Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚÁR Í957 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDT STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 3Ú3 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘‘Lögberg'’ is published by The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 Innfak úr ræðu, sem ELMAN GUTTORMSON, M.L.A., flulli við seiningu Maniiobaþingsins hinn 30. janúar síðasiliðinn. Háttvirti þingforseti: Það er ávalt mikil sæmd falin í því, er nýkjörinn þing- maður verður fyrir vali til að styðja svarræðuna við stjórnar- boðskapinn, ekki einungis vegna hlutaðeigandi þingmanns sjálfs, heldur vegna kjósendanna, sem hann, góðu heilli, fer með umboð fyrir á þingi. í þessu tilfelli er um tvenns ,konar heiður að ræða; í fyrsta lagi, ekki einungis vegna þess, að ég er yngsti maður- inn, sem sæti á í þinginu að þessu sinni, heldur og ennfremur og engu síður af þeirri ástæðu, að fyrirrennari minn í kjör- dæminu, sem nú hefir sent mig á þing, var virtur og dáður af þeim öllum, er hann komst í kynni við. Fólkinu í St. George þótti vænt um Chris Halldórsson og það ekki að ástæðula^isu; hann var ávalt boðinn og búinn til að rétta fram hjálparhönd hvar, sem því varð við komið og þörfin var mest. Stjórnmál má telja, að því er mér skilst, til hinna mikil- vægustu sérfræða, jafnvel þeirra djúpstæðustu með lýðræðis- þjóðum, og ég geng þess eigi dulinn hver ábyrgð því er sam- fara, að forréttindunum ógleymdum, að hafa tekið sæti á þingi. Sérfræði slíkrar tegundar krefst langvarandi undir- búnings, og það hefi ég ljóslega á vitund hér í dag. Þau orjð, sem ég við þetta tækifæri læt mér um munn falla, eru sögð í fylztu auðmýkt og af einlægum þakkarhug fyrir það umburðarlyndi, sem nýir og óreyndir þingmenn verða aðnjótandi á þessum stað. Hvort, sem stjórnmálaferillinp verður skemri eða lengri, er ég sannfærður um, að hver sá sem verið hefir í framboði til þingmensku og náð kosningu, verður aldrei að öllu ná- kvæmlega sami maðurinn; og víst er um það, að ég gleymi eigi auðveldlega þeirri reynslu, er ég lifði upp, átökunum og hinni miklu ánægju,' sem ég varð aðnjótandi meðan á kosn- ingahríðinni stóð í haust sem leið. • Þó að ég væri borinn og barnfæddur í St. George kjör- dæmi og hafi átt þar heima meginhluta ævinnar, og ferðast áður um það þvert og endilangt, var það þó ekki fyr en ég hóf kosningaleiðangurinn, að mér varð ljóst hve þekkingu minni var áfátt og hve mikið ég enn átti ólært. Saga heimabygðar hvers einstaklings felur í sér aðdrátt- arafl, og um það verður heldur ekki deilt, að St. George kjördæmi eigi að baki sér svipbrigðaríka sögu; bygðarlagið er í rauninni eitt hið elzta í Vestur-Canada, þó straumur innflytjenda til millivatnasvæðisins kæmi ekki til fram- kvæmda fyr en árið 1879. Bygðarlögin urðu lengi að bíða eftir járnbrautarsambandi, og voru bændur í millitíðinni til- neyddir að sækja og flytja lífsnauðsynjar sínar á uxasam- stæðum til Stone Wall eða Winnipeg, en slík ferðalög stóðu yfir í tíu til fjórtán daga; ný samgöngutæki hafa svo