Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1957 Fréttir fró starfsemi S. Þ. janúar 1957 SAMANLAGÐUR FISKAFLI HEIMSINS HEFUR AUKIST UM 40% SÍÐUSTU 7 ÁRIN Japan í broddi fylkingar sem fiskveiðaþjóð hvað fiskmagn snertir. — Danmörk hefur fjórfaldað fiskveiðar sínar síðan 1938 og vel það. Heildarfiskafli heimsins hefur aukizt rúm 40% síðan 1948, segir í “Yearbook of Fishery Statistics,” sem FAO, matvæla- og landbúnaðar- stofnun S. Þ. gefur út. Sam- kvæmt árbókinni var aflinn 27,7 miljónir smál. 1955 á móti 19,4 milj. smál. 1948. 1 þessari síðustu útgáfu ár- bókarinnar eru 72 hagfræði- legar töflur frá yfir 150 lönd- um og svæðum. Sundurliðuð yfirlit eru frá 73 löndum. Lönd þessi veiða samanlagt 75% af öllum fiskafla heims- ins. Japan er augljóslega í broddi fylkingar sem fisk- veiðaþjóð. Á árinu 1948 land- aði japanski fiskveiðaflotinn um 2.43 milj. smál. 1955 hafði tala þessi hækkað upp í 4,72 milj. smál. — eða 2 meira en Bandaríkin, næststærsta fisk- veiðaland heimsins, sem veiddi 2,68 milj. smál. fiskjar 1955 (í þessari töflu er inni- falinn afli Alaska). Sam- kvæmt opinberum hagskýrsl- um Sovétríkjanna verða þau 3. landið í röðinni með 2,5 milj. smálesta. Fiskveiðar Norðurlanda í árbókinni er vitnað í kín- verskar hagfræðilegar upp- lýsingar, sem bera með sér, að á árinu 1955 var landað 2 milj. smál. af fiski á ströndum Kína. Kína er því f jórða land- ið í röð hinna mestu fiskveiða- þjóða. Meðal landa með yfir 1 milj. smál. afla 1955 getur í árbókinni um Noreg (1.867.700) og Stóra-Bretland (1,099.700). Um Norðurlöndin eru í ár- bókinni eftirfarandi tölur í smálestum: Danmörk (án Grænlands) Færeyjar ísland Noregur Svíþjóð Nokkrar aðrar tölur frá Evrópu: Það eru ekki miklar breytingar á fiskveiðamagni Frakklands og Stóra-Bret- lands á árinu 1955 í saman- burði við 1938. Afli Frakk- lands 1955 var 522.700 smál. (1938: 530.000) og Stóra-Bret- lands 1.099.700 (1938:1.197.800). 1 báðum íöndum er því um að ræða nokkura afturför frá því fyrir stríð. Öðru vísi erum Vestur-Þýzkaland. Árið 1938 Afríka » N or ður-Amer íka Mið- og Suður-Ameríka Asía Evrópa Kyrrahafssvæðið Sovétríkin Rúmur helmingur farþega- flugvélanna, sem flugu yfir Norður-Atlantshafið síðastlið- ið sumar, varð fyrir ferða- truflunum, og bráðnauðsyn- legt er, að öll lönd, sem hafa vélar í áætlunarflugi yfir Atlantshafið, reyni í samein- ingu að ráða bót á þessu vandamáli eins fljótt og verða má. Að þessari niðurstöðu komst ICAO — stofnun S. Þ. um farþegaflug — að, að lokinni sérfræðingaráðstefnu á aðal- setri Alþjóðastofnunarinnar í Montreal. Sérfræðinganefnd- ina skipaði ráð ICAO (fram- kvæmdaráð stofnunarinnar) /1938 1948 1955 97.100 225.900 425.300 63.000 92.300 105.600 274.300 478.100 480.300 1.152.500 1.504.000 1.867.700 129.200 193.900 200.000 veiddu þýzkir fiskimenn (hér er meðtalið Austur-Þýzkaland og aðrir hlutaar landsins, eins og það var fyrir stríð) 776.500 smál. Þetta samsvarar hér um bil nákvæmlega því, sem veslur-þýzkir fiskimenn einir öfluðu 1955: 776.900 smál. Samanburður á aflatölu hverrar heimsálfu fyrir sig (Sovétríkin þó talin sérstak- lega) ber með sér eftirfarandi: 1938 1955 440.000 1.620.000 3.150.000 3.800.000 230.000 760.000 9.350.000 11.280.000 9.350.000 7.650.000 80.000 110.000 1.520.000 2.500.000 að tilhlutun ársfundar ICAO