Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.02.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1957 5 VVW V y W V1"? ÁHLGAMÁL rVENNA. 4 ' Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Heimsókn ó heimili rússneskrar fjölskyldu Síðustu tvö árin hefir all- mikill ferðamannastraumur legið til Rússlands með leyfi stjórnarinnar þar, en á tíð Stalíns mátti landið heita lok- að fyrir ferðamönnum, nema þá kommúnistaflokksmönn- um þeirra erlendis. Nýlega eru komin heim eftir fjögra vikna ferð um Rússland, Bruce og Beatrice Goulcl, ritstjórar Ladies’ Home Journal. Höfðu þau aðallega hug á því að kynnast kjörum og lifnaðar- háttum alþýðunnar. Slíkt er ekki auðvelt fyrir þá, sem ekki kunna landsmálið, því þeir eru algerlega komnir upp á ferðamannaskrifstofu túlk- ana, én þeir sýna ferðamönn- um og og túlka aðeins það, sem þeim er lagt fyrir. Þau hjónin voru á vegum ferða- mannaskrifstofanna þar, en amerískur stúdent, sem lagt hafði fyrir sig rússnesku-nám og skildi og talaði má>lið reip- rennandi, var í för með þeim. Þau sögðu leiðsögustúlk- unni frá ferðaskrifstofunni í Leningrad, að þau hefðu á- nægju af gönguferðum, og eftir að hún hafði sýnt þeim merki^staði borgarinnar, sögðu þau henni að þau þyrftu hennar ekki með lengur, að þau ætluðu að ganga heim til gistihússins. Síðan gengu þau ásamt stúd- entinum þar til þau komu að stóru íbúðarfjölhýsi. Þau gengu inn í húsgarðinn, fyrir utan voru konur með skóflur og rekur að gera við strætið. Byggingin lá að strætinu en garðurinn var milli tveggja álna hennar. í garðinum, sem var fremur óþrifalegur, sátu gamlar konur á bekkjum og höfðu auga á leikjum ung- barna. Aðrar konur voru þar á fleygiferð með eldivið, þvott eða matvöru. Beatrice Gould segir frá: „Loks sáum við konu eina séí í einum dyrunum. Amer- íski túlkurinn okkar lagði fyrir hana nokkrar spurning- ar: Þetta er stór bygging. Átti hún heima hér? Er húsið út- búið öllum þægindum, jafn- vel heitri vatnsleiðslu? Við sögðum henni að við værum ferðafólk frá Ameríku og þætti vænt um að fá að sjá lifnaðarhætti rússneska fólks- ins. Loks lét hún tilleiðast að bjóða okkur upp í íbúð sína. Hún var lágvaxin kona, lið- lega fertug (leit út sem sextug á okkar mælikvarða). Var klædd í hina algengu þungu og drungalegu yfirhöfn, tau- skó og ullarskýlu. Við gengum járnstiga upp á aðra hæð. Allt var húsið innan og utan frem- ur úr sér gengið og óþrifalegt. Við komum í þröngan gang, 7 fet á lengd og 4 fet á breidd. í honum voru kartöflupokar, yfirhafnir, þvottabretti, fötur, sópar, skóflur og svo lyktin, sem alls staðar eltir mann hvar sem maður fer um Rúss- land — óþefurinn af gömlu® yfirhöfnum,. sem aldrei eru hreinsaðar, því fólkið á ekki til skiptana; af fólki sem sjaldan fær bað, af káli, mat- arsuðu og óþvegnum barna- rýjum. H,var sem farið er verður þessarar ólyktar vart, í flugvélum, leikhúsum og söluhúsum. Mr. Gould tók fram í: í beztu gistihúsum og matsöluhúsum er sprautað um herbergin sterku ilmvatni til að reyna að yfirskyggja þetta óræka vitni fátæktarinnar. Mrs. Gould hélt áfram: Þrettán manns bjuggu í þessar íbúð, þííjár fjölskyldur og hafði hver fjölskylda eitt herbergi. í einni fjölskyldunni 6 manns foreldrar og þrjú börn og amma gamla; — í öðru voru fjórir og í hinu þrír. Þrjár fjölskyldur höfðu sama eldhúsið og salernið. Þarna var ekkert baðherbergi. Rússneska konan sagði: — „Maðurinn minn hefir unnið 1 sömu verksmiðjunni í 20 ár og við getum ekki fengið betri íbúð; við lifum eins og skepn- ur!