stytt vegalengdina nú í dag, að engan veginn er sambærilegt við það, sem áður var, öllum til ósegjanlegs fagnaðar. Nú eru liðin fjörutíu og þrjú ár frá þeim tíma, er St. George hlaut löggildingu sem sérstakt kjördæmi, en á því tímabili hefir það átt fimm þingfulltrúum á að skipa; mörg þjóðerni búa í svo ákjósanlegu bróðerni innan takmarka kjördæmisins, að til fyrirmyndar má teljast. Kjölfestan í St. George er landið sjálft og þangað verðum við að leita varðandi lífsframfærslu okkar og velferð kjör- dæmisins. Sveitirnar veita íbúum sínum margfaldan yndisauka og verðskulda <að þeim sé allur hugsanlegur sómi sýndur; bún- aðurinn er undirstöðu iðnaður þessa fylkis, og er innihalds- ríkari en svo að þeir, sem hann stunda, fái aðeins dregið fram lífið; það er hið nána samstarf moldar og manns, sem lýsir upp bændabýlin og krefst að minsta kosti þess, að tekjur bænda, öryggi og lífsþægindi séu eigi innan við það, sem aðrir canadiskir þjóðfélagsþegnar nú njóta. Mér er það mikið ánægjuefni, að veita því athygli í hásætisræðunni, að stjórnin, sem ég styð, er staðráðin í að Additions to Betel Building Fund Frá Árborg, Manitoba Mr. Kristinn A. Kristinsson, Mr. Helgi Pálsson, Mr. & Mrs. Th. G. Sigvaldason, Mr. & Mrs. Björgvin Holm, Mr. & Mrs. I£. N. S. Fridfinnsson, 50.00 Mis§ Stefanía Sigurdson, 50.00 Mr. John Gunnarsson, 50.00 M. Gíslason and Miss Torfa Gíslason, 30.00 Mr. K. O. Einarsson, 25.00 í kærri minningu um for- eldra mína Friðfinn og Jakobínu Einarsson og syst- ur Sigríði. Mrs. Thorbjörg Sigurðsson, $25.00 Mr. & Mrs. Arthur Sigurdson, 25.00 Mr. John J. Sigurdson, 25.00 Mr. Gunnlaugur Johnson 25.00 Mr. & Mrs. Halli Gíslason 25.00 Mr. K. Th. Johnson 25.00 Mr. B. J. S. Böðvarsson 25.00 Mr. & Mrs. W. S. Eyólfson 25.00 í kærri minningu um Lúð- vík og Fa^iney Holm, kæran bróður og tengdasystur. Miss Val. S. Sigurðsson $25.00 Mr. Ben I. Danielson 20.00 Mr. & Mrs. Bjössi Jónasson 10.00 Mr. & Mrs. Jóhann Vigfússon 10.00 Mr. & Mrs. Pete Bjornson 10.00 Mr. & Mrs. Victor A. Borgfjord 10.00 Mr. & Mrs. Raymond Johnston 10.00 In loving memory of father Kristján Magnússon. Mrs. Friðrikka Magnússon $10.00 In loving memory of my husband Kristján Magnús- son. Mrs. Elín Einarsson $10.00 Miss Alda Sigvaldason 10.00 Miss Hulda Sigvaldason 10.00 Mr. & Mrs. Th. Thorsteinsson 5.00 Mr. & Mrs. Siggi S. Guðmundsson 5.00 Mrs. Rikka Johnson 5.00 Mr. Magnús Guðmundsson 5.00 Mr. B. G. Anderson 5.00 Mr. Valdimar Guðmundsson 5.00 Mr. Lárus Pálsson, Jr. 5.00 $100.00 100.00 50.00 50.00 Skrattinn hittir ömmu sína Árið 1894 átti ég heima á Fishtrapp í N. Dakota, 10 míl- ur vestur af Walhalla-bæ. Ég var þá nýkominn frá íslandi, og átti ég heima hjá föður mínum, Ólafi Jónssyni. Ná- granni okkar hét Sveinbjörn Björnsson (Breiðfirðingur). Sveinbjörn þótti ódæll og harður í horn að taka, og brellinn í viðskiptum. Þetta umgetna ár, að hausti til, átti Sveinki (svo var hann ætíð nefndur) viðskipti við norskan mann, er Oleson hét. Sá var svartur á hár og skegg, og ærið illúðlegur, enda var hann, er hér getur um, nýkominn úr