Lögberg - 14.02.1957, Page 1

Lögberg - 14.02.1957, Page 1
 SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In 14 Lb. Tlns Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In 14 Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1957 NÚMER 7 Verndið íslenzkuna með því að fjölmenna á þjóðræknisþingið Fréttabréf frá ríkisútvarpi íslands Merk prestsekkja á áttræðisafmæli — 25. JANÚAR — í gærkvöldi brann íbúðar- húsið að Hellu á Árskógar- strönd í Eyjafirði ásamt þök- um af fjósi og hlöðu, sem voru áföst íbúðarhúsinu. Eld- urinn kom upp á efstu hæð hússins, þar bjó Kristján Kristjánsson hreppstjóri al- einn en hafði ekki verið heima í nokkra daga. Brunnu inni húsmunir hans allir og mikið af bókum og skjölum. Búslóð var bjargað að mestu út af miðhæð hússins en hún brann allmikið. Þar bjuggu Ingunn Kristjánsdóttir og Jóhann Kristjánsson. Kjallari hússins brann ekki. íbúðarhúsið að Hellu var innréttað með timbri en útveggir úr ^teini. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. ☆ 26. JANÚAR Kvenréttindafélag Islands á hálfrar aldar afmæli á morg- un. Það var Bríet Bjarnhéðins dóttir, sem hafði forgöngu um stofnun þess. Árið 1923 var fyrst stofnað til landsfundar til þess að ná sambandi við konur utan Reykjavíkur. — Ellefu mánuðum síðar var fé- lagið gert að Landsfélagi og Framhald á bls. 5 t Kosningum verði flýH- Svo heitar hafa umræðurn- ar í sambandsþinginu verið undanfarna daga, að nærri hefir látið að upp úr pottinum syði; stjórnarandstaðan hefir borið fram eina vantrausts- yfirlýsinguna eftir aðra á hendur stjórninni, sem allar hafa að vísu verið felldar með bolmagni Liberala, en engu að síður skilið eftir sig ógróin eða illa gróin sár; stundum hefir slíkur handagangur orðið í öskjunni, að forseti hefir átt örðugt uppdráttar með að halda uppi reglu, og er þá illa komið í lýðræðislandi; svo mikil pólitísk ólga hefir skap- ast í þinginu, að fróðir menn í Ottawa sýnast hallast, á þá sveif, að stjórnin sjái þann kost vænstan að flýta kosning- um þannig, að þær verði haldnar skömmu eftir miðjan maí, í stað þess að fresta þéim fram í seinni part júnímánað- ar, eins og nokkurn veginn var víst talið. Sækir þjóðræknisþing og flyfur prédikun Séra Eiríkur S. Brynjólfsson frá Vancouver, B.C., er vænt- anlegur um helgina til að taka sæti sem fulltrúi Stranda- manna á 38. ársþingi Þjóð- ræknisfélagsins, sem hefst á sama stað og að undanförnu, næstkomandi mánudag 18. febrúar kl. 10. f. h. Séra Eiríkur prédikar við kvöldmessuna í Fyrstu lút- ersku kirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 7. Aðalræðumaður lce- londic Canadian Club Wm. Benedickson, Q.C., M.P. Mr. Benedickson sambands- þingmaður fyrir Kenora- Rainy River kjördæmið, verð- ur aðalræðumaður á sam- komu Icelandic Canadian Club; hann er kunnur mælsku- maður, er margir munu hlakka til að hlusta á. s Mr. Benedickson heimsótti ísland 1954 og var þá sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Frú Stefanía Sigurðsson í dag, hinn 14. febrúar á sæmdarkonan frú Stefanía Sigurðsson, sem nú er til heimilis í New York áttræðis- afmæli, ungleg, glaðvær og fríð sýnum sem í fyrri daga; hún er ekkja eftir hinn þjóð- kunna gáfumann, skáldið og ræðuskörunginn séra Jónas A. Sigurðsson, sem rót sína átti að rekja til Húnaþings og mjög kom við sögu íslendinga vestan hafs. Séra Jónas lézt í maímánuði 1933. Börn þeirra þrjú, glæsileg og gáfuð, séra B. Theodore, John læknir og frú Elín Kjartansson, eru öll á lífi. • Frú Stefanía er ættuð frá Tungu í Grafningi í Árnes- sýslu og fædd þar; var faðir hennar Ólafur smiður Þorsteinsson fæddur í Tungu og kona hans Elín frá Heiði í Mýrdal; voru þau hjón bæði vel að sér ger og var heimili þeirra jafaan rómað fyrir alúð og risnu; frá 1871 til 1882 dvöldu þau í Nova Scotia, en fluttust þá til Flytur ræðu á Frónsmóti Setur Þjóðræknisþing Séra Ólafur Skúlason Dr. Valdimar J. Eylands Pembina í North Dakota og bjuggu þar til dauðadags; systur átti frú Stefanía tvær, Guðrúnu í Pembina og Jór- unni, gifta Arnljóti Olson í Winnipeg. Frú Stefanía hefir ávalt verið sál hússins, hvar, sem heimili hennar og fjölskyld- unnar var í sveit sett; út frá hugsunarhætti hennar og störfum , stafaði mildum bjarma, er breiddi yfir um- hverfið birtu og yl; hún hefir alla sína ævi látið gott af sér leiða, að dómi þeirra, er þekkja hana bezt, en fegurri vitnisburð er ekki auðvelt að eignast. ✓ Nú dvelur frú Stefanía við blik kvöldroðans í skjóli sinn- ar ágætu dóttur og hins mikilhæfa tengdasonar síns, Hannesar Kjartanssonar aðal- ræðismanns íslands í New York, og þangað streyma til hennar í tugatali á afmælis- daginn hamingjuóskir þakk- látrar samferðasveitar. E. P. J. Væntanlegur í heimsókn Herra Asmimdur Guðmundsson blskup Lögbergi hefir alveg ný- verið borist sú fregn, að herra Á s m u n d i Guðmundssyni biskupi íslands hafi verið boðið á stefnu í Minneapolis í sumar, og er víst talið að hann taki boðinu; vonandi veitist honum kostur á að heimsækja okkur ættbræður sína hér norðan landamæranna og mundi hann verða þeim öllum aufúsugestur. puBjaoi ‘giujBSBHpqspuBq

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.