“ Hún sparkaði til hliðar kartöflupoka og sýndi okkur inn í sitt herbergi, það var tólf fet á breidd og lengd. í því voru tvö -hvílurúm, matar- borð með leirtaui, gömlum steindum potti og tekatli. Við tókum fyrst ekki eftir dökk- hærðu höfði á einum koddan- um. Hún skýrði fyrir okkur, að það væri annar uppkominn sonur hennar, þeir svæfu í rúminu til skiptis, anpar á daginn, hinn á nóttunni; hún og maður hennar svæfu í hinu mjóa rúminu. Stór fataskápur aðskildi rúmin. (Jafnvel í ný- reistum íbúðarfjölhýsum eru innbyggðir fataskápar sjald- gæfir). Herbergið var svo troðfullt af dóti þessara fjögra að varla var hægt að snúa sér við; fjórir venjulegir stólar, einn stór, fóðraður og slitinn þægindastóll, á honum voru hreinir heklaðir dúkar; blúndublæjur fyrir gluggun- um, og gluggakistan hlaðin blómum. Þarna var og lítið sjónvarpstæki. Rússneska koan opnaði dyr að litlu herbergi, 6 fet á lengd og 5 fet á breidd. í því var rúm og smárúm fyrir barn, hægt var að smeygja sér á hlið inn í þessa kytru. Þarna sváfu þriðji sonur hennar og kona hans og tveggja ára gamalt barn þeirra. Þau voru bæði í vinnu, en barnið á barnadagstofu. Þetta herbergi var hreint og þrifalegt. Þrjár fjölskyldur, þrettán alls notaði eldhúsið; þar var þveginn þvotturinn og hengd- ur þar til þerris eða í gangin- um. Eldhúsið var 9 fet á breidd og 10 á lengd. þrjú lítil borð við vegginn, eitt fyrir hverja fjölskyldu, á stærð við gamaldags þvottastanda, hill- ur fyrir neðan borðin fyrir potta og pönnur og hillur fyrir ofan þau fyrir leirtau. Það snerti tilfinningar mínar sð sjá, að fyrir hillunum voru hreinlegir dúkar, s u m i r skreyttir með hekluverki eða útsaumi. Seinna tókum við eftir, að hér um bil undan- tekningarlaust reyndu konur að „fegra“ heimili sín, hvern- ig sem að þeim var búið. Það var vaskur 1 eldhúsinu, en enginn kæliskápur. Ég spurði: „Hvernig getið þið öll FÖGUR er á björtum &egi leiðin út Höfðaströnd í Skagafirði, grösug sveitin, tíguleg norðlenzk fjöll á aðra hönd, fjörðurinn á hina, Drangey, Höfðavatn og Þórð- arhöfði, Skagafjöll í fjarska vestan fjarðar. Þetta er leiðin út á Siglufjörð, yfir skarðið. í þessari náttúrudýrð er ef til vill varla von, að menn veiti athygli litlu húsi, sem stendur ekki allfjarri vegi of- arlega í túni innsta bæjarins á Höfðaströnd. Sá hþitir Gröf, og þar ólst séra Hallgrímur Pétursson upp að einhverju leyti. Húsið er kirkja, minnsta guðshús á landinu, en jafn- framt eitt hið merkasta. Það er í eigu ríkisins og undir vernd Þjóðminjasafnsins og hefir fyrir nokkrum árum verið gert upp að öllu leyti eins og áður var. Þetta er torfkirkja en þó að vissu leyti timburhús eins og aðrar torf- kirkjur, gaflar báðir úr timbri og þiljað allt innan, en veggir báðir og ytra þató úr torfi. Umhverfis er kringlóttur kirkjugarður úr torfi. Hér er varðveitt heilleg smámynd úr svip íslenzkra sveita fyrir sements-öld. Svona hafa þau verið, litlu bænhúsin, sem fullt var af um allar sveitir á miðöldum. Kirkjan er aðeins 6,25 m. löng og 3,30 m. breið, hæð undir mæni 3,45 m. Kirkju- gestir beygja sig undir bitana, þótt ekki séu nema meðal- menn. Á bekkjum geta setið um 30 manns. Kór er afmark- aður með kórg^indum og í þeim að sunnan er prédikun- arstóll, en altarið er á sínum stað, allt útskorið og óvenju- \ eldað hér?“ Hún var gröm — „við rekum altaf saman aftur- endarla“ — en algenga rúss- neska orðið, sem hún notaði var nú ekki „afturendi“. Maður hennar var verk- fræðingur, sem fær 1800 rúbl- ur á mánuði, að minnsta kosti tvisvar sinnum meira en al- gengur verkamaður. Gremja hennar stafaði af því, að þrátt fyrir 20 ára dygga þjónustu á sama verkstæði, gátu þau ekki fengið betra húsnæði. „Munið — þetta er okkar líf,“ — sagði hún. „Þannig lif- um við.“ — Þetta fólk var, ímynda ég mér, það sem við í Ameríku nefnum miðstéttar fólk. Það var ekki fátækt og byggingin var talin með þeim betri í umhverfinu. Að sjálfsögðu höfðum við ekki aðgang að heimilum æðri stéttarinnar embættis- og stjórnarmanna, slíkt er sjald- gæft ja.fnvel fyrir þá sem dvalið hafa á Rússlandi í marga mánuði, en af ásettu ráði heimsóttum við ekki'hin reg'lulegu fátækrahverfi. Þannig er þá búið að verka- lýðnum í hinu svokallaða sæluríki hans. lega'góður gripur. Útskurður- inn er í barokkstíl og sver sig til 17. aldar, og frá þeim sjón- arhól skulum við athuga sögu kirkjunnar. Á 17. öld var Gröf í eigu Hólabiskupa, Þorláks Skúla- sonar og Gísla sonar hans. Þeir sýndu staðnum mikla rækt. Bænhús hafði þar fyrr- um verið, en þá lengi van- rækt, en biskupar tóku þar aftur upp kirkjulega helgi, endurreistu eða byggðu að nýju kirkjuhús og létu það með nýjum ornamentum prýða. Eftir lát Gísla biskups 1684 fluttist ekkja hans, hús- frú Ragnheiður Jónsdóttir, að Gröf og bjó þar langan aldur síðan. Hún fékk konungsbréf fyrir því, að Grafarkirkja skyldi vera þriðjungskirkja, ef hún gæti fengið prest til að syngja þar tíðir þriðja hvern sunnudag. Hústrú Ragnheiður andaðist 1715, og sennilega hefjr þá vegur kirkjunnar fljótlega minnkað, enda var hún lögð niður að konungs- boði 1765 ásamt fleiri óþörfum guðshúsum. En húsið, sem þeir biskupar höfðu látið gera rækilega við eða byggja frá grunni, stóð áfram allt fram á vora daga og er nú að öllu mjög líkt og það var á 17. öld. Flestir viðir voru endurnýjaðir, en altarið er hið sama og svo prédikun- arstóllinn. Og þessir gripir, einkum altarið, 'sýna, hver staðið hefir fyrir srúíði Graf- arkirkju. Það hefir enginn annar gert en sjálfur Guð- mundur í Bjarnastaðahlíð, kirkjusmiður og skurðlistar- maður, sá hinn sami, , sem Stefnir hefur Ijóða- samkeppni fyrir' ungt fólk Nýtt og fjölbreytt hefti komið út. Út er komið nýtt hefti af tímaritinu Stefni. Efni þess er allfjölbreytt 'og' vandað, eru það bæði ljóð, smásögúr, sögu- kaflar og greinar um listir, bókmenhtir og þjóðmál. í héftinu er greint frá ljóðasam- lceppni, sem tímafitið efnir til. Er þetta samkeppni meðal ungs fólks í ljóðagerð. Verð- launin eru flugferð til Þýzka- • lands og heim aftur. Kveðst tímaritið með þessu vilja gera sitt til þess að glæða áhuga ungs fólks á bókmenntum. Skáldskapur og ljóð Af efni hins nýútkomna heftis má telja kvæði eftir Vilhjálm frá Skáholti, sem nefnist „Þorsti“. Þá er ný smásaga eftir Kristmann Guð- mundsson er nefnist „Þú veizt ei, hvern þú hittir þar“. Einnig er athyglisverður kafl- inn „í flæðarmálmu“, sem er kafli úr óprentaðri skáldsögu- eftir Sigurð A. Magnússon. Um leiklisl og bókmenniir Oddur Björnsson skrifar langa grein um Leikhús í Vín, Þórhallur Þorgilsson kynnir íslenzkum lesendum spánska skáldið Juan Ramon Jimenez, sem var sæmdur Nóbelsverð- launum í haust, en menn hér hafa haft lítil kynni af þess- um merkilega manni. Hannes Pétursson skrifar ritdóma um fjórar bækur. Ungverjaland Stefnir ræðir að þessu sinni nokkuð um þá ógnþrungnu atburði, sem hafa gerzt úti í Ungyerjalandi. I heftinu birt- ast kaflar, sem Ævar Kvaran flutti á Ungverjalandskvöldi Stefnis, þar sem greint er frá frelsisbaráttu Ungverja árið 1848. Er það mjög eftirtektar- vert, hve margt er líkt með þeirri uppreisn og byltingunni, sem brauzt út í Budapest 23. október s.l. Um síðustu at- burði ræðir í fróðlegri grein eftir Harald Hamar, sem nefn- ist „Stefna Stalíns, er stefna lærisveina hans.“ —Mbl., 3^. des. reisti Skálholtsdómkirkju fyr- ir Brynjólf biskup og útbjó skírnarfontinn mikla í Hóla- kirkju og vann mörg fleiri hagleiksverk fyrir Hólamerin, einkum Gísla biskup og frú Ragnheiði. Fróðleiksfús ferðamaður ætti að nema staðar hjá Gröf og skoða litlu kirkjuna og minnast þess, að hún er húsa' elzt hér á landi og byggð áf Guðmundi smið, sem mestur var hagleiksmaður á íslandi á sinni tíð. —Kristján Eldjárn —TÍMINN, 11. nóv. Grafarkirkja á Höfðaströnd

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.