í Caracas, höfuðborg Venezuela, í jún 1956. Verkefni nefndar- innar hafa verið rannsóknir á því, hverjar endurbætur væru nauðsynlegar á sviði flugum- ferða næstu fimm árin. 84 flug á sólarhring yfir Norður-Atlantshaf Nefndin fullyrðir, að leiðin yfir NorðurAtlantshafið sé eigi aðeins langmest notaða flugleiðin yfir heimshöfin heldur yfirleitt ein allra fjöl- farnasta flugumferðaleiðin í heimi. Ár frá ári hefur tala farþegaflugferða aukizt á þessari leið. 1949 voru farnar 10.510 flugferðir aðra leiðina yfir Norður-Atlantshafið — (syðri leiðin um Azoreyjur— Bermuda ekki meðtalin, en flugtíðleiki þeirrar leiðar er um 20% af tölu flugferða nyrðri leiðarinnar), en tala þessi hefur hækkað eins og hér segir 5 árin þar á eftir: 10.615, 10.809, 12.890, 14.702 og 16.750. Á árinu 1955, en það er síðasta árið, sem skýrslur um flugferðir ná til, voru farnar 19.749 fliigferðir aðra leiðina yfir Norður-Atlantshaf (um syðri leiðina 1.805, eða samtals 21.554). Sé miðað við árið 1955 var meðaltal flugferða á norður- leiðinni yfir árið um 54 ferðir á sólarhring.^ Yfir þrjá mestu umferðamánuðina — júlí, á- gúst og september — var meðaltalið 70 flugferðir á sólarhring yfir Norður-Atlants hafið. Hagfræðilegar bráða- birgðaupplýsingar bera með sér, að tölur þessar hafa hækk- að um 20% á árinu 1956, og að meðaltalið greinda þrjá mánuði það ár var 84 ferðir yfir Norður-Atlantshafið á sólarhring. Til samanburðar skal upp- lýst, að yfir sumarmánuðina 1956 voru t. d. aðeins farnar 20 flugferðir á sólarhring á alþjóðaflugleiðunum yfir Kyrrahafið frá Bandaríkjun- um til Honolulu og 7 ferðir á dag til Japan. Sérfræðingar álíta sennilegt, að fjölgun flug ferða um Norður-Atlantshafið haldi áfram að minnsta kosti næstu árin, og áætla 120—130 flugferðir á dag árið 1959. Margar áæilunarvélar án úivarpssambands Eins og sagt var áður, hafa rannsóknir nefndarinnar leitt í ljós, að yfir helmingur áætl- unarflugvélanna, sem flugu Norður-Atlantshafið síðast- liðið sumar, urðu fyrir erfið- leikum á einn eða annan hátt, ,sem ekki snertu flugvélarnar sjálfar, en skýra má í fæstum orðum með óviðráðanlegu annríki ílugþjónuslunnar á þessar leið. 40% flugvélanna gátu ekki fengið leyfi til flugs í þeirri hæð, sem óskað var, eða urðu að breyta áætlunum sínum eftir að farið var af stað vegna nýrra fyrirmæla flugþjónust- unnar á jörðinni. 20% af vél- unum seinkaði af því, að þær urðu að bíða eftir leyfi flug- vallanna til brottferðar. Bið- tími fjórða hluta vélanna, sem seinkaði vegna þrengsla á flugvöllum, varð að meðaltali stundarfjórðungur. AÍvarlegs eðlis eru upplýs- ingarnar um, að 15% af þeim áætlunarflugvélum, sem vegna lofttruflana voru án sambands við útvarpsstöðvar á jörðinni, hafa verið sam- bandslausar 1—2 klukku- stundir. Vegna þessarar vönt- unar á útvarpssambandi var á tímabilinu frá júní til ágúst 1956 44 sinnum gefið slysa- og leitarmerki á Gander-flug- velli. Ekkert var þó að vélun- um, en merkin eru ævinlega gefin, þegar flugvél hefir ver- ið án sambands við eftirlits- þjónustuna á jörðinni um á- kveðinn tíma. Nóttina milli 10. og 11. nóvember voru slík merki gefin 14 sinnum á Gander-flugvelli. ICAOnefnd- in bendir í þessu sambandi á þau áhrif, sem „fölsku“ slysa- merkin hafi á björgunar- mennina, og þann óþarfa kostnað, sem af þeim leiði. Tillaga sérfræðinganna Sérfræðinganefndin ber því fram ýmissar tillögur tækni- legs efnis til endurskipunar og leggur áherzlu ár hve þýðing- armikið sé, að breytingar til bóta verði gerðar hið allra bráðasta. Nefndin leggur m. a. til, að ultrastuttbylgjustöðvar verði notaðar miklu meira en áður, enda fái lofttruflanir minna á þær. Nenfdin stingur upp á, að lönd þau, sem hafa hagsmuna að gæta í þessu sambandi, kosti sameiginlega byggingu sendistöðva þeirra, sem koma þarf upp á Græn- landi og íslandi. Lagt er til, að sams konar sendistöðvar verði reistar á Englandi eða Irlandi og New Foundland. Sérfræðinganefndin áætlar, að stofnkostnaður verði sem hér segir (áætlaður reksturskostn- aður á ári tilfærður í sviga): Grænland 901.880 dollarar (63.500 dollarar), ísland 789.880 (57.500), New Foundland 428.- 300 (38.000) og England— írland 320.300 (39.500). Netfndin bendir á, að á Grænlandi sé aðeins hægt að vinna að bygingu sendistöðv- anna yfir hásumarið, og sé ekki hafizt handa snemma á sumri komanda, verði að fresta framkvæmdum til 1958. Það er því mjög mikilsver^, að lönd þau, sem hafa áhuga á máli þessd, komi sér saman um kostnaðinn sem allra fyrst. S. Þ.-fréííir í fáum orðum Ný S. Þ.-frímerki. Nýlega hafa S. Þ. gefið út frímerki, sem sýnir atriði í starfi WMO — Alþjóðaveðurathug- anastofnunarinnar. 8. apríl var gefið út frímerki, sem gefur hugmynd um starfssvið lög- regluliðs S. Þ. Sameinuðu þjóðirnar gefa út sérstök frí- merki 24. október og 10. des- ember í sambandi við S. Þ.- daginn og mannrétindadaginn. Alþ j óðasamvinnumáiastof n- unin — ILO — hefur gefið út nýjan bækling um starfsemi sína. Bæklingurinn ber með sér, að í lok ársins hafði stofn- unin sent út 650 aðstoðarsér- fræðingá í tækni og veitt 1375 styrki löndum, sem efnahags- lega standa öðrum að baki. Með náms- og vinnudvölum í iðnaðarlöndum höfðu 800 verkamenn og verkstjórar fengið tækifæri til að afla sér sérþekkingar. ísienzkur bókasafnari kaupir merkilegt afrit af Jónsbók í Danmörk Afritið er frá 1645, og hefir verði í brezku einkabókasafni Kaupmannahöfn: íslenzkur bóka^afnari hefir keypt verð- mætt handrit af Branners Bibliofile Antikvariat-bóka- verzlun hér í Kaupmanna- höfn, en verzlunin hafði ný- lega útvegað handrit þetta frá Bretlandi þar sem það hafði verið í einkaeign. Hér er um að ræða fallegt afrit af Jóns- bók, gert af Guðmundi Jóns- syni árið 1645. Það er úr bóka- safni Jóns Árnasonar, sem selt var á uppboði í Kaup- mannahöfn árið 1777, en lenti þá til Bretlands og hefir síðan verið þar í einkabókasafni. Bókin er 65 kálfskinnsblöð, hálf bundin, og er prýdd með hyrningum og upphafsstöfum með dýrum og fígúrum, sem minna mjög á írska skreyt- ingalist frá löngu liðinni tíð. Ekki er verð handritsins upp- gefið, en talið að hér sé um verðmætt handrit að ræða. — Ekki er kunnugt, hver hinn íslenzki bókasafnari er. —TÍMINN, 5. janúar Undrun — Mig langar til þess að koma konunni minni á óvart og gefa henni eitthvað fallegt á afmælisdeginum hennar. — Þá skaltu gefa henni ná- kvæmlega það sem hún óskar sér. ORtmvs M.D. 388 BÆTA VERÐUR ÖRYGGISÞJÓNUSTU FLUGFERÐA UM ATLANTSHAFIÐ Athyglisverð skýrsla Alþjóðasíofnunarinnar um farþegaflug, þar sem gerð er tillaga um byggingu ultrastuttbylgjustöðva á Grænlandi og íslandi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.