tugthúsi. Þessi Oleson, sem hafði að auknefni Svarti- Oleson, hafði átt skuldavið- skipti við Sveinka, á sleða er Sveinki átti og kjöt er Oleson átti að fá hjá Sveinka, en galt ekki á tilteknum tíma. Kom því Oleson einn dag í Ijósaskiptum til Sveinka og heimtaði kjötið. — Sveinki kvaðst ekki hafa kjötið, en Oleson hafði ætíð byssu sína til taks, og nú ögrar hann Sveinka með byssunni. Sveinki læst þá verða hrædd- ur, og segist skuli sjá hvað mik ið hann hafi til. Lætur Oleson sér það vel líka, og segir hon- um að hann skuli bíða, en ef hann svíki sig, muni lítið verða eftir af hauskúpunni á Sveinka. Sveinki fer nú inn og er litla stund inni, þar til hann kemur aftur fram í dyrnar og leggur byssu sína við hurðar- stafinn og miðar á Svarta- Oleson og segir: Nú drep ég þig, helvískur norskarinn, ef þú hefur þig ekki í burtu hið bráðasta. Oleson vei;ður heldur en ekki bilt við, slær upp á og keyrir allt hvað af tekur í burtu. Næsta dag kom svo Sveinki til okkar og sagði okkur frá alveg eins og ég hef sagt hér, og hló mikið. — Þá sagði ég við Sveinka: Þessu lýgur þú, Sveinki, því þú áttir enga byssu. „Já, karl minn“, sagði Sveinki: „Það er nú alveg satt, ég átti enga byssu,“ En hvað var það þá, er þú hafðir? „Já, karl minn — það var bara kústaskapið mitt. Kristján Ólafsson, New Westminster, B.C. hrinda í framkvæmd ráðstöfunum, sem líklegar eru til að verða kjördæmi mínu og þúsundum utan takmarka þess til raunverulegra hagsbþta. Bóndanum verður ekki réttilega borin síngirni á brýn, þó hann^ svo sem sjálfsagt er, krefjist fullrar hlutdeildar í framleiðsluauðlegð þjóðarinnar fyrir sig og fjölskyldu sína; velgengni bænda í þessu landi táknar þjóðarvelgengni í heild. Mér þykir vænt um, að hásætisræðan víkur að hinni brýnu þörf, sem víða er á aukinni framræzlu með hliðsjón af því hve lengi ofraki tíðum hvílir á yfirborði jarðvegsins. —FRAMHALD Mr. & Mrs. Earl Stansell 2.00 Mr. & Mrs. Einar Nordal 2.00 Miss Halldóra Anderson 2.00 Miss Thórunn Vigfússon 2.00 Mr. & Mrs. Mike Sigurdson 1.00 Mr. & Mrs. Roy Epp 1.00 Mr. Hallur Johnson 1.00 ----0---- Riverton Lutheran Ladies Aid $50.00 ----0---- Mr. D. J. Jensson, 359 Kilbride Ave., Winnipeg, Manitoba 5.00 -----------0---- Ray and Jennie Bushnell, 2550 — 26th*Avenue, San Francisco, Cal. 10.00 A memorial to Mrs. Karólína Thorlaksson. v -----------0---- A memorial gift in loving memory of Jónas J. Thorvard- son given by his nieces and nephews, the children of his brother Bergthor Thorvardson of Akra, N. Dakota $10.00 -------------0---- Gefið í minningu um hjart- kæra systur, (Guðrúnu Good- man) Sigurdson dáin í Win- nipeg 18. janúar 1956 $100.00 -------------0---- Superior Roofing Co. Limited, 91 Marion Street, Norwood, Manitoba Mr. Oscar Bjorklund, Manager $500.00 ----0---- Mr. & Mrs. G;. Baldwinson, 983 Dominion Street, Winnipeg 10, Man. $50.00 "Bef-el" $180,000.00 Building Campaign Fund ----—180 —160 —140 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund, 123 Prlncess Street, Winnipeg 2.,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.