svar Guðs. Kom hann þá aftur á fund bróður Masseo og mælti á þessa leið: „Svo býður Guð, að þú mælir við bróður Frans: „Ekki hefir Drottinn kallað þig til reglulifnaðar aðeins sakir sjálfs þín, heldur til hins, að starf þitt beri mikinn ávöxt í sálum annarra og að margir frelsist fyrir þín áhrif.“ Að þessu svari fengnu hélt bróðir Masseo til Klöru helgu, til að .komast að raun um hvaða boð- skap hún hefði af Guði hlotið. Svaraði hún því-til, að sér og systrum sínum hefði gefizt nákvæmlega sama svarið og bróðir Silvestrus hefði fengið. Hvarf Masseo með þessa úr- lausn aftur á fund Frans helga. Fagnaði Frans helgi honum af miklu ástríki, þvoði fætur hans og bar honum miðdegisverð. Strax og bróðir Masseo hafði hafði lokið verði sínum, kallaði Frans helgi hann með sér út í skóginn. Þegar þang- að kom, féll hann á kné frammi fyrir honum, ýtti hettunni aftur á hnakka, krosslagði hendurnar á brjóst- inu og spurði hann: „Hvað býður Drottinn minn, Jesús Kristur, mér að gera?“ Bróðir Masseo svaraði: „Kristur hef- ir svarað bæði bróður Masseo, systur Klöru og hinum systr- unum, og opinberað þeim, að það er vilji hans, að þú skulir fara út í heiminn- og prédika, því að ekki hefir hann útvalið þig aðeins sakir sjálfs þín, heldur öllu frekar öðrum